Morgunblaðið - 08.06.1993, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993
9
Til sölu
2 stk. Chevrolet pick-up, órg. '88, 4x4, vsk-bifreiðar með öllu.
Skeifunni 6,
sími 686222.
101 bíll í sal. Opið öll
kvöld og allar helgar.
BIIABORG
m til
RAmuwm
ELFA-LVI
Einfaldireða tvöfaldir olíufylltir
rafmagnsofnar350 - 2000w.
Hæð 30, 50 eða 59 cm.
ELFA-OSO
Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir
30- 300lítra, útvegum aðrarstærðir
frá 400-10.000 lítra.
ELFA-VARMEBARONEN
Hitatúba / rafketill 12kw, 230v.
1 fasa. Útvegum aðrar stærðir allt
að 1200kw.
ELFA-VORTICE
Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w.
Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut-
reyndur við íslenskar aðstæður.
HAGSTÆTT VERÐ OG ■ g"g"\
GREIÐSLUSKILMÁLAR. MÍmÍ"
Einar Farestveit & Co.hf.
Borgartúni 28 - “S 622901 og 622900
Halli á Atvinnuleysis-
tryggingasjóði síðan
1989
í starfsskýrslu Ríkisendurskoðunar fyrir
árið 1992 (marz 1993) er sagt frá stjórn-
sýsluendurskoðun hjá Atvinnuleysis-
tryggingasjóði. Þar kemur fram að sjóð-
urinn hefur verið rekinn með halla frá
árinu 1989. „Ef fasteign er undanskilin
hafa eignir sjóðsins að frádregnum skuld-
um lækkað um 23% frá 1987. Staða
stjóðsins er þannig að verðbréfaeign
hans verður uppurin og greiðsluþrot
hans blasir við á árinu 1994 komi ekki
til sérstakra fjárveitinga á árinu 1992 og
1993 og verði atvinnuleysi meira en
3%,“ segir þar.
Tekjur sjóðsins í
engu samræmi
við bótakvaðir
I starfsskýrslu Ríkis-
endurskoðunar fyrir árið
1992 segir:
„Brýnt er að taka
tekjustofna Atvinnuleys-
istryggingasjóðs til end-
urskoðunar. Núverandi
tekjustofnar sjóðsins
geta aðeins staðið undir
kostnaði við um það bil
2% atvinnuleysi. Jafn-
framt er nauðsynlegt að
huga þegar að þeim fé-
lagslegu vandamálum
sem atvinnuleysi orsakar
og gera á þvi úttekt hvort
og þá hvem hag einstakl-
ingar sem og þjóðfélagið
í heild hefur af því að
nýta fjármuni Atvinnu-
leysistryggingasjóðs á
annan veg en til greiðslu
atvinnuleysisbóta svo
sem til aukinna atvinnu-
tækifæra."
Ríkisendurskoðun seg-
ir jafnframt að kanna
þurfi sérstakiega hvort
Atvinnuleysistrygginga-
sjóður eigi fremur að
heyra undir Félagsmála-
ráðuneytið en Heilbrigð-
is- og tryggingaráðu-
neytið. Vikið er að kostn-
aði við útborgun bóta,
sem verkalýðsfélög ann-
ast, og var 41 m.kr. 1991
en 90 m.kr. 1992. „Ríkis-
endurskoðun telur því
tímabært að kanna hvort
útborgun bóta sé betur
fyrir komið l\já Atvinnu-
leysistryggingasjóði eða
hvort komast megi að
samkomulagi við stéttar-
félögin um breytt fyrir-
komulag sem leiði til
lækkunar á þessum
kostnaði."
Endurskoða
þarf lög um at-
vinnuleysis-
tryggingarog
vinnumiðlun
Fleiri aðfinnslur em
í starfsskýrslu rikisend-
urskoðunar. Þær em
þessar:
1) „Þá telur ríkisend-
urskoðun að endurskoða
beri kaflann um úthlut-
unamefndir í lögum um
atvinnuleysistryggingar
með það að markmiði að
fækka nefndum, jafnt á
höfuðborgarsvæðinu
sem á landsbyggðinni."
