Morgunblaðið - 08.06.1993, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNI 1993
55
UR DAGBÓK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
Sameiginlegt umferðarátak
lögreglunnar á Suðvesturlandi
hefst á miðvikudag og mun standa
í viku. Að þessu sinni verður sér-
staklega athugað hvort ökumenn
og farþegar noti öryggisbelti eða
barnabílstóla, hvort ökumenn virði
ökuhraðareglur og hvort þeir aki
virkilega enn á negldum hjólbörð-
um. í umferðarátakinu sameinar
lögreglan á svæðinu krafta sína,
en þó að hún beini athyglinni sér-
staklega að þessum ákveðnu þátt-
um að þessu sinni mun hún og
fylgjast með því að vegfarendur
virði aðrar þær reglur sem um
umferð hafa verið settar.
Afskipti af ölvuðu fólki voru 90
talsins um helgina, auk annarra
ölvunartengdra tilvika, s.s. hávaða
og ónæðis, ölvunaraksturs, 7
skemmdarverka, 8 rúðubrota og 8
líkamsmeiðinga. Þá voru tilkynnt
22 innbrot og 11 þjófnaðir. T.d.
var farið inn í bifreiðir við Grettis-
götu, Súðarvog, Kleppsveg, Sól-
heima og Hrefnugötu, verslanir í
Skipholti, við Laugaveg, Banka-
stræti, Freyjugötu og Armúla og
íbúðir við Laufásveg og Leifsgötu.
Á föstudag var tilkynnt að sjó-
menn á rússneskum togara hefðu
ekið á landgang fiskiskips á Ægis-
garði. Þá höfðu þeir og ekið á tvö
fiskiker á bryggjunni og að sögn
sjónarvotta mátti þakka fyrir að
þeir ækju ekki í sjóinn. íjórir
Rússar voru í númerslausri bifreið-
inni, en hún var ein fjölmargra
bifreiða, sem rússneskir sjómenn
höfðu keypt. Þetta eru yfírleitt
hræ í augum Íslendinga, en þeir
höfðu safnað þeim saman á Ægis-
garð i óþökk margra fyrirtækja
sem aðstöðu hafa á bryggjunni.
Þess má geta að í fjölmörg skipti
sem rússneskir togarar eða skip
frá Rússlandi hafa haft viðdvöl í
Reykjavíkurhöfn hafa orðið vand-
ræði vegna viðskipta íslendinga
við sjómennina, ölvunar þeirra og
aksturs í þannig ástandi á númers-
lausum bifreiðum, hvort sem er á
bryggjunum eða á götum borgar-
innar.
Á föstudag var tilkynnt vinnu-
slys í Ármúla. Þar hafði maður
fallið ofan af þaki og komið niður
á jámahrúgu. Hann meiddist á
höfði og á síðu, auk þess sem tal-
ið var að hann hefði hlotið innvort-
is meiðsl. Starfsmaður Vinnueftir-
litsins var kvaddur á vettvang.
Á föstudag fannst bifreið í
Heiðarseli sem stolið hafði verið
frá Veghúsum nóttina áður. Við
bifreiðina var tekinn einn af þess-
um afkastamiklu nýliðum á
glæpabrautinni. Sá er einna
þekktastur fyrir að nytja bifreiðir
annarra án leyfis eigenda þeirra
sem og að taka til handargangs
ýmislegt úr annarra manna húsum
og bifreiðum. Fyrr um nóttina
hafði hann komið að mannlausri
bifreið í miðborginni og svo
„heppilega“ vildi til að lyklarnir
stóðu í kveikjulásnum. Hann ók
henni því vítt og breytt um borg-
ina, en skilaði henni síðan á sama
stað þar sem bifreiðin féll ekki að
hans smekk. í bifreiðinni í Hæð-
arselinu fundust munir sem sóttir
höfðu verið í bifreiðir í Húsahverf-
inu um nóttina.
