Morgunblaðið - 29.05.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993
19
r* Morgunblaðið/RAX
Svandis
NÝ BOEING 757-200 flugyél Flugleiða, sem hlotið hefur nafnið
Svandís, á flugi yfir Reykjavíkurborg í gær.
Þríðja Boeing 757
vélin komin heim
Keflavík.
ÞRIÐJA Boeing 757-200 flugvél Flugleiða og ellefta „Dísin“ bætt-
ist í flugflota Flugleiða í gær. Við móttökuathöfn sem fram fór
í hinni nýju viðhaldsbyggingu Flugleiða gaf Áslaug Ottesen, eigin-
kona Harðar Sigurgestssonar, stjórnarformanns Flugleiða, vélinni
nafnið Svandís og jós hana vatni við það tækifæri úr tveim ám
sem eiga það sameiginlegt að renna í Atlantshafið, EUiðaánum í
Reykjavík og Hudson-fljóti í New York.
Þorgeir Pálsson flugmálastjóri hún verið í leiguflugi hjá breska
og Sigurður Helgason forstjóri
Flugleiða fiuttu ávörp og gat Sig-
urður þess að með komu vélarinn-
ar væri endurnýjun Flugleiðaflot-
ans lokið að sinni og nú ætti félag-
ið sennilega yngri flugflota en
nokkurt annað alþjóðlegt flugfélag
og því vel í stakk búið að mæta
harðri samkeppni.
Flugleiðir eignuðust Svandísi
fyrir tveim árum en síðan þá hefur
flugfélaginu Brittania. I flugflota
Flugleiða eru nú þrjár Boeing
757-200 vélar, fjórar Boeing
737-400 og fjórar Fokker 50
skrúfuþotur. Svandís verður aðal-
lega notuð í flugi milli Lúxemborg-
ar og borga í Bandaríkjunum, líkt
og hinar 757-vélarnar, en hún
verður einnig nýtt í flugi héðan
til annarra ákvörðunarstaða í Evr-
ópu en Lúxemborgar. - BB
Aðalfundur Hundaræktarfélags Islands
Guðrún Guðjohnsen
endurkjörin formaður
GUÐRÚN Guðjohnsen var valin formaður í Hundaræktarfélaginu á
aðalfundi þess í fyrrakvöld. Hún hefur gegnt formennsku í félaginu
síðastliðin tíu ár og hlaut 146 atkvæði, eða 68%, í gær. Miótframbjóð-
andi hennar Jóhanna Harðardóttir hlaut 75 atkvæði, sem eru 37,6%
atkvæða. Guðrún kvað niðurstöðuna traustsyfirlýsingu félagsmanna
en Jóhanna sagði að sá fjöldi sem hefði stutt hana væri greinilega á
annarri skoðun.
Kristján Gunnarsson, forstöðumaður hagdeildar Búnaðarbankans
Hef kannski hlaup-
ið eitthvað á mig
Ihugar að segja upp starfi sínu hjá Búnaðarbankanum
KRISTJÁN Gunnarsson, forstöðumaður hagdeildar Búnaðarbankans,
er yfirmaður Búnaðarbankans sem fjallað hefur verið um hér í Morgun-
blaðinu undanfarn'a tvo daga, vegna þess á hvaða hátt hann hagnaðist
um verulegar upphæðir á því að nýta sér gengisupplýsingar Reuters
og færa inneign sína á milli innlendra gjaldeyrisreikninga í Búnaðar-
bankanum um langa hríð. Hann segist hafa litið á það sem „heilaga
skyldu sína að verja eignir sínar“. „Að sjálfsögðu," svaraði Kristján
þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvort það væri ekki
heilög skylda starfsmanns Búnaðarbankans að verja hagsmuni atvinnu-
veitenda síns í starfi.
- Kristján, þú varst vart að gæta
hagsmuna Búnaðarbankans það
tímabil sem þú stundaðir þessar
gjaldeyrismillifærslur í Búnaðar-
bankanum, því þú varst jú allan tím-
ann að gera út á kostnað bankans,
ekki satt?
„Það held ég að megi lengi deila
um,“ sagði Kristján.
- Stjórnendur Búnaðarbankans
segja mér að tvímælalaust hafir þú
allan tímann verið að hagnast á
kostnað bankans. „Það sem hann
græddi, því tapaði bankinn," voru
þeirra orð. Hvað segir þú um það
mat yfirmanna þinna?
