Morgunblaðið - 08.06.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993
15
algenga sjúkdóma eða kvilla
sem áður fyrr voru teknir til
meðferðar á sjúkrahúsum s.s.
kviðslit, æðahnúta, lýtaaðgerðir
o.fl. hafa aukist gífurlega.
c) Fimm daga deildir, sem hafa
rutt sér til rúms á deildaskiptum
sjúkrahúsum og trúlega eiga
mestan þátt í að stytta biðlista.
Sjúkrahótel eða sjúkraheimili
munu einnig stytta leguna veru-
•ega.
d) Aukið aðhald í rekstri sjúkra-
húsa, sem skilað hefur árangri
fyrir minni kostnað án þess að
draga úr þjónustu. Við þessar
aðgerðir má búast við að fækka
megi rúmum á deildaskiptum
sjúkrahúsum um 20-30%. í
reynd hefur rúmum fækkað sem
þessu nemur á nokkrum deildum
í Reykjavík og biðlistar styst.
3. „Áframhaldandi aðgerðir til þess
að draga úr lyfjakostnaði."
Lyfjakostnaður er enn of hár.
Aðalmálið er að takast á við
álagninguna og beina innkaup-
um til ódýrari aðila en nú er.
Sannleikurinn virðist koma að
utan. Nú kemur fram að íslend-
ingar neyta minnst lyfja í Evr-
ópu, eins og reyndar við höfum
haldið fram, en fáir trúað.
Fleiri aðgerðir eru ráðlagðar, s.s.
að:
4. „Auka samkeppnina í heilbrigð-
isþjónustu." Það er af hinu góða
ef slíkt kemur ekki við pyngju
þeirra er minna mega sín.
5. „Færa meiri kostnað til neyt-
enda.“
6. „Hraða einkavæðingu!“ Of langt
mál er að taka upp þessar tillög-
ur sérstaklega en enn hef ég
ekki séð gögn er sýna og sanna
að einkavæðing í heilbrigðis-
þjónustu hafi í för með sér minni
kostnað nema þá að þeir sem
minna mega sín verði afskiptir.
7. Ráðlagðar aðgerðir til þess að
draga úr launum heilbrigðis-
starfsfólks, þ.e. að taka upp ein-
staklingsbundna launasamninga
bera keim af rómversku mál-
tæki, „deildu og drottnaðu".
Eftir margra áratuga starf hefur
tekist að skipuleggja og þróa ís-
lenska heilbrigðisþjónustu á þann
veg að til fyrirmyndar er að mati
erlendrar eftirlitsstofnunar, sbr.
nýlega skýrslu frá Alþjóðaheil-
brigðismálastofnuninni í Kaup-
mannahöfn. Fyllsta ástæða er því
til að flýta sér hægt ef teknar eru
ákvarðanir um veigamiklar breyt-
ingar á fyrirkomulagi þjónustunn-
ar.
Hafa ber í huga að vinnuálag
hefur aukist verulega á ýmsum
sjúkrahúsum og víða er vinnustreita
langt umfram það er þekkist á öðr-
um vinnustöðum (rannsókn land-
læknisembættisins 1991).
Heimildir: OECD Economic Surveys. Ice-
land OECD 1993.
Höfundur er landlæknir
íþrótta-
gallar
verð kr. 3.990
í barnastær&um
fullor&insstær&ir
verð kr. 4.490
»hummel^
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40 • Sími 813555
Aldraðir mótmæla réttindaskerðingum
AÐALFUNDUR Landssambands aldraðra var haldinn dagana 1. og
2. júní síðastliðinn, en samtökin voru stofnuð 1989. Félagsmál og
kjarabarátta voru efst á baugi og var ýmsum fyrirhuguðum skerðing-
um á réttindum aldraðra mótmælt harðlega.
í fréttatilkynningu frá Lands-
sambandinu kemur fram að eitt
helsta baráttumál aldraðra um
þessar mundir séu kjör þeirra sem
komnir eru á eftirlaunaaldur. í
ályktun sem samþykkt var á fundin-
um var öllum hugmyndum, sem
lúta að þrengingu atvinnuréttinda,
mótmælt. Fundarmenn átelja mjög
stjórnvöld fyrir þá viðleitni að ýta
eldra fólki út af vinnumarkaðinum
og vara jafnframt við afleiðingum
þess.
Skattleysismörk of lág
Ýmsar fleiri ályktanir og tillögur
voru samþykktar og í einni ályktan-
inna er lækkun skattleysismarka
átalin og þess jafnframt krafist að
hún verði dregin til baka. Fundurinn
setti og þá kröfu fram að aldraðir
sitji við sama borð og launafólk í
landinu og njóti sömu launahækk-
ana á lífeyri sinn þar með taldar
hvers konar láglauna- og orlofsbæt-
ur. Ennfremur var samþykkt álykt-
un þar sem breytingum á greiðslum
fyrir læknisþjónustu var harðlega
mótmælt. Að mati fundarins verður
ekki unað við aukna hlutdeild sjúkl-
inga í lyfjakostnaði og í kostnaði
við læknis- og tannlæknaþjónustu.
Setið við hlustir
Tæplega sextíu fulltrúar aðildarfélaga Landssambands aldraðra
sóttu aðalfund sambandsins nýverið þar sem skerðingum á réttindum
aldraðra var mótmælt.
LEJEN
stóllkr. 1.950,-
SOLHAGA
stóllkr. 6.500,-
borð kr. 7.900,-
IKEA garðhúsgögn
Viltu láta fara vel um þig í sólskininu í sumar?
Við hjá LKEAbjóðum upp á gott úrval sumarhúsgagna. Tilvalið í garðinn, á
sólpallinn, í sumarbústaðinn, í sólskálann eða bara hvar sem er.
Komdu við í versluninni, skoðaðu úrvalið og líttu á verðið.
borðkr. 5.600.-
LACKO
stóllkr. 1.950,-
borð kr. 2.900.-
TYDINGEN
bekkurkr. 9.900,-
borð kr. 12.900,-
- fyrir fólkið
í landinu
KRINGLUNNI 7 ■ SIMI 91-686650