Morgunblaðið - 29.05.1993, Page 16

Morgunblaðið - 29.05.1993, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 hvað SLYSADEELD Borgarspítalans er aldarfjórðungsgömul í dag. Á þeim tíma hefur orðið bylting í móttöku, aðhlynningu, grein- ingu og meðferð á allri þeirri þjónustu sem deildinni er ætlað að veita. Það mæðir mikið á deildinni og þeim sem þar starfa, því árlegur meðalfjöldi þeirra sem þangað leita er um 40.000. Inni í þeirri tölu eru ekki aðeins þeir sem lenda í slys- um. Á slysadeild er einnig al- hliða móttaka fyrir veikt fólk nótt sem nýtan dag. Ágrip af sögunni Tryggvi Þorsteinsson yfírlæknir hefur unnið við slysadeild Borgar- spítalans frá upphafi. Ferill hans nær þó lengra aftur í tímann, en hann var frá árinu 1961 læknir við slysavarðstofuna meðan hún var til húsa í heilsavemdarstöðinni við Barónsstíg. Tryggvi segir að þegar hann var við nám við HI, á árunum fyrir 1950, hafi engin sérstök mót- taka verið fyrir meiðsli af þeirri stærðargráðu sem ekki var hægt að sinna á stofum heimilislækna, en þurftu ekki beinlínis á spítala- vistun að halda. Sem dæmi mætti nefna minni háttar beinbrot, lið- hlaup, tognanir, stærri skurði, ígerðir og hvers konar áverka, sem menn þurftu annars að fara með til læknis. Var þá leitað til hinna spítalanna. Landspítala og Landa- kots. Á Landspítala var aðstaða afar erfið, engin biðstofa eða rann- sóknaraðstaða. Læknar voru fálið- aðir og langur biðtími og af- greiðsla ungs og óreynds læknis var oft hlutskipti þeirra sem leita þurftu aðstoðar. Tryggvi heldur áfram: „Reykjavík var vaxandi og var því þörf fyrir einhvers konar slysa- móttöku orðin mjög brýn. Frá árinu 1943 var starfandi læknavarðstofa í Austurbæjarskólanum í Reykja- vík, sem sá um og skipulagði kvöld- og helgarvitjanir í heimahús og starfaði frá klukkan 18 á kvöldin til klukkan 8 á morgnanna og auk þess um helgar. Þama var einnig sinnt slysum og bráðum vandamál- um fólks og var læknavarðstofan undanfari slysavarðstofunnar. Þegar Heilsuverndarstöð Reykjavíkur tók til starfa var gert ráð fyrir húsnæði fyrir slysamót- töku á fyrstu hæð, sem var opnuð 1955, og tók Haukur Kristjánsson læknir við stjómun hennar. Hann var hámenntaður bæklunarlæknir frá Bandaríkjunum og byggði þarna upp mjög góða slysamóttöku miðað við þær aðstæður sem hús- næðið bauð upp á. Var þetta þýð- ingamikil ráðstöfun og geysimikil framför í heilbrigðismálum borgar- innar. Auk skoðunarherbergja og aðstöðu til röntgenrannsókna var þama lítil skurðstofa og aðgerða- herbergi fyrir beinbrotameðferð og gipsumbúðir. Þannig var hægt að gera þarna að stærri sárum, með- höndla þau brot sem ekki þurftu spítalavistunar við, gera við lið- hlaup, meðhöndla djúpar ígerðir og sinna flestum meiðslum á fullnægj- andi hátt. Að sjálfsögðu vom það ekki aðeins meiðsli og slys sem leitað var með til slysavarðstofunn- ar heldur hvers konar önnur bráð vandamál.“ Og Tryggvi segir enn frá: „Bygging Borgarspítala hófst 1954 en innanhúsvinna dróst á langinn og tók miklu lengri tíma en ráð- gert hafði verið í upphafi. Þegar svo loks kom að því að hægt væri að undirbúa flutning frá Heilsu- vemdarstöðinni í Borgarspítalann kom í ljós að ekki var verulegur áhugi hjá ráðamönnum spítalans nýja fyrir því að slysamóttakan fengi þar inni. Sem betur fór, náð- ist þó samkomulag um þau mál og átti þáverandi borgarlæknir, Jón Sigurðsson, stóran þátt í því. I mai 1968 flutti svo slysavarð- stofan frá Barónsstíg í byggingu Borgarspítalans í Fossvogi og fékk nú nýtt heiti og kölluð slysadeild Borgarspítalans. Öll aðstaða ger- breyttist vegna aukins húsnæðis, fleiri lækna við deildina, samvinnu við hinar deildir spítalans og ekki síst vegna þess að læknar deildar- innar fengu nú sína eigin legudeild og gátu sinnt sjúklingum sínum sjálfír. Samhæfing