Morgunblaðið - 08.06.1993, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993
33
5. Leggjabtjótur frá Skammbeins-
stöðum, M.: Fífa, Skammbeins-
stöðum, eigandi Halldór Bjarna-
son, knapi Sigurður Sigurðarson,
8,32.
Unglingar
1. Guðmar Þór Pétursson á Trostan
úr Eyjafirði, eigandi Guðmar Þór
Pétursson, 8,52.
2. Þorvaldur Kristjánsson á Loga
frá Miðsitju, eigandi Þorvaldur
Kristjánsson, 8,42.
3. Garðar Hólm Birgisson á Skaf-
renningi, eigandi Garðar Hólm,
'8,28.
4. Sölvi Sigurðarson á Rosa frá
Hallgeirseyjarhjáleigu, eigandi
Baldvin Björgvinsson, 7,90.
5. Diljá Óladóttir á Stráki frá Síðu-
málaveggjum, eigandi Svanhildur
Jónsdóttir, 7,80.
Börn
1. Magnea Rós Axelsdóttir á Vafa
frá Mosfellsbæ, eigandi Axel
Blomsterberg, 8,09. 2. Eyþór
Árnason á Vini frá Sauðárkróki,
eigandi Kolbrún Ólafsdóttir, 7,68.
3. Berglind Hólm Birgisdóttir á
Freyiu frá Syðstu-Grund, eigandi
Birgir Hólm, 7,79.
4. Birta Júlíusdóttir á Dropa frá
Hóli, knapi eigandi, 7,62.
5. Helga Ottósdóttir á Kolfinni frá
Enni, knapi eigandi, 7,91.
Unghross
1. Jarl frá Álfhólum, f.: Feykir,
Hafsteinsstöðum, m.: Brúnka, Álf-
hólum, eigandi og knapi Guðlaugur
Pálsson.
2. Seifur frá Reykjum, f.: Eddi,
Reykjum, m.: Lía, eigandi og knapi
Kristinn Már Sveinsson.
3. Léttir frá Mosfellsbæ, f.: Ljóri
1022, m.: Fjöður 4817, Samtúni,
eigandi Brynhildur Þorkelsdóttir,
knapi Valdimar Kristinsson.
4. Telpa frá Bijánslæk, f.: Erpur,
Erpsstöðum, m.: óþ. eigandi Þröst-
ur Karlsson, knapi Þorvarður Frið-
björnsson. 5. Sunna frá Blikastöð-
um, f.: Stígur Kjartansstöðum, m.:
Gola 5366, Blikastöðum, eigandi
Magnús Sigsteinsson, knapi Sig-
urður Sigurðarson.
Tölt
1. Sigurður Matthíasson á Bessi
frá Gröf.
2. Friðfinnur Hilmarsson á Stíg-
anda.
3. Sævar Haraldsson á Bráni frá
Kílhrauni.
4. Elsa Magnúsdóttir á Kolskeggi
frá Húsey.
5. Jens Einarsson á Þokka frá
Bjarnanesi.
MA-hátíð í
fjórða sinn
MA-HÁTÍÐ verður haldin í
íþróttahöllinni á Akureyri í
fjórða sinn að kveldi 16. júní
næstkomandi. Þar hittast afmæl-
isárgangar og rifja upp gömul
kynni eina kvöldstund.
Hátíðin hefst kl. 18 miðviku-
dagskvöldið 16. júní, en borðhald
hefst kl. 19.30. Aðgöngumiðar
verða seldir deginum á undan, 15.
júní frá kl. 14 til 18 og samdæg-
urs frá kl. 10 til 17. Ræðuhöldum
verður stillt í hóf, en afmælisár-
gangar sjá um skemmtiatriði og
syngja lög sem vinsæl voru á Sal
í hveijum tíma.
Um langan veg
Fyrsta MA-hátíðin var haldin
árið 1990 og er nú komin nokkurra
ára hefð á hátíðirnar og hafa á
bilinu 800 til 1000 manns að jafn-
aði sótt þær. Margir hafa komið
um langan veg til að hitta gamla
skólafélaga sína þetta kvöld og rifja
upp með þeim ævintýri mennta-
skólaáranna.
Reykjavíkurdeild RKÍ
Námskeið í
skyndihjálp
REYKJAVÍKURDEILD RKÍ
gengst fyrir námskeiði í skyndi-
lijálp sem hefst miðvikudaginn 9.
júní, kennt verður fjögur kvöld.
Kennsludagar verða 9., 10., 16.
og 21. júní. Námskeiðið telst vera
16 kennslustundir. Þátttaka er
heimii öllum 15 ára og eldri. Nám-
skeiðið verður haldið í Ármúla 34,
3. hæð (Múlabæ).
Þeir sem hafa áhuga á að komast
á þetta námskeið geta skráð sig í
síma 688188 frá kl. 8-16. Nám-
skeiðsgjald er kr. 4.000 og skuldlaus-
ir félagar í RKÍ frá 50% afslátt.
Hægt verður að ganga í félagið á
staðnum. Einnig fá nemendur í fram-
haldsskólum 50% afslátt, það gildir
einnig um háskólanema, gegn fram-
vísun á skólaskírteini. Meðal þess
sem kennt verður á námskeiðinu er
blástursaðferðin, endurlífgun með
hjartahnoði, hjálp við bruna og blæð-
ingum úr sárum. Einnig verður fjall-
að um það hvernig koma megi í veg
fyrir helstu slys. Að námskeiðinu
loknu fá nemendur skírteini sem
hægt er að fá metið í ýmsum skólum.
Tekið skal fram að Reykjavíkur-
deild RKÍ útvegar leiðbeinendur til
að halda námskeið í fyrirtækjum og
hjá öðrum sem þess óska.
(Fréttatilkynning)
SUMARTILBOÐ
Hvítt, slétt eldhús án borðplötu Verð frá kr. 35.420.
5 mismunandi gerðir af hurðum. Til afgreiðslu strax.
Borðplata 305x60 sm, kr. 6.000.
Frábœrt
verð
eldhus-
miðstöðin
Lágmúla 6,
sími 68 49 10.
p
Metsölublaó á hverjum degi!
Fiat Uno Arctic
fyrir norðlœgar slóðir
8
a
Fiat Uno býðst nú á betra verði en nokkru sinni fyrr.
Aðeins kr.
698.000
UNO 45 3D
Uno.
4% M ÍMA
BrCOC
á götuna - ryðvarinn og skráður.
Ath. Gerið verðsamanburð við aðra bíla!
er sérbúinn fyrir norðlægar slóðir:
Styrkt rafkerfi - Stærri rafall - Sterkari
rafgeymir - Oflugri startari - Bein innspýting
- Betri gangsetning - Hlífðarpanna undir vél
- Oflugri miðstöð - Aukin hljóðeinangrun -
Ný og betri 5 gíra skipting.
Frábær greiðslukjör
Úrborgun kr. 175.000 eða gamli bíllinn uppí.
Mánaðargreiðsla kr. 18.519 í 36 mánuði
með vöxtum og kostnaði auk verðtryggingar.
Komið og reynsluakið
ITALSKIR BILAR HF.
Skeifuimi 17 • 108 Reykjavík • sími (91)677620
Úr fréttatilkynningu