Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 Kohl vildi forð- ast mótmælin Bonn, Köln. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, varði í gær þá ákvörðun sína að mæta ekki til minningarathafnar um fimm tyrkneskar konur, sem létu lífið í íkveikjuárás. Ráðist var á heimili útlendinga á nokkrum stöðum um helgina. Kohl sagði í sjónvarpsviðtali, að hann hefði ekki verið við minning- arathöfnin'a í Köln vegna þess, að "hann hefði búist við háværum mót- mælum Tyrkja og ýmissa Þjóðverja og viljað koma í veg fyrir slíka uppá- komu. „Hefði ég farið og einhver hóp- ■ urinn gert hróp að mér, þá hefði það verið túlkað þannig, að ég hefði ögr- að einhvetjum. Eg veit hvernig i fréttaflutningurinn er, hvaða myndir Royal -fjölbreyttur skyndibúðingur eru sýndar og hveijar ekki,“ sagði Kohl. Ikveikjusprengju var kastað inn á heimili líbanskrar fjölskyldu í bænum Söst á sunnudag _en eldurinn var fljótlega slökktur. Á laugardag tókst tyrkneskri konu og fímm börnum hennar naumlega að forða sér þegar kveikt var í húsi þeirra í Hattingen, skammt frá Solingen, og tyrkneskur veitingastaður í Konstanz var brenndur til grunna. Reuter „Gullna áhættan“ strandar í New York New York. Reuter. ÓLÖGLEGIR innflytjendur og björgunarmenn á ströndinni í New York eftir að skipið „Gullna áhætt- an“ strandaði þar með um 300 kínverska flóttamenn innanborðs aðfaranótt sunnudags. Rúmlega tvö hundruð og sjötíu flóttamenn sem syntu í land verða hafðir í gæsluvarðhaldi uns tekin hefur verið ákvörð- un um hvort þeir fái landvistarleyfi. Það gæti tekið marga mánuði. Að minnsta kosti sex manns drukkn- uðu en ekki er vitað um afdrif um 20 flóttamanna; hvort þeir hafa drukknað eða þeim tekist að ná landi og bætast í hinn fjölmenna hóp ólöglegra, asískra innflytjenda í New York. Fyrstu frjálsu þingkosningarnar í Lettlandi Kommúnistar o g landflótta Lettar atkvæðamestir HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSNÆÐISBRÉF 1. FLOKKUR 1993 Riga. Reuter. BANDALAG fyrrum kommúnista og Iandflótta Letta, sem hafa snúið aftur heim, vann signr í fyrstu kosningum sem haldnar hafa verið í Lettlandi eftir að það varð sjálfstætt ríki. Bandalag- ið fékk rúm 32% atvæða, en enginn flokkur náði hreinum meiri- hluta. Kosningarnar fór fram á laugardag og sunnudag, og var Rússum, sem settust að í Lettlandi er landið heyrði Sovétríkjun- um til, meinað um að greiða atkvæði. 2. Uppboð - 8. júní 1993 Annað uppboð húusnæðisbréfa fer fram 8. júní n.k. Frestur til þátttöku rennur út kl. 14:00 þann dag og þurfa bindandi tilboð í bréfin að hafa borist Húsnæðis- stofnun ríkisins. Húsnæðisbréf eru gefin út í tveimur einingum, 1 m.kr og 10 m.kr. að nafnverði. Húsnæðis- bréf eru verðtryggð með lánskjaravísitölu til 20 ára með 39 jöfnum greiðslum vaxta og afborgana. Upplýsingarit ásamt tilboðsgögnum liggja frammi hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík og nánari upplýsingar um útboðið veitir verðbréfadeild stofnunarinnar. HANDSAL H F LÖGGILT VER.ÐBRÉFAFYR1RTÆKI • AÐILI AF9 VERÐBRÉFAI’INGI ÍSLANDS ENGIATEIGI 9 ■ 105 REYKJAVlK ■ SlMI 686111 • FAX 687611 Leiðtogar bandalagsins, sem, nefnist Leið Lettlands, munu á næstu dögum leita eftir samstarfs- aðilum í nýja ríkisstjóm, og að sögn eins þe*rra« Jan's Vaivads, byija þeir líklega á að ræða við Bændasamtökin, sem fengu tæp ellefu prósent atkvæða. Næst mest fylgi fékk Þjóðfrelsishreyfing Lett- lands, rúm þrettán prósent. 5073 Pipar, salt & tannstönglastautar VARIST EFTIRLÍKINGAR ALESSI KRINGLUNNI S: 680633 Rúmur þriðjungur íbúa Lett- lands eru Rússar, og sökum strangra reglna um borgararétt- indi höfðu þeir ekki kosningarétt, nema ef um var að ræða fjölskyld- ur sem hafa búið í landinu frá því fyrir heimsstyijöldina síðari. Eitt af stefnumálum Þjóðfrelsishreyf- ingarinnar er að takmarka réttindi þeirra tæplega milljón Rússa sem settust að í Lettlandi eftir að það var innlimað í Sovétríkin fyrrver- andi, árið 1940. Engar fréttir hafa borist af gengi Fábjánaflokksins og sam- starfsaðilum þeirra í Happabanda- laginu. Meðal helstu stefnumála þeirra var að „stela ekki eins miklu og hinir, og koma fólki til að hlæja.“ Meðal félaga í Happa- bandalaginu eru Ijóðskáld og Iása- smiðir, tónlistamenn og tískumód- el, svo einhveijir séu nefndir. Tals- menn þess sögðu fyrir kosningarn- ar að þeim væri nokk sama þótt þeir fengju ekkert þingsæti. Eg^Tæknival Skeifan 17, sími 68 16 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.