deilda spítalans óx ár frá ári og vom nú allir sem hlut áttu að máli samþykkir því að byggja upp raunverulegan bráð- aspítala. Gagnstætt fyrri hugmyndum ýmissa frammámanna varð það ljósara með hveiju árinu sem leið, að slysamóttakan var síður en svo dragbítur á starfsemi spítalans, miklu fremur mátti kalla hana líf- akkeri hans. Heilaskurðlækningár hófust við spítalann haustið 1971, sem var geysimerkur áfangi í sögu spítal- ans, og mátti nú heita að Borgar- spítalinn sinnti öllum bráðasjúk- dómum og slysum á Stór-Reykja- víkursvæðinu, nema þeim bmna- slysum sem spítalavistunar þurfti við. í lok október 1979 flutti móttaka slysadeildar úr húsnæði sínu á 2. hæð í E-álmu í nýtt húsnæði á G-álmu þar sem húsrými var stór- aukið með sérútbúnu herbergi til endurlífgunar og til móttöku á stórslösuðum. Aðstaða fyrir mót- töku, greiningu og meðferð á bráð- veikum og stórslösuðum breyttist þannig verulega til batnaðar. I lok október var svo opnuð móttöku- deild fyrir þá sem komu í eftirlit og endurmat." Almennur rekstur og ný deild Frá byijun hefur slysadeildin gegnt mikilvægu hlutverki sem kennslustofnun innan læknadeildar HÍ. Við deildina starfar einn pró- fessor og tveir lektorar. Lækna- Fyrir skömmu lenti ung stúlka í fiskvinnslu í þeirri raun að stórslas- ast á hendi. Var reynt að bjarga einum fingri hennar og lá hún lengi á skurðarborðinu og það tvisvar fremur en einu sinni. Þessa aðgerð gerðu þeir Magnús Páll og Rögn- valdur Þorleifsson, sem hefur verið við flestar erfiðar aðgerðir af þessu tagi í gegnum árin og frægt var er hann saumaði nærfellt heila hönd aftur á unga stúlku fyrir nokkrum árum. En Magnús var með ákveðna „nýjung" í farteskinu sem skipti sköpum um að aðgerðin sú sem hér um ræðir fór eins vel og hægt var að vonast til. „Nýjungin" er höfð í gæsalöppum vegna þess að hór er ekki beint um nýjung að ræða í þess orðs fyllstu merkingu. Aðferðin var þekkt í læknavísindum miðalda, en áherslurnar nú eru ekki alveg þær sömu. „Það sýnir sig oft að það er ekki rétt að slíta sig alveg frá rótunum," segir Magnús og lýsir því síðan hvernig læknavísindi nú- tímans taka í þjónustu sína blóðsug- ur þegar vissar aðstæður eru fyrir hendi. Hér er ekki átt við þessar sem sofa í líkkistum á daginn og vippa sér svo í gervi leðurblaka er rökkva tekur, heldur hin óásjálegu lindýr sem eru jafnan flestum til ama, en á miðöldum var það talin allra meina bót að taka blóð með blóðsugu. Má heita að þau vísindi hafí verið með ólíkindum er fólk hrundi niður úr drepsóttum, en það er önnur saga. En þegar bjarga þarf fingri við þessar kringumstæður koma sér- stakar ræktaðar blóðsugur í góðar þarfír og Magnús lýsir nú hvemig: „Blóðstreymi getur verið mismun- andi þegar svona slys ber að hönd- um, en í þessu tilviki var blóð- streymi inn í fíngurinn gott, en streymið út úr honum aftur á móti lélegt. Það endar með því að allt stíflast á tengingum og þá er í óefni komið. Þá notum við blóðsugur til að opna fyrir blóð úr fingrinum. Sugurnar sjúga sig þá fastar við fíngurgóminn. Það tekur þær hálfa til eina klukkustund að athafna sig og þá sleppa þær, eða eru látnar sleppa. Þær hafa þá náð að opna Slysadeild Borgarspítalans heldur upp á 25 ára afmælið í dag „Fólk á hér samastað sem á bjátar“ Aldarfj ór ðungur Morgunbiaw/júHus í 25 ÁR hefur á níunda hundrað þúsunda sjúkra og slasaðra sótt þjónustu til þessarar miðstöðvar. stúdentar á 4. og 6. ári eru í nám- skeiðum frá byrjun september og út maí ár hvert og nemar úr öðrum skólum, svo sem Stýrimannaskól- anum, koma einnig til námskeiða, enda geta þeir þurft að grípa til grundvallarmeðferðar við illar að- stæður í starfi sínu. Enn fremur koma á deildina hjúkrunarnemar, röntgentækninemar, sjúkraflutn- ingamenn á námskeiðum o.fl. Pál- ína Ásgeirsdóttir hefur verið „við- loðandi" slysadeildina síðustu 11 ár og hjúkrunarstjóri hennar síðan 1. maí síðastliðinn . Hún segir að Slysadeildin sé erilsamur, en að sama skapi góður vinnustaður. „Hingað komu tæplega 41.000 manns til aðhlynningar á síðasta ári og hæst hefur talan orðið um 47.000. Þetta er fólk á öllum aldri og ekki síst unga fólkið, enda er það mest á ferðinni. Frá því að deildin flutti í þessa álmu árið 1979 hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt. í dag sinnir deildin móttöku slasaðra og bráðveikra. Ennfremur er á deildinni skurðstofa fyrir minniháttar aðgerðir og sólar- hringslegudeild með 8 rúmum. í febrúar síðastliðnum rættist lang- þráður draumur að geta haft hjúkr- unarfræðing í móttöku slysadeild- ar. Þann 8. mars síðastliðinn var formlega opnuð neyðarmóttaka fyrir fórnarlömb nauðgana. Það er til mikilla bóta að hafa allt sem heyrir undir sh'ka þjónustu og með- ferð á einum stað,“ segir Pálína. Tilkoma neyðarmóttökunnar breytti miklu. Pálína segir að í beinu framhaldi hafi margir af báðum kynjum nýtt sér móttök- una,“ segir Pálína. Venjulegur dagur á slysadeild- inni er erilsamur. Misjafnlega þó. Það koma álagstímar. En á venju- legum degi eru 8 hjúkrunarfræð- ingar á vakt, á nóttunni eru þeir yfírleitt 3 til 4. Þá er alltaf læknir á húsvakt, maður sem á að nást í nokkuð auðveldlega. Annar sér- fræðingur er á svokallaðri bakvakt og gerir hann aðgerðir ef þörf kref- ur. Aðstoðarlæknar eru einn til þrír, eftir hvaða tími sólarhrings er, og í móttökunni eru 1-2 mót- tökuritarar, auk móttökuhjúkrun- arfræðings sem metur ástand sjúklings við komu og forgangsrað- ar til meðferðar. Þá eru 2-3 starfs- stúlkur í þrifum og snúningum og sjúkraliðar starfa við aðhlynningu á sólarhringslegudeild. „Þetta er því fjöldi af hvítklæddu fólki þegar mest er,“ segir Pálína og minnir á, að sumar tölurnar sem hún nefndi geti breyst á álagstímum. Pálína segir að gerðar hafi verið biðkannanir á slysadeildinni sem leitt hafa í ljós að meðalbiðtími á biðstofu er tæplega 15 mínútur og meðalmeðferðartími er tæpar 93 mínútur. „En þó hér sé oft mikið að gera, þá er þetta vinsæll vinnu- staður. Hér er ekki um hefðbundna deildarvinnu að ræða, heldur fjöl- breytilega bráðavinnu. Einmitt vegna þess og stöðugra framfara í hjúkrun og læknisfræði sem tengj- ast bráðaþjónustu, hefur slysa- deildin boðið hjúkrunarfræðingum upp á námskeið. Einnig er starf- andi fræðslunefnd meðal hjúkrun- arfræðinga sem skipuleggur reglu- lega fyrirlestra. Marsmánuður sl. var tileinkaður hópslysaviðbúnaði á Borgarspítalanum. Hjúkrunar- fræðingar og læknar slysadeildar tóku virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd hans, enda hefur slysadeildin stóru hlutverki að gegna í heildarskipulagi Almanna- varna ríkisins. í heild verður að segja að þjónustan er góð og fer batnandi." Framtíðin, áherslur Brynjólfur Mogensen er for- stöðumaður og yfirlæknir slysa- deildarinnar og hann segir að mik- il þróun hafi verið í bráðaþjónustu síðustu árin. „Það lifa fleiri af en áður, mikið slasaðir ná sér betur. Tæknin er meiri, meðferðin betri Aukin þekking og tækni eykur afköst og gæði Ekkí gott að slíta sig alveg frá rótunum AUKIN þekking er ein af meginástæðunum fyrir því að þjónusta hef- ur batnað á slysadeildinni og afköstin stórbatnað. Fyrir um tveimur árum hófu þrír ungir læknar störf eftir langt sérnám, Magnús Páll Albertsson sérfræðingur í handarskurðlækningum, Ragnar Jónsson sérfræðingur í bakskurðlækninguni og Jón Baldursson sérfræðingur í bráðalækningum. Þeir Magnús og Ragnar menntuðu sig í Svíþjóð, en Jón á hinn bóginn í Bandaríkjunum. Því fer fjarri að hér gefist rúm til að tíunda allt það sem aukin þekking hefur haft í för með sér. Eitthvað skal þó tínt til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.