Morgunblaðið - 11.05.1993, Side 54

Morgunblaðið - 11.05.1993, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 Íslandsmeistarínn vann ÍSLANDSMEISTARINN í flokki götujeppa, Ragnar Skúlason frá Keflavík, vann sinn flokk í fyrsta torfærumóti ársins, bikarmeistara- keppni Borgardekks og Jeppa- klúbbs Reykjavíkur, sem fram fór á sunnudaginn í Jósepsdal. Þor- lákshafnarbúinn Gísli G. Jónsson vann flokk sérútbúinna jeppa, en hann var meðal fjórmenninga sem börðust af hörku um Islandsmeist- aratitilinn í fyrra, en fyrsta mótið í íslandsmótinu verður á Akureyri um aðra helgi. Þrautir keppninnar buðu ekki upp á mikil tilþrif og keppendur virtust margir hveijir ekki í mikilli æfíngu, en í skoðun fyrir keppni vakti það furðu hve margir jeppanna voru í slöku ástandi, jafnvel þó keppendur hefðu haft heilan vetur til undirbúnings. Stendur þetta þó til bóta fyrir keppni á Akureyri, en þá verða einnig nokkrir keppendur með sem ekki mættu í Jósepsdal. Gísli G. Jónsson, sem varð ofarlega í íslandsmótinu í fyrra, vann sérútbúna flokkinn með 1.610 stig, en Einar Gunnlaugsson varð annar með 1.469, en Steinar Hauksson varð þriðji með 1.405 stig. Gísli vann þrátt fyrir að hann bryti öxul í einni þraut og stöðvaðist í tímabraut vegna þess að vélin drap á sér, og fékk aðeins fullt hús stiga útúr einni þraut af átta. Ragn- ar í flokki götujeppa vann sinn flokk örugg- lega, fékk 1.554 stig á meðan næsti kepp- andi, Þorsteinn Einarsson, náði aðeins 841 stigi. Þrjú mót gilda í bikarmeistaramóti Jeppaklúbbsins, en fímm mót verða til ís- landsmeistara og gilda fjögur þeirra til loka- Sti*“' G.R. Fyrsta torfærumót ársins haldið í Jósepsdal á sunnudag I viðgerð SIGURVEGARI í flokki sérútbúinna jeppa varð Gísli G. Jónsson, þó að hann yrði fyrir töfum í tímaþraut og öxull brotnaði í einni þraut. Hér hamast viðgerðarmenn í jeppa hans, eftir ófarir í tíma- braut keppninnar, þar sem vél jeppans drap á sér. . á* Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Auðvelt hjá íslandsmeistaranum ÍSLANDSMEISTARINN í flokki götujeppa vann auðveldan sigur í fyrsta torfærumóti ársins og setur stefnuna á titilvörn. Tilboðs- réttir hjá SVG í boði allt árið FJÖLMÖRG veitingahús og hótel innan Sambands veit- inga- og gistihúsa hafa sl. fjögur sumur boðið upp á svokallaða sumarrétti SVG (tourist menu) en um er að ræða tvíréttaða máltíð og kaffi á hagstæðu verði auk þess sem lítil börn borða frítt og börn 6-12 ára greiða að- eins hálft verð. Nú hefur verið ákveðið að sala á þessum réttum hefjist frá og með 1. maí og gildi allt árið. Nýja nafn- ið er tilboðsréttir SVG. Ástæða breytingarinnar er sú að sífellt er verið að reyna að auka ferðamanna- strauminn utan háannatímans og því er nauðsynlegt að koma til móts við þá ferðamenn til jafns við þá sem koma yfír hásumarið. Réttir þessir hafa haft jákvæð áhrif á sölu íslandsferða þar sem erlendir ferðamenn geta séð það svart á hvítu að hægt sé að borða góðan mat á sanngjörnu verði, ekki síst fyrir fjölskyldu með börn. Enn- fremur er markmiðið að fá íslend- inga til að borða á veitingahúsum á ferðum sínum um landið í stað þess. að taka með sér nesti eða borða hjá ættingjum og vinum. 