Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 27 BUCKINGHAM- HOLL OPNUÐ ALMENNINGi Elísabet Bretadrottning hefur ákveöið að heimila feröa mönnum aö skoöa hluta Buckingham- hallar til aö fjármagna viögeröir á Windsor- kastala, sem brann í fyrra. Rfkisdans- salurinn Buckíngham-höll gæti reynst „dauðagildra“ Lundúnum. Reuter. BRESK öryggisyfirvöld sögðu í gær að Buckingham-höll í Lund- únum gæti reynst „dauðagildra" vegna ófullnægjandi brunavarna og að fresta bæri áformum um að opna hana fyrir almenningi þar til eldvarnakerfið yrði fært i viðunandi horf. Nefnd sem fjallar um öryggi op- inberra bygginga í Bretlandi sagði að í höllinni væri ekki nóg af slökkvitækjum og úðunarkerfið væri alls ófuilnægjandi. Nefndin lýsti áformum Bretadrottningar um að heimila ferðamönnum að skoða hluta hallarinnar sem „fáránlegum og hreint og beint hættulegum". Talsmaður Bretadrottningar reyndi að gera lítið úr þessum um- mælum og sagði að unnið væri að úrbótum til að tryggja að höllin fullnægði ströngustu reglum um brunavarnir í opinberum bygging- um. Eldvarnaeftirlit Lundúna færi reglulega yfir eldvarnakerfi hallar- innar og farið væri eftir öllum til- mælum þess. Viðvaranir um eldhættu í Windsor hundsaðar í 12 ár Á sama tíma og varað var við ófullnægjandi brunavörnum í Buck- ingham-höll var skýrt frá skýrslu frá eldvarnaeftirliti Lundúnaborgar þar sem fram kemur að viðvaranir um mikla eldhættu í Windsor-kast- ala drottningarinnar voru hundsað- ar að mestu í tólf ár áður en kastal- inn stórskemmdist í bruna í nóvem- ber í fyrra. Sérfræðingar sögðust hafa lagt til að sett yrði upp sjálfvirkt viðvör- unarkerfi og eldhindranir í kastal- anum allt frá árinu 1980 en yfir- völd hefðu ekki hafst neitt að í málinu þar til árið 1990. „200 slökkviliðsmenn urðu að leggja líf sitt í hættu til að slökkva eldinn. Ef gerðar hefðu verið nauðsynleg- ustu öryggisráðstafanir hefði mátt koma í veg fyrir brunann.“ Sally Macintyre prófessor segir, að ástæðurnar fyrir langlífi kvæntra karla virðist aðallega vera fjórar. í fyrsta lagi búi þeir yfirleitt við betri efni en þeir ókvæntu, í öðru lagi séu þeir sælli með sjálfa sig og fyrir það þriðja njóti þeir stuðnings fjölskyldu sinnar. Fjórða ástæðan er svo sú, að þeir lifa al- mennt heilsusamlegu lífi. Hinir ókvæntu drekka og reykja fremur mikið og tefla oft á tæpasta vað í líferni sínu. í skýrslunni segir ennfremur að eldsupptökin hafi verið þau að við- gerðarmenn hafi lagt stóran myndaramma við gluggatjöld sem hafi við það lagst á ljóskastara með þeim afieiðingum að eldur kviknaði. Tjónið á kastalanum er metið á 40 milljónir punda, tæpa fjóra millj- arða króna. Bretadrottning til- kynnti í vikunni sem leið að ferða- mönnum yrði heimilað að skoða hluta Buckingham-hallar frá ágúst- mánuði til að fjármagna 70% kostn- aðarins af viðgerðunum á Windsor- kastala. Macintyre sagði, að giftar konur lifðu nokkru lengur en meðaltalið segði til um en piparmeyjarnar skemur. Það kom hins vegar í ljós, að einhleypar konur, sem hafa ver- ið giftar áður, verða allra kerlinga elstar. Prófessorinn segir, að uppeldi og viðurgjörningur í æsku geti haft einhver áhrif á langlífi fólks en tel- ur, að það verði þó ekki nema að hluta skýrt með heilbrigðu líferni. Breska sljórnin krefst framsals F orstj óri Polly Pecks áKýpur London. Reutcr. BRESKA stjórnin krafðist þess í gær af stjórnvöldum í tyrkneska hluta Kýpur, að þau framseldu Asil Nadir, fyrrverandi forstjóra Polly Pecks, bresks stórfyrirtæk- is, sem varð gjaldþrota 1990. Var hann laus gegn tryggingu en flýði úr landi og hefur nú skotið upp kollinum á æskuslóðum sínum á Kýpur. Nadir var mjög umsvifamikill í bresku fjármálalífi á síðasta áratug og hlutabréf í Polly Peck voru með- al þeirra eftirsóttustu á markaðin- um. í október 1990 sprakk hins veg- ar blaðran með miklum hvelli og eru skuldir fyrirtækisins nú sagðar vera rúmlega 240 milljarðar króna. Sjálf- ur varð Nadir gjaldþrota í janúar í fyrra og eru skuldir hans hátt í átta milljarðar. Vegna rannsóknar á málunum var hann handtekinn en látinn laus gegn 340 milljón króna tryggingu. Áttu réttarhöld að hefj- ast í september en nú er hann sem sagt kominn til Kýpur. Átrúnaðargocí Meðan allt lék í lyndi hjá Polly Peck, á yfirborðinu að minnsta kosti, var Nadir einnig með mikinn rekstur á Kýpur og raunar stærsti atvinnu- rekandinn í tyrkneska hlutanum. Hann var því mikið átrúnaðargoð þar og er raunar enn þótt fyrirtækin á Kýpur hafi farið sömu leiðina og Polly Peck. Bresk stjórnvöld hafa snúið sér beint til Raufs Denktashs, leiðtoga Kýpur-Tyrkja, með beiðni um fram- sal Nadirs en talið er óvíst hvort við henni verður orðið. Nadir sjálfur sagði það eitt í gær, að hann væri mjög feginn að vera kominn heim. Kominn heim Nadir fékk einu sinni útflutn- ingsverðlaun Englandsdrottn- ingar en 1990 sprakk blaðran með 240 milljarða gjaldþroti. Kvæntir karlar langlífir Glasgow. Reuter. KVÆNTIR karlmenn lifa lengur en piparsveinarnir og sérstaklega ef þeir eru menn fyrir sinn hatt og láta ekki ráðskast með sig. Er þetta niðurstaða könnunar, sem vísindamenn við háskólann í Glasgow í Skotlandi stóðu að. Leóurskór Kr. 6.990 Litur: Svartur. Stærðir: 36 - 46. Kr. 5.990 Litur: Svartur. Stærðir: 36 - 41. Kr. 4.990 Litur: Svartur. Stærðir: 36 - 41. Litur: Svartur. Stærðir: 40 - 46. PÓSTSENDUM SÍMI 16584 Brauðostur 15% LÆKKUN! VERÐ NU: 679 kr. kílóið. VERÐ AÐUR: ÞU SPARAR: ■ kílóið. 120 kr. á hvert kíló. OSTA OG SMJÖRSALAN SE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.