Morgunblaðið - 08.06.1993, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.06.1993, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 17 STÉTTARFÉL. í MATVÆLAIÐNAÐI I RVIK - Weetabix 0 ÞESSI mynd sýnir skipulagsflækjuna í matvælaiðnaði í Reykjavík. Starfsfólk fyrirtækis í þessari atvinnugrein skiptist í fjölmörg verka- lýðsfélög, í faglærða og ófaglærða sem siðan skiptast aftur innbyrð- is. Oft er óljóst hver á að vera í hvaða félagi og fólk sem vinnur mjög svipuð störf er ekkert endilega í sama félagi. Ef atvinnugreina- skipulag væri tekið upp væri þetta fólk allt í sama félaginu, Félagi starfsfólks í matvælaiðnaði í Reykjavík. FSV stendur fyrir Félag starfsfólks í veitingahúsum. hrepparígur kemur í veg fyrir sam- einingu félaga á svæðum þar sem samgöngur eru góðar og engar landfræðilegar hindrandir á borð við ógreiðfæra fjallvegi. Dæmi um svæði af þessu tagi er Arborgar- svæðið í Árnessýslu sem menn tala gjarnan fjálglega um sem eitt at- vinnusvæði. Fremur hægt hefur gengið í sameiningu og samstarfi verkalýðsfélaga þar þrátt fyrir ýms- ar sameiningarhugmyndir og um- ræðu í þá veru. Uppstokkunar þörf Það er því engum blöðum um það að fletta að verkalýðshreyfingin þarf að taka sér tak í skipulagsmál- um sínum. Ekki svo að skilja að ekkert hafi þokast í átt til samein- ( ingar og hagræðingar i þessum málaflokki. Ber þar fyrst að nefna sameiningu Sambands bygginga- I manna og Málm- og skipasmíða- sambands íslands. Þá má einnig benda á samstarf verkalýðsfélaga í Suður-Þingeyjarsýslu, stofnun Sambands launafólks á Suðurnesj- um og verkalýðsfélög hafa einnig verið að sameinast þó í litlum mæli sé. Þá kemur það fram í febrúar- blaði Vinnunnar að undirbúning- sviðræður eru hafnar vegna hugs- anlegrar sameiningar Sambands byggingamanna og Málm- og skipasmiðasambands Islands. Engu að síður er þörf á grund- vallarbreytingum á skipulagi ís- lenskrar verkalýðshreyfingar, ekki bara skipulagi ASÍ heldur líka skipulagi stéttarfélaga innan hins opinbera geira. Komið hafa fram hugmyndir um sameiningu ASI og BSRB og verður spennandi að sjá hver framvinda þess máls verður. Spurningin er hvort verkalýðshreyf- ingin hefur kjark og vilja til að ráðast í raunverulega uppstokkun á skipulagi sínu eða hvort hún ætl- ar að láta skipulagsóreiðuna við- gangast áfram. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og skrifaði BA-ritgerð i sijórnmálafræði um skipulagsþróun Alþýðusambands íslands. I i í í t Líffræðifélag íslands Fyrirlestur um endur NÆSTI fyrirlestur Líffræðifélagsms verður haldinn 8. juni og verður fyrirlesari dr. John P. Ball frá Háskólanum í Umeá í Svíþjóð. Fyrirlest- urinn fer fram á ensku og nefnist hann: Tilraunir með hlutverk fæðu í búsvæðavali anda og fæðuvenjur anda í kafi (Experiments on the role of food in habitat use by ducks and their underwater feeding behavior). Sagt verður frá tveimur skyldum rannsóknarverkefnum. Markmið þess fyrra var að ákvarða þá umhverfís- þætti sem ráða vali varpsvæða anda. I umfangsmikilli tilraun var gróðri og fæðu breytt með eldi, slætti og áveitu. Niðurstöðumar gáfu til kynna mikilvægi fæðu fyrir verpandi endur. Markmið seinna verkefnisins var að athuga hvers vegna endur velja suma fæðu en aðra ekki. Fylgst var með öndum í kafi sem hafðar voru í haldi í tveggja metra djúpu vatni með fjöl- breytilegri botnfæðu. Niðurstöðumar gáfu til kynna að það hve hratt fæða meltist ráði meiru um hvað sé gott andafæði en áður var talið. Fyrirlesturinn verður haldinn í Ár- nagarði, húsi Háskóla íslands, stofu 201 og hefst kl. 20.30 og er hann öllum opinn. (Fréttatilkynning) <SlT HJALPARSTOFNUN \r\rj KIRKJUNNAR ^ - með þinni hjálp MHDfilM A AVJLJK VSlmm Æ\ Háir sem lágir, mjóir sem breiðir, ungir sem aldnir þurfa Weetabix til að halda athygli sinni og starfsgleði í erli dagsins. ÞÚ KEMST LANGT Á EINNI KÖKU. ( EINNIG Á SUNNUDÖGUM ) HOLLT OG GOTT ÖRKIN 1012-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.