Morgunblaðið - 11.05.1993, Page 56

Morgunblaðið - 11.05.1993, Page 56
MORGUNBLADID, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK StMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Sumarstörf skólafólks í Hafnarfirði Tvöfalt fleiri um- ^óknir en í fyrra TVÖFALT fleiri unglingar hafa sótt um störf við bæjarvinnu lyá Hafnarfjarðarbæ í sumar en á síðasta ári eða tæplega 400 manns en þau störf sem um ræðir eru einkum við garð- yrlyu og viðhald af ýmsu tagi. Þá hafa 150 skólanemar látið skrá sig hjá Vinnumiðlun skólafólks og verður ekki tekið á móti fleiri umsóknum á næstunni, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá vinnumiðluninni í gær. Vinnumiðlun skólafólks í Hafnar- fírði opnaði skrifstofu 2. maí en hún er ætluð skólafólki 16 ára og eldri. Á síðasta sumri fengu flestir umsækjendur störf við bæjarvinnuna en nú þykir sýnt að ekki verði allir ráðnir sem sótt hafa um. Æskulýðs- og tómstundaráð aug- lýsti eftir umsóknum í störf flokks- stjóra við Vinnuskólannn og störf leiðbeinenda í skólagörðum og á íþrótta- og leikjanámskeiði dagana 3.-7. maí. Alls sóttu 189 manns um störfín en ekki var þó hægt að ráða nema 50 í þessi störf. Frumvarp til breytinga á búvörulögum Egill vill sjálf- ur flytja málið EGILL Jónsson, formaður landbúnaðarnefndar Alþingis, ætlar að flylja sjálfur á næsta þingi frumvarp til breytinga á búvörulögum, með þeim breytingartillögum landbúnaðar- nefndar sem styrr hefur staðið um í ríkisstjórninni. „Ríkis- stjórnin er úr leik í málinu. Menn, sem þurfa að nota þing- forsetann til að koma í veg fyrir að þeirra eigin mál nái fram að ganga á Alþingi, við þá verður auðvitað ekki tal- að,“ sagði Egill í samtali við Morgunblaðið. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra sagði við Morgunblaðið að Egill réði því auðvitað sjálfur hvort hann flytti frumvarpið, sem flutt var sem stjómarfrumvarp á þing- inu, sem er nýlokið. Halldór sagði, aðspurður hvort fullreynt væri að k jjá samkomulagi í ríkisstjórn um rnálið, að samkomulag hefði þegar náðst og breytingartillögur land- búnaðarnefndar væru ekki efnis- breytingar við það. Bændur undu niðurstöðunni „Við erum að rýmka um innflutn- ing á landbúnaðarvörum í tengslum við alþjóðlega samninga og draga þannig úr áhrifum landbúnaðarráð- herra. Það er rétt, sem utanríkisráð- herra segir, að það reynir ekki svo mikið á það nú, en við erum að fara í GATT-samninga í kjölfarið," sagði Halldór. „Bændur undu þeirri sátt, sem varð í ríkisstjóminni, gegn því að þeirra atvinnuráðuneyti hefði túlkun hinna alþjóðlegu samninga í sinni hendi.“ Sjá bls. 24: „Varnarstríð gegn GATT-samningi?“ Fyrsti ís- lenski kapp- aksturs- dómarinn ÓLAFUR Kr. Guðmundsson, formaður Landssambands ís- lenskra akstursíþróttafélaga, LÍA, verður dómari í Formula 3000 kappaksturskeppni í Hochenheim í Þýskalandi 24. {'úlí. Þetta er í fyrsta sinn sem slendingur dæmir í slíkri keppni. í Formula 3000 er keppt á eins bílum og í Formula 1 keppni, en vélarafl bílanna í fýrrtöldu keppninni er heldur minna. Hámarksstærð vél- ar er átta strokkar og 3 þúsund rúmsentímetrar. Gífurlegur áhugi er fyrir Formula keppnunum og er búist við að um 200 þúsund manns fýlgist með keppninni í Hochenheim. Skoðar bíiana Ólafur sagði í samtali við Morgun- blaðið að LIA væri aðili að Alþjóða- samtökum bifreiðaeigenda og akst- uríþróttafélaga, FLA, en þau sjá um allar Evrópu- og heimsmeistara- keppnir í akstursíþróttagreinunum. „Við fórum fram á það í haust við þá að við kæmumst á lista yfír dóm- ara og þeir völdu mig,“ sagði Ólafur. Morgunblaðið/Sverrir „Peysufataganga VIKA eldri borgara stendur nú yfir en hún hófst með göngu um miðborg Reykjavíkur á sunnudag. Ekki er hægt að sjá hvort konurnar þrjár fyrir miðju eru á peysufötum eða upphlut sakir þess að ein er með sjal og tvær þeirra í möttli, en þegar heiti göngunnar er haft til hliðsjónar má gera ráð fyrir að þær séu í peysufötum. Sjá frétt á miðopnu. Hitabylgja á Austurlandi Egilsstaðir. SUMARIÐ kom til Austurlands á sunnudaginn og í gær mæld- ist hitinn á Egilsstöðum um 20 gráður í sól og logni. Fólk tók þvi fram sumarfatnaðinn og gekk léttklætt um bæinn og börn þyrptust út í leiki. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri í dag. Þetta eru fyrstu eiginlegu sum- ardagarnir á Austurlandi og kunni fólk óspart að nota þá til garðvinnu og útiveru. Sala á ís var líka óvenju góð. Bjartsýnir veðurspámenn telja að þetta viti á ekta góðviðrissum- ar eins og þau gerast best á Austurlandi. Björn. Hagnaður Hitaveitii Suðumega 270 miUj. Áttunda árið í röð sem fyrirtækið skilar hagnaði LIÐLEGA 270 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Hitaveitu Suðurnesja á síðasta ári og er það áttunda árið í röð sem fyrirtækið skilar hagnaði. Að sögn Júlíusar Jóns- sonar, forsljóra fyrirtækisins, er þetta talsvert minni hagn- aður en var árið 1991, og fer hann enn lækkandi í ár vegna samdráttar í vatnskaupum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Stórlúða áfæri Grindavik. ÞAÐ VAR ekki neinn ódrátt- ur sem skipveijar á Borgari færðu á land sl. sunnudag. Lúða sem vó 91 kíló og var tæpir tveir metrar að lengd. Lúðuna veiddu þeir við Eldey og annar skipveijanna, Grét- ar Guðfinnsson, að slagurinn hefði verið langur og hann hefði þurft að handdraga síð- ustu metrana ásamt félaga sínum, Sigurði Sigurðssyni. Þess má til gamans geta að fyrir lúðuna fengust rúmlega 28 þúsund '"-kfðnur á Fiskmarkaði Suðurnesja, eða 300 kr. fyrir kílóið. Ekki slæmur fengur það. Samkvæmt bókinni íslenskir físk- ar eftir Gunnar Jónsson veiddist stærsta lúða sem sögur fara af hér við land við Norðurland árið 1935. Sú mældist 3,65 metrar á lengd, 45 sm á þykkt og vó 266 kíló. -*■* F.Ó. Morgunblaðið/Frimann Ólafsson Dregin á handfæri STÓRLÚÐAN er höfðinu hærri en fiskimennirnir, Grét- ar Guðfinnsson, til hægri, og Sigurður Sigurðsson. Rekstrartekjur ársins námu rúm- lega 1,7 milljörðum kr. Mestartekj- ur hafði fyrirtækið af vatnssölu, rúmlega milljarð, en raforka var seld fyrir 600 milljónir króna. Að sögn Júlíusar Jónssonar er salan til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli 60% af tekjum Hitaveitu Suður- nesja, og sagði hann hana hafa farið hraðminnkandi. „Að öllu for- fallalausu verðum við fyrir ofan núllið á þessu ári. Megnið af tekjun- um frá varnarliðinu er vegna vatns- sölu, en í samningi við þá er að vísu ákvæði um að þeir minnki kaupin ekki meira en um 7,5% á ári. Það munar hins vegar um það þegar slíkur samdráttur verður ár eftir ár, og þeir eru nánast þegar búnir að lækka um 7,5% á þéssji ári. Þetta er því allt niður á við því hagnaðurinn kemur í raun og veru allur frá sölunni til varnarliðsins," sagði Júlíus. Vextir og afskriftir 700 millj. Rekstrargjöld Hitaveitu Suður- nesja á síðasta ári voru rúmlega 1,4 milljarðar kr. Þar af voru vext- ir og afskriftir tæplega 700 milljón- ir kr. Á árinu afskrifaði Hitaveitan hlutafjáreign sína í Sjóefnavinnsl- unni að upphæð 53,4 milljónir kr. Hitaveitan stóð í miklum fjárfest- ingum á árinu og námu þær alls 544 milljónum kr., en fjárfestingar voru þó 28% minni en árið á und- an. Helstu fjárfestingarnar á síð- asta ári voru vegna stækkunar virkjunarinnar í Svartsengi, en fjór- ar aflvélar voru teknar þar í notkun í byijun mars síðastliðins, og einnig vegna strengs sem lagður var frá Svartsengi að saltvinnslu íslenska saltfélagsins á Reykjanesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.