Morgunblaðið - 11.05.1993, Síða 4

Morgunblaðið - 11.05.1993, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Færanleg skoðunarstöð Enda þótt flestir séu sammála um að ákjósanlegast sé að skoða bíla innandyra í bifreiðarskoðunarstöðvum er sá kostur ekki alltaf fyrir hendi, m.a. vegna ófærðar. Því hefur verið brugðið á það ráð að koma á fót færanlegri bifreiðaskoðunarstöð og var hún á ferð í Árneshreppi á Ströndum í vikunni. Hér hefur verið stungið niður fæti við félags- heimilið Ámes og er Skúli Guðmundsson skoðunarmaður í óða önn að skoða Landrover-jeppa í eigu Úlfars bónda Eyjólfssonar á Kross- nesi. Á meðan hafa Olafur Thorarensen (t.v.) og Guðbrandur Kristins- son (t.h) auga með honum. ÓS Húseiningar hf. voru lýstar gjaldþrota á föstudag Tvö tílboð liggja fyr- ir í eigur þrotabúsins BRAGI Hannesson, forstjóri Iðnlánasjóðs, segir að sjóður- inn muni halda að sér höndum hvað varðar ráðstafanir á eigum þrotabús OS Húseininga. Þetta sé gert þar sem tvö tilboð liggja nú fyrir í eigur þrotabúsins. Fyrir helgina undirritaði Iðnlánasjóður hins vegar viljayfirlýsingu um að hann væri reiðubúinn til viðræðna um sölu á eigum þrotabúsins til hóps sem Valdimar Bergstað, stjórnarfor- maður Málningar hf., veitir forstöðu. Samkvæmt viljayfirlýsingunni var rætt um að kaupverð á eignum ÓS Húseininga, það er verksmiðju og lager, næmi um 340 milljónum króna en Iðnlánasjóður er stærsti kröfuhafinn í þrotabúið með kröf- ur sem nema yfir 200 milljónum króna. Bragi Hannesson segir að þegar þeir áttu í viðræðum við Valdimar hafi áhugi annarra á kaupum á eigum þrotabúsins ekki legið fyrir. Hugmyndin hafi verið að sjóðurinn myndi leysa til sín eignir sem hann á veð í. Nú sé hins vegar komið tilboð í eignirnar sem er heldur hærra en 340 milljónir og því hafi sjóðurinn ákveðið að láta málið í hendur bústjóra þrotabúsins. Hitt tilboðið er frá eigendum Steypu- stöðvarinnar. Tilboð á faxi Jón Auðunn Jónsson, annar bústjóra þrotabúsins, segir að þeim hafi borist tilboð frá eigend- um Steypustöðvarinnar á faxi í gærdag og þótt.eigi eftir að leggja endanlegt mat á það sýnist það hagstæðara en hitt tilboðið. Jón Auðunn segir að í dag muni bú- stjórarnir eiga fund með fulltrúum Iðnlánasjóðs til að fá fram afstöðu sjóðsins til þessara tilboða. Einnig þurfi að ræða við aðra stóra veð- hafa í þrotabúinu eins og Lands- bankann áður en næstu skref verða ákveðin. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 11. MAl YFIRLIT: Yfir Færeyjum er vaxandi 1.038 mb hæðarsvæði sem hreyfist vestur. Milli Vestfjarða og Grænlands er grunn lægð sem eyðist. SPÁ: Um landið vestanvert verður vestlæg átt, gola eða kaldi og þoku- súld með köflum frameftir degi en síðdegis gengur í norðvestangolu, og um kvöldið léttir til. Um landið norðanvert verður norðlæg átt, gola eða kaldi og smáskúrir, einkum á annesjum. Suðaustanlands gengur í norðvestangolu eða kalda og léttir til þegar Itða tekur á daginn. Hiti verður á bilinu 7-19 stig. Hlýjast austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG, FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Hæg norð- læg átt og skýjað en þurrt að mestu um norðanvert landið en víða létt- skýjað syöra. Hiti 2 til 5 stig norðanlands en 5 til 10 stig syðra. Nýir veðurfregnatímar: 1.30,,4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsími Veðurstofu ísiands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað r r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirriar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka itig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 igær) Víðast hvar er ágæt færð á landinu og þeir vegir færir sem venjulega eru færir á þessum árstíma. Á vestanverðu landinu hafa orðið skemmdtr á vegum vegna vatns og aurskriðna en viðgerð er víðast lokið. