Morgunblaðið - 29.05.1993, Side 32
32
MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993
—i/ *•' r.v jV i'-h'. í'L. >. .'..i—n~i ' ::?;h ■:/.
Ölafur Guðmunds
son — Minning
Fæddur 26. febrúar 1952
Dáinn 19. maí 1993
Hvað er langlífi?
Lífsnautnin fijóa,
alefling andans
og athöfn þörf.
Margoft hefur tvítugur
meira lifað
svefnugum segg
er sjötugur hjarði.
(Jónas Hallgrímsson)
Mér komu þessar ljóðlínur í hug
við andlátsfregn Oiafs Guðmunds-
sonar, góðs frænda míns og systur-
sonar. Þær eiga vel við lífshlaup
hans og sviplegan og ótímabæran
dauða. Líf hans varð ekki nema 41
ár, en þau ár spönnuðu sannarlega
aleflingu andans og þarfa athöfn.
Hann lifði einfaldlega meira á
skammri ævi en flestir samtíma-
menn hans.
Athafnaþrek hans var með ólík-
indum. í orðsins fyllstu merkingu
lagði hann oft nótt við dag í störfum
sínum. Þegar hann hafði lokið venju-
legu dagsverki og aðrir voru gengn-
ir til náða tók hann til við aukaverk-
efni sín og vann þau í kyrrð nætur-
innar, laus við skarkala dagsins. Við
eitt þessara verka var klippt á lífs-
þráðinn.
Ólafur tók að sér ýmisleg tölvu-
verkefni til úrlausnar fyrir mörg
fyrirtæki. Þessi verkefni voru viðbót
við dagleg störf. En afkoma heimilis-
ins, eiginkonu og barnanna þriggja
var honum fyrir öllu. Hann bar
umhyggju fyrir sínu fólki. En í önn
dagsins gleymdist oft að hlífa líkam-
legu þreki.
Óiafur var ekki kvartsár maður,
örðu nær. Hann var dulur á eigin
líðan og hugsanir. Hann bar vanda-
mál sín ekki á torg. Hann var við-
kvæmur í lund, en skapmaður þótt
þess gætti lítt í daglegu lífí hans.
"Hann var tryggur vinur vina sinna
og hverflyndi var honum fjarri. Hann
var hæfíleikaríkur maður þótt með-
fæddir hæfileikar nýttust honum
ekki alltaf. Ólafur háði sína Iífsbar-
áttu á eigin spýtur, á eigin hátt, af
allri þeirri ábyrgð sem heimilisföður
er lögð á herðar, og dró ekki af sér.
Örugglega hefði betur átt við hæfí-
leika hans að fást við vísindastörf
heldur en reikningsfærslur á tölv-
uskjá. En brauðstritið er harður
húsbóndi og meðfædd samviskusemi
leyfði honum ekki að láta hugðar-
efni sín hafa forgang í lífínu. Það
má því segja að hann hafi fórnað
þeim á altari nauðþurftanna og þjóð-
félagslegra þarfa.
Ólafur var sonur Auðar Ólafsdótt-
ur Thoroddsen og Guðmundar Árna-
sonar. Þau hafa bæði verið starfs-
menn Kaupfélags Árnesinga á Sel-
fossi um nær hálfrar aldar bil. Þeim
hjónum varð tveggja bama auðið,
tveggja sona og var Ólafur yngri
sonur þeirra. Hinn sonurinn er Ámi,
útsölustjóri Áfengisverslunar ríkis-
ins á Selfossi.
Á Selfossi var Ólafur fæddur, en
þar hefur heimili foreldra hans stað-
ið frá upphafí. Þeir bræður ólust upp
við mikið ástríki í foreldrahúsum.
Hann varð stúdent frá Laugarvatni
árið 1972 og stundaði síðan við-
skiptafræðinám við Háskóla íslands
nokkur ár. Árið 1977 kvæntist hann
Henný Matthíasdóttur og eiga þau
þijú börn: Matthías 16 ára, Auði 14
ára og Helga 9 ára. Ólafur var góð-
ur námsma'ður en stækkandi fjöl-
skylda hans olli því að hann hvarf
frá námi og hélt út á vinnumarkað-
inn. Það hefur að sjálfsögðu ekki
verið sársaukalaust, en það var hans
val.
Um leið og ég votta eiginkonu,
bömum, foreldrum og bróður mína
einlægustu samúð, kveð ég þennan
dagfarsprúða og ljúfa frænda minn,
sem vildi öllum gott gera, með niður-
lagsorðum ijóðs Jónasar Hallgríms-
sonar, þess er ég hóf minningarorð-
in á. Fari hann í friði, friður Guðs
hann blessi.
