Morgunblaðið - 08.06.1993, Síða 28

Morgunblaðið - 08.06.1993, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 + Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Mótun nýrrar Italíu Líkt og búist hafði verið við var meginniðurstaða sveit- arstjómakosninga í mörgum helstu borga Ítalíu um helgina gífurlegt afhroð þeirra tveggja flokka sem farið hafa með völd í landinu frá því síðari heims- styijöldinni lauk. Flokkar kristilegra demó- krata og sósíalista fengu hverf- andi fylgi í norðurhluta lands- ins. Jafnvel í suðurhluta Ítalíu, sem ávallt hefur verið öflugasta vígi Kristilega demókrata- flokksins, ákváðu kjósendur að snúa baki við hinum gömlu vald- höfum. í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem haldin var í lok aprílmánaðar, lýsti mikill meirihluti ítala yfir andúð á því kerfí hreinna hlut- fallskosninga sem verið hefur við lýði. Þetta kerfí hafði tryggt að enginn einn stjórnmálaflokk- ur gat náð völdum í landinu en einnig ýtt undir flokkamergð og tíð stjómarskipti. í skjóli þessa fyrirkomulags þróaðist fram spillt skiptakerfi stóru flokkanna tveggja, sem deildu með sér völdum og stöðuveiting- um á vegum ríkisins. Á undanfömum mánuðum hefur verið flett ofan af þessu kerfí og í ljós komið að fjölmarg- ir stjómmálamenn og fjármála- menn Ítalíu hafa verið tengdir spillingu og jafnvel mafíunni. Þörfín fyrir umskipti var orðin yfírþyrmandi og í þjóðarat- kvæðagreiðslunni samþykktu tæplega 83% ítala að taka upp einmenningskjördæmi í kosn- ingum til öldungadeildarinnar í stað hlutfallskosninga. Við völd- um í landinu tók einnig ópólítísk stjórn undir forystu fýrmm seðlabankastjóra, Carlos Azeglios Ciampis, sem hefur það að meginmarkmiði að breyta kosningafyrirkomulagi í landinu og beijast gegn spill- ingu. Kosningamar um helgina vom fyrsta tækifæri kjósenda til að láta álit sitt á stjómmála- flokkunum í Ijós eftir að spill- ingarmálin byijuðu að hrannast upp. Var enda litið svo á að þær myndu marka upphafíð að nýrri, endumýjaðri Italíu. Kosninga- úrslitin em ákveðin staðfesting á þessari spá. Rétt eins og í þjóðaratkvæðagreiðslunni snem kjósendur baki við hinu hefðbundna og vom sigurvegar- ar helgarinnar fyrst og fremst flokkar og framboð sem tengd- ust ekki fortíðinni. Úrslitin gefa hins vegar enga einhlíta vísbendingu um hvemig hin „nýja“ Ítalía mun koma til með að Iíta út. Jafnvel má túlka úrslitin sem svo að auknar líkur séu á pólitískum klofningi landsins. Ítalía hefur um langa tíð ver- ið tvískipt land í raun. Norður- hlutinn ríkur og velmegandi en suðurhlutinn vanþróaður og spilltur. Margir íbúar Norður- Ítalíu hafa viljað skera á tengsl- in við suðurhlutann og taka í stað þess upp lausbeislaðra ríkjasamband. Hugmyndir af því tagi áttu aftur á móti ekki hljómgmnn meðal kristilegra demókrata sem sóttu til Suður- Ítalíu stóran hluta valds síns. í því umróti sem nú einkenn- ir stjómmálaástandið á Ítalíu hefur gamla flokkakerfið nán- ast leystst upp. Úrslit helgar- innar benda til að svo geti farið að við taki flokkar sem sæki vald sitt til einstakra landshluta fremur en landsins í heild. Þann- ig vann Norðursambandið, sem berst fyrir skiptingu landsins, stórsigur á Norður-Italíu. Það á þó eftir að koma í Ijós hvort að kjósendur hafi með því að veita flokknum atkvæði sitt einungis viljað knýja á um breytingar og uppstokkun eða hvort raunvera- legur vilji sé fyrir hendi að kljúfa Ítalíu í tvennt. Fastlega er búist við að efnt verði til þingkosninga síðar á þessu ári, í kjölfar þess að ríkis- stjóm Ciampis hefur knúið í gegn breytingar á kosninga- löggjöfinni. í þeim kosningum munu útlínur hinnar