Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAI 1993
Prédikunarstóll
Hallgrí mskirkj u
eftir Karl
Sigurbjörnsson
Við hátíðarmessu á hvítasunnu-
dag kl. 11 verður vígður nýr prédik-
unarstóll Hallgrímskirkju. Biskup
íslands, herra Olafur Skúlason, víg-
ir stólinn. Dr. Sigurbjöm Einarsson
biskup prédikar. Forsaga þessa
stóls er sú að þegar dr. Sigurbjöm
Einarsson biskup varð sjötugur, 30.
júní 1981, mæltist hann til þess að
þeir sem vildu heiðra hann á þeim
tímamótum létu Hallgrímskirkju
njóta. Var ákveðið að gjafir yrðu
ávaxtaðar í sérstökum sjóði sem
gæti staðið straum af gerð prédik-
unarstóls kirkjunnar. Stóllinn er því
29077
Opið í dag kl. 13-15
Karlagata - parhús
Fallegt 130 fm parhús með 5 svefn-
herb., stofu með fallegu parketi og nýju
eldhúsi. Mikið endurn. eign. Áhv. 4
millj., þar að 3 millj. veðdeild. Verð
12,5 millj.
Hraunbær
- 4ra-5 herb.
Falleg 120 fm íb. á 1. hæð. 3 rúmg.
svefnherb. á sérgangi. Sérþvhús í íb.,
rúmg. stofa, eldhús með borðkróki.
Áhv. 1,7 millj. veðdeild. Verð 8,2 millj.
Baldursgata
- einstaklingsíbúð
Falleg einstaklíb. á jarðhæð í þríbhúsi
með sérinng. og -hita. Ósamþykkt. Verð
3 millj.
SKÓLAVÖRÐUSTfG 38A,
VIÐAR FRIÐRIKSSON,
LÖGG. FASTEIGNASALI,
HEIMASÍMI 27072.
kostaður af ótal gjöfum, smáum og
stórum, fjölmargra hollvina Sigur-
bjarnar biskups. Einnig hefur fé
úr listskreytingarsjóði Hallgríms-
kirkju verið varið til listbúnaðar
stólsins.
Prédikunarstóllinn er hannaður
af Húsameistara ríkisins og vann
Andrés Narfi Andrésson arkitekt
hönnunarvinnu í umboði hans. Sög-
in hf. í Reykjavík smíðaði stólinn.
Stóllinn er úr eik í sama stíl og
bekkir kirkjunnar. Á þrem hliðum
stólsins eru glermyndir unnar af
Leifi Breiðfjörð glerlistamanni þar
sem innfelldar eru myndir af eigin-
handarriti sr. Hallgríms Pétursson-
ar af Passíusáimunum og auk þess
táknmyndir Guðs föður, sonar og
heilags anda. Bakhlið stólsins er
einnig glermynd sem sýnir fanga-
mark Krists, grísku stafina X P sem
eru fyrstu stafirnir í nafninu Krist-
ur. Sitt. til hvorrar handar eru staf-
irnir alfa og ómega, fyrsti og síð-
asti stafur gríska stafrófsins, sem
minna á orð Jesú: „Ég er alfa og
ómega, upphafið og endirinn.“ Yfir
stólnum er „himinn", sem gegnir
hlutverki hljómbotns, á hann er
skorið versið: „Láttu Guðs hönd þig
leiða hér...“ Undir „himninum“ er
dúfa, táknmynd heilags anda. Lit-
imir í glerinu eru hinn græni litur
vonar, vaxtar og þroska í trú, og
fjólublár litur iðrunar og aftur-
hvarfs, litur föstunnar.
Prédikunarstóll gegnir tvíþættu
hlutverki. Annars vegar því hag-
nýta hlutverki að vera staðurinn
þar sem prédikunin er flutt, ræðu-
stóllinn, verkfæri hins talaða orðs.
Hins vegar hefur prédikunarstóllinn
auðugt tákngildi. Hann táknar orð-
ið sem boðað er, orð Guðs í lög-
máli og fagnaðarerindi sem prédika
skal öllum þjóðum. Orð Guðs sem
er ekki letrað á stein heldur snertir
hjörtu lifandi manna og hrærir
tungur þeirra til vitnisburðar og
lofgjörðar.
Merkjateigur Mos.
Góð 3ja herb. íbúð 70 fm ásamt 34 fm bílskúr. Parket.
Sérinng. Áhv. veðd. 4,1 millj. Verð 7,3 millj.
Fasteignamiðluniun Berg
Sfmi625530.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggh.tur fasteignasau
Nýjar eignir á söiuskrá meðal annarra:
Endaíbúð - sérþvottahús - bflskúr
Glaesil. 5 herb. íb. á 2. hæð v. Stelkshóla tæpir 120 fm. 3-4 svefn-
herb. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. í nágr. Gott verð.
