Morgunblaðið - 08.06.1993, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993
Minning
Magnús Þ. Torfason
fv. hæstaréttardómari
Fæddur 5. maí 1922
Dáinn 1. júní 1993
Magnús Þ. Torfason fyrrverandi
hæstaréttardómari og prófessor lést
1. júní sl. á 72. aldursári. Með hon-
um er genginn einn hinn mætasti
embættismaður þjóðarinnar, maður
vandaður og vandvirkur og starf-
samur, svo af ber. Við vorum sam-
starfsmenn í nálega þijá áratugi,
fyrst samkennarar við lagadeild
Háskóla íslands og síðar samdóm-
arar í Hæstarétti íslands. Á þetta
langa samstarf bar aldrei neinn
skugga. Langar mig að minnast
nokkrum orðum þessa kæra vinar
míns og samstarfsmanns.
Magnús var fæddur á Halldórs-
stöðum í Laxárdal í S-Þingeyjarsýslu
5. maí 1922 og ólst þar upp. Hann
var tryggur heimabyggð sinni og
ræktarsamur við föðurleifð sína.
Magnús lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1942
og embættisprófi í lögfræði frá Há-
skóla íslands 1949, hvort tveggja
með miklum glæsibrag, enda var
hann námsgarpur. Oft minntumst
við Magnús skólavistar og skóla-
brags í menntaskólanum - schola
nostra - þess bjargvættar er gerði
okkur efnaiitlum nemendum kleift
að stunda langskólanám.
Að loknu embættisprófi gerðist
Magnús starfsmaður í Viðskipta-
PHILOO 101
Þvottavélar
á verði
sem allir
ráða við!
Þær nota
HEITT OG KALT vatn
■ spara tíma og rafmagn
• Fjöldi þvottakerfa eftir
þínu vali
•Sérstakt ullarþvottakerfi
•Fjölþætt hitastilling
•Sparnaöarrofi
Verð 42.000,-
39.900,- Stgr.
Verð 52.500,-
49.875,- Stgr.
SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 00 - FAX 69 15 55
ráðuneyti. Árið 1951 varð hann full-
trúi borgardómarans í Reykjavík og
fékk þar staðgóða reynslu í meðferð
svonefndra einkamála. Minntist
Magnús með ánægju starfa sinna
þar og einkum samstarfsins við þá
ágætu menn Einar Arnalds borgar-
dómara og Benedikt Siguijónsson
sem þá var fulltrúi. Taldi hann þenn-
an vettvang hafa verið sér góðan
skóla. Þeir þrír urðu síðar samdóm-
arar í Hæstarétti.
Árið 1955 lét prófessor Ólafur
Lárusson af embætti eftir nálega
40 ára starf, helgað vísindum og
háskólakennslu. Var hann einn hinn
ágætasti vísindamaður þjóðarinnar
í lögfræði og sagnfræði. Sæti hans
var vissulega vandskipað. Magnús
Torfason hafði stundað framhalds-
nám í Kaupmannahöfn og var hann
skipaður í prófessorsembættið. Hinn
ungi prófessor beitti sér frá fyrstu
stundu af alefli að hinum vandasömu
og viðamiklu verkefnum, er biðu
hans. Var elju hans og starfsþoli við
brugðið. Þrotlaust var unnið langt
fram á nóttu. í þessu starfi lýstu
sér vel eðliskostir hans, vinnusemi,
vöndugleiki í hvívetna, samvisku-
semi og natni. Hann hafði ríka hæfi-
leika til að sundurgreina og rök-
greina erfiðar fræðisetningar og var
fundvís á, hver veigur væri í þeim
og hveijar veilur, þegar „öllu var á
botninn hvolft“ og hismið greint frá
kjamanum. Hann var mikill lær-
dómsmaður í kennslugreinum sín-
um, kröfurétti, samningum, skaða-
bótarétti og sjórétti, en jafnframt
víðlesinn í öðrum greinum lögfræði.
Magnús var vel virtur af nemendum
sínum og naut vinsælda hjá þeim.
Hann lét sér annt um hag þeirra,
gaf sér góðan tíma til að spjalla við
þá og veita þeim ráðgjöf. Við sam-
kennaramir mátum hans mikils sem
vin og samstarfsmann, og í deildar-
störfum og störfum í háskólaráði var
hann tillagnagóður og raunar nokk-
ur málafylgjumaður í hógværð sinni.
Árið 1970 varð laust embætti
hæstaréttardómara, er Gunnar
Thoroddsen hvarf til annarra starfa.