nýju Italíu skýrast frekar. Sigur Gonzalez Nauman kosningasigur spænskra sósíalista í þing- kosningunum á sunnudag má fyrst og fremst rekja til tveggja þátta: Fortíðarinnar og persónu Felipe Gonzalez, forsætisráð- herra. Það væri að hæpið að túlka úrslitin sem sigur fyrir stjórnar- stefnuna. Sósíalistar, sem farið hafa með völd á Spáni í rúman áratug, hafa átt mjög undir högg að sækja að undanförnu. Staða efnahagsmála er mjög slæm og atvinnuleysi heldur sí- fellt áfram að aukast. Þá hafa forystumenn í flokknum verið sakaðir um spillingu og gætt hefur valdhroka meðal flokks- forystunnar. Kjósendur virðast samt ekki enn vera reiðubúnir að treysta helsta stjómarandstöðuflokkn- um, Þjóðarflokknum, fyrir völd- unum í landinu. Hann er í aug- um margra enn of tengdur stjórnartíð einræðisherrans Franciscos Francos, sem lést fyrir sautján ámm. Leiðtogi Þjóðarflokksins, Jose Maria Aznar, virðist heldur ekki hafa náð að heilla Spánveija á sama hátt og hinn litríki forsætisráð- herra Gonzalez. Nóbelsverðlaunahafinn dr. Carleton Gajdusek Verk Bjöms Sigurðsson- ar lykilframlag á sviði læknis- og örvemfræði Nóbelsverðlaunahafinn dr. Carleton Gajdusek var meðal fjölmargra vísindamanna á læknaráðstefnunni sem Vísinda- akademía New York stóð fyrir 2.-5. júní í Háskólabíói um hæg- gengar veirusýkingar í mið- taugakerfinu og rannsóknastörf dr. Björns Sigurðssonar læknis, fyrsta forstöðumanns Tilrauna- stöðvar Háskólans í veirufræði á Keldum. í fyrirlestri sínum fjallaði Gajdusek um framfarir á sviði rannsókna á riðuveiki og skyldra sjúkdóma. Flestir vís- indamannanna sem fjölluðu um hæggengar veirusýkingar vitn- uðu til verka Björns Sigurðsson- ar í fyrirlestrum sínum og töldu framlag hans mjög þýðingar- mikið fyrir rannsóknir í veiru- fræðum. Dr. Gajdusek sagði í samtali við Morgunblaðið að nið- urstöður Björns hefðu verið lyk- ilframlag á sviði læknisfræði og örverufræði, sem vektu mikla athygli vísindamanna enn í dag, ekki síst vegna þess að alnæmis- sjúkdómurinn teldist til sama sjúkdómaflokks og Björn lýsti. „Þetta er í fjórða skipti s'ém ég heimsæki ísland. Ég kom hér fyrst vegna vísindastarfa minna árið 1959, skömmu eftir andlát Björns Sigurðs- sonar og fékk því aldrei tækifæri til að hitta hann. Ég kynntist hins veg- ar Páli Pálssyni, Margréti Guðnadótt- ur og fjölmörgum öðrum úr hópi þeirra sem störfuðu á Keldum, auk fleiri læknum hér á landi, sem hafa verið vinir mínir í yfir en 30 ár,“ sagði Gajdusek. „Við fengum upplýsingar um rannsóknir Björns Sigurðssonar á visnu, riðu og hæggengum veirusjúk- dómum árið 1958. Ég kom hingað til að afla mér frekari vitneskju um rannsóknarverkefni hans sem svipaði til verkefna sem við vorum að fást við á sjúkdómnum kúru en hann beindi sjónum okkar að því að um veirusýkingu væri að ræða,“ sagði hann. Rannsóknir á visnu og riðu Björn Sigurðsson sýndi fram á að mörg ár gætu liðið frá sýkingu og þar til sjúkdómurinn kæmi fram en Dr. Björn Sigurðsson. ekki aðeins örfáar vikur eins og áður hafði verið talið og segir Gajdusek að vísindamenn hafi þá enga vitn- eskju haft um að meðgöngutími sjúk- dómsins gæti verið svo langur. Þeir hafi svo orðið enn hrifnari eftir því sem hann og samstarfsmenn hans hafi kynnt sér betur niðurstöður Björns um riðuveiki og aðra hægg- genga veirusjúkdóma og borið þær saman við eigin rannsóknir. Upp frá því hafi lýsingum Björns verið fylgt nákvæmlega eftir en á þeim tíma hafi ekki verið horft mikið til dýra- sjúkdóma í læknaheiminum. Hæggengir smitsjúkdómar Gajdusek fékk nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 1977 fyrir rannsóknir á sjúkdómunum Kúru og