Vertu nú sjálfur
á sælli stund
farinn í friði
til föðurlanda.
(J.H.)
Magdalena Thoroddsen.
Ólafur Guðmundsson, deildar-
stjóri bókhaldsdeildar Rafmagns-
veitu Reykjavíkur, varð bráðkvaddur
aðfaranótt miðvikudagsins 19. maí
sl. af völdum hjartaáfalls.
Ólafur var sonur hjónanna Guð-
mundar Árnasonar og Auðar Thor-
oddsen sem búsett eru í Ártúni 4 á
Selfossi. Eldri bróðir hans er Árni
Guðmundsson.
Ólafur lætur eftir sig eiginkonu,
Marín Henný Matthíasdóttur, og
þijú börn þeirra, Matthías 16 ára,
Auði 14 ára og Helgu sem er að
verða 9.'
Þegar ungir menn falla skyndi-
lega frá er áfall fjölskyldu, vina og
vinnufélaga sárara en ella. Það eru
því margir úr þessum hópi sem finna
til trega og sorgar, en það er sagt
að tíminn lækni öll sár. Við skulum
treysta því að svo sé. \
Ölafur hóf störf hjá Rafmagns-
veitunni síðla árs 1987 og var því
nýbyijaður þegar ég hóf störf þar í
upphafi árs 1988. 1 ijós kom að við
áttum það meðal annars sameigin-
legt að vera og uppaldir „fyrir aust-
an fjall" og að hafa gengið í Mennta-
skólann á Laugarvatni. Við áttum
eftir að eiga gott og að mörgu leyti
ánægjulegt samstarf.
í fyrra starfí við bókhald hjá
Orkustofnun hafði hann fengið góða
tilsögn hjá Glúmi Björnssyni, sem
hann hélt mikið upp á eftir það og
dáði fyrir góðar gáfur og hæfileika.
Ólafur var því orðinn reyndur emb-
ættismaður þegar hann hóf störf hjá
Rafmagnsveitunni.
Þegar við hófum þar störf hafði
verið ákveðið að gera umtalsverðar
breytingar á starfsháttum þeirrar
delldar,' sém hánri 'stýrðf,' méð 'því'
að taka upp nýtt bókhaldskerfí fyrir
fyrirtækið. Það kom í hlut okkar
Ólafs að sjá um framkvæmd þessara
breytinga og móta hið nýja bókhald.
Þetta var mikið starf, sem mæddi
mikið á Ólafi.
í þessu starfí skipti sköpum að
Ólafur hafði reynslu, þekkingu og
faglegan áhuga sem nægði til tals-
verðra átaka á þessu sviði. Án hans
hefði ekki tekist svo vel til með hið
nýja bókhald sem raun ber vitni.
Ólafur var mjög fær bókhalds-
og fjármálamaður og hafði mikinn
faglegan metnað. Hann ávann sér
því traust þeirra sem leituðu til hans
varðandi slík mái. Smám saman
fjölgaði þeim því sem báðu hann að
gera skattframtal og þess háttar
fyrir sig. Ætíð tók hann hófleg laun
fyrir sitt framlag. Það var einnig
nokkuð sem fólk kunni að meta.
Auk þessa var Ólafur lipur og
greiðvikinn. Það var því viðkvæðið
að gott væri að leita til hans og
bókhaldsdeildarinnar varðandi upp-
lýsingar og annað sem með þurfti á
sviði fjármála.
Auk þessa var Ólafur góður skák-
maður og vann t.d. innanhússmót
hjá Rafmagnsveitunni, þar sem
reyndar margir færir skákmenn
starfa. Þá hafði hann gaman af
stærðfræði og las sér til gamans
fræðibækur á því sviði, eins og aðr-
ir lesa sögubækur.
Það sem hér hefur verið minnst
á er aðeins brot af því sem segja
mætti um þann ágæta mann sem
nú er fallinn frá, langt fyrir aldur
fram.
Við sem störfuðum með Ólafi hjá
Rafmagnsveitunni munum sakna
hans og vottum konu hans, bömum
og öðrum aðstandendum djúpa sam-
úð vegna ótímabærs andláts hans.
Guðjón Ólafur
Sigurbjartsson.
