Morgunblaðið - 06.05.1993, Side 55

Morgunblaðið - 06.05.1993, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 55 HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Kristinn Sigurjón Bjarnason Selfyssingur stekkur hér innúr vinstra hominu og kemur knettinum framhjá Magnúsi Sigmunds- syni í ÍR-markið. SeKoss jafnaði ÚRSLIT ÍR - Selfoss 24:25 íþróttahúsið Seljaskóla, annar aukaleikur um þriðja sæti íslandsmóts karla í hand- knattleik, miðvikudaginn 5. maí 1992. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 8:2, 8:5, 9:6, 13:6, 14:7, 14:10, 15:10, 17:11, 17:13, 18:14, 18:15, 21:15, 21:20, 22:20, 23:23, 23:24, 24:24, 24:25. Mörk ÍR: Branislav Dimitrivitsch 7/1, Matt- hías Matthíasson 6, Jóhann Ásgeirsson 5/1, Róbert Þór Rafnsson 3, Ólafur Gylfason 1, Sigfús Orri Bollason 1, Magnús Ólafsson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 16 (3): (8 (2) langskot, 2 eftir hraðaupphlaup, 2 (1) eftir gegnumbrot, 2 af línu, 2 úr homi. Sebastian Alexandersson 2/1: (1 víti, 1 langskot). Utan vallar: 10 mín (Dimitrivitsch fékk rauða spjaldið er 20 mí. voru eftir fyrir gróft brot á Jóni Þóri). Mörk Selfoss: Sigurður Sveinsson 9/3, Sig- uijón Karnason 6, Einar Gunnar Sigurðs- son 3, Oliver Pálmason 3, Jón Þórir Jónsson 2, Einar Guðmundsson 2. Varin skot: Gísli Felix Bjarnason 6 (2): 1 langskot, 2 úr horni, 2 (1) af línu, 1 víti. Ásmundur Jónsson 1: (1 langskot). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Óli P. Olsen og Gunnar Kjartans- son. Sluppu þokkalega frá leiknum. Áhorfendur: 501. Svíþjóð Redbergslid - Savehov..........23:19 ■Þetta var annar leikur liðanna í úrslitum um sænska meistaratitilinn og hefur Red- bergslid sigrað i báðum. Anders Bekkegren gerði 11 mörk fyrir sigurvegarana eins og í fyrri leiknum. Knattspyrna Reykjavíkurmótið Fram-Fylkir......................3:2 Helgi Sigurðsson, Ingólfur Ingólfsson og Þorbjöm Sveinsson - Þórhailur Dan Jó- hannsson 2. ■Fram mætir Val í úrslitaleik mótsins á sunnudaginn kl. 20, en Fylkir og KR leika um bronsið á laugardag kl. 17. Litla bikarkeppnin UMFG-UBK.................... ...3:1 Þorlákur Ámason 2, Páll Valur Bjömsson - Arnar Grétarsson. FH-ÍA............................1:2 Hörður Magnússon - Þórður Guðjónsson 2. ■Þórður gerði sigurmark ÍA f framleng- ingu. ÍA og UMFG leika til úrslita á sunnu- dag kl. 14. JMJ-mótið JMJ-mótinu í knattspymu lauk um helgina með sigri Þórs á Akureyri, en úrslit ein- stakra leikja urðu þessi: Þór-KA..........................3:0 Þór-UMFT........................2:1 Þór-Leiftur.....................3:1 KA-UMFT.........................2:0 KA - Leiftur....................3:0 Leiftur - UMFT..................5:1 England Oldham - Liverpool..............3:2 (Beckford 20., Olney 35. og 36.) - (Rush 30. og 59.) Tottenham - Blackbum............1:2 (Anderton 87.) - (Newell 23. og 55.). Man. City - Crystal Palace......0:0 1. deild: Derby — Notts County............2:0 Skotland Hearts - Aberdeen...............1:2 Evrópukeppni félagsliða Dortmund - Juventus.............1:3 Michael Rummenigge (2.) - Dino Baggio (27.) Roberto Baggio (31. og 74.) Frakkland Bikarkeppninn Caen - Marseille..............1:2 Bernard Cauet - Rudi Völler, Jean-Christop- he Thomas Golf um helgina 1. maí mótið Hið árlega 1. maí mót á Strandarvelli verð- ur sunnudaginn 9. maí en því varð að fresta 1. maí vegna snjóa. Skráning milli kl. 14 og 18 í sfma 98-78208. LEK-mót Fyrsta golfmót LEK (Landsambands eldri kylfinga) á þessu ári verður haldið hjá Golfklúbbi Grindavíkur