Creutzfeldt-Jakob sjúk- dómnum en hann hafði þá um skeið unnið að þessum rannsóknum á frumstæðum þjóðflokki í Nýju Gíneu og gert tilraunir á öpum sem leiddu í ljós að Creutzfeldt-Jakob sjúkdóm- urinn var ekki arfgengur efnaskipta- sjúkdómur heldur hæggengur smit- sjúkdómur samkvæmt skilgreining- um sem Björn Sigurðsson hafði sett fram. „Ég fékk nóbelsverðlaunin fyr- ir að hafa uppgötvað nýjan sjúk- dómaflokk og hvemig sjúkdóms- Dr. Carleton Gajdusek myndunin ætti sér stað. Við höfðum áttað okkur á að við værum að rann- saka bólgulausa sjúkdóma, sem virt- ust vera kerfisbundir en fram að því höfðum við álitið þá annað hvort arfgenga eða að þeir stöfuðu af eitur- efnum. Við höfðum komist að raun um að ef Kúra og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómarnir væru smitsjúkdómar á sama hátt og riða og visna yrðum við að hafa áhyggjur af fjölmörgum öðrum sjúkdómum. Sú hefur þó ekki orðið raunin. Við höfum enn ekki getað sýnt fram á að hæggengar veirur orsaki Multiple Sclerosis (heila- og mænusigg) eða Parkinson veiki og Alzheimer sjúkdómurinn hefur ekki ennþá reynst vera af völd- um hæggengra veirusýkinga ,eins og við höfðum búist við,“ sagði Gajdu- sek. „Því miður lést Bjöm ungur en ef hann hefði haldið rannsóknum sínum áfram í þá átt sem hann stefndi er enginn vafí á að hann hefði hlotið nóbelsverðlaunin," svaraði Gajdusek þegar hann var spurður hvort hann teldi að Bjöm hefði átt skilið þessa æðstu viðurkenningu læknavísind- anna eins og margir hafa haldið fram. Alþjóðiega læknaráðstefnan í Háskólabíói Líklega fundin skýring á ráðgátunni um eðli riðuveiki Bylting í almennri líffræði ef rétt reynist, segir Guðmundur Pétursson læknir á Keldum MIKILSVERÐAR niðurstöður rannsókna á eðli sjúkdómsins riðu voru kynntar á alþjóðlega læknaþinginu sem haldið var á vegum Vísindaakademíu New York í Háskólabíói dagana 2.-5. júní um hæggengar veirusýkingar í miðtaugakerfinu og verk dr. Björns Sigurðssonar læknis. Lengi hafa verið uppi deilur meðal vísinda- manna um hvort riðusýkillinn innihaldi erfðaefni eins og aðrar þekktar lífverur. Á ráðstefnunni voru færð sterk rök fyrir því að svo væri ekki og voru kynntar niðurstöður úr rannsóknum sem studdu nýjar hugmyndir vísindamanna um að smitefni riðu inni- haldi ekki erfðaefni heldur sé eingöngu um eggjahvítuefni að ræða. Guðmundur Pétursson, sem ný- lega lét af störfum forstöðumanns Tilraunastöðvar Háskólans í meina- fræði á Keldum, segir að þótt ekki liggi fyrir endanlegar sannanir fyrir þessu séu nú komnar fram mjög sannfærandi skýringar á eðli riðu sem geti auðveldað baráttuna gegn sjúkdómnum. „Þetta vekur sérstaka athygli vegna þess að eðli þessara sjúkdóma og smitefnisins hefur verið mjög mikil ráðgáta og ef þetta reynist rétt, að þeir geti borist með próteini án erfðaefnis, þá er það mikil bylting í almennri líffræði, sem breytir því sem talin voru algild sannindi fram að þessu,“ segir Guðmundur. Það voru tveir vísindamenn frá Bandaríkjunum, dr. Charles Weiss- mann og dr. Karen Hsiao, sem skýrðu frá þessum niðurstöðum sem byggjast á erfðatæknilegum tilraun- um. Markvissari aðferðir Guðmundur sagði að það hefði háð mönnum í baráttu við þessa sjúk- dóma hversu lítið hefur verið vitað um eðli smitefnisins og sagði ljóst að aukin þekking myndi leiða til þess að hægt verði að beita mark- vissari aðferðum í baráttunni við riðu. Niðurstöður bandarísku vís- indamannanna gætu gefið vísbend- ingar sem kæmu að haldi hér á landi en hann sagðist fljótt á litið ekki telja að þær gæfu ástæðu til að breyta um baráttuaðferðir gegn riðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.