Lyftuhús - bflskúr - frábært útsýni
Stór og góð 4ra herb. suðuríb. 110,1 fm í lyftuh. v. Álftahóla. Sólsval-
ir. Ágæt sameign. Stór og góður bílsk. Mjög gott verð.
Glæsileg sérhæð - öll eins og ný
neðri hæð um 140 fm f þríbhúsi skammt frá Menntaskólanum í Hamra-
hlíð. Allt sér. Forstherb. m. snyrtingu. Stórt geymslu- og föndurherb.
í kj. Mjög góður bílsk. 28 fm. Ágæt sameign.
Á vinsælum stað í Vesturborginni
nýl. og góð 4ra herb. íb. á 3. hæð. Sólsvalir. Laus fljótl. Gott lán.
Mikið útsýni.
Nýendurbyggð - tilboð óskast
Á úrvalsstað á Nesinu 4ra herb. neðri hæð í tvibhúsi. Góður bílsk.
Úrvais einstaklingsíbúð
á 6. hæð í lyftuh. v. Kleppsveg. Öll nýendurbyggð. Sólsvalir. Fráb.
útsýni. Langtlán.
Daglega leita til okkar
fjársterkir kaupendur með margs konar óskir um fasteignaviðskipti.
Sérstaklega óskast: Húseign m. tveimur 3ja-5 herb. íb. Eignir í miðborg-
inni og nágr. og góðar íb. með bílskúrum. Margs konar skipti m.a. á
einbhúsum og sérhæðum.
• • •______________________________________
Opiðídagkl. 10-16.
Teikningar á skrifstofunni.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 12. júlf 1944.
AIMENNA
FASTEIGNASAIAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
Búnaður og gerð prédikunarstóls
Hallgrímskirkju er vitnisburður um
mátt orðsins. Hann prýða myndir
af handritum sr. Hallgríms að sálm-
unum sem eru áhrifamestu prédik-
anir sem íslensk tunga þekkir, sál-
munum sem aldrei voru aðeins orð
á blöðum heldur gripu og hrærðu
hjörtu kynslóðanna í landi hér.
Táknmyndir heilagrar þrenningar,
Guðs föður, sonar og heilags anda,
Guðs sem skapar, Guðs sem frels-
ar, Guðs sem huggar og leiðir,
minna okkur á að orð prédikunar-
innar er lifandi orð sem skapar og
leysir og huggar. Prédikunarstóll
Hallgrímskirkju er tjáning þeirrar
bænar sem passíusálmaskáldið bið-
ur:
Gefðu að móður málið mitt,
minn Jesú þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt
krossins orð þitt út breiði
um landið hér, til heiðurs þér,
helst mun það blessun valda,
meðan þín náð lætur vort láð
lýði og byggðum halda.
Höfundur er sóknarprestur við
Hallgrímskirkju.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
„Ég teldi því illa faríð ef í
nýrri þýðingu biblíunnar yrði
bylt þeim texta sem íslendingar
hafa vanist nær alla þessa öld
og að mörgu leyti varðveitir það
besta úr biblíumálshefð okkar.
Því fer þó jjarri að með þessu
sé ég að halda því fram að ný
þýðing biblíunnar sé óþörf.
Ýmsu þarf ugglaust að breyta,
sumpart til þess að koma merk-
ingu bestu texta eins vel til skila
og unnt er, og víða má líka
færa málfar nær mæltu máli án
þess að hátíðleiki stílsins og elli-
fegurð málsins bíði tjón af. En
bylting á orðfæri textans, sem
hvort tveggja í senn gerði hann
framandlegan biblíukæru fólki
og fjarlægði hann til muna frá
„kirkjuíslensku" aldamótaþýð-
ingarinnar, held ég að yrði
menningarslys. Þá gæti sprung-
ið sá hornsteinn tungunnar í
þúsund ár, sem íslenskt kirkju-
mál hefur verið.“ (Stefán Karls-
son, Mbl. 24/4 93.)
★
Hlymrekur handan kvað:
Hleypti Jón í sig dáðum og dug,
honum datt eitthvað sniðugt í hug,
en hjá grasi af konum
var greyinu honum
sökum girndarskorts vísað á bug.
★
Emma er gamalt tökunafn
úr þýsku, gæluheiti af t.d.
Ermgard (Irmgard), eiginl.
„Jörmungerður“ = hin mikla
valkyrja. Við gætum hugsað
okkur * * Erma > Emma. Þetta
nafn er einnig stuttnefni af
Emilía eða Emilína.