Á föstudagskvöld hafnaði bif-
reið á ljósastaur við Reykjanes-
braut við Nýbýlaveg. Bifreið, sem
ekið hafði verið á eftir þeirri bif-
reið, lenti síðan aftan á henni.
Ökumaður ásamt þremur farþeg-
um voru færðir á slysadeild.
Meiðsli munu hafa verið minni-
háttar. Aðfaranótt sunnudags
varð gangandi vegfarandi fyrir
bifreið á Fríkirkjuvegi, en meiðsli
hans voru ekki talin alvarlegs eðl-
is.
Um 2.000 manns voru í mið-
borginni þegar mest var aðfara-
nótt laugardags. Mikið var af
unglingum og voru þeir talsvert
ölvaðir. Talsvert af landa var þar
í umferð og þurfti lögreglan að
hella niður miklu magni af honum.
Margt fólk var enn í miðborginni
undir morgun, enda veður með
eindæmum gott. Aðfaranótt
sunnudags voru um 3.000 manns
í miðborginni. Nokkuð var um ölv-
un og þurfti lögreglan nokkrum
sinnum að blanda sér í átök ölvaðs
fólks.
Snemma á laugardagsmorgun
þegar kona ein kom heim úr vinnu
og hugðist ganga i dyngju hafði
lítil mús gert sig þar heimakomna.
Konan baðst ásjár lögreglu, sem
fjarlægði músina nauðuga. Músa-
vinum til hugarhægðar er það að
segja að ekki var talin ástæða til
að aflífa músina heldur var henni
komið á þann stað, sem hún ber
nafn af.
Um svipað leyti hafði ungur,
ölvaður maður samband við neyð-
arsíma lögreglunnar og sagði
mann hafa veist að sér með vatns-
slöngu á Laugavegi. Hann hefði
ætlað að ræða við þvottamanninn
um lífsins gagn og nauðsynjar, en
þá hefði sá ráðist að sér með slöng-
una að vopni og sprautað vatni
yfír sig allan. Vildi ungi maðurinn
líkja þessu við líkamsárás af gróf-
asta tagi og krafðist þess að lög-
reglan brygðist við af hörku, hand-
tæki þvottamanninn og tukthúsaði
hann með hið sama. Þegar honum
var sagt að þetta mál yrði athug-
að brást hann hinn versti við og
á endanum þurfti að slíta samtal-
inu, en þá biðu símtöl á neyðarlín-
unni. Ekki líkaði unga manninum
þessi afgreiðsla og hringdi því ít-
rekað í neyðarsímann til þess að
lýsa skoðun sinni á lögreglu þessa
lands og varð hún dekkri í hvert
sinn, sem hringt var. Á meðan
þessu fór fram kannaði lögreglan
hvort saga unga mannsins hefði
átt við rök að styðjast. Á nefndum
stað á Laugaveginum var maður
að þvo gangstéttina fyrir framan
hús sitt með slöngu. Hann kann-
aðist við málið. Ungi maðurinn
hefði komið askvaðandi að honum
með miklum látum og hefði haft
tilburði til þess að ráðast að hon-
um. Hann hefði þá tekið til þess
bragðs að skola andlit unga
mannsins með köldu vatninu úr
vatnsslöngunni, bæði til þess að
róa manninn og eins til þess að
veijast honum. Ekki var talin
ástæða til frekari aðgerða þar sem
lýsing þvottamannsins á atferli
unga mannsins var í samræmi við
tilfínningu lögreglumanna í stjóm-
stöð varðandi geðprýði hans og
„kurteisi“.
Á sunnudagsmorgun var tals-
vert annríki fólgið í því að hirða
ofurölvi fólk, sem lá bjargarlaust
um borgina, og koma því áfram
til síns heima.
