Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 126.tbl.81.árg. ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNI 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sósíalistar sigra í kosningunum á Spáni Gonzalez boðar breytta stefnu Madríd. Reuter. SÓSÍALISTAFLOKKURINN á Spáni sigraði naumlega í þingkosningunum á sunnudag en verður að ölluiu líkindum að mynda sljórn með þjóðernisflokkum. Felipe Gonzalez forsætisráðherra kvaðst í gær ætla að reyna að mynda sterka stjórn og boðaði breytta stjórnarstefnu. Þetta er í fjórða skipti í röð sem Sósíalistaflokkurinn fer með sigur Margaret Thatcher Stjórnin gagnrýnd Lundúnum. Reuter. MARGARET Thatcher, fyrr- verandi forsætisráðherra Bretlands, sakaði í gær stjórn Johns Majors um að hafa brugðist trausti þjóðarinnar með þvi að hafna þjóðarat- kvæðagreiðslu um Maastricht-sáttmálann. Thatcher sagði í ræðu í lá- varðadeildinni að hún myndi aldrei hafa undirritað sáttmál- ann. Hún sagði að hann fæli í sér stofnun yfírríkis sem gerði þjóðþingin að stjórnarstofnun- um með takmarkað umboð. af hólmi í þingkosningum og hann vantaði aðeins 17 þingsæti til hljóta meirihluta. Flokkurinn fékk 159 þingsæti af 350 í neðri deildinni og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Þjóðarflokkurinn, fékk 141. Líkleg- ast er að flokkurinn reyni að mynda stjórn með katalónskum flokki, Convergencia i Unio, sem fékk 17 þingsæti, og ef til vill Baskneska þjóðernissflokknum, sem fékk fimm þingmenn kjörna. Vill sterka stjórn Stjórnmálaleiðtogar sögðu kosn- ingarnar marka tímamót í 16 ára lýðræðissögu Spánar eftir 11 ára tímabil þar sem sósíalistar voru ein- ir við völd. „Við höfum meðtekið skilaboðin frá kjósendum. Við verð- um að slaka á umbótastefnu okkar og ætlum að hefja samningaviðræð- ur við aðra flokka um myndun sterkrar stjórnar," sagði Gonzalez. Sjá „Gonzalez verður að., bls. 24. "á Reuter Þyngstí sumo-glímumaður sögunnar LÍTILL drengur reynir sig hér við Japanann Konishiki, sem er 225 kílógrömm og þyngsti sumo-glímumaður sögunnar, við opnun sumo- sýningar í San Jose í Kaliforníu. Helstu sumo-glímumenn Japans hafa hafið sýningarglímur í Bandaríkjunum til að kynna íþróttina. Sveitarstjórnakosningar marka tímamót í stjórnmálasögu ítalíu Sósíalistar og kristilegir demókratar gjalda afhroð __ Mflanó. Reuter, The Daily Telegraph. ÍTALSKIR stjórnarandstöðuflokkar kröfðust í gær nýrrar kosningalöggjafar og þingkosninga í haust eftir að hafa unnið stórsigur á flokkunum sem hafa haft bæði tögl og hagldir í ítölskum síjóriunáluiu í tæpa hálfa öld. Kristileg- ir demókratar og Sósíalistaflokkurinn biðu mikinn hnekki í sveitarstjórnakosningum á ítalíu sem fram fóru á sunnu- dag og úrslitin voru sögð marka tímamót í undanhaldi flokkanna vegna spillingarmálanna síðustu misseri. Blóðug uppreisn í Azer- bajdzhan Moskvu. Reuter. UPPREISNARMENN innan azerska hersins náðu í gær á sitt vald öðrum stærsta bæ í Azerbajdzhan eftir blóð- uga bardaga. Eru þeir undir forystu fyrrverandi herfor- ingja, sem var rekinn vegna ósigra í stríðinu við Armena. Stjórnin í Bakú hefur sent herlið á vettvang til að kveða niður uppreisnina. Uppreisnarliðið, sem Suret Gus- einov stjórnar, lagði undir sig bæinn Gyandzha í Vestur- Azerbajdzhan og dró síðan að húni fána Sovétríkjanna fyrrver- andi á nokkrum byggingum. Herma fréttir, að fjórir háttsettir embættismenn séu haldi í