Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 Íslandsmeistarínn vann ÍSLANDSMEISTARINN í flokki götujeppa, Ragnar Skúlason frá Keflavík, vann sinn flokk í fyrsta torfærumóti ársins, bikarmeistara- keppni Borgardekks og Jeppa- klúbbs Reykjavíkur, sem fram fór á sunnudaginn í Jósepsdal. Þor- lákshafnarbúinn Gísli G. Jónsson vann flokk sérútbúinna jeppa, en hann var meðal fjórmenninga sem börðust af hörku um Islandsmeist- aratitilinn í fyrra, en fyrsta mótið í íslandsmótinu verður á Akureyri um aðra helgi. Þrautir keppninnar buðu ekki upp á mikil tilþrif og keppendur virtust margir hveijir ekki í mikilli æfíngu, en í skoðun fyrir keppni vakti það furðu hve margir jeppanna voru í slöku ástandi, jafnvel þó keppendur hefðu haft heilan vetur til undirbúnings. Stendur þetta þó til bóta fyrir keppni á Akureyri, en þá verða einnig nokkrir keppendur með sem ekki mættu í Jósepsdal. Gísli G. Jónsson, sem varð ofarlega í íslandsmótinu í fyrra, vann sérútbúna flokkinn með 1.610 stig, en Einar Gunnlaugsson varð annar með 1.469, en Steinar Hauksson varð þriðji með 1.405 stig. Gísli vann þrátt fyrir að hann bryti öxul í einni þraut og stöðvaðist í tímabraut vegna þess að vélin drap á sér, og fékk aðeins fullt hús stiga útúr einni þraut af átta. Ragn- ar í flokki götujeppa vann sinn flokk örugg- lega, fékk 1.554 stig á meðan næsti kepp- andi, Þorsteinn Einarsson, náði aðeins 841 stigi. Þrjú mót gilda í bikarmeistaramóti Jeppaklúbbsins, en fímm mót verða til ís- landsmeistara og gilda fjögur þeirra til loka- Sti*“' G.R. Fyrsta torfærumót ársins haldið í Jósepsdal á sunnudag I viðgerð SIGURVEGARI í flokki sérútbúinna jeppa varð Gísli G. Jónsson, þó að hann yrði fyrir töfum í tímaþraut og öxull brotnaði í einni þraut. Hér hamast viðgerðarmenn í jeppa hans, eftir ófarir í tíma- braut keppninnar, þar sem vél jeppans drap á sér. . á* Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Auðvelt hjá íslandsmeistaranum ÍSLANDSMEISTARINN í flokki götujeppa vann auðveldan sigur í fyrsta torfærumóti ársins og setur stefnuna á titilvörn. Tilboðs- réttir hjá SVG í boði allt árið FJÖLMÖRG veitingahús og hótel innan Sambands veit- inga- og gistihúsa hafa sl. fjögur sumur boðið upp á svokallaða sumarrétti SVG (tourist menu) en um er að ræða tvíréttaða máltíð og kaffi á hagstæðu verði auk þess sem lítil börn borða frítt og börn 6-12 ára greiða að- eins hálft verð. Nú hefur verið ákveðið að sala á þessum réttum hefjist frá og með 1. maí og gildi allt árið. Nýja nafn- ið er tilboðsréttir SVG. Ástæða breytingarinnar er sú að sífellt er verið að reyna að auka ferðamanna- strauminn utan háannatímans og því er nauðsynlegt að koma til móts við þá ferðamenn til jafns við þá sem koma yfír hásumarið. Réttir þessir hafa haft jákvæð áhrif á sölu íslandsferða þar sem erlendir ferðamenn geta séð það svart á hvítu að hægt sé að borða góðan mat á sanngjörnu verði, ekki síst fyrir fjölskyldu með börn. Enn- fremur er markmiðið að fá íslend- inga til að borða á veitingahúsum á ferðum sínum um landið í stað þess. að taka með sér nesti eða borða hjá ættingjum og vinum. 