Á sunnudagsmorgun var til-
kynnt um 4 unglinga í bifreið veif-
andi byssu. Lögreglan stöðvaði
akstur bifreiðarinnar skömmu síð-
ar á Vesturlandsvegi. í bifreiðinni
fannst plastbyssa og nokkuð af
þýfi, sem og tæki notuð til inn-
brota. Unglingarnir voru færðir á
lögreglustöðina, en hugsanlegt var
talið að þeir tengdust a.m.k. sjö
innbrotum og innbrotstilraunum á
Laugavegi um nóttina. Einn þeirra
hefur margítrekað komið við sögu
í slíkum málum, en lítið virðist
hafa verið gert í málum hans er
dugað getur til þess að stöðva
ferilinn.
Margt manna var við höfnina á
sjómannadaginn. Allt fór þar vel
fram og engin afskipti þurfti að
hafa af ölvuðu fólki.
Hljómsveitin Pláhnetan.
Ný geislaplata með
Pláhnetuimi komin út
GEISLAPLATAN Speis með
hinni nýlegu stofnuðu hljómsveit
Pláhnetunni kemur út í dag.
Hljómsveitina stofnuðu þeir Stef-
án Hilmarsson, söngur, Ingólfur
Guðjónsson, hljómborð, Friðrik
Sturluson, bassi, Sigurður Gröndal,
gítar, og Ingólfur Sigurðsson,
trommur, á þorranum 1993. Þeir
félagar ákváðu strax í upphafí að
beita óhefðbundnum leiðum við
samstarfið. í stað þess að byija á
því að æfa saman um skeið eins og
venjan er þegar nýjar hljómsveitir
eru stofnaðar settust þeir niður og
hófust strax handa í prufuhljóðveri
við að forvinna á annan tug laga
sem þá voru þegar fyrirliggjandi.
Með tólf þessara laga í farteskinu
var gengið á fund útgefanda og
samningar handsalaðir.
Formlegar upptökur á frumsmíð
hljómsveitarinnar hófust strax eftir
páskana og stóðu yfír í u.þ.b. 50
daga. Það var svo í lok apríl sem
platan Speis, 12 laga gjömingur,
var fullbúin og klár til lokavinnslu
erlendis. Um líkt leyti var Jakob
Johannsson hjá Grafískri hönnun
að leggja lokahönd á útlitshönnun
umbúðanna.
Pláhnetan hefur nú þegar hafið
reisu sína um landið og mun hljóm-
sveitin halda tónleika og dansleiki
víða um landið í sumar. Þá muwr
sveitin meðal annars leika á Þjóðhá-
tíðinni í Vestmannaeyjum um mán-
aðamótin júlí/águst.
Golfmót hjá Félagi við-
skipta- og hagfræðinga
FÉLAG viðskipta- og hagfræðinga heldur sitt árlega golfmót föstudag-
inn 18. júní á Hólmsveli í Leiru (Keflavík). Keppt verður í A- og B-
flokki, þ.e. í byijendaflokki og flokki lengra kominna. Miðað er við
að keppendur í byijendaflokki hafi forgjöf 24 og hærra.
Keppt verður um farandgrip sem annarra verðlauna í boði. Mótið hefst
viðskiptablað Morgunblaðsins og
Hard Rock Café hafa gefið til keppn-
innar. Einnig er að jafnaði fjöldi
Eigendaskipti á Fil a fíl
Ólafur Þórarinsson ásamt aðstoðarfólki.
Lög Ólafs Þórarins-
sonar á Hótel Sögu
VINSÆLUSTU lög Ólafs Þórarinssonar (Labba í Mánum) í flutningi
þekktra hljómlistarmanna verða leikin í Súlnasal Hótels Sögu 12. júní
nk.
EIGENDASKIPTI urðu á versl-
uninni Fil a fil í Borgarkringlunni
í maí. Nýju eigendurnir eru Mar-
grét Rögnvaldsdóttir og Hlín
Kristinsdóttir.
Verslunin býður upp á skyrtur á
dömur og herra á öllum aldri eins
og áður. Eigendur verslunarinnar
vilja vekja athygli á því að verslunin
selur skyrtur á herra með sérstak-
lega löngum ermum. Einnig er mik-
ið úrval af silkiklútum, bindum og
slaufum á dömur og herra. Verslun-
in Fil a fil í Borgarkringlunni er ein
af mörgum um allan heim.
