Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 3 Sjópróf vegna sjúkraflugs á miðin Vonast eftir breyt- ingum á reglum EIRÍKUR Ragnarsson afleysingaskipsljóri á frystitogaranum Haraldi Kristjánssyni segist vonast eftir því að sjópróf vegna veikinda hans leiði til breytinga á starfsreglum lækna eða annarra við ákvörðun um það hvort farið sé í sjúkraflug eftir slösuðum eða veikum sjómanni. Hann segir að túlka eigi allan vafa sjómanninum í vil. í gær hófust sjópróf vegna veik- mörkuðum upplýsingum frá fólki á inda Eiríks og ákvörðunar um að senda þyrlur varnarliðs eftir honum. Hann fékk innvortis blæðingar um borð í Haraldi Kristjánssyni þar sem hann var að veiðum langt suðvestur af landinu fyrir mánuði. Læknar töldu ekki ástæðu til að óska aðstoð- ar þyrlusveitar varnariiðsins fyrr en um sjö klukkutímum eftir að haft var samband við þá og var Eiríkur í lífshættu þegar komið var með hann á Borgarspítalann. í sjóprófunum kom fram hjá lækni á Borgarspítalanum að hann telur að læknir úr þyrlusveitinni sem ann- aðist málið hafi tekið réttar ákvarð- anir miðað við fyrirliggjandi upplýs- ingar. Hann segir að þyrlulæknarnir þurfi oft að byggja mat sitt á tak- Yfir 200 kveikjur- um stolið ZlPPO-kveikjurum í hundraðatali var stolið úr tóbaksbúðinni Björk í Bankastræti aðfaranótt laugar- dags. Einnig var stolið öllum barmmerkjalager verslunarinn- ar, en einungis nokkrum pökkum af vindlingum. Unnið er að rann- sókn málsins. „Það er spennt upp hurðin og lagst á eina vörutegund og hún hreinlega hreinsuð út,“ sagði Sölvi Óskarsson, eigandi verslunarinnar, en úr henni hurfu á þriðja hundrað Zippo-kveikjara að söluverðmæti um hálf milljón króna. Sölvi sagðist leitast við að hafa góðan lager af hinum fjölmörgu gerðum kveikjara sem boðið er upp á frá Zippo. „Það eru allar skúffur opnaðar hérna — eflaust í leit að ávísanaheftum, fjármunum eða slíku — nema hvað, að fyrir utan kveikjar- ana hverfur eiginlega ekkert nema ein skúffa af krossbarmmerkjunum með nafni íslands og fleiri landa.“ Zippo í verðlaun Sölvi sagði þjófinn eða þjófana hafa gengið snyrtilega um og ekki brotið nokkurn hlut, en peningakass- inn tekinn hartnær í sundur í leit að skiptimynt, sem aldrei er geymd í búðinni. Sex silfraðir Zippo-kveikj- arar í afmælisútgáfu bíða þess er getur gefið vísbendingar sem leiða til þess að megni þýfisins endur- heimtist, að sögn Sölva. -----♦ ♦ ♦----- Keflavíkurvöllur Viðræður um varnir hafnar VIÐRÆÐUR íslenzkra og banda- rískra stjórnvalda um framtíðar- fyrirkomulag varnarviðbúnaðar á Keflavíkurflugvelli hófust í Reykjavík í gær. Atta manna sendinefnd frá Bandaríkjunum kom hingað í gær- morgun og á viðræðunum að ljúka í dag. Búizt er við að Bandaríkja- menn setji fram hugmyndir um verulegan niðurskurð á Keflavíkur- flugvelli. Bandaríska sendinefndin og ís- lenzka utanríkisráðuneytið vildu ekki tjá sig um viðræðurnar í gær. vettvangi og bendir á að þeir séu settir í ómögulega aðstöðu með því að hafa ekki yfír að ráða björgunar- þyrlu og þyrftu að reiða sig á útlent herlið. Sjá bls. ...: „Ómöguleg aðstaða þyrlulækna.“ psii IÉéSM ‘.-V- V ... - i - !; ^ ' ' V ■ ' _ / • u'. -r- ■ »£ **?&*«&* Kvaðst við Eyjar GAMLI Herjólfur var kvaddur með viðhöfn þegar hann hélt frá Vestmannaeyj- um áleiðis til Gautaborgar í Svíþjóð síðastliðið föstu- dagskvöld. Meðal annars fylgdi nýja Vestmannaeyja- feijan honum austur fyrir Eyjar, sigldi hring í kring um hann á meðan skipsflaut- ur voru þeyttar og skipin kvöddust með fánakveðju. Gamli Herjólfur er væntan- legur til Gautaborgar i dag. Þar verður hann afhentur nýjum eigendum, sænska hernum. Morgunblaðið/Sigurgeir 'Áttaþúsundtvöhundruðogsextíu lítrar af bensíni! Þú getur valið margar leiðir þegar kemur að því að kaupa nýjan bfl. Ef þú fjárfestir í nýjum Skoda Favorit fyrir aðeins 598.000, í stað þess að kaupa evrópskan eða japanskan bíl í sam- bærilegum stærðarflokki, sparar þú þér upp- hæð sem dugar fyrir bensíni fram á næstu öld! Ef þú hefur ekki þegar reiknað dæmið til enda kíktu þá við hjá okkur og reynsluaktu Favorit hlaðbak eða Forman langbak en þeir eru nú framleiddir samkvæmt kröfum og stöðlum þýskuVolkswagen samsteypunnar.sem tryggir meiri gæði, aukið öryggi og betri endingu. Nýr framhjóladrifinn Favorit LXi 5 dyra og S gíra kostar aðeins kr 598.000.- á götuna, og fæst í 9 spennandi og frískum litum. Söludeild Jöfurs er opin virka daga 9-18 og laugardaga 12-16. SKOLABOKARDÆMi UM HVAÐA BÍL BORGAR SIG AÐ KAUPA! NÝBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍNII: 42600 AFULIMFERÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.