sunnudaginn 9. maí og verðu'r ræst út frá kl. 9.00. SELFYSSINGAR sýndu og sönnuðu í gær að leikur er ekki búinn fyrr en flautað er af. ÍR hafði mikla yfirburði allan fyrri hálfleikinn og mest 7 marka forskot, en eftir að Dim- itrivisch var sendur í bað — fékk rauða spjaldið fyrir gróft brot — hrundi leikur liðsins og Selfoss þakkaði fyrir og sigraði með eins marks mun, 24:25. Liðin hafa nú unnið hvort sinn leikinn og þurfa því að mætast í hreinum úrslitaleik um brons- verðlaunin, og hugsanlegt Evr- ópusæti, annað kvöld á Sel- fossi. ÆV ÍR-ingar byrjuðu af miklum krafti og fór Magnús Sigmundsson markvörður þar fremstur í flokki. Hann varði frábær- Valur B lega hvað eftir ann- lónatansson að og sendi boltann skrifar síðan yfir endilang- an völlinn þar sem Dimitrivitsch og Matthías voru ávallt mættir og skorðu grimmt. ÍR komst í 8:2 og 14:7 en Selfoss náði að minnka muninn í fjögur mörk fyrir hlé, 14:10. Kaflaskipti urðu í leiknum er Serbinn Dimitrivitsch, leikstjórn- andi ÍR, var rekinn í bað er 20 mínútur voru eftir af síðari hálfleik í kvöld Handknattleikur Islandsmótið 2. leikur í úrslitakeppni 1. deildar karla: Kaplakriki: FH-Valur...20 fyrir að rífa aftan í Jón Þóri Jóns- son, sem var í hraðaupphlaupi. Sel- fyssingar nýttu sér þetta — klipptu út Róbert Þór Rafnsson í sókninni og við það var allur vindur úr ÍR, sem varð að játa sig sigrað er Óli- ver Pálmason skoraði sigurmarkið er 22 sekúndur voru eftir. ÍR-ingar léku vel í fyrri hálfleik með Magnús Sigmundsson og Dim- itrivitsch í aðalhlutverkum. Allt gekk upp á sama tíma og Selfyss- ingar virtust áttavilltir. Eftir að Dimitrivitsch fór útaf tók enginn af skarið og sást þá best hversu mikilvægur hann er liðinu. Meira að segja Magnús í markinu fór úr Við fengum hálfgert sjokk þegar Zico [Branislav Dimitrivitsch] var rekinn útaf, en það þýðir ekk- ert að fárast yfír því. Við förum bara á Selfoss á föstudaginn og klárum þetta, það er ekki spruning. Það var leiðinlegt að gera það ekki hér á heimavelli fyrir okkar áhorf- endur en við tökum þá bara með á Selfoss," sagði ÍR-ingurinn Matthí- as Matthíasson eftir leikinn. Bæði hann og Einar Þorvarðar- son þjálfari Selfyssinga viður- sambandi í seinni hálfleik eftir að hafa varið 13 skot í þeim fyrri. Selfyssingar virtust vera hálf áhugalitlir í fyrri hálfleik, kannski talið öruggt að Valur yrði meistari og þeir færu þá sjálfkrafa í Evrópu- keppni bikarhafa. Einar Þorvarðar- son hefur sjálfsagt messað vel yfír leikmönnum sínum í hálfleik því þeir komu miklu betur stefndir eft- ir hlé. Þeir léku eins og þeir gera best síðasta stundarfjórðunginn og það nægði — gerðu þá 10 mörk á móti þremur frá 1R. Sigurður Sveinsson var þeirra besti maður. Sigurjón Bjarnason og Óliver Pálmason voru einnig sprækir. kenndu að það væri komin þreyta í mannskapinn. „Mér sýnist bæði liðin sem léku til úrslita í fyrra [Selfoss og FH] vera þreytt,“ sagði Einar og bætti við; „ég veit ekki hvað var að hjá okkur framan af leiknum en við lékum auðvitað án Gústafs Bjarnasonar. Við vorum heppnir þegar Júgóslavinn var rek- inn útaf og tókst að nýta okkur það, en ég held að mínir menn séu hálfpartinn famir að bíða eftir sum- arfríinu," sagði Einar. Fengum hálf gert sjokk sagði ÍR-ingurinn Matthías Matthíasson KNATTSPYRNA / SVIÞJOÐ Einar Páll og samheijar í úrslit Einar Páll Tómasson og samherj- ar í Degerfors unnu Elfsborg 2:1 í undanúrslitum sænsku bikar- Frá Sveini Agnarssyni i Svíþjóð keppninnar í knatt- spyrnu og mæta Landskrona í úrslit- um í Stokkhólmi 