2) „Atvinnnuleysis-
tryggingasjóður hefur
ekki nema að litlu leyti
nýtt sér heimildir í lögum
til styrkveitinga. Þá
sjaldan sem slíkir styrkir
em veittir hefur sljóm
sjóðsins ekki krafizt
greinargerðar þar sem
gerð er grein fyrir áhrif-
um styrkveitingarinnar.
Ríkisendurskoðun telur
brýnt að framvegis verði
karfizt ítarlegra greinar-
gerða sem að gagni megi
verða við ákvarðana-
töku.“
3) „Þá telur Ríkisend-
urskoðun að lög um at-
vinnuleysistryggingar
sem og lög og reglugerð-
ir um vinnumiðlun þurfi
í heild endurskoðunar
við.“
Enginn má svíkj-
ast undan merkj-
um!
Samkvæmt upplýsing-
um frá Vinnumálaskrif-
stofu félagsmálaráðu-
neytisins vom 5.800
manns skráðir atvinnu-
lausir að meðaltali í apríl-
mánuði siðastliðnum, eða
4,6% af vinnufæm fólki.
í áætlun Þjóðhagsstofn-
unar, sem unnin var áður
en tillögur Haf-
rannsóknarstofnunar um
þorskveiði næsta fisk-
veiðiárs lágu fyrir, er
gert ráð fyrir því að at-
vinnuleysi á þessu ári
verði um 5% að meðal-
tali. Líkur standa og til
að atvinnuleysi vaxi frek-
ar en réni næstu rnisser-
in.
Ef greiðslugeta At-
vinnuleysistrygginga-
sjóðs miðast við u.þ.b. 2%
atvinnuleysi, eins og seg-
ir skýrslu Ríkisendur-
skoðunar, og frairundan
er a.m.k. 5% atvinnu-
leysi, eins og Þjóðhags-
stofnun spáir, er illt í
efni. Og ekki bætir fyrir-
sjáanlegur aflasamdrátt-
ur úr skákinni.
Þörfin á samátaki allra
þjóðfélagsafia til að rétta
af þjóðarskútuna er
brýn. Oft var þörf en nú
er nauðsyn. Enginn má
skerast úr Ieik. Sameinuð
sigmm við erfiðleikana;
sundmð og innbyrðis
stríðandi teflum við sam-
eiginlegum hagsmunum
í tvísýnu.
Nýtt útbob spariskírteina
ríkissjóbs fer fram
mibvikudaginn 9. júní
Á morgun kl. 14:00 fer fram nýtt
útboö á spariskírteinum ríkissjóðs.
Um er aö ræöa hefðbundin verðtryggö
spariskírteini í eftirfarandi flokkum:
Þessir flokkar eru skráöir á Veröbréfa-
þingi íslands og er Seðlabanki íslands
viöskiptavaki þeirra.
Spariskírteinin veröa seld-með tilboös-
fyrirkomulagi. Löggiltum veröbréfa-
fyrirtækjum, veröbréfamiölumm,
bönkum og sparisjóðum gefst einum
kostur á að gera tilboð í spariskírteinin
samkvæmt tilteknu tilboösverði.
Lágmarkstilboð er kr. 5.000.000 aö
nafnverði.
Aörir sem óska eftir aö gera tilboð í
spariskírteinin eru hvattir til að hafa
samband viö framangreinda aðila,
sem munu annast tilboösgerö fyrir
þá og veita nánari upplýsingar.
Öll tilboð í spariskírteinin þurfa að
hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir
kl. 14:00 á morgun, miövikudaginn
9. júní. Tilboðsgögn og allar nánari
upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu
ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40.
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.