Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAI 1993 11 -4-1— gardeur Virðulegt, lifandi tímarit Þröstur Leó Gunnarsson, Edda Heiðrún Backman og Pétur Einars- son í hlutverkum sínum í Tartuffe. Sýningum LR á Tartuffe að ljúka SÝNINGUM Leikfélags Reykjavíkur á Tartuffe, hinum sígilda gam- anleik Molieres, fer nú senn að ljúka á stóra sviði Borgarleikhúss- ins. Síðasta sýning verður nk. laugardagskvöld 8. maí. Leikstjóri á sýningu leikfélagsins er Þór Tulinius en texti Molieres, sem er saminn í bundnu máli, er í sýn- ingu leikfélagsins fiuttur í lausamáls- þýðingu Péturs Gunnarssonar. Sýn- ingin hlaut einróma lof gagnrýnenda: mjög fjörug og skemmtileg sýn- ing,“ sagði Gerður Kristný, gagnrýn- andi Tímans. „Skrípalæti óg leikb- rellur krydda sýninguna og ótal brögðum er beitt til að vekja hlátur áhorfenda," sagði Auður Eydal, gagnrýnandi DV...... hin ágætasta kvöldskemmtun," var dómur Sú- sönnu Svavarsdóttur, gagnrýnanda Morgunblaðsins. Gagnrýnendur voru sammála að nýmæli væri að vinnubrögðum leik- stjórans við sviðsetninguna. Það er valinn hópur sem leikur í Tartuffe. Titilhlutverkið er í höndum Þrastar Leós Gunnarsonar, en aðrir leikendur eru Pétur Einarsson, Edda Heiðrún Backman, Ingrid Jónsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Ellert_ A. Ingimundar- son, Guðmundur Ólafsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Sigurður Karlsson og Ari Matthíasson. Tónlist annast Ríkharður Örn Pálsson en leikmynd gerir Stígur Steinþórsson. Búninga hannar Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Sem áður segir verður síðasta sýning á Tartuffe laugardagskvöldið 8. maí. dömufatnaður Ótrúlega gott og fallegt úrval Stakir jakkar Terlene-buxur Gallabuxur Sumarbuxur Bermuda-buxur Stuttbuxur Pils Bómullarbolir DIVIN A-tiskufatnaður blússur, jakkar, pils. GEISSLER dragtir og stakir jakkar EmDee blússur og bolir SEIDENSTICKER blússur FULWILNE úlpur úr mikró-efni. Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson SKÍRNIR, haust 1992, 166. ár- gangur Skírnir er gamalt og virðulegt tímarit þar sem fræðimenn íjalla um hugðarefni sín á íslenzku. Það hefur lengst af sérstaklega beinzt að íslenzkum fræðum af öllu tæi. Á síðustu árum hefur fjölbreytni greina í því aukizt. Sérstaklega virðist þetta hafa gerzt eftir að farið var að gefa út tvö hefti á ári. Þótt Skírnir sé gamall, þá er hann ekki nein kölkuð gröf. í haustheftinu frá sl. ári er að finna marvíslegt efni, sem hlýtur að vera áhugamönnum um fræði og vísindi í landinu verulegt um- hugsunar- og fagnaðarefni. Eins og venja hefur verið um nokkurt skeið, er kynnt skáld Skírnis, sem í þessu hefti er Steinunn Sigurðar- dóttir. Það eru birt eftir hana þrjú frumort ljóð og ein þýðing. Sömu- leiðis er mynd á kápu eftir Gunn- laug Scheving og Björn Th. Björns- son fjallar um sjávarmyndir hans í stuttum en eftirminnilegum texta. í þessu hefti glíma nokkrir höf- undar við íslenzk fræði, eins og vera ber. Guðrún Nordal leitast við að skýra, hvers vegna Sturla Sig- hyatsson er uppnefndur Dala-Freyr í íslendinga sögu og varpa um leið Ijósi á hugmyndaheim 13. aldar. Helgi Þorláksson rekur líkingar með Snorra goða, eins og honum er lýst í Eyrbyggju, og Snorra Sturlusyni og viðrar um leið þá kenningu sína að höfundur Eyr- byggju sé að lýsa samtíma sínum, þegar hann lýsir löngu liðnum tíma. Davíð Erlingsson greinir merkingu orðsins saga og hugleiðir stöðu hugvísinda. I þremur greinum um bækur er frekari orðræða um íslenzk fræði. Guðrún Ása Grímsdóttir fjallar um nýja útgáfu Harðar sögu, Þórir Óskarsson um nýja útgáfu á Heimskringlu og Vésteinn Ólason um nýja bók um dróttkvæði. í öðrum greinum Skírnis er vikið að heimspeki meðal annars. Ejólfur Eyjólfur Kjalar Emilsson Kjalar Emilsson greinir sundur rök- ræðu um þversögn Wittgensteins, sem stundum er nefnd svo, og fell- ir hana í nokkuð óvænt en upplýs- andi samhengi. Þýdd er grein eftir Max Horkheimer um hlutverk heimspekinnar í þjóðfélagi. Ég held, að einnig sé eðlilegt að líta á grein Más Jónssonar, Sannleikar sagnfræðinnar, sem heimspekilega greiningu á eðli og viðfangsefni sagnfræðinnar. Sú grein er innlegg í umræðu í Skírni um stöðu sagn- fræðinnar. Skoðun Más er sú, að sagnfræðingar nálgist sannleikann með því að fella athuganir sínar og ályktanir í innbyrðis samræmda heild, sem tengist heimildunum. En aðalatriðið sé þó, að vinna al- mennilegt verk og fást við eitt-. hvað, sem heldur fyrir fólki vöku eða svæfir það að minnsta kosti ekki. Ingi Rúnar Eðvarðsson segir frá kenningum fræðimanna um þróun vinnu í markaðssamfélögum og æskilegri framtíðarskipan hennar. Atli Harðarson skoðar röksemdir um fyrirkomulag fiskveiða í ljósi skoðana á eignarrétti. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að það sé rétt- lætismál að tryggja rétt sjómanna og útgerðarmanna á fiskimiðunum. Það er ástæða til að benda á, að rétturinn er ekki bundinn við út- gerðarmenn einvörðungu. Mikael Karlsson íjallar um pólitískt og hagfræðilegt mikilvægi smæðar íslenzku þjóðarinnar í smágrein. Sigurður Líndal rökræðir stjórn- skipulega stöðu forseta íslands og kemst að þeirri niðurstöðu, að hann sé ekki valdalaust sameiningartákn þjóðarinnar heldur hafi hann raun- veruleg völd. Eitt atriði, sem Sig- urður veltir fyrir 'sér, er synjunar- vald forsetans, sem ætti að vera fróðlegt í pólitíska orðræðu þessi misserin. Það á við um flestar þessar greinar, að þær eru vel skrifaðar og skýrt fram settar. Þær eru einn- ig um efni, sem ætti að vera áhuga- mönnum um þessi ólíku fræðasvið hugleikin. Nú er ég ekki í neinni aðstöðu til að meta gildi allra þess- ara ritgerða vegna þess að ég veit ekki nógu mikið um fræðasviðið, sem fjallað er um. En ætti ég að benda á þær ritgerðir, sem standa upp úr, nefndi ég fyrsta grein Eyj- ólfs Kjalar, en það er kannski af því að ég kann mest um efni henn- ar. Næstar nefndi ég greinar Guð- rúnar Nordal og Sigurðar Líndal, sem eru báðar afar fróðlegar og vel fram settar. Þessar greinar eru ekki nefndar tiDað varpa neinni rýrð á hinar, því þær uppfylla nán- ast allar þær gæðakröfur, sem gera ber til fræðilegra verka. Éina hugs- anlega undantekningin er grein Davíðs Erlingssonar, en hana skil ég ekki og átta mig því ekki á, hvort hún uppfyllir eðlilegar gæða- kröfur. Það kann að vera mitt vandamál en ekki höfundarins. Jðumu fataverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Ljósmyndasýning í Eyjum í tilefni goslokaafmælis Vestmannaeyjum. Menningarmálanefnd Vestmannaeyja hefur undanfarið unnið að undirbúningi dagskrár til að minnast þess að 20 ár eru frá lokum eldgossins á Heimaey árið 1973 hinn 3. júlí næstkomandi. Ýmislegt verður gert til að minnast þessara tímamóta en hæst ber ljósmynda- sýningu áhuga- og atvinnuljósmyndara, sem setja á upp í Iþróttamið- stöðinni í Eyjum. Á dagskrá goslokaafmælisins verður meðal annars söngur dansks drengjakórs, afhjúpun glerlista- verks sem Leifur Breiðfjörð er að vinna að í glugga ráðhússins í Eyj- um, en einnig verður Leifur með sýningu á ýmsum verkum sínum í Akógeshúsinu í Eyjum þá helgi sem goslokanna verður minnst. Veitt verða verðlaun í teiknimyndasam- keppni grunnskólabarna, endur- bættur Hásteinsvöllur verður vígð- ur og stefnt er að hringsiglingu Heijólfs umhverfis Eyjarnar. Ef veður leyfir er ráðgert að séra Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Eyjum, verði með guðsþjónustu við Eldfell. Auglýst eftir myndum Þá verður efnt til ljósmyndasýn- ingar í íþróttamiðstöðinni þar sem öllum Ijósmyndurum er boðið að vera með. Að sögn forsvarsmanna menningarmálanefndar hefur verið unnið að söfnun mynda undanfarn- ar vikur. Auglýst hefur verið eftir myndum og vonast menningar- málanefnd til að fá myndir frá sem • flestum ljósmyndurum á sýninguna. Safnverðirnir í Eyjum, Nanna Þóra Áskelsdóttir og Jóhann Friðfinns- son, vinna að söfnun myndanna og hafa þau notið aðstoðar ljósmynda- deildar Þjóðminjasafnsins við verk- ið. Sögðu þau að talsvert hefði feng- ist af myndum en sögðu áhugaljós- myndara alltof raga við að koma myndefni sínu á framfæri, því hjá þeim leyndust örugglega margar góðar myndir frá gostímanum. Á ljósmyndasýningunni á ekki ein- ungis að sýna myndir frá eldgosinu á Heimaey og uppbyggingunni eftir það, heldur er einnig stefnt að sýn- ingu mynda frá Surtseyjargosinu, en á árinu eru liðin 30 ár frá upp- hafi þess. Að sögn forsvarsmanna menn- ingarmálanefndar er enn verið að vinna að dagskrárgerð fyrir afmæl- ið og gera þeir sér vonir um að fjöl- margir ferðamann heimsæki Vest- mannaeyjar til að samfagna Eyja- mönnum með 20 árin frá goslokum. Grímur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.