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sima 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 16 skýjeð Reykjavlk 9 rigning Björgvin 18 heiðskirt Helsinki 19 hálfskýjað Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Narssarssuaq • 8 léttskýjað Nuuk *3 skýjað Ósló 20 léttskýjað Stokkhólmur 20 léttskýjað Þórshöfn 8 aiskýjað Algarve 17 skúr Amsterdam 22 léttskýjað Barcelona 14 rlgning Berlín 23 skýjað Chicago 21 hálfskýjað Feneyjar 24 léttskýjað Frankfurt 24 léttskýjað Glasgow 16 skýjað Hamborg 22 léttskýjað London 18 skýjað Los Angeles 18 heiðskirt Lúxemborg 21 léttskýjað Madrid 18 skýjað Malaga vantar Mallorca 21 léttskýjað Montreal 12 skýjað NewYork 17 skýjað Orlando 20 léttskýjað Paría 22 léttskýjað Madelra 16 þrumuveður Róm 22 léttskýjað Vín 22 skýjað Washington 18 heiðskírt Winnipeg 8 léttskýjað t DAG kl. 12.00 Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kt. 16.15 í gær) Sléttanesinu ÍS breytt í frystiskip Kostnaður áætl- aður 150 milljónir KOSTNAÐUR við að breyta skuttogaranum Sléttanesi ÍS í frystiskip var áætlaður 150 milljónir króna en skipið er nú á leið til Islands frá Póllandi eftir breytingar. Útgerðar- félag skipsins vill ekki upplýsa hver verði endanlegur kostn- aður við breytingarnar. Sléttanesið er gert út af Fáfni hf. sem er í eigu Kaupfélags Dýr- firðinga á Þingeyri. Ándrés Guð- mundsson fulltrúi hjá KD sagði við Morgunblaðið, að koma yrði í ljós hvernig áætlanir um rekstur skips- ins eftir breytingarnar stæðust en þær hefðu verið gerðar áður en kom til verulegs niðurskurðar á þorsk- kvóta á síðasta ári. Fjölgað verður í áhöfn Slétta- nessins úr 15 í 24 manns. Andrés sagði aðspurður, að á móti myndi vinnsla í Hraðfrystihúsinu minnka. Von er á skipinu frá Póllandi til Akraness næstkomandi fímmtudag en þar verður gengið frá vinnslulínu skipsins, sem var keypt hjá Þor- geiri & Ellert hf. Skemmdir unnar á bifreiðum ÞRETTÁN skemmdar- verk voru unnin í Reykja- vík um helgina, flest á bifreiðum. Skemmdarvargarnir brutu loftnet og rúðuþurrkur af bif- reiðunum og ljósin voru einnig brotin á sumum þeirra. Tug’ir milljóna í sektir vegna umferðarbrota ÖKUMENN í Reykjavík greiddu rúmar 42,5 milljónir króna í sektir vegna umferðarlagabrota' á síðasta ári. Líkur eru á að enn bætist við á næstu dögum, því þá ætlar lögreglan á Suðvesturlandi að vera með sameiginlegt umferðarátak. Frá og með morgundeginum, liðvikudegi, verður lögreglan í Leykjavík, sem og lögregla á svæð- iu frá Selfossi til Keflavíkur, með érstakt umferðarátak. Athyglinni erður sérstaklega beint að vinnu- élum, réttindum stjórnenda þeirra, kráningarnúmerum bifreiða og legldum hjólbörðum. Ómar Smári Ármannsson, ac stoðaryfirlögregluþjónn í Reykjs vík, segir að á síðasta ári hafi ökr menn á þessu svæði greitt ur 60-70 milljónir í sektir. „Þama 6 því hægt að spara dágóðan skildin á auðveldan hátt, því það eina sei þarf að gera er að fara að umferðai reglum," sagði hann. Brutust inn meðan fólk brá sér af bæ BROTIST var inn í íbúðarhús í Mosfellsbæ á sunnudags- kvöld og þaðan stolið sjónvarpi, myndbandstæki, tölvu, skartgripum og fleiru. Ibúar hússins voru fjarverandi frá kl. 16-20 og þegar þeir komu aftur höfðu þjófarnir látið greipar sópa. Ekki varð vart við mannaferð- ir við húsið á þessum tíma, en ná- grönnum þótti rauður Suzuki-jeppi, sem ekið var hægt um götuna, grunsamlegur. Rannsóknarlögregla ríkisins fer nú með rannsókn málsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.