Morgunblaðið - 29.05.1993, Side 5

Morgunblaðið - 29.05.1993, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAI 1993 5 Áföll hjá Kínaleiðangrinum Tveir hestanna dauðir í Póllandi Voru fóðraðir í óþökk leiðangursmanna TVEIR AF sex íslensku hestunum í Kínaleiðangri Dananna Pauls Rask og Jörgens Vestergaard drápust nýlega í Póllandi eftir að þeir höfðu verið fóðraðir að morgni dags í óþökk leiðangursmanna. Málsatvik voru þau að að kvöldi dags í einum næturstaðnum gáfu þeir Paul og Jörgen skipun til starfs- manna eins pólska ríkisbúsins þar sem þeir náttuðu að hestarnir skyldu ekki fóðraðir fyrr en þeir hefðu hvílst og væru til staðar. Daginn eftir voru aðrir starfsmenn á vakt og hafði gleymst að flytja þeim boðin og var hestunum öllum gefið kraftfóður en tveir frekustu átu megnið af fóðrinu og drápust síðar um daginn. Tveir hestar fengu eitthvað af fóðrinu og urðu veikir en jöfnuðu sig en tveir þeir síðustu virðast ekki hafa fengið neitt og sluppu því við aukaverkanir. Leiðangursmenn hafa meðferðis sérstaka fóðurpoka sem hengdir eru á höfuð hvers hests þannig að tryggt er að hver fái sitt og enginn éti of mikið, en þeir voru því miður ekki notaðir í þessu tilviki og fór því sem 'fór. Pólskir trússhestar Tveir nýir hestar af Husuler-kyni hafa verið keyptir í Póllandi í leið- angurinn. Þeir eru litlir og þreknir og hafa verið notaðir sem trússhest- ar í pólska hernum og verða þeir eingöngu notaðir sem slíkir í ferð- inni til Kína, en þeir íslensku notað- ir til reiðar. Nýju hestarnir kostuðu Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hestunum er gefið kjarnfóður úr sérstökum fóðurpokum. um 2.000 bandaríska dollara og verða greiddir af danska trygginga- fyrirtækinu Tryg. í frétt í danska blaðinu Landsbrug-Nyt segir að þessir erfiðleikar og óheppni muni þjappa þeim leiðangursmönnum enn betur saman og framvegis munu þeir hafa meðferðis skilti sem á stendur á viðeigandi tungumáli eftir því hvar er farið er um: „Fóðrið ekki hestana". Utflutningur á hrossum hefur aldrei verið meiri ÁRLEGUR útflutningur hrossa er nú um 1.900 hross, og hefur hann aldrei verið meiri síðan útflutningur íslenskra hrossa hófst árið 1946, en síðan þá hafa verið flutt út rúmlega 16.000 hross. Sterkustu mark- aðslöndin eru Þýskaland og Svíþjóð, en í Þýskalandi er verð hross- anna um 30% hærra en í Svíþjóð og um 100% hærra en á íslandi. Ódýrustu hrossin seljast á um 250 þúsund krónur í Þýskalandi, betri hestar á um 350 þúsund krónur, keppnishestar á um 500 til 800 þús- und krónur og verð góðra kynbótahrossa liggur þar fyrir ofan. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Félags hrossabænda. Hvað útflutning á hrossakjöti verðar kemur fram að hann jókst töluvert milli áranna 1991 og 1992, eða úr 119 tonnum í 124 tonn. Áætlað er að heildarverðmæti út- flutningsins hafi aukist úr 46 millj- ónum króna í 58 milljónir. Útflutn- ingsverðmæti hrossakjöts í fyrra skiptist þannig að um 30 milljónir runnu til bænda, um 15 milljónir til flugfélaga og um 13 milljónir til slát- urleyfishafa, kjötvinnslu og umboðs- aðila. útflutningur hrossakjöts nýtur engra opinberra styrkja, en hrossa- bændur greiða verðjöfnunargjald sem er tvær krónur á hvert kíló, og er því ætlað að jafna verð til bænda á milli markaða og standa undir ýmsum markaðskostnaði. í fréttabréfi Félags hrossabænda kemur fram að afréttarbeit hrossa hafi að mestu lagst af á 7. og 8. áratugnum, m.a. vegna þess að upp- rekstur hrossa í afrétti hafi verið bannaður. Með fjölgun hrossa hafi beitarálag því aukist í heimalöndum á láglendi. Af þessum sökum sé því hæpið að tengja aukna hrossabeit gróðureyðingu á hálendinu. SOLIGNUM olíuvidarvörn að þínu sumarskapi! Af áralangri reynslu vita Íslendingar að Solignum olíuviðarvörnin er tvímælalaust ein sú endingarbesta á markaðnum. Og litaúrvalið er meira en nokkru sinni - Solignum Architectural fæst nú í 14 litum - einn þeirra er örugglega að þínu sumarskapi. Einnig bjóðum við Solignum grunnefni og gróðurhúsaefni. Solignum fæst í flestum málningarvörubúðum. SKAGFJORÐ n 's ö a J i'J ö j\ j ‘ú Ji y jj í j i 'j Kristján Ó. Skagfjörð hf. Umboðs- og heildverslun Nú ber vel í veiði! Það er ekki á hve’rjum degi sem þér gefst kostur á að eignast traustan og vandaðan farsíma á góðu verði og hagstæðum greiðslukjörum . Njóttu veiðinnar og vertu í sambandi allan tímann. Söludeildir I Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og símstöðvunn um land allt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.