61 veitingastaður selur tilboðs- rétti SVG og er þeirra getið í bækl- ingi SVG, Veitingahús. (Fréttatilkynning) Um 3,3 milljónir veittar úr „Gjöf Jóns Sigurðssonar“ VEITT hafa verið verðlaun úr „Gjöf Jóns Sigurðsson- ar“, samtals að upphæð 3.250.000 krónur. Eftirtaldar bækur hlutu verð- laun: „Utanríkisþjónusta íslands "o| utanríkismál“ I-III eftir Pétur J. Thorsteinsson, kr. 300.000, „Frumleg hreinskilni. Þórbergur Þórðarson og mannlífið á mölinni í upphafi aldar,“ eftir Helga M. Sigurðsson, kr. 200.000, „Island í síðari heimsstyijöld“ III. eftir Þór Whitehead (í handriti), kr. 500.000, „Jón Sigurðsson og Geir- ungar“ eftir Lúðvík Kristjánsson, kr. 250.000, „Kampen om fackför- eningsrörelsen“ eftir Stefán F. Hjartarson, kr. 200.000, „íslenzk tograútgerð 1945-1970“ eftir Þor- leif Óskarsson, kr. 200.000, „Frið- lýstar fornleifar í Borgarfjarðar- sýslu“ eftir Guðmund Ölafsson (í handriti), kr. 300.000, „Sagas and Popular Antiquarianism in Ice- landic Archaeology“ eftir Adolf Friðriksson (í handriti), kr. 300.000, „Jón Þorláksson, forsæt- isráðherra“ eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson, kr. 300.000, „Með sverðið í annarri hendi og plóginn í hinni“; „Dómsmálaráð- herrann" og „Saga Reykjavíkur 1870—1940. Bærinn vaknar, fyrri hluti“ eftir Guðjón Friðriksson, kr. 300.000, „Fjarri hlýju hjónasæng- ur“ eftir Ingu Huld Hákonardótt- ur, kr. 300.000, „Frán váckelse till samfund. Svensk pingstmission pá öarna í Nordatlanten" eftir Pétur Pétursson, kr. 200.000. Vélarbilun í litlum bát við Lundey á Kollafirði Fjórum bjargað ÞREMUR karlmönnum og einni konu var bjargað úr Lundey á Kollafirði á laugardag, eftir að bát þeirra rak upp í eyjuna. Fólk- inu varð ekki meint af. Um kl. 15 á laugardag tilkynnti trilla frá Reykjavík loftskeytastöð- inni í Gufunesi að bát hefði rekið upp i Lundey eftir vélarbilun. Þegar kallið kom voru tveir menn úr sjóflokki björgunarsveitarinnar Ingólfs staddir í húsi SVFÍ og fóru þeir strax af stað á slöngubát, náðu í fólkið og feijuðu það yfir í bát frá Snarfara, sem flutti það í land. Á meðan á þessu stóð var björgun- arbátur Slysavamafélagsins, Henry Hálfdánarson, gerður klár. Þegar hann kom að Lundey var sett lína yfir í bát fólksins. Henry dró bátinn að bryggjunni við Geldinganes og er hann talsvert skemmdur. Morgunblaðid/lngvar Dreginn að landi HENRY Hálfdánarson, björgunarbátur Slysavarnafélagsins, dró bát fólksins, sem er skemmtibátur af Shetland-gerð, að bryggjunni við Geldinganes. Þar tóku björgunarsveitarmenn á slöngubátum við og drógu bátinn síðasta spölinn. Á hvolfi í Yarmá Morgunblaðið/Sigrún BIFREIÐIN á hvolfi í Varmá eftir áreksturinn við sendibifreiðina. Bifreið í Varmá eftir árekstur Hveragerði. UMFERÐARÓHAPP varð hér í Hveragerði sl. laugardag. Tildrög slyssins voru þau að fólksbifreið sem ekið var upp Breiðumörk, sem er aðalgata bæjarins, lenti í árekstri við sendiferðabíl sem beygði inn á í veg fyrir hann með þeim afleiðingum að fólksbifreiðin lenti út af veginum og steypt- ist niður í snarbratt gilið og hafnaði á hvolfi í Varmá. Ökumaður bílsins fylgdi honum alla leið í ána, en komst út úr honum af eigin rammleik og virt- ist ekki hafa slasast og afþakkaði alla rannsókn á sjúkrahúsi, að sögn lögreglu sem mætti mjög fljótt á staðinn með tvo sjúkrabíla. Lögreglan sagði fréttaritara ennfremur að tvisvar áður hefðu bílar lent fram af veginum og ofan í ána, en aldrei orðið telj- andi meiðsli á fólki. Þess má geta að síðasta sólarhring hefur verið stórrigning hér um slóðir, Varmá í miklum vexti og kolmó- rauð á að líta. Sigrún Fjárdráttur hjá vamarliði Tveir menn í varðhaldi TVEIR íslenskir starfsmenn varnarliðsins hafa verið úrskurð- aðir í gæsluvarðhald til föstu- dagsins 14. maí vegna gruns um bókhaldsmisferli. Mennirnir starfa við birgðahald vamarliðsins og leikur gmnur á að þeir hafí dregið sér ýmsan varning, en falsað tölur í bókhaldi til að leyna því. Málið er til rannsóknar hjá sýslu- manninum á Keflavíkurflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.