Morgunblaðið - 06.05.1993, Side 24

Morgunblaðið - 06.05.1993, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 Míkíl óvissa er um framhald kjaraviðræðna Þrýstingur á verkfallsaðgerðir fer vaxandi á Suðumesjum að sögn formanns VSFK MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands kom saman í gær til að fara yfir stöðuna í kjaramálunum án þess þó að taka neinar nýjar ákvarð- anir um framhaldið. Mikil óvissa ríkir enn um hvaða stefnu viðræð- ur um gerð kjarasamninga muni taka en ríkissáttasenyari hefur en ekki talið ástæðu til að boða til samningafunda. Benedikt Davíðs- son, forseti ASÍ, segir að skilyrði Vinnuveitendasambandsins um að allir komi að málinu standi í vegi fyrir því að þessi leið verði farin. Vinnuveitendur á Suðurnesjum hafa hafnað beiðni verkalýðsfélaga á svæðinu um að heíja samninga- viðræður heima í héraði þar sem samningsumboðið sé hjá Vinnuveit- endasambandi íslands. VSI hefur óskað eftir milligöngu sáttasemjara í kjaradeilunni en enn hefur þó ekki verið boðað til viðræðufundar hjá ríkissáttasemjara þótt óform- legar viðræður hafi farið fram. Benedikt sagði að ekki væru liðn- ir nema fí'mm dagar frá því að deil- unni var vísað til sáttasemjara og ASÍ vilji sjá fyrstu útspil hans áður en gripið yrði til annarra aðgerða. Sagðist hann telja líklegt að boðað verði til viðræðufunda á næstu dög- um. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segist enn hafa trú á að það takist að gera heildarsamn- ing þótt einhver stéttarfélög stæðu fyrir utan. Stjóm og trúnaðarráð Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur hafa fengið heimild til boðunar verkfalls en Kristján sagði áð það yrði neyð- arúrræði og engar aðgerðir hefðu enn verið ákveðnar. Kristján sagði að mikill hiti væri þó í ákveðnum starfshópum, sem hefðu sótt mjög fast að félagið gripi þegar í stað til aðgerða til að knýja fram samn- inga. Sagði hann að verkalýðsfélög á Suðurnesjum hefðu átt viðræður við forystumenn Verslunarmanna- félags Suðurnesja um samstöðu í þessum málum. Vilja langtímasamning „Við viljum frekar langtíma- samning og teljum það ekki góðan kost að gera samning til haustsins. Við viljum fá stöðugleika í lengri tíma svo hægt sé að mynda svigrúm til að ná fram mannsæmandi lífkjör- um,“ sagði Kristján. „Undir miðja næstu viku verður þolinmæði okkar orðin takmörkuð og þá munum við endurskoða stöð- una,“ sagði hann. Ingibjörg Stefánsdóttir syngur í Evrópusöngvakeppninni Stundin nálgast Morgunb.aðia/Þorkell HLUTI fulltrúa íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin verður á írlandi 15 maí. Ég hlakka mikið til UNDIRBÚNINGUR fyrir Söngvakeppni sjón- varpsstöðva stendur nú sem hæst. Lokaæfingar hafa verið á Hótel íslandi og að sögn þátttak- enda leggst ferðin vel í þá. Hópurinn heldur utan 9. maí og hinn 10. verður haldin 40 mínútna æfíng fyrir flytjendur á sviðinu þar sem keppnin fer fram. Flutningur lagsins mun taka u.þ.b. hálftíma. Að því búnu munu gefast 10-15 mínútur og þá verður hægt að koma á framfæri athugasemdum sem snerta flutning lagsins sjálft keppniskvöldið. Jón Egill Bergþórsson, sem stjórn- aði forkeppninni hér heima á vegum Sjónvarpsins, mun koma fram sem fulltrúi flytjenda við það tæki- færi. Það veltur því á honum og Gunnari Smára Helgasyni, hljóðmanni, að sjá til þess að engin snurða hlaupi á þráðinn þegar stóra stundin rennur upp. „Þetta hefur verið alveg ofboðslega gaman,“ sagði Ingibjörg Stefánsdóttir, söngkona, i samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég er ekkert stressuð. Ég hlakka bara til.