bænum, þar á meðal ríkissaksóknarinn og fyrstu aðstoðarráðherrar öryggis- og innanríkismála. Rússneska sjónvarpið sagði í gær að Guseinov hefði neytt ríkissaksóknarann til að gefa út handtökutilskipun á Abulfaz Elchibey, forseta landsins. Krefst þingfundar Rússneska fréttastofan ítar- Tass sagði að um 60 manns hefðu fallið í átökum um Gyandzha um helgina en uppreisnarmenn hefðu einnig náð á sitt vald bænum Len- koran í suðurhluta landsins, rétt við írönsku landamærin. Mun Gu- seinov, sem á sæti á þingi, hafa krafist þess að þingið kæmi saman til að ræða ástandið í landinu en síðan átökin við Armena blossuðu upp út af Nagorno-Karabakh, hafa Azerar misst um tíunda hluta landsins í hendur þeim. Norðursambandið, sem aðhyllist skíptingu ítalíu í þrjú sjálfsstjórnar- héruð, sótti hins vegar mikið í sig veðrið. Alls gengu ellefu milljónir ftala að kjörborðinu um helgina og hafa kristilegir demókratar ekki átt svo litlu fylgi að fagna síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Flokkarnir tveir hafa einkum sætt gagnrýni fyrir mafíutengsl og fjárveitingar úr norðurhéruðunum suður á bóginn í þeim tilgangi að kaupa sér fylgi. Spillingarúttekt ítala, sem náð hefur hámarki und- anfarna mánuði, hefur gert strand- högg í flokkum kristilegra og sósíal- ista. Til dæmis hlutu þeir aðeins 10% fylgi til samans í Mílanó, þessu höfuðvígi hneykslismálanna að und- anförnu. Norðursambandið hlaut stuðning 40% kjósenda í borginni. Þeir flokkar, sem hafa yfirleitt ver- ið í stjórn frá seinni heimsstyrjöld- inni og hafa nú meirihluta á þingi, fengu aðeins fjórðung atkvæðanna í kosningunum. Endurbætur á kosningalöggjöf Stjórnmálaskýrendur höfðu spáð viðlíka úrslitum, einkum vegna óánægju ítalsks almennings^ með rotna innviði stjórnkerfisins. Úrslit- in eru þó ekki talin stofna sam- starfi innan ríkisstjórnarinnar í voða þótt stjórnarliðar séu liðsmenn flokkanna óvinsælu. Hins vegar er líklegt að þau knýi á um umbætur á kosningafyrirkomulagi landsins svo ítalskur almenningur fái tæki- færi til þess að velja sér leiðtoga í samræmi við nýjan og óspilltari tíð- aranda. Dómari meinar Woody Allen ad heimsækja börn sín Farrow sigrar í forræðismálinu New York. Reuter. DÓMARI í New York dæmdi í gær leikkonunni Miu Farrow for- ræði yfir þremur börnum hennar og kvikmyndaleikstjórans Wood- ys Allens. í dómsúrskurðinum kemur fram hörð gagnrýni á Woody All- en og dómarinn hafnar því sem næst öllum kröfum hans um að fá að vera með börnunum. Honum er jafnframt gert að greiða allan málskostnaðinn. Farrow og Allen deildu um for- ræði yfir Moses, 15 ára ættleidd- um syni þeirra, Dylan, sjö ára ættleiddri dóttur þeirra, og Satch- el, fimm ára syni sem þau áttu saman. Málið snerist aðallega um ásakanir um að AÍlen hefði mis- notað Dylan kynferðislega en því vísaði hann algjörlega á bug. Treystir ekki Allen Allen fær ekki að heimsækja Dylan í að minnsta kosti sex mánuði á meðan hún gengst und- ir meðferð hjá sálfræðingum. Hann getur þó tekið þátt í með- ferðinni. „Varkámi mín stafar af þvi að Allen hefur sýnt að honum er fyrirmunað að skilja hvaða áhrif orð hans og gerðir hafa á tilfinn- ingalíf barnanna," sagði í dómsúr- skurðinum. Reuter Farrow hrósar sigri Mia Farrow ræðir við blaða- menn eftir að hafa fengið for- ræði yfir þremur börnum henn- ar og Woodys Allens.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.