Morgunblaðið - 06.05.1993, Page 33

Morgunblaðið - 06.05.1993, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 33 Atvinnuhorfur unglinga verri en síðustu þrjú ár RUMLEGA helmingur framlialdsskólanema sem busettir eru a Akur- eyri og nema í 10. bekk í grunnskólum á Akureyri hafa vísa sumarvinnu í sumar, en það er mun lakara hiutfall en verið hefur síðustu þrjú ár og er á svipuðum nótum og var árið 1989. Þetta kemur fram í könnun á at- vinnuhorfum framhaldsskólanema og nemenda tíundabekkjar á Akur- eyri sumarið 1991, sem Hermann Oskarsson félagsfræðingur gerði að tilhlutan Atvinnumálanefndar Akur- eyrarbæjar. Slæmar horfur í könnuninni sem gerð var vikuna 16.-28. apríl síðastliðinn kom fram að 55,8% framhaldsskólanema og nemenda tíunda bekkjar sem búsetu hafa á Akureyri hafa vísa sumar- vinnu í sumar. Þá höfðu 6,2% nem- anna vinnu hluta úr sumri, en 26,8% nemanna sögðu að óvíst væri með sumarvinnu og 11,1% nemanna hafa enga vinnu vísa. Atvinnuhorfur unglinga hafa ekki verið eins slæmar síðan árið 1989, en þá hafði um helmingur nemanna vísa sumarvinnu. Arið 1990 höfðu um 70% þeirra vísa sumarvinnu, 72% ári síðar og í fyrra voru 73,2% nem- enda vísa sumarvinnu þegar sam- bærileg könnum var gerð. 62% hafa vinnu Atvinnuhorfur eru heldur betri þegar allur hópurinn er skoðaður, en hluti framhaldsskólanema hefur búsetu utan Akureyri, en þá sögðust 62% nemanna hafa vísa súmarvinnu, 5,3% hafa vinnu hluta úr sumri, en 32,7% sögðu óvíst með sumarvinnu eða að þeir hefðu enga vinnu í sum- ar. Á síðustu þremur árum hafa á bilinu 73-76% allra framhaldsskóla- nema haft vísa sumarvinnu, en árið 1989 vour tæplega 60% þeirra búnir að fá sumarvinnu í lok apríl. Fyrsti landsfundur jafnréttisnefnda LANDSFUNDUR jafnréttisnefnda sveitarfélaga hefst á Hótel KEA á Akureyri í dag, fimmtudaginn 6. maí, og stendur hann yfir þar til síð- degis á föstudag. Þetta er fyrsti eiginlegi landsfundur jafnréttis- nefnda. Markmiðið er að efla innbyrðis tengsl nefndanna og gefa þeim möguleika á að bera saman bækur sínar og móta stefnuna í jafnréttis- starfinu á komandi ári. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrri degi fundarins verður eink- um varið til að fræðast og að nefnd- irnar fái að kynnast starfi hver ann- arrar, en seinni dagurinn er starfs- dagur þar sem unnið verður í hópum að sameiginlegum starfsáætlunum nefndanna og skilgreind markmið og leiðir í jafnréttisstarfi. Á meðal erinda sem flutt verða á landsfundinum má nefna að Unnur Dís Skaftadóttir mannfræðingur flytur erindi um konur í sjávárbyggð- um, Elín Antonsdóttir ræðir um sjálfsbjörg kvenna á krepputímum, Nordisk Forum í Finnlandi verður kynnt og einnig handbók jafnréttis- nefnda og starfsemi skrifstofu jafn- réttismála. Friðþjófur Nansen á Akureyri SKÓLASKÚTAN Friðþjófur Nansen lagðist að Torfunefsbryggju í fyrrakvöld. Þar er nú einnig þýska skútan Dagmar Aaen og hafa skipverjar á skútunum tveimur sett svip sinn á bæjarlífið. _ Tilkynnt um komur 28 skemmtiferðaskipa til Akureyrar í sumar Áhöfn og farþegar skipanna eru mun fleiri en bæjarbúar Kirkjulistavika FASTUR liður í safnaðarstarfí í Akureyrarkirkju eru mánaðarlegir fundir eldri borgara. Á kirkjulista- viku mun séra Hannes Öm Blandon halda fyrirlestur um séra Hallgrím Pétursson. Jón Þorsteinsson tenór- söngvari syngur. Þessi dagskrá fyrir eldri borgara hefst kl. 15 í dag. Kl. 17.15 er fyrirbænaguðsþjón- usta í kirkjunni. Þá stendur yfir í safnaðarheimili sýning á kirkjugrip- um eftir feðgana Hallgrím Jónsson og Jón Hallgrímsson frá Naustum. Á morgun verður aftansöngur í Akureyrarkirkju og hefst hann kl. 18. Kammerkór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Bjöms Steinars Sólbergssonar. ALLS hefur verið tilkynnt um komur 28 skemmtiferða- skipa til Akureyrar í sumar, en það er fjölgun frá fyrra ári þegar komu 19 skemmtiferðaskip. Gera má ráð fyrir að um 20 þúsund manns verði um borð í skipunum, farþeg- ar og áhöfn og að Akureyrarhöfn hafi á milli 5 og 6 millj- ónir króna í tekjur vegna þessara skipa. Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri á Akureyri sagði að fyrsta skipið, Daphne, kæmi 7. júní og síðan væru bókaðar stöð- ugar skipakomur fram í júlílok, en einungis þrjú skipanna koma í ágúst. í tvö skipti verða tvö skip á ferðinni sama daginn. 20 þúsund manns um borð í 28 skipum Á síðasta ári komu nítján skemmtiferðaskip til hafnar á Akureyri og voru farþegar þeirra samtals 8.857 talsins og tæplega fimm þúsund manns voru í áhöfn- um skipanna, þannig að tæplega 14 þúsunds manns voru um borð í þessum skipum samtals. Gerði Guðmundur ráð fyrir að um borð í þeim 28 skemmtiferðaskipum sem áætlað er að komi í sumar til Akureyrar verði um 20 þúsund manns eða mun' fleiri en íbúar bæjarins er. Guðmundur sagði að auknar skipakomur í sumar gætu verið til komnar af því starfi sem innt hef- ur verið að hendi í því skyni að fá þessi skip til að sigla um norð- lægar slóðir, en fram til þessa hefðu langflest skipanna siglt á suðlægari slóðum. Akureyrarhöfn og Reykjavíkurhöfn taka þátt í samstarfi hafna í norður Evrópu, Cruise Europe, sem meðal anhars hefur það að markmiði að benda útgerðaraðilum skemmtiferða- skipanna á kosti þess að sigla um þetta svæði og hafa viðkomu í norðurevrópskum höfnum. „Þetta starf hefur staðið yfir síðustu tvö ár, en ég held að það sé ekki farið að skila sér að neinu ráði ennþá,“ sagði Guðmundur Sigurbjörnsson. Tekjur Akureyrarhafnar 6 milljónir Að meðaltali hefur Akureyrar- höfn haft um 200 þúsund krónur í tekjur af hveiju skemmtiferða- skipi og hafði þannig í kringum 4 milljónir króna í tekjur af þeim á síðasta ári, en nú í sumar má gera ráð fyrir að tekjurnar verði tæpar 6 milljónir króna. Morgunblaðið/Rúnar Þór Að störfum í sunnanrokinu VINDBLÁSNIR smiðir brugðu á leik þegar ljósmyndari átti leið um Giljahverfið í sunnanrokinu í gær, en þetta eru þeir Úlfar og Þórhall- ur sem þarna munda hamra sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.