(Fréttatilkynning)
Frá versluninni Fil a fil
í Borgarkringlunni.
kl. 13 og verða leiknar 18 holuf.
Farið verður með rútu frá Holiday
Inn kl. 11.15 stundvíslega. Eftir að
mótinu lýkur verður snæddur kvöld-
verður í Golfskálanum, þar sem
mótsslit og vérðlaunaafhending fara
fram með viðhöfn. Þátttökugjald sem
inniheldur vallargjald, mat og rútu
er 3.500 kr. Þátttökutilkynningar
þrufa að berast eftirtöldum aðilum
fyrir 17. júní nk.: Ólafi Johnson, Sig-
urði Kolbeinssyni og Stefáni Unnars-
Syni. (Fréttatilkynning)
Flutningur er í höndum þekktra
hljómlistarmanna en við flygilinn er
Kári Þormar, einsöng annast Krist-
jana Stefánsdóttir en hún stundar
nám í klassískum söng, kórfélagar
sem kalla sig Austan níu taka nokk-
ur létt lög og síðast en ekki síst
gefst kostur á að hlýða á stórhljóm-
sveitina Karma.
Sýningin verður ekki endurtekin
og því gefst aðeins þetta eina tæki-
færi þann 12. júní nk. í Súlnasal
Hótels Sögu.
Þríréttaður kvöldverður, sýning
og dansleikur á 2.900 kr. Húsið er
opnað kl. 19 fyrir matargesti, en
tilvalið er að koma snemma og njóta
fordrykkjar í boði hússins. Þeir sem
vilja koma á sýninguna greiða 1.500
kr. Aðgangur að dansleik kostar 850
kr.
(Úr fréttatilkynningu)
Ný stjórn kosin 1FÍM
Á AÐALFUNDI FÍM sem haldinn var 10. og 28. maí sl. var kosin ný
stjórn félagsins. Hana skipa: Hannes Lárusson, formaður, Guðrún Ein-
arsdóttir, ritari, Valgerður Bergsdóttir, gjaldkeri, Kristín Jónsdóttir
og Guðrún Kristjánsdóttir, meðstjórnendur.
og vandaðri. Fundurinn telur að
möguleikar sjónvarpsins sem
Á fundinum var samþykkt eftir-
farandi ályktun: „Aðalfundur FÍM,
Félags íslenskra myndlistarmanna,
haldinn 10. og 28. maí sl., beinir
þeim tilmælum til Ríkisútvarpsins
að umfjöllun um myndlist í sjónvarp-
inu verði stórefld, fréttaflutningur
af myndlistarsýningum verði meiri
myndmiðils séu mjög vannýttir hvað
varðar myndlist og telur brýna þörf
á aukinni þáttagerð um myndlist í
samráði við myndlistarmenn.“
(Fréttatilkynning)
—efþii spilar til að vinna!
22. leikvika, 5.-«. Júni 1993 |
Nr. Leikur: R&ðin:
1. Halmstad - Goteborg 1 - -
2. Helslngborg - Fröiunda - X -
3. HScken -öster - X -
4. Trelleborg - Norrköping 1 - -
5. örebro - Degerfoas 1 - -
6. Spánga - Luleá - X -
7. GIF Sundsv. - Vasalund - - 2
8. Kalnutr - Elfsborg 1 - -
9. Lund - Gunnilse 1 - -
10. MjSUby - Landskrona - - 2
11. Myresjö - GAIS - - 2
12. Oddev<dd - Hfissleholm - X -
13. Skövde - Forvrard 1 - -
HeildarvinningsupphaeAin:
84 milljón krónur
13 réttir: 1 2.488340 1 ltr.
12 réttir: | 54.440 J kr.
11 réttir: 1 4.170 J kr.
10 réttir: [ 1.050 | kr.