Óneitanlega kemur mér í hug
málshátturinn „enginn veit sína
ævina fyrr en öll er“ þegar ég minn-
ist vinar míns og starfsmanns, Ólafs
Guðmundssonar, sem lést langt um
aldur fram á heimili sínu hinn nítj-
ánda þessa mánaðar.
Kynni okkar Ólafs hófust fyrir
um það bil sjö ámm, þegar ég var
svo heppinn að hann tók að sér að
sjá um bókhaid fyrir fyrirtæki mitt.
Öll störf sín vann Ólafur óaðfinnan-
lega og var ætíð fljótur til þegar til
hans var leitað. Hann hafði ávallt
þann háttinn á þegar eitthvað var
óljóst eða hann skildi ekki fullkom-
lega gögn þau sem hann fékk í hend-
urnar að fá útskýringar hjá mér eða
öðru starfsfólki mínu.
Slíkan fund áttum við einmitt
deginum áður en hann lést og átti
maður því síst von á því að hann
yrði dáinn daginn eftir. Það verður
einmitt vegna þessara funda sem
minningin um Ölaf kemur til með
að fylgja mér, því þegar búið var
að koma öllu í það lag sem hann
taldi réttast þá hófust umræður um
allt milli himins og jarðar. Hann
hafði ætíð skoðanir á öllum málum,
en oft stungu hans skoðanir í stúf
við það sem gengur og gerist í þjóð-
félaginu. Margt væri í dag öðruvísi
hjá okkur ef hans skoðanir væru þær
sem væru ríkjandi í okkar litla sam-
félagi.
Þetta er bara fátækleg minning
um góðan dreng sem hefur verið
burt kallaður til annarra heimkynna,
þvi eins og Kristur segir: Ég er kom-
inn svo þið megið lifa en ekki deyja.
Ég og starfsfólk mitt vottum konu
hans, Marin Henný Matthíasdóttur,
og börnum hans þremur, svo og
öðrum aðstandendum okkar dýpstu
samúð á erfíðum tímum.
Af eilífðarijósi bjarma ber,
sem brautina þunp greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Hallgrímur Þ. Magnússon.
Mér barst sú fregn frá bróður
mínum að Óli mágur væri dáinn.
Maður á besta aldri með mikla
ábyrgð var horfínn frá fjölskyldu
sinni.
Óli, eins og hann var ávallt kallað-
ur af fjölskyldu sinni og meðal systk-
ina minna, var hæglátur, góðlátur
maður og sá vel fyrir sínum nánustu.
Samkvæmt þeim kynnum sem ég
hafði af Óla var hann ávallt tilbúinn
að aðstoða og vinna þau verk sem
hann hafði þekkingu á og mikla
reynslu af.
Óli starfaði hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og vann mikið, ekki síst
þar sem fjölskyldan var nýlega búin
að stækka við ,sig í húsnæði.
Ég bið góðan Guð að styrkja fjöl-
skyldu Óla, foreldra hans og bróður.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
k (V. Briem)
Henry Matthíasson.
Ólafur Guðmundsson vinur minn
er látinn langt fyrir aldur fram, 41
árs gamall, en hann varð bráðkvadd-
ur á heimili sínu, Fjarðarseli 35 hér
í Reykjavík, aðfaranótt 19. þessa
mánaðar.
Ég kynntist Ólafí fyrst þegar ég
t Elsku litli drengurinn okkar, DANÍEL MAGNÚS, lést á Vökudeild Landspítalans þann 18. maí. Útförin hefur farið fram. Þökkum innilega auðsýnda samúð. Hildur Sigurðardóttir, Magnús Sæmundsson, Steinunn Árnadóttir, Sigurður 1. Sigurðsson. t BRYNHILDUR INGIBJÖRG JÓNASDÓTTIR Ijósmóðir, andaðist á vistheimilinu Seljahlíð 27. maí sl. Þórunn, Elsa og Jóna Haraldsdætur, Valdimar S. Jónsson.
t Hjartkær eiginkona mín, móðir og dóttir, t Móðursystir mín og systir okkar,
HUDLA EIRÍKSDÓTTIR, GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR
Freyvangi 24, frá Sauðholti,
Hellu, áður til heimilis á Norðurbrún 1,
andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi 27. maí. sem lést á öldrunardeild í Hátúni 10B þann 19. maí sl., verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. júní kl. 13.30.