Var ég meðal þeirra, er hvatti Magn-
ús til að sækja um embættið, þar
sem ég var sannfærður um, að
Hæstarétti yrði mikill fengur að
honum sakir starfshæfni hans,
starfsorku og hlutlægni. Var hann
skipaður í embættið að tillögu þáver-
andi dómsmálaráðherra frú Auðar
Auðuns. Magnús gegndi embættinu
í 18 ár, en hafði áður verið varadóm-
ari og stundum settur dómari í
Hæstarétti. Tvívegis var hann for-
seti dómsins. Magnús naut sín mjög
vel í Hæstarétti. Dómstörfin áttu
hug hans allan ekki síður en kennslu-
'störfín. Hann bjó yfír mörgum eðlis:
kostum er prýða mega dómara. I
Hæstarétti naut sín vel starfsorka
hans, yfirgripsmikil lögfræðiþekk-
ing, hlutlægni í mati á vandasömum
úrlausnarefnum og skarpskyggni á
kjarna hvers máls. Magnús hafði
glöggan skilning á mannlegum sam-
skiptum, tengslum og atferli, en án
slíks skilnings verða menn ekki góð-
ir dómarar. Hann var stálminnugur
á heimildir, ekki síst á fordæmi og
hafði oft á reiðum höndum vísun til
dómasafna og blaðsíðutals er við
átti.
Hann mótaði með öðrum stefnu
dómsins í fjölmörgum efnum. Sérat-
kvæði hans eru glöggar heimildir
um sérálit hans í mörgum málum
og eru þau jafnan athyglisverð.
Skáldið talar um „líf með hóg-
værð laga“ - í höndum góðs dómara
verða lögin hógvær.
Magnús gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum, m.a. var hann lengi próf-
dómari við lagadeild Háskólans og
við málflutningspróf héraðsdómslög-
manna.
Magnús var mikill mannkosta-
maður og vandur að virðingu sinni.
Hann var prúðmenni, laus við yfír-
borðsmennsku og pijál, hógvær og
hlýr persónuleiki. Hann var mikill
vinur vina sinna og frændi frænda
sinna. Þótt hann væri alvörumaður
var grunnt á kímni og glaður var
hann á góðri stundu í vinahópi.
Magnús var gæfumaður í einka-
lífi. Hann kvæntist ágætri konu,
Sigríði Þórðardóttur, árið 1948, og
var heimili þeirra aðlaðandi menn-
ingarheimili. Þau eignuðust sjö börn,
sem öll eru vel menntuð og efnileg.
Magnús var mikill fjölskyldumaður
og fjölskyldan honum kær. Ávallt
var gott að sækja þau Sigríði og
Magnús heim og minnumst við vinir
þeirra margra ánægjustunda á fal-
legu heimili þeirra á Bergstaða-
stræti 73, þar sem þau hafa búið
alla búskapartíð sína.
Við Valborg og börn okkar vottum
frú Sigríði Þórðardóttur og fjölskyld-
unni innilega samúð okkar og þökk-
um áratuga vináttu og samfylgd.
Blessuð veri minning míns góða
vinar.
Ármann Snævarr.
í dag er til moldar borinn elsku-
legur tengdafaðir minn, Magnús Þ.
Torfason, fyrrverandi hæstarétt-
ardómari.
Magnús var bóndasonur af kyn-
slóð sem ólst upp við takmörkuð
efni. Hann átti því láni að fagna að
vera gæddur góðum gáfum og mikl-
um námshæfileikum og þá hæfileika
nýtti hann vel, fyrst í Menntaskólan-
um á Akureyri og síðan í lagadeild
Háskóla íslands. Ungur varð hann
prófessor við lagadeild Háskólans
og síðar hæstaréttardómari og með
ævistarfi sínu aflaði hann sér virð-
ingar fyrir nákvæmni, réttsýni og
góðan skilning á eðli laganna og
mannlegum samskiptum.
Persónueiginleikar Magnúsar
nutu sín líka í hans einkalífi og höfðu
mikil áhrif á okkur sem stóðum hon-
um nærri. Heiðarleiki hans og prúð-
mennska voru okkur sem yngri vor-
um góð fyrirmynd. Með því að leggja
alúð við sérhvert verk varð hann
öðrum hvatning til að gera ávallt
sitt besta.
í einkalífi sínu farnaðist Magnúsi
vel og átti hann það ekki síst að
þakka sinni góðu eiginkonu, Sigríði,
sem var kjölfesta heimilis þeirra og
barnanna þeirra sjö. Allan sinn hjú-
skap bjuggu Magnús og Sigríður á
Bergstaðastræti og var myndarlegt
heimili þeirra miðpunktur fjölskyld-
usamskipta sem við nutum öll í rík-
um mæli. Margar góðar stundir höf-
um við átt á Bergstaðastrætinu og
í fjölskylduboðum var Magnús hrók-
ur alls fagnaðar.
