Morgunblaðið - 08.06.1993, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993
13
Listahátíð í Hafnarfirði sett.
Morgunblaðið/Einar Falur
Listahátíð í Hafnarfirði
_________Tónlist
Jón Ásgeirsson
Fyrir nokkrum árum þótti í
mikið ráðist, þegar stofnað var
til Listahátíðar í Reykjavík.
Kostnaður af slíku tilstandi fór í
taugarnar á mörgum en í uppgjör-
inu var helst blínt á beinan kostn-
að, en aldrei í raun reiknað hver
fjármunaumsvif tengjast öllu um-
stanginu og koma samfélaginu á
margan máta til góða. Nú er
stofnað til listahátíða, eins og
ekkert sé sjálfsagðara. Kirkju-
listahátíð er nýlokið, með þátttöku
frægra orgelsnillinga, er gagngert
koma til að leika á nýja orgelið í
Hallgrímskirkju. Innlendir og er-
'lendir kórar fluttu glæsileg tón-
verk og þessu svöruðu áheyrendur
með ágætri aðsókn og frábærum
undirtektum.
Listahátíð í Hafnarfirði var sett
sl. föstudag, með mikilli viðhöfn
í íþróttahöll Hafnarfjarðar í
Kaplakrika. Eftir að formleg setn-
ing hafði farið fram með ræðum
Gunnars Gunnarssonar skóla-
stjóra, formanns listahátíðarinn-
ar, og ávarpi Guðmundar Árna
Stefánssonar bæjarstjóra hófust
tónleikar með léik Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands og öllum kórum
bæjarins undir stjórn Petri Sak-
ari. Einsöngvari var Sigrún
Hjálmtýsdóttir ópersusöngkona.
Á efnisskránni voru tvö verk,
Gloria eftir Poulenc og Sinfónía
nr. 1 eftir Brahms.
Gloria er skemmtilegt og opin-
skátt verk og var söngur kórsins,
eða kóranna, í heild ágætur, þó
oft mætti fínna nokkurt ósam-
ræmi á milli radda. Bæði er það
eðlilegt, þar sem tæplega hefur
gefíst mikill tími til að samhæfa
söng kóranna, og auk þess hefur
mishljóman hússins og flatt sviðið
einnig áhrif. Sigrún Hjálmtýsdótt-
ir söng einsöng í Domine Deus og
í Agnus Dei,*sem er megin ein-
söngsþátturinn, og lauk verkinu
á fallegri amen-tónlínu. Sigrún
söng verkið af glæsibrag, einkum
Agnus Dei og niðurlagið.
Seinna verkið var fyrsta sinfón-
ían eftir Brahms og var þetta
glæsilega tónverk ágætlega flutt,
undir stjórn Petri Sakari. Ekki var
laust við að heyra mætti nokkra
mishljóma á milli hljóðfærahópa,
sem er að miklu leyti tilkomin
vegna sviðsins, en segja má að
aftari hljóðfæraleikararnir hafí
leikið í „skugga" þeirra er fremst-
ir sátu. Þrátt fýrir þetta og ýmsa
smá framkvæmdahnökra, er
ástæða til að óska Hafnfirðingum
til hamingju með framtakið og
þá ekki síður með aðsóknina, en
íþróttahöllin var þéttsetin fólki og
undirtektir mjög góðar, svo að
ekki er annað að sjá en Hafnfírð-
ingar kunni að meta framtak það,
sem Sverrir Olafsson myndlistar-
maður stóð upphaflega fyrir og
bæjarstjórnin í Hafnarfírði studdi
myndarlega. Fyrir þetta tiltæki
mætti vel hugsa sér, að í framtíð-
inni næði Hafnarfjörður því að
vera miðstöð fijórrar listsköpunar
í landinu. Og nægir að benda á,
að Hafnarborg er orðin vinsæll
tónleikastaður fyrir Stór-Reykja-
víkursvæðið.
Traustar ferðir
í sérflokki
^Loí
W0*"4
MV
UUU46ÁR KR
Fá\ð
e\n\a\í
meö
Wapp'
m\öa
áöur en
upp'aP
ptýW
200.000
' oretj.0 RA.iún'
KINA „að hætti keisaranna‘
10. sept. 3 vikur. Það besta í Kína,
Hong Kong og Thailandi.
Ferð í algjörum sérflokki. Fegurstu og sögufrægustu
borgir Kína: KANTON, GUILIN, XÍAN, SHANGHAI,
garðar og náttúrutöfrar HANGZHOU, BEIJING, HONG
KONG og í lokin besti baðstaður THAILANDS. Ótrúlega
hagstætt verð ef staðfest er fyrir 15. júní. Fáein sæti laus.
Perlur Austurlanda
7. okt. 3 vikur. - ÞAÐ BESTA í MALAYSÍU OG
THAILANDI í EINNI FERÐ - Örfá sæti laus.
Hnattreisan — umhverfis iörðina
/al
3. nóv. 30 dagar. 2 sæti laus v. forfálla.
FERÐASKRIFSTOFAN
H
HEIMSKLUBBUR INGOLFS
AUSTURSTR&TI 17,4. hsA 101 REYKJAVÍK-SÍMI 620400-FAX 626564
BMW 3 LINAN
Fullkominn fjölskyldubíll
TEKUR
ÖÐfíUM FfíAM
Á ÖLLUM
SVIÐUM
Verð á BMW-3 línunni er frá kr. 1.969.000,- (Bíll á mynd er búinn ýmsum aukabúnaði sem fáanlegur er í 3-línunni).
BMW ráöleggur: Akiö varlega.
Framleiðendur BMW hafa lagt mikla áherslu á rannsóknir og þróunarvinnu
með hliösjón af hámarks öryggi og fullkomnustu tækni og hönnun á hverjum tíma.
Með þessum áherslum og hugviti færustu sérfræðinga hefur með BMW-3 línunni
tekist að framleiða fólksbíla sem marka brautir sem aðrir framleiðendur fylgja.
Árangur f bílaframleiðslu felst f því að framleiða gæðabíla sem stöðugt
vinna á og verða vinsælli með árunum. Raunveruleg gæði felast í lágri bilanatíðni,
hámarks öryggi og þægilegum og ánægjulegum akstri við öll skilyrði.
Bílar í BMW-3 línunni eru meðal annars búnir glæsilegri innréttingu, kraftmiklum
vélum, samlæsingu með þjófavörn, lituðu gleri, rafdrifnum útispeglum, þjónustutölvu,
hraðatengdu aflstýri, hæðarstillanlegum framljósum, 6 hátalara BMW
hljómkerfi og Blaupunkt útvarpstæki með þjófavörn. Hægt er að velja
um mikið úrval af öðrum búnaði.
Söludeildin er opin alla virka daga BflaUITlboðÍð hf. Engum
kl. 8-18 og á laugardögum kl. 13-17. Krókháisi 1, Reykjavík, sími 686633 líkur