Morgunblaðið - 31.07.1993, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 31.07.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 7 Náttúruperla sem er horfin Morgunblaðio/Svemr Myndin gefin MARGRÉT Hallgrímsdóttir borgarminjavörður tekur hér við myndinni fyrir hönd Árbæjarsafns af Krisljóni Olafssyni snikkara, sem hefur átt myndina frá því 1916. Kristjón verður 100 ára 20. ágúst næstkomandi. Kristjón Ólafsson snikkari gefur Ár- bæjarsafni gamla mynd af Efrifossum ÁRBÆJARSAFNIÐ hefur fengið að gjöf gamla málaða ljósmynd, sem tekin var af Efrifossum í Elliðaánum. Ekki er nákvæmlega vitað hvenær myndin var tekin, en Kristjón Ólafsson snikkari, sem gaf safninu mynd- ina, segir að hann hafi eignast hana árið 1916. Kristjón, sem verður 100 ára 20. ágúst næstkomandi, segir í gjafabréfí til Árbæjarsafns, að Efrifossar hafi verið talinn einn besti veiðistaður í Elliðaánum. Kristjón segist hafa séð myndir af Elliðaánúm í sjónvarpi og þar sé enga fossa að sjá lengur og ámar séu ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Ljósmyndina eignaðist Kristjón árið 1916 og segist hann hafi geymt myndina vandlega í gegnum árin til að geta gefíð Árbæj- arsafninu hana, því þá hafí Reykjavík- urborg eignast a.m.k. eina mynd af þessari náttúruperlu, sem manns- höndin hafi á sínum tíma eyðilagt. Myndin var máluð af Magnúsi Ámasyni snikkara sem bjó í Uppsöl- um við Aðalstræti. Magnús og Ey- vindur Ámason snikkari, sem Kristjón lærði hjá, voru vinir og uppúr alda- mótum fóru þeir gjaman saman til laxveiða í Efrifossa. Kristjón segist ekki geta fullyrt að mennirnir á mynd- inni séu þeir vinimir, en það gæti vel verið. Kristjón segir að Magnús hafí feng- ist við að mála ljósmyndir og muni hafa málað þessa mynd eftir að hún var stækkuð. Nánari upplýsingar: FARKLÚBBUR VISA UPPLÝSINGA- OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖO Höf&abakka 9, 112 Reykjavík Sími 91-671700, Fax 91-673462 / VISA Rómantísk fegurð Gardavatnsins og N-Ítalíu 26.ágúst - 3. september - 8 dagar Kristján Jóhannsson t besta hlutverki sírtu, Radames í AIDU eftir Verdi, íburSarmestu óperusýningu allra tíma í Arenunni frægu í Verona. Töfrar Gardavatnsins og Itölsku Alpanna. Gist á völdum fjögurra stjörnu fiótelum. FLUG - SKOÐUNARFERÐIR - TÓNLEIKAR * SÍÐUSTU SÆTIN á aáeins 59.650 kr. * án flugvallaskatts 1.905 kr. og morgunverðar og kvöldver&ar. 10 mánaða raágreiáslur Bókanir og nánari upplýsingar hjá FERÐASKRIFSTOFAN PRIMA HEIMSKLUBBUR ______________ INGOLFS AUSTURSTRÆTI17, 4. hæð 101 REYKJAVIK SÍMI 620400FAX 626564 QRKIN 5007-280-21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.