Morgunblaðið - 08.06.1993, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 08.06.1993, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 37 Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á blán voginn. (Davíð Stefánsson.) Guð geymi Lárus Óskarsson. Hjörtur og Guðrún. Hve ijúft er ekki að minnast þess, hve mild- ur var þinn armur. Er mjúkt og hlýtt þú straukst um okkar veðurbitnu kinn. Og við ætlum að syngja um það, uns sofnar okkar harmur, hve sælt það var að mega alltaf hlaupa í faðminn þinn. Og við ætlum að helga þér það bióm, sem fyrst við finnum, er fðrum við að smala í vor á okkar nýju skóm, og við ætlum að kyssa það og vökva ótal sinnum, og við ætlum að segja mömmu, að það sé lífs þíns bióm. Við börnin, sem þú elskaðir, og urðum særð að þegja, er andlátsfregn þín barst okkur sem vetrar- kuldans mál, við samþykkjum að láta þína elsku aldrei deyja, - ætlum sjálf að geyma ’ana í hjarta okkar og sál. (Jóhannes úr Kötlum.) í dag er til moldar borin að Dönu- stöðum í Laxárdal amma okkar, Jóhanna Lilja Kristjánsdóttir, sem lést í Landspítalanum hinn 29. maí síðastliðinn. Amma var fædd 9. apríl 1907 í Keflavík á Hellissandi, dóttir hjónanna Sigríðar Cýrusdótt- ur og Kristjáns Gilssonar. Kristján var af snæfellskum sjómönnum kominn, en Sigíður var af Cýrusar- ættinni, sem þekkt var fyrir dugnað og trúrækni. Það veganesti fylgdi ömmu alla hennar tíð. Amma ólst upp í stórum systkinahópi hjá for- eldum sínum á Hellissandi, en Sig- ríður og Kristján áttu 14 börn. Þeg- ar amma var 12 ára missti hún föð- ur sinn og fór alfarin að Dönustöð- um til Daða Halldórssonar og Vikt- oríu Kristjánsdóttur. Það var erfítt fýrir ömmu að flytjast til vanda- lausra, en þau hjónin reyndust henni vel. Árið 1927 giftist amma afa okk- ar, Skúla Jóhannessyni. Afí var fæddur 5. mars aldamótaárið 1900 í Sauðhúsum í Laxárdal, sonur hjón- anna Ingibjargar Þorkelsdóttur og Jóhannesar Jóhannessonar í Pálss- eli. Tveggja ára að aldri fór afí í fóstur til Daða og Viktoríu að Dönu- stöðum. Afí og amma tóku við búi á Dönustöðum af Daða og bjuggu þar þangað til afí dó, en hann lést 7. janúar 1968. Amma og afi eignuðust sjö böm, Viktoríu, f. 1927, Daða, f. 1928, Sigríði f. 1930, Sólrúnu Hlíðfoss, f. 1932, Ingibjörgu Jóhönnu, f. 1936, Guðrúnu Lilju, f. 1940, og Iðu Brá, f. 1944. Daða son sinn misstu afí og amma 1953 af slysförum og var það þeim þung raun. Eins og nærri má geta er afkomendahópur- inn orðinn stór, 23 bamabörn og barnabarnabörnin era orðin 27 tals- ins._ Á Dönustöðum hjá ömmu og afa var alla tíð gestkvæmt og mikið um að vera. Þar var Lestrarfélag Fram- dælinga, ungmennafélagssamkom- ur, stjómmálafundir og kosninga- staður Framdælinga. Framdælingar vom samheldnir og oft var glatt á hjalla og jafnvel stiginn dans í stóru stofunni á Dönustöðum, sem í dag þætti að vísu ekki stór. Þegar sím- inn kom var símstöð á Dönustöðum og lengi vel eini síminn í Framdaln- um. Sumarið 1939 brann gamli torf- bærinn á Dönustöðum með því sem næst öllu innbúi, margt gamalla og fágætra muna þar á meðal. Á með- an byggt var nýtt steinhús, sem enn stendur, þjuggu afí og amma ásamt fimm elstu börnunum í fjárhúsunum fram eftir vetri. Sváfu þá allir í jöt- unum, jafn heimafólk sem gestir, en þeir ferðalangar sem vanir voru að gista hjá ömmu og afa settu það ekki fyrir sig. Árið 1958 fluttust foreldrar okk- ar, Sigríður og Einar Valdimar Ólafsson, vestur í Dali og stofnuðu nýbýlið Lambeyrar í landi Dönu- staða. Margar ferðir fómm við systkinin yfír til ömmu og í fjárhús- in til afa. Og þegar aftur sást til sólar var farið í sólarpönnukökur til ömmu. Eftir að afí dó fluttist amma í Kópavoginn og bjó þar með Sólrúnu dóttur sinni og Bjarka syni hennar á Vallartröð 12. Þar átti hún góða ævi. Á Vallartröðinni hjá ömmu og Sólu var miðpunktur fjölskyldunnar. Leið vart sá dagur að ekki kæmi einhver úr fjölskýldunni. Alltaf var vel veitt og amma kunni því best að veitingunum væm gerð góð skil. Ef nógu margir voru mættir var gjaman tekið í spil og ekki lét am'ma sitt eftir liggja við spilamennskuna. Þegar farið var suður var alltaf gist hjá ömmu og Sólu og hafa flest okkar systkinanna búið þar í lengri eða skemmri tíma. Ekki er hægt að minnast ömmu án þess að nefna stjórnmál. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir í stjómmálum og var óþreytandi í umræðum þegar stjómmál bar á góma. Amma var dyggur stuðnings- maður Alþýðubandalagsins og Þjóð- viljinn var hennar blað. Síðustu eld- húsdagsumræðum fylgdist amma grannt með frá upphafí til enda, þrátt fyrir að heilsan væri farin að gefa sig. Þrátt fyrir stóran afkomendahóp hafði amma ótrúlega náin tengsl við afkomendur sína. Þegar saman var komið til að fagna stómm sem smáum tímamótum í lífí einhvers var amma yfirleitt þar og naut sín til fullnustu. Hún var ákaflega stolt og ánægð með öll sín böm, barna- böm og bamabarnabörn og fannst henni þau hvert öðm myndarlegra. Amma var tignarleg kona, kát og jákvæð og emm við systkinin stolt yfír því að hafa átt hana fýrir ömmu. Systkinin Lambeyrum, Daði, Jónína, Skúli, Jóhanna Liya, Skúli, Valdimar, Valdís, Ólöf Björg og Svanborg Þuriður. Elsku amma Lilja. Það var alltaf gott að koma í eldhúskrókinn til þín og fá hlýjar og góðar móttökur. Við viljum eyða ellinni eins og þú, já- kvæð, hress og ferðast þegar við höfum heilsu til. Þú varst góð við okkur öll og gerðir ekki upp á milli okkar. Við söknum þín mikið. Þín langömmuböm, Þorbjörg, Ásmundur Einar, Ása, Freyr, Sigríður Lilja og Sólrún Svava. Síðast voru 77.250.000kr. í þreföldum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.