Morgunblaðið - 08.06.1993, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNI 1993
25
Bóndi lýsir
yfir sjálf-
stæði sínu
ÁSTRALSKUR bóndi, sem hefur
lýst landareign sína sjálfstætt ríki
eftir að banki hafði krafist skipta-
meðferðar á jörðinni, segir marga
kollega sína nú hugleiða að gera
slíkt hið sama. „Fólk er að átta sig
á því að það eru til ýmsar leiðir
undan gerræði bankanna," sagði
George Muirhead, sem sendi sjálf-
stæðisyfirlýsigu sína til Sameinuðu
þjóðanna á föstudaginn, útnefndi
sjálfan sig hertogann af Marlboro-
ugh og sagði áströlsk lög ekki gild
í hinu nýja hertogadæmi.
Nýr forseti
Guatemala
NÝKJÖRINN forseti Guate-
mala, Ramiro de Leon Carpio,
51 árs gamall mannréttindafull-
trúi, veifar til mannfjölda þegar
hann kemur til þings að sverja
embættiseið síðastliðinn sunnu-
dagsmorgunn. Þingið kaus De
Leon með miklum meirihluta
atkvæða í annarri umferð, en
helsti keppinautur hans, Arturo
Herburger, dró sig í hlé eftir að
De Leon hafði fengið nauman
meirihluta í fyrstu umferð. De
Leon tekur við forsetaembætti í
stað Jorge Serrano, sem var sett-
ur af í síðustu viku.
Svíar styðja
hvalveiðar
Ósló. Reuter.
SVÍAR lýstu í gær yfir stuðningi
við þá ákvörðun Norðmanna að
hefja hvalveiðar að nýju.
„Það er skoðun okkar, að tak-
markaðar hvalveiðar sem útrýma
ekki þeirri hvalategund sem um ræð-
ir, séu nokkuð sem Svíar geta sam-
þykkt,“ sagði Margaretha af Ugglas,
utanríkisráðherra Svíþjóðar á frétta-
mannafundi í gær. Norðmenn
halda þvi fram að hrefnustofninn sé
nú kominn í það gott ástand, að
hann þoli takmarkaðar veiðar, og
hyggjast þeir veiða 160 hrefnur til
nytja, og auk þess 136 í vísinda-
skyni á þessu ári.
Lík Marcosar
flutt heim
IMELDA Marcos hyggst greftra
jarðneskar leifar fyrrum eigin-
manns síns, Ferdinand Marcos, í
heimabæ hans á Filipseyjum, eftir
að þær verða fluttar þangað í næsta
mánuði. Fidel Ramos, forseti lands-
ins, hafnaði beiðni fjölskyldu Marc-
osar um að útför hans yrði gerð í
höfuðborginni, Manilla, af ótta við
að til óeirða kynni að koma. Lík
Marcosar hefur verið geymt í loft-
kældri grafhvelfingu á Hawaii eyj-
um frá því hann lést þar í útlegð
árið 1989, þrem árum eftir að hann
var settur af.
Seldi móður
sína
DÓMSTÓLL í Kína hefur dæmt til
dauða mann sem seldi móður sína,
eiginkonu og dóttur í þrælahald.
Liu Lei hélst ekki á neinu starfi,
og til að sjá sér farborða tók hann
til þess ráðs að selja allt sem hann
kom höndum yfir. Þegar allt um
þraut seldi hann konu sína fyrir sem
svarar til um 15 þúsund íslenskra
króna. Ári síðar seldi hann dóttur
sína fyrir fímmþúsundkall og
skömmu síðar móður sína fyrir rúm-
ar 12 þúsund krónur. Alls hefur
Lei numið á brott og selt 15 konur
auk fjölskyldu sinnar, en brottnám
og þrælahald á konum fer vaxandi
í Kína, þar sem margir bændur vilja
kaupa eiginkonur.
Fjöldamorð í
Líberíu
UM 300 flóttamenn, þar á meðal
margar konur og börn, voru myrtir
og um 700 særðir síðastliðinn
sunnudag á yfirgefinni gúmmíplan-
tekru skammt frá Monróvíu, höfuð-
borg Líberíu. Að sögn talsmanns
Sameinuðu þjóðanna virtist sem
byltingarmenn hefðu verið að verki,
og hermálayfirvöld í Monróvía hafa
sakað byltingarleiðtogann Charles
Taylor um að hafa staðið að ódæðis-
verkinu. Taylor hefur neitað ásök-
ununum.
Nota kaldan
skutul við
hrefnuveiðar
GRÆNLENSKA landsstjórnin hef-
ur veitt veiðimönnum á svæðinu frá
Nanortalik til Sisimiut-Holsteins-
borg heimild til hrefnuveiða með
köldum skutli þar sem sprengi-
skutla er ekki að hafa. Grænlend-
ingar hafa fengið sprengiskutla frá
Noregi en þeir eru nú ófáanlegir í
Grænlandi og því er undanþágan
til þess að nota svonefndan kaldan
skutul við veiðar á 12 dýrum veitt.
Sú kvöð er lögð á veiðimennina að
þeir skrái hjá sér og skili um það
nákvæmri skýrslu hversu langur
tími líður frá því skutullinn hæfir
dýrin og þar til þau drepast. Lands-
stjórnin er skuldbundin Alþjóða-
hvalveiðiráðinu um að veita því
upplýsingar af þessu tagi.
Það er ekki
naudsynlegt
að kunna dönsku,
en það gœti
hjálpað ef
þú fengir
aðalvinninginn,
því...
“WertílmiHj
Vikublaðið Austri efnir til
áskrifendagetraunar þar sem
aðalvinningur er ferð fyrir
tvo til Danmerkur
með Ferðaskrif-
stofunni Alís
y/ertgas'
Ferðin verður farin 21. júlí - 4. ágúst n.k. og
innifaliö í vinningi er flugfargjald og
flugvallargjald fyrir tvo.
kY« 411Wf
Aukaverðlaun
rssas.
SfendUf^öaað
!yr![21.junin.k
*
Flugfar fyrir tvo med Islandsflugi
Egs-Rek-Egs eda Rek-Egs-Rek
Frí ársáskrift ad Austra
JSfjnf
r
A.
# %
Þ sa\ *
Áskriftarsími
97-11984
1 - Hvar er Ferðaskrifstofan Alís til húsa?
22 - Hver auglýsti heilsíðu í lit, í jólablaði Austra 1992?
E6 - Hvað heitir ritstjóri Austra?
4 - Ferðaskrifstofan Alís er með ferðir til Billund.
Hvar er Billund?
5 - Hvar er Austri gefínn út?
<5 - I Billund er þekktur skemmtigarður. Hvað heitir hann?
A) Disneyland B) Legoland C) Tívolí
ÍSLANDSFLUG
FERÐASKRIFSTOFA
nusnti
*VcÁec&Ccuí
Svarseöill óskast klipptur út og sendist, merktur: AUSTRI, Lyngási 12, 700 Egilsstaöir
ZZjI i. iliMIWllB Nafn: ÉC3l
riSít 2. Heimili:
BJLi 3. Póstnr:
CO GXZ 4- 5. 6. B \ 1 1 Ég er áskrifandi □ Ég vil gerast áskrifandi tiSKSm ^ Ég óska eftir að greiða með: D Gíró D Euro / Visa / Samkort S' v' Kortnr.: Gildist.: