Morgunblaðið - 31.07.1993, Side 8

Morgunblaðið - 31.07.1993, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 í DAG er laugardagur 31. júlí, sem er 212. dagur árs- ins 1993. Árdegisflóð í Reykjavík er kl. 4.57 og síð- degisflóð kl. 17.23. Fjara er kl. 11.02 og kl. 23.37. Sólar- upprás í Rvík er kl. 4.31 og sólarlag kl. 22.35. Myrkur kl. 24.05. Sól er í hádegis- stað kl. 13.34 og tunglið í suðri kl. 24.20. (Almanak Háskóla íslands.). H pfára afmæli. Þann 27. I tJ júlí sl. varð sjötíu og fímm ára Lilja Lárusdóttir Knudsen, Munaðarhóli 18, Hellissandi, (áður Hofs- vallagötu 17, Reykjavík). Eiginmaður hennar var Guð- jón Jóhannsson. Drottinn er mitt hjálp- ræði. í húsi Drottins skul- um vér því hreyfa streng- ina alla vora lífdaga. Jes. 38, 20.-21.) fT pTára afmæli. Mánu- 4 tJ daginn 2. ágúst nk. verður sjötíu og fímm ára Jón H. Þorvaldsson, Granda- vegi 47, Reykjavík. Eigin- kona hans er Guðrún S. Guðmundsdóttir. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. Reglugerðir um lokanir veiðisvæða: Því lengur sem þið eruð litlir og vesældarlegir, því lengnr fáið þið að lifa, þorskhausarnir ykkar ... LÁRÉTT: 1 nísku mennina, 5 bogi, 6 er öðrum meiri, 9 spil, 10 veini, 11 lagarmál, 12 rqjúk, 13 gubbaði, 15 elskaði, 17 álitnir. LÓÐRÉTT: 1 stökk, 2 tuska, 3 mannsnafns, 4 fengurinn, 7 spen- dýr, 8 kyrri, 12 uppspretta, 14 lægð, 16 frumefni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1 loka, 5 álar, 6 góma, 7 ás, 8 eigur, 11 yl, 12 nam, 14 sigg, 18 anginn. LOÐRÉTT: 1 lögleysa, 2 kámug, 3 ala, 4 hrós, 7 ára, 9 ilin, 10 ungi, 13 men, 15 gg. ÁRNAÐ HEILLA verður áttræð Guðrún Þor- steinsdóttir, Furugrund 70, Kópavogi. Eiginmaður henn- ar var Henry A. Hálfdanar- son, skrifstofustjóri Slysa- varnafélags íslands og fyrsti formaður sjómanna- dagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði, en hann lést árið 1972. Guðrún tekur á móti gestum milli kl. 16-19 á afmælisdaginn í félagsheimili starfsmanna Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Elliðaár. ^7ANk. þriðjudag, 3. I U ágúst, verður sjö- tug Inga Margrét Sæ- mundsdóttir, Heiðargerði 28, Vogum, Vatnsleysu- strönd. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Kirkjugerði 15, Vogum, laugardaginn 7. ágúst nk. frá kl. 19. 7nára nfi*1®!'- í dag, 31. • júlí, er sjötugur Run- ólfur Þorkelsson, Torfufelli 36, Reykjavík. FRÉTTIR_________________ VIÐEY um verslunar- mannahelgina: í dag, laug- ardag, verða farnar tvær klukkustundar langar ferðir um eyna á hestbaki ásamt leiðsögn staðarhaldara. Farið verður frá hestaleigunni í eyj- unni tvívegis, fyrst kl. 13.15 og aftur kl. 15.15. Hestaleig- an er starfrækt alla daga vik- unnar og bátsferðir verða um verslunarmannahelgina á heila tímanum frá kl. 13 út í eyju en á hálfa tímanum til baka til kl. 17.30. Á morgun, sunnudag, er messa kl. 14 og að henni lokinni, kl. 15.15, verður staðarskoðun. Á mánudag verður farin göngu- ferð á Vestureyna kl. 14.15. Gangan endar við Viðeyjar- naust þar sem boðið verður upp á veitingar. BANDALAG kvenna, Hall- veigarstöðum. Gróðursetn- ingarferð í Heiðmörk fímmtu- dagskvöldið 5. ágúst nk. kl. 19.30 frá Hallveigarstöðum. Gestur: Steinunn Ármanns- dóttir, skólastjóri. Uppl. hjá Dagmar s. 36212, Ragnheiði 18635 eða Elínu s. 615622. FÉLAG íslenskra hugvits- manna, Lindargötu 46, 2. hæð, er með opna skrifstofu alla virka daga kl. 13-17 þar sem allir hugvitsmenn eru velkomnir og býðst þeim margvísleg þjónusta. Iðnrek- endur, sem áhuga hafa á nýj- um framleiðslumöguleikum eru einnig velkomnir. Síminn er 91-620690. Sumarhús og eldvarnir! * Raflagnir í sumarhúsum skulu hafa' svokallaðan lekastraumsrofa. * Við uppsetningu eða smíði á eldstæði innanhúss skal farið eftir ákvæðum brunamálareglugerðar. * í hverju sumarhúsi skal vera a.m.k. einn gluggi/björgunarop í herbergi sem nothæfur er sem neyðarútgönguleið og sé um svefnloft að ræða skal vera opnan- legur gluggi þar að sama skapi. * Eldvamarteppi hafa reynst mörgum sumarhúsaeigandanum vel gegn marg- víslegum óhöppum af völdum hita eða elds eða handslökkvitækis og reykskynj- ara. * Rétt er að geta þess að nú er í smíðum sérstök reglugerð um fyrirkomulag og staðsetning gastækja. Er sumarhúsið þitt eldklárt? Nokkur minnisatriði og húsráð fyrir þig Kolagrill Notist aðeins utandyra. Setjið aldrei grillið heitt inn. Glóð getur leynst í kolum langtímum saman. Meðhöndlið því kolin aldr- ei innandyra. Arinn — Ofnar Ganga þarf þannig frá eldstæði að það valdi ekki íkveikju. Athuga ