Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 56
MORGUNBLADID, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK StMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Sumarstörf skólafólks í Hafnarfirði Tvöfalt fleiri um- ^óknir en í fyrra TVÖFALT fleiri unglingar hafa sótt um störf við bæjarvinnu lyá Hafnarfjarðarbæ í sumar en á síðasta ári eða tæplega 400 manns en þau störf sem um ræðir eru einkum við garð- yrlyu og viðhald af ýmsu tagi. Þá hafa 150 skólanemar látið skrá sig hjá Vinnumiðlun skólafólks og verður ekki tekið á móti fleiri umsóknum á næstunni, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá vinnumiðluninni í gær. Vinnumiðlun skólafólks í Hafnar- fírði opnaði skrifstofu 2. maí en hún er ætluð skólafólki 16 ára og eldri. Á síðasta sumri fengu flestir umsækjendur störf við bæjarvinnuna en nú þykir sýnt að ekki verði allir ráðnir sem sótt hafa um. Æskulýðs- og tómstundaráð aug- lýsti eftir umsóknum í störf flokks- stjóra við Vinnuskólannn og störf leiðbeinenda í skólagörðum og á íþrótta- og leikjanámskeiði dagana 3.-7. maí. Alls sóttu 189 manns um störfín en ekki var þó hægt að ráða nema 50 í þessi störf. Frumvarp til breytinga á búvörulögum Egill vill sjálf- ur flytja málið EGILL Jónsson, formaður landbúnaðarnefndar Alþingis, ætlar að flylja sjálfur á næsta þingi frumvarp til breytinga á búvörulögum, með þeim breytingartillögum landbúnaðar- nefndar sem styrr hefur staðið um í ríkisstjórninni. „Ríkis- stjórnin er úr leik í málinu. Menn, sem þurfa að nota þing- forsetann til að koma í veg fyrir að þeirra eigin mál nái fram að ganga á Alþingi, við þá verður auðvitað ekki tal- að,“ sagði Egill í samtali við Morgunblaðið. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra sagði við Morgunblaðið að Egill réði því auðvitað sjálfur hvort hann flytti frumvarpið, sem flutt var sem stjómarfrumvarp á þing- inu, sem er nýlokið. Halldór sagði, aðspurður hvort fullreynt væri að k jjá samkomulagi í ríkisstjórn um rnálið, að samkomulag hefði þegar náðst og breytingartillögur land- búnaðarnefndar væru ekki efnis- breytingar við það. Bændur undu niðurstöðunni „Við erum að rýmka um innflutn- ing á landbúnaðarvörum í tengslum við alþjóðlega samninga og draga þannig úr áhrifum landbúnaðarráð- herra. Það er rétt, sem utanríkisráð- herra segir, að það reynir ekki svo mikið á það nú, en við erum að fara í GATT-samninga í kjölfarið," sagði Halldór. „Bændur undu þeirri sátt, sem varð í ríkisstjóminni, gegn því að þeirra atvinnuráðuneyti hefði túlkun hinna alþjóðlegu samninga í sinni hendi.“ Sjá bls. 24: „Varnarstríð gegn GATT-samningi?“ Fyrsti ís- lenski kapp- aksturs- dómarinn ÓLAFUR Kr. Guðmundsson, formaður Landssambands ís- lenskra akstursíþróttafélaga, LÍA, verður dómari í Formula 3000 kappaksturskeppni í Hochenheim í Þýskalandi 24. {'úlí. Þetta er í fyrsta sinn sem slendingur dæmir í slíkri keppni. í Formula 3000 er keppt á eins bílum og í Formula 1 keppni, en vélarafl bílanna í fýrrtöldu keppninni er heldur minna. Hámarksstærð vél- ar er átta strokkar og 3 þúsund rúmsentímetrar. Gífurlegur áhugi er fyrir Formula keppnunum og er búist við að um 200 þúsund manns fýlgist með keppninni í Hochenheim. Skoðar bíiana Ólafur sagði í samtali við Morgun- blaðið að LIA væri aðili að Alþjóða- samtökum bifreiðaeigenda og akst- uríþróttafélaga, FLA, en þau sjá um allar Evrópu- og heimsmeistara- keppnir í akstursíþróttagreinunum. „Við fórum fram á það í haust við þá að við kæmumst á lista yfír dóm- ara og þeir völdu mig,“ sagði Ólafur. Morgunblaðið/Sverrir „Peysufataganga VIKA eldri borgara stendur nú yfir en hún hófst með göngu um miðborg Reykjavíkur á sunnudag. Ekki er hægt að sjá hvort konurnar þrjár fyrir miðju eru á peysufötum eða upphlut sakir þess að ein er með sjal og tvær þeirra í möttli, en þegar heiti göngunnar er haft til hliðsjónar má gera ráð fyrir að þær séu í peysufötum. Sjá frétt á miðopnu. Hitabylgja á Austurlandi Egilsstaðir. SUMARIÐ kom til Austurlands á sunnudaginn og í gær mæld- ist hitinn á Egilsstöðum um 20 gráður í sól og logni. Fólk tók þvi fram sumarfatnaðinn og gekk léttklætt um bæinn og börn þyrptust út í leiki. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri í dag. Þetta eru fyrstu eiginlegu sum- ardagarnir á Austurlandi og kunni fólk óspart að nota þá til garðvinnu og útiveru. Sala á ís var líka óvenju góð. Bjartsýnir veðurspámenn telja að þetta viti á ekta góðviðrissum- ar eins og þau gerast best á Austurlandi. Björn. Hagnaður Hitaveitii Suðumega 270 miUj. Áttunda árið í röð sem fyrirtækið skilar hagnaði LIÐLEGA 270 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Hitaveitu Suðurnesja á síðasta ári og er það áttunda árið í röð sem fyrirtækið skilar hagnaði. Að sögn Júlíusar Jóns- sonar, forsljóra fyrirtækisins, er þetta talsvert minni hagn- aður en var árið 1991, og fer hann enn lækkandi í ár vegna samdráttar í vatnskaupum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Stórlúða áfæri Grindavik. ÞAÐ VAR ekki neinn ódrátt- ur sem skipveijar á Borgari færðu á land sl. sunnudag. Lúða sem vó 91 kíló og var tæpir tveir metrar að lengd. Lúðuna veiddu þeir við Eldey og annar skipveijanna, Grét- ar Guðfinnsson, að slagurinn hefði verið langur og hann hefði þurft að handdraga síð- ustu metrana ásamt félaga sínum, Sigurði Sigurðssyni. Þess má til gamans geta að fyrir lúðuna fengust rúmlega 28 þúsund '"-kfðnur á Fiskmarkaði Suðurnesja, eða 300 kr. fyrir kílóið. Ekki slæmur fengur það. Samkvæmt bókinni íslenskir físk- ar eftir Gunnar Jónsson veiddist stærsta lúða sem sögur fara af hér við land við Norðurland árið 1935. Sú mældist 3,65 metrar á lengd, 45 sm á þykkt og vó 266 kíló. -*■* F.Ó. Morgunblaðið/Frimann Ólafsson Dregin á handfæri STÓRLÚÐAN er höfðinu hærri en fiskimennirnir, Grét- ar Guðfinnsson, til hægri, og Sigurður Sigurðsson. Rekstrartekjur ársins námu rúm- lega 1,7 milljörðum kr. Mestartekj- ur hafði fyrirtækið af vatnssölu, rúmlega milljarð, en raforka var seld fyrir 600 milljónir króna. Að sögn Júlíusar Jónssonar er salan til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli 60% af tekjum Hitaveitu Suður- nesja, og sagði hann hana hafa farið hraðminnkandi. „Að öllu for- fallalausu verðum við fyrir ofan núllið á þessu ári. Megnið af tekjun- um frá varnarliðinu er vegna vatns- sölu, en í samningi við þá er að vísu ákvæði um að þeir minnki kaupin ekki meira en um 7,5% á ári. Það munar hins vegar um það þegar slíkur samdráttur verður ár eftir ár, og þeir eru nánast þegar búnir að lækka um 7,5% á þéssji ári. Þetta er því allt niður á við því hagnaðurinn kemur í raun og veru allur frá sölunni til varnarliðsins," sagði Júlíus. Vextir og afskriftir 700 millj. Rekstrargjöld Hitaveitu Suður- nesja á síðasta ári voru rúmlega 1,4 milljarðar kr. Þar af voru vext- ir og afskriftir tæplega 700 milljón- ir kr. Á árinu afskrifaði Hitaveitan hlutafjáreign sína í Sjóefnavinnsl- unni að upphæð 53,4 milljónir kr. Hitaveitan stóð í miklum fjárfest- ingum á árinu og námu þær alls 544 milljónum kr., en fjárfestingar voru þó 28% minni en árið á und- an. Helstu fjárfestingarnar á síð- asta ári voru vegna stækkunar virkjunarinnar í Svartsengi, en fjór- ar aflvélar voru teknar þar í notkun í byijun mars síðastliðins, og einnig vegna strengs sem lagður var frá Svartsengi að saltvinnslu íslenska saltfélagsins á Reykjanesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.