Hreinn Sveinsson,
Hlynur Hreinsson, Þórir Þórðarson,
Anna Guðmundsdóttir. Ingibjörg Halldórsdóttir, Þórdis Halldórsdóttir.
hof' st'örf hjá Grkustöfnun í árslók
1981, en þá hafði hann starfað þar
sem aðalbókari stofnunarinnar frá
árinu 1973. Ólafur var góðum gáfum
gæddur. Skemmtileg er sú saga sem
lýsir aðdragandanum að því er hann
hóf störf hjá Orkustofnun. Ólafur
og þáverandi skrifstofustjóri stofn-
unarinnar höfðu hist af tilviljun á
mannamóti og tekið tal saman án
þess að þekkjast fyrir. Ólafur stund-
aði þá nám við viðskiptadeild Há-
skóla íslands, en vantaði vinnu með
námi. Það kom fram í samtali þeirra
verðandi félaga. Skrifstofustjórinn,
Glúmur Björnsson, sem Ólafur taldi
alltaf einn sinn mesta læriföður,
lagði fyrir Ólaf flókna stærðfræði-
þraut og sagðist skyldu ráða hann
í vinnu ef hann gæti leyst dæmið
þarna á staðnum. Daginn eftir hór
Ólafur störf hjá Orkustofnun.
Á árinu 1985 langaði Ólaf að
breyta til í starfi og reyna fyrir sér
í einkageiranum, enda mikill einka-
framtaksmaður að eðlisfari ekki síð-
ur en nákvæmur embættismaður.
Réð hann sig sem fjármálastjóra hjá
fyrirtækinu Axel Ó hf. og var þar
um tveggja ára skeið og líkaði vel
meðan hann var þar. Frá árinu 1987
starfaði Ólafur hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur sem deildarstjóri bók-
haldsdeildar og þar starfaði hann
þegar hann lést.
Olafur bætti oft við einkunninni
„vinur minn“, þegar hann talaði um
menn, þannig að ekki fór á milli
mála hveija hann taldi í þeim hópi.
Sóttist hann eftir félagsskap þeirra
og vildi í raun allt fyrir þá gera.
Vinnusemi var einkenni Ólafs alla
tíð og ósérhlífinn var hann. Tekið
var eftir greind hans og hugmynda-
ríki við lausn verkefna. Þegar Jarð-
boranir voru til dæmis gerðar að
hlutafélagi var hann beðinn um að
taka að sér stjómarsetu í fyrirtæk-
inu, enda gjörkunnugur málum þess
frá því að það var rekið í tengslum
við Orkustofnun.
Ólafur var margslunginn persónu-
leiki. Helst myndi ég lýsa honum sem
góðum embættismanni, bóhem,
fræðilegum íþróttamanni og ekki
síst manni sem bar hag fjölskyldu
sinnar fyrir bijósti, en fyrir einu og
hálfu ári hafði fjölskyldan fest kaup
á stóm raðhúsi. Mikið var stoltið
þegar hann sýndi mér húsið rétt
áður en fjölskyldan fluttist þangað
inn fyrir jólin 1991. í framhaldi af
húsakaupunum talaði Ólafur oft um
að nú yrði enginn „leikaraskapur" á
dagskrá, meðan fjölskyldan bæri
þungann af húsakaupunum.
Bóheminn kom fram þegar Ólafur
riljaði upp árin um tvítugt, þegar
,^311(11111300111111“ réð ferðinni og
Ólafur hafði ferðast um Evrópu og
gat sigrað heiminn með gáfunum
einum saman. Þótt Ólafur væri mað-
ur raungreinanna, var hann vel hag-
mæltur og naut undirritaður góðs
af því á tyllidögum. Þá hafði hann
glöggt auga fyrir góðum stíl í skáld-
skap. Þjóðfélagsmálum fylgdist
hann vel með og var einstaklega
áhugavert og ánægjulegt að ræða
við hann um þau mál.
Hinn fræðilegi íþróttamaður kom
fram hjá Ólafí þegar við töluðum
um íþróttir, þótt hann stundaði þær
lítt sjálfur hin síðari ár. Hann hafði
gaman af mannjöfnuði, ekki ein-
göngu á andans sviði. Hnefaleikum
kunni hann skil á og hafði kynnt sér
fræðin af bók. Sjálfur var Ólafur
áberandi grannvaxinn, en alveg
ótrúlega handsterkur miðað við lík-
amsþyngd. Út frá fræðilegri þekk-
ingu hans á íþróttinni sá maður verð-
ugan andstæðing fyrir Mike Tyson,
þótt annar væri í „þungavigt" en
hinn í „fluguvigt", maður talar nú
ekki um ef „Bjössi vinur minn“