Vitað frá upphafi
„Á hveijum einasta degi eiga sér
stað gjaldeyrissveiflur og það er ein-
hver sem tapar og einhver sem græð-
ir. Hvar er bankinn staddur á með-
an? Heldur þú að hann sé alltaf 100%
varinn gagnvart því að vera alltaf
réttur? Það geta komið stórar fúlgur
inn í bankann og stórar fúlgur verið
teknar út. Þetta veldur því að bank-
inn er ekki alltaf með sinn gjaldeyri-
sjöfnuð á hreinu. Þar með talið að
menn eru að færa á milli reikninga.
Spurningin er þessi: Bankinn veit
af þessu. Það hafa allir bankamenn
vitað af þessu frá upphafi og það
er sett inn í lög og reglur 1979,
þegar heimilaðir eru innlendir gjald-
eyrisreikningar í íslenskum bönkum.
Þá er eiiímitt tekið fram hvemig
skuli farið með það, þegar fært er á
milli reikninga og það hefur ávallt
staðið öllum til boða að færa á milli
reikninga.
Það vita allir að fjölmargir hafa
stundað þessar millifærslur og stór
fyrirtæki eins og Flugleiðir og Eim-
skip eru með menn innan sinna
veggja, sem gera ekkert annað en
pæla í gjaldeyrisþróun og innbyrðis
breytingum á milli gjaldmiðla. Það
hefur ekki verið neitt leyndarmál,
þegar Eimskip hefur í gegnum árin
sent frá sér fréttatilkynningar til
þess að greina frá því hvað fyrirtæk-
ið hefur grætt á gjaldeyrisbraski. Það
hefur enginn sagt neitt við því.“
Ósammála mati
Búnaðarbankans
- Þetta er alls ekki spumingin,
heldur hitt, hvort það var ekki þín
skylda, sem starfsmanns Búnaðar-
bankans, að veija hagsmuni atvinnu-
rekanda þíns í starfi, en gera ekki
út á kostnað hans, allan þennan tíma.
„Ég er ekki sammála þessu mati^
og þar stendur hnífurinn í kúnni.“
- Hver tapaði, þegar þú hagnað-
ist?
„Það geta verið margir aðrir en
Búnaðarbankinn."
- Eins og hveijir?
„Það getur til dæmis verið á kostn-
að þeirra sem vom ekki með peninga
í réttum gjaldmiðlum. Það getur ver-
ið að þetta sé ekki rétt fullyrðing
bankans, því hann hafði jú tækifæri
til þess að færa fé út í Seðlabanka
eða á milli gjaldeyrisreikninga er-
lendis. Þessi staða er alls ekki svona
einföld."
Siðlegra að stunda viðskiptin
annars staðar
- Hefði ekki verið siðlegra af
þér, sem starfsmanni Búnaðarbank-
ans, að stunda þessa millifærsluiðju
þína hjá öðmm banka en vinnuveit-
enda þínum?
„Það má vel vera rétt. Ég skal
viðurkenna að þar hafi ég kannski
eitthvað hlaupið á mig.“
- Það er ekki um það deilt, að
þetta athæfi er löglegt. En það sem
talið er vera siðlaust í þínu tilviki,
er að þú sem starfsmaður bankans,
skulir hafa notfært þér þennan
möguleika á kostnað vinnuveitanda
þíns. Bankamenn fullyrða við mig
að þú sért eini bankastarfsmaðurinn
sem hafir lagt stund á millifærslur
sem þessar og telja raunar fáheyrt
að þú skulir hafa komist upp með
þær allan þennan tíma.
„Ég skal ekkert segja um það
hvort ég er eini bankastarfsmaðurinn
sem hef stundað þetta, ég bara þekki
það ekki. Hins vegar getur vel verið
að þetta sé miklu meira áberandi hjá
mér, þar sem ég er með miklu meiri
eignir umleikis en gengur og gerist,
og því sé frékar tekið eftir því.
Ekki brotalöm - heldur
eðlilegt
Ég lít ekki þannig á að þetta hafi
verið brotalöm á kerfinu, heldur að
þetta sé eðlilegt. Það er eðlilegt að
menn veiji sig, það er það sem ég
er að tala um. Með svona millifærsl-
um eru menn að veija sig fyrir tapi
og út úr því kemur kannski gróði.