“ Aðspurð vildi hún ekkert tjá sig um úrslitin, sagði að þau kæmu bara í ljós. En í samanburði við lög hinna flytjendanna fannst henni lagið okkar, Þá veistu svaríð, bara koma vel út. Skógræktarfé- lag Reykjavíkur 190 millj. kr. velta AÐALFUNDUR Skógrækt- arfélags Reykjavíkur var haldinn 26. apríl sl. í Félags- heimili Rafveitunnar við Ell- iðaár. Fluttar voru skýrslur um starf félagsins og reikn- ingar þess samþykktir. Rekstur félagsins gekk vel sl. ár, velta þess var 191 millj- ón og það á 85 milljóna króna eign. Reynir Vilhjálmsson lands- lagsarkitekt sagði frá sérkenni- legum trjám og sýndi myndir af þeim og var síðan sest að kaffídrykkju í boði félagsins. í aðalstjórn félagsins sitja nú: Þorvaldur S. Þorvaldsson, for- maður, Jón Birgir Jónsson, varaformaður, Sturla Snorra- son, gjaldkeri, Ólafur Sigurðs- son, ritari og Birgir ísl. Gunn- arsson, meðstjórnandi. Vara- stjórn er skipuð Kristínu Axels- dóttur, Reyni Vilhjálmssyni og Þorsteini Tómassyni. (Fréttatilkynning) Hafnarfjarðarbær viil liðsinna verktakafyrirtækinu Hagvirki-Kletti Fyrirframgreiðsla upp í samninga kemur til greina GUÐMUNDUR Árni Stefánsson bæjarsljóri Hafnarfjarðar hefur sent frá sér bréf þar sem fram kemur að vilji er hjá bæjaryfirvöld- um að liðsinna Hagvirki-Kletti ef slíkt gæti liðkað fyrir nauðasamningum. I bréfinu er rætt um að fyrirframgreiðsla upp í verk- samninga komi til greina að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sú greiðsla gæti hvort sem er tengst nýstofnuðu félagi starfsmanna Hagvirkis-Kletts eða móðurfyrirtækinu. Hagvirki-Klettur hefur átt í samningaviðræðum við Hafnarfjarðarbæ sem verktaki í skólpdælu- stöðvar og útrásir fyrir bæinn. Stefnt er að því að ljúka þeim viðræðum ef nauðasamningar verða staðfestir en heildarkostnaður er á bilinu 250-300 milljónir króna. Jafnframt hafa átt sér stað viðræð- ur milli Guðmundar Árna og Jóhanns G. Bergþórs- sonar forstjóra Hagvirkis-Kletts um möguleika á viðbótarsamningi um gatnagerð í Mosahlíð en þar er fyrirtækið að skila af sér verki. Guðmundur Árni Stefánsson segir að bréfið sé viljayfirlýsing af hálfu bæjaryfírvalda um að þau vilji koma til móts við fyrirtækið með fyrir- greiðslu eða aðstoð ef það geti liðkað fyrir í þeim erfíðleikum sem Hagvirki-Klettur á nú í. „Hag- virki-Klettur hefur unnið mörg góð verk fyrir Hafnarfjarðarbæ og þar vinna nú um hundrað manns, flestir Hafnfírðingar," segir Guðmundur Ámi. „Í þeirri atvinnukreppu sem nú ríkir er okk- ur umhugað að leggja okkar af mörkum til að atvinna þessara manna haldist." íslenski Grænlandsleiðangurinn Mesti brattimi að baki ÍSLENSKI Grænlandsleiðangurinn hefur lagt að baki 50 km leið upp á Grænlandsjökul. Þeir lögðu á jökulinn á gönguskíðurn fyrir rúmri viku, 27. apríl sl. Leiðangursmenn, Ólafur Órn Haraldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason, hafa náttað í tjöldum, en þeir liafa hreppt óhagstæð veður síðustu daga. Fréttir bárust frá leiðangursmönn- um í gær með flugvél sem þeir höfðu haft talstöðvarsamband við. Þrátt fyrir snjókomu og óhagstætt veður síðustu daga hefur leiðangrinum mið- að vel áfram. Gott hljóð var í félögunum og báðu þeir fyrir kveðjur heim. Nú hafa þeir lagt að baki mesta brattann upp skrið- jöklana á austurströnd Grænlands. Við tekur aflíðandi halli upp í tæplega 3.000.m hæð yfír sjávarmáli. Guðjón Guðmundsson þingmaður Hér verði miðstöð viðskipta í útvegi ÞAÐ getur skipt sköpum fyrir skipaiðnaðinn, fiskvinnsl- una og margháttaða þjónustustarfsemi að Island verði miðstöð sjávarútvegsviðskipta á Norður-Atlantshafi, sagði Guðjón Guðmundsson í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. „Samþykkt Alþingis á síðasta ári um að rýmka heimildir skipa til að sækja þjónustu og landa físki í íslenzkum höfnum hefur skapað verulega vinnu hjá málmiðnaðarmönnum, fisk- vinnslufólki og ýmsum þjónustu- aðilum“, sagði Guðjón Guð- mundsson (S-Vl) í eldhúsdags- umræðum á Alþingi á mánu- dagskvöldið. „Þama eigum við mikla möguleika“, sagði þing- maðurinn, „og við eigum að stefna markvisst að því að ísland verði miðstöð sjávarútvegsvið- skipta á Norður-Atlantshafí." Ný sóknartækifæri Guðjón sagði jafnframt að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið skapaði at- vinnulífinu ný sóknartækifæri. íslendingar væru í sókn í fram- leiðslu og útflutningi á tækni og vinnslubúnaði fyrir sjávarút- veg. Hann hvatti og til þess að hefja hvalveiðar að nýju. „Þar eigum við ónýtta auðlind sem getur skapað mörg hundruð störf og mikil verðmæti“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.