Magnús varð sjötíu og eins árs
en þó var hann ætíð ungur í huga
okkar sem umgengust hann. Hann
naut góðrar heilsu fram á síðustu
ár, spilaði bádminton reglulega árum
saman, stundaði golf og fór oft á
skíði. Oftar en ekki var Magnús
meðal þeirra fyrstu sem komu í
brekkurnar í Bláfjöllunum og eru
mér minnisstæðar stundirnar þegar
við hittum hann í lyfturöðinni geisl-
andi af ánægju eftir að hafa brunað
niður brekkuna og upplifað svolitla
spennu og líkamlega áreynslu í
fjallaloftinu, sem var svo góð hvíld j
frá daglegum störfum.
Þó að söknuður og sorg séu ríkj-
andi í huga okkar þessa daga er j
mér þó ofarlega í huga þakklæti
fyrir að hafa kynnst Magnúsi og átt
hann að sem tengdaföður. Einnig i
hefur það verið ómetanlegt fyrir "
syni okkar Torfa að hafa átt svo
góðan afa sem Magnús var og trúi
ég því að áhrif frá Magnúsi muni
verða öllum barnabörnunum gott
veganesti út í lífið.
Oll höfum við misst mikið, en Sig-
ríður þó mest, og bið ég þess að
minningin um góðan og traustan
eiginmann styrki hana í sorg hennar.
Laufey R. Bjarnadóttir.
Kveðja
Magnús Þ. Torfason var skarp-
leiknasti lögfræðingur sem ég hef
kynnst. Með honum er fallinn frá,
alltof snemma, stórsnillingur þeirra j
mannvísinda sem voru ævistarf
hans. Því er nú skarð fyrir skildi.
Magnús mat ég mest lærifeðra j
minna í lagadeild. Honum vildi ég
helst líkjast í dómarastarfí. Hann
var sá maður sem er eftirsóknarvert j
að vera. Þannig minnist ég hans.
Magnús kom alltaf þrælundirbú-
inn í fyrirlestra. Þeim einum sleppti
ég aldrei á námsárunum. Oft fannst
mér hann þreyttur. Þá minntist ég
þess, sem altalað var, að ljósið í
skrifstofu hans í aðalbyggingu há-
skólans logaði allan sólarhringinn.
Hann gekk þó hvern dag beint til
verks í glímu við aðalatriði erfiðustu
greinar lögfræðinnar, fjármunarétt.
Meginmálið var auk þess á dönsku.
Magnús gaf engin grið, síst af öllu
þeim sem voguðu sér að spyija. Þrátt
fyrir þetta eða vegna þess bar ég
óttablandna virðingu fyrir prófess-
ornum mínum. Sá ótti var lengi að
ijátlast af mér við nánari kynni í I
áranna rás, þangað til maðurinn
sjálfur kom í ljós. Þó uppskar ég að
lokum eins og hann hafði kennt mér (
að sá. Honum tókst að rækta þá
kennd ungs manns að langa til að
standa sig, í þeirri vissu að árangur (
yrði metinn af fyllstu réttsýni, hvorki
of né van, og því einhvers virði.
Þegar ég hóf störf hjá yfirborgar-
dómaranum í Reykjavík leitaði ég
uppi dóma Magnúsar í starfstíð hans
við sama embætti, í þeirri von að
finna öryggi traustsins sem ég bar
til lögvisku hans. Það þurfti því
meira en lítið til, miklu seinna í
Hæstarétti, að leyfa sér að standa
að dómi í mikilsverðu máli, með
Magnús í minnihluta. Er ég ekki
viss um nema honum hafi mislíkað.
Því fremur var ég stoltur af því síð-
ar að skila með honum sératkvæði
dóms, einnig í mikilvægu máli, sem
ég tel auðvitað þess vegna rétt.
Magnús var forseti lagadeildar
þegar langþráðu lagaprófi var náð.
Þá bauð hann okkur . kandídötum
heim til sín í sérrí og köljur Sigríðar (
- og dús að þeirra tíma sið. Þá hitti
ég fyrst manninn Magnús og mun
aldrei gleyma þeirri stund. í mann- 1
fögnuðum síðar hef ég oft lýst fyrir
þeim hjónum tilfinningum mínum á
þessari stundu. Sú tilfinning end-
veiðimaður
velur
PWA
esta
Við bjóðum landsins
mesta úrval
af veiðivörum
(og stöndum við það).
Góð byrjun á veiðitúr!
Mörkinni 6, v/Suðurlandsbraut, sími: 687090
TILBOÐSDAGARI
FJARÐARKAUP
Dagana 3.-11. júní
TILBOÐ
KYNNIN6AR
HAPPDRÆTTI
OieinL