Ef þú gerir ekkert, þá ertu stundum
að tapa og stundum að græða. Ef
þú beitir þínu hyggjuviti, reynir að
fá upplýsingar og reynir að draga
ályktanir út frá þeim, þá kemstu
kannski að því að þú getur grætt
oftar en þú tapar."
- Það er ekki nema ósköp einföld
siðgæðisvitund sem gerir það að
verkum að mönnum finnst afskap-
lega óeðlilegt að menn „veiji sig“,
eins og þú orðar það, ávallt á kostn-
að atvinnuveitanda síns. Það er ein-
faldlega talið siðlaust.
„Ég skal ekki deila um það við
þig.“
Tími til að gera eitthvað annað
- Er ekkert erfitt fyrir þig, eftir
að um þinn þátt hefur verið íjallað
opinberlega og þú kemur fram undir
nafni, að sitja áfram í yfirmanns-
stöðu þinni í Búnaðarbankanum?
„Ég hef nú oft hugsað það mál
sjálfur og auðvitað þykir mér ekkert
gaman að lenda í svona aðstöðu. Ég
hef oft hugsað það mál, að nú sé
kominn tími til að fara að gera eitt-
hvað annað. Það má vel vera að það
verði fljótlega."
- Áttu kannski von á því að at-
vinnutilboðin streymi til þín, í þá
veru að gerast fjármálaráðgjafi ann-
arra!
„Það skyldi þó aldrei vera.
Kannski er þetta bara hin ágætasta
atvinnuauglýsing fyrir mig!“
Viðtal Agnes Bragadóttir
5% staðgreiðsluafsláttur.
Póstsendum samdægurs.
oppskórinn
VELTUSUNDI • SÍMI: 21212
Fundurinn stóð fram undir eitt
eftir miðnætti og var íjölmennur
að sögn Jóhönnu. Kvað hún það
hafa vakið undrun sína hversu
margir voru viðstaddir og hversu
fáa hún þekkti og bjóst við að þetta
hefðu verið nýir félagsmenn og fjöl-
skyldur þeirra. Sagði hún fundinn
hafa verið sögulegan þar eð reglur
um fundarsköp hefðu ekki verið
virt. Tók hún sem dæmi að reikn-
ingar félagsins hefðu verið bornir
upp án þess að þeir hefðu legið
frammi félagsmönnum til glöggv-
unar fyrir fundinn og hann því ólög-
legur.
Guðrún Guðjohnsen sagði hins
vegar að tveir félagsmanna hefðu
viljað fá reikningana nokkrum dög-
um fyrir fundinn en sú vinnuregla
hefði aldrei tíðkast og því ekki
hægt að verða við því. Að öðru leyti
kvað Guðrún fundinn hafa gengið
vel, rætt hefði verið um lagabreyt-
ingar og ýmislegt varðandi bætta
starfsemi félagsins.
Betra húr og
sterkari neglur
Torfi Geirmundsson Nýju hárstofunni, Laugavegi 45 segir:
„Éj> hef selt og sjálfur notað Prof. Kervran's Original Silica töflur í mörg ár og fengið
margstaðfest áhrif þess á hár og neglur. Ef þú ert með húðvandamál, brothættar
neglur, fíngert og þurrt hár, er lMegt að það sé af skorti á Silica.
Þá hafa rannsóknir sýnt að menn, sem verða sköllóttir hafa fítið magn af Silica í
húðinni. (Silica leysir samt ekki skallavandamál, heldur getur það hjálpað).
Vísindamenn hafa bent á, að Silica bvggir upp slagæðakerflð
og að þeir, sem eiga ekki við nein hjartavandamál að stríða,
hafi allt að því 14 sinnum meira af Silica í slagæðum
heldur en þeir, sem em hjartveikir. | 11
Ég mæli eindregið með Prof. Kervrans Silica. I Hflr I Ln
Þaðeykurekkiaðeinsvöxthársog nagla, LMnnaJII I
heldur bætir það útlit húðarinnar og heilsu mannsins.11 Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966
Fœst á bárgreiðslustofum,
f apótekum og beilsubúðum
leilsuhúsið