61 veitingastaður selur tilboðs- rétti SVG og er þeirra getið í bækl- ingi SVG, Veitingahús. (Fréttatilkynning) Um 3,3 milljónir veittar úr „Gjöf Jóns Sigurðssonar“ VEITT hafa verið verðlaun úr „Gjöf Jóns Sigurðsson- ar“, samtals að upphæð 3.250.000 krónur. Eftirtaldar bækur hlutu verð- laun: „Utanríkisþjónusta íslands "o| utanríkismál“ I-III eftir Pétur J. Thorsteinsson, kr. 300.000, „Frumleg hreinskilni. Þórbergur Þórðarson og mannlífið á mölinni í upphafi aldar,“ eftir Helga M. Sigurðsson, kr. 200.000, „Island í síðari heimsstyijöld“ III. eftir Þór Whitehead (í handriti), kr. 500.000, „Jón Sigurðsson og Geir- ungar“ eftir Lúðvík Kristjánsson, kr. 250.000, „Kampen om fackför- eningsrörelsen“ eftir Stefán F. Hjartarson, kr. 200.000, „íslenzk tograútgerð 1945-1970“ eftir Þor- leif Óskarsson, kr. 200.000, „Frið- lýstar fornleifar í Borgarfjarðar- sýslu“ eftir Guðmund Ölafsson (í handriti), kr. 300.000, „Sagas and Popular Antiquarianism in Ice- landic Archaeology“ eftir Adolf Friðriksson (í handriti), kr. 300.000, „Jón Þorláksson, forsæt- isráðherra“ eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson, kr. 300.000, „Með sverðið í annarri hendi og plóginn í hinni“; „Dómsmálaráð- herrann" og „Saga Reykjavíkur 1870—1940. Bærinn vaknar, fyrri hluti“ eftir Guðjón Friðriksson, kr. 300.000, „Fjarri hlýju hjónasæng- ur“ eftir Ingu Huld Hákonardótt- ur, kr. 300.000, „Frán váckelse till samfund. Svensk pingstmission pá öarna í Nordatlanten" eftir Pétur Pétursson, kr. 200.000. Vélarbilun í litlum bát við Lundey á Kollafirði Fjórum bjargað ÞREMUR karlmönnum og einni konu var bjargað úr Lundey á Kollafirði á laugardag, eftir að bát þeirra rak upp í eyjuna. Fólk- inu varð ekki meint af. Um kl. 15 á laugardag tilkynnti trilla frá Reykjavík loftskeytastöð- inni í Gufunesi að bát hefði rekið upp i Lundey eftir vélarbilun. Þegar kallið kom voru tveir menn úr sjóflokki björgunarsveitarinnar Ingólfs staddir í húsi SVFÍ og fóru þeir strax af stað á slöngubát, náðu í fólkið og feijuðu það yfir í bát frá Snarfara, sem flutti það í land. Á meðan á þessu stóð var björgun- arbátur Slysavamafélagsins, Henry Hálfdánarson, gerður klár. Þegar hann kom að Lundey var sett lína yfir í bát fólksins. Henry dró bátinn að bryggjunni við Geldinganes og er hann talsvert skemmdur. Morgunblaðid/lngvar Dreginn að landi HENRY Hálfdánarson, björgunarbátur Slysavarnafélagsins, dró bát fólksins, sem er skemmtibátur af Shetland-gerð, að bryggjunni við Geldinganes. Þar tóku björgunarsveitarmenn á slöngubátum við og drógu bátinn síðasta spölinn. Á hvolfi í Yarmá Morgunblaðið/Sigrún BIFREIÐIN á hvolfi í Varmá eftir áreksturinn við sendibifreiðina. Bifreið í Varmá eftir árekstur Hveragerði. UMFERÐARÓHAPP varð hér í Hveragerði sl. laugardag. Tildrög slyssins voru þau að fólksbifreið sem ekið var upp Breiðumörk, sem er aðalgata bæjarins, lenti í árekstri við sendiferðabíl sem beygði inn á í veg fyrir hann með þeim afleiðingum að fólksbifreiðin lenti út af veginum og steypt- ist niður í snarbratt gilið og hafnaði á hvolfi í Varmá. Ökumaður bílsins fylgdi honum alla leið í ána, en komst út úr honum af eigin rammleik og virt- ist ekki hafa slasast og afþakkaði alla rannsókn á sjúkrahúsi, að sögn lögreglu sem mætti mjög fljótt á staðinn með tvo sjúkrabíla. Lögreglan sagði fréttaritara ennfremur að tvisvar áður hefðu bílar lent fram af veginum og ofan í ána, en aldrei orðið telj- andi meiðsli á fólki. Þess má geta að síðasta sólarhring hefur verið stórrigning hér um slóðir, Varmá í miklum vexti og kolmó- rauð á að líta. Sigrún Fjárdráttur hjá vamarliði Tveir menn í varðhaldi TVEIR íslenskir starfsmenn varnarliðsins hafa verið úrskurð- aðir í gæsluvarðhald til föstu- dagsins 14. maí vegna gruns um bókhaldsmisferli. Mennirnir starfa við birgðahald vamarliðsins og leikur gmnur á að þeir hafí dregið sér ýmsan varning, en falsað tölur í bókhaldi til að leyna því. Málið er til rannsóknar hjá sýslu- manninum á Keflavíkurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.