Emma var mikið nafn með
því fólki (Normönnum frá Nor-
mandí) sem lagði undir sig Eng-
land á 11. öld. Emma Ríkarðs-
dóttir frá Normandí var um hríð
drottning Aðalráðs ráðlausa
(Ethelred the Unready), átti síð-
ar Knút ríka Sveinsson.
Ein Emma var á íslandi, göm-
ul, í Árnessýslu 1703. Síðan
týndist nafnið langa hríð, en
kom upp aftur á seinni hluta 19.
aldar. Nú eru konur með þessu
nafni um hundrað á íslandi.
Haraldur Guðnason í Eyjum
slakar ekki á varðstöðu sinni um
móðurmálið. Hann er löngum
vandlátur og lætur þá til sín
heyra, ef honum mislíkar. Mál
hans nýtur sín best, ef ekki er
flúrað inn í það neinum athuga-
semdum, og munu menn skilja
og taka til sín það sem honum
þykir kátlegt eða miður fara.
Hér kemur dtjúgur hluti af síð-
asta bréfi hans og færir umsjón-
armaður honum þakkir fyrir
mörg góð bréf um dagana:
„Heill og sæll Gísli.
Nú er mikill siður fjölmiðla
að hafa skipsnöfn með greini,
Guðbjörgin o.s.frv. þykir víst
alþýðlegt. Mér þótti þó skondið
(tískuorð) þegar Margrétin kom
til hafnar með afla (RÚV-frétt-
ir). Fiskibátur í Eyjum heitir
Kap, áður var hér báturinn Kapí-
tóla. Seinna kom Kap og þá segj-
um við: Kapin (eða Kapinn) var
að fá ’ann.
Þorsteinn í Laufási, skipstjóri
og rithöfundur, átti bát sem hét
Unnur. Nú vafðist fyrir sumum
að beygja þetta ágæta nafn og
sögðu til dæmis: „Hann Þor-
steinn á Unnuri.“
Umhverfisráðherra vill vanda
málfar sitt og annarra. Svo sagði
hann, að nú stefndi til „sjálf-
bærrar þróunar“ í umhverfis-
málum. Og Sighvatur talar
stundum um greiðslumeðferð.
Hvers konar meðferð er það?
Nú eru víða mikil „átök“. Pjöl-
miðlar sögðu svo frá, að „hrint
hefði verið í framkvæmd Akur-
eyrarátaki". Það hefur þó að lík-
indum verið átakalítið átak, því
að átt var við hvíldardvöl á Ák-
ureyri.
Listin blómstrar. „Á morgun
opnar málverkasýning.“ (Rás 2
2/2.)
Niðurskurður. Sjónvarpsfrétt
í okt. fyrra ár: „Kjarnorkuvopn
verða skorin niður“ (í Rússíá). I
útvarpssamtali var spurt um
694. þáttur
„kalt mat“. Hvers konar mat er
það?
Spurt í fjölmiðli (langt síðan):
„Var þetta öldruð kú?“
Annar fjölmiðill: „Hann fór
með Eyjaflug eftir að veðrinu
lægði.“
Kennari í samtalsþætti talaði
um kennslumagn og gífurlega
magnaukningu kennslu (kennslu-
gagna). Þetta er magnað.
Segjum svo „takk fyrir“ eins
og heyrist í sjónvarpi og út-
varpi. En „aldrei datt henni í
hug að sletta dönsku einsog
„takk““. (Halldór Laxness um
Guðnýju Kiængsdóttur örnmu
sína.)
Með kveðju og sumaróskum.“
„Og svo kemur þá aftur sama
vandaspurníng: er málið í forn-
öld það sama sem nú? Henni er
vandsvarað. Og jeg ætla ekki
að svara hjer neinu beinu — en
mjer finst áð það sje með málið
sem manneskjuna; barnið og
fullorðna manneskjan er sami
einstaklíngurinn, en þó er stór-
mikill munur á þeim; en er hann
svo mikill, að einstaklíngurinn
sje orðinn annar á fullorðinsár-
unum en hann var barn? Þessu
er best að láta hvern einstakan
svara - eða heimspekínginn!"
(Finnur Jónsson, mars 1923, í
Ársriti Fræðafjelagsins.)
★
Tóbakið hreint,
fæ ég gjörla greint,
gjörir höfðinu létta,
skerpir vel sýn,
svefnbót er fín,
sorg hugarins dvín,
sannprófað hef ég þetta.
(Ur Tóbaksvísum sr.
Hallgrims Péturssonar.)
★
Sigfríður sagan kvað:
Þórdís hótaði Berki i bræði
(hann brúkaði ósköp af fæði
og var digur sem naut):
hún sig drifi á braut,
því að bólið það tók ekki bæði.