16. júní, en Landskrona vann Eskilstuna 3:0. Elfsborg, sem vann Öster 3:1 í átta liða úrslitum — eina tap Öster á tímabilinu — komst yfir á 2. mínútu, en Ulf Ott- osson, „Marka-Ottó“ eins og hann er kallaður í Svíþjóð, jafnaði úr víta- spyrnu í seinni hálfleik og gerði sigurmarkið í framlengingu. Degerfors hefur aldrei leikið til úrslita í bikarkeppninni og útlitið var ekki bjart í byijun. „Markið efldi okkur og við sóttum stíft til sigurs,“ sagði Einar Páll. „Ég er þokkalega ánægður með minn hlut, en er ekki kominn í góða leikæf- ingu. Ég leik líka sem bakvörður, sem kostar meiri hlaup en ég er vanur í miðvarðarstöðunni." r v. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA AÐALFUNDUR Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 6. maí 1993 kl. 16.00. Fundarstaður: Þingholt, Hótel Holti. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Páll Skúlason, prófessor, flytur erindi: Um eðli siðareglna. Ættu viðskiptafræðingar og hagfræðingar að skrá siðareglur sínar? Mætið stundvíslega. Stjórn FVH ÍÞRMR FOLK ■ ÞAÐ var mikið þurrkað í Selja- skóla í gær og blöskraði mörgum hversu oft dómararnir stöðvuðu leikinn í fyrri hálfleik til að láta þurrksveinana þerra gólfíð. í síðari hálfleik var þetta ekki eins áber- andi en þó voru þurrksveinarnir kallaðir tólf sinnum inná. ■ SELFYSSINGUM gekk illa að skora í fyrri hálfleik en þeir jöfnuðu þó 1:1 og 2:2. Næsta mark kom ekki fyrr en 13 mínútur og 20 sek- úndur voru búnar af leiknum en ÍR hafði_ gert sex mörk á meðan. ■ ÁSMUNDUR Jónsson mark- vörður hjá Selfyssingum varð fyrir því óhappi að fingur á vinstri hendi fór úr lið. Þetta gerðist þegar stað- an var 22:22 og óhappið varð þegar Ásmundur varði skot frá ÍR-ing- um, eina skotið sem hann varði. KNATTSPYRNA Juventus vanní Dortmund Juventus stendur vel að vígi í UEFA-keppninni í knattspyrnu því liðið sigraði Dortmund 3:1 í Þýskalandi í gærkvöldi. Þetta var fyrri úrslitaleikur liðanna, sá síðari verður í Tórínó. Vamarmaðurinn sterki Michael Schulz lék ekki með Dortmund vegna leikbanns og Ned Zelic var meiddur. Stefan Reuter slapp í gegnum lækn- isskoðun skömmu fyrir leik og veitti heimamönnum varla af. Þeir byrjuðu þó betur því eftir tvær mínútur hafði Rummenigge skorað. Juventus lék mun betur og sigur- inn var sanngjam. Bestir hjá þeim vom auk Roberto Baggio, sem skor- aði tvívegis, þeir Dino Baggio og fyrrum leimaður Dortmund, Andy Möller. NAMSKEIÐ Körfubolti hiá ÍR Franc Booker og körfuknattleiksdeild ÍR verða með æfingabúðir í íþróttahúsi Selja- skóla helgina 7. til 10. maí. Booker verður aðalkennari og Pétur Guðmundsson verður honum til aðstoðar. Námskeið fyrir drengi -«r og stúlkur 11 ára og yngri hefst föstudag- inn 7. maí kl 17. Námskeið fyrir 12 ára og eldri hefst laugardaginn 8. maí kl 13.30. Þáttökugjald er 3.000 krónur en ÍR-ingar greiða 2.500 krónur. Veittur er afsláttur ef tvö eða fleiri systkini mæta. Upplýsingar gefa Þorvaldur Hallsson og GIsli Hailsson í síma 670224 og Stefán Ingólfsson i síma 671222. Körfubolti hjá Val Franc Booker mun halda körfuboltanám- skeið á vegum Vals, dagana 10. - 15. maí n.k. Námskeiðunum verður skipt í aldurs- hópa, annars vegar krakkar fæddir 1983- 1985 og hins vegar böm fædd 1980-1982, og fær hver hópur leiðsögn tvo tlma á dag í fimm daga. Innritun á námskeiðin verður í Valsheimilinu á föstudaginn kt. 13 - 18 og laugardag kl. 9 - 16. Skráningarsíminn er 12187. Þáttökugjaldið er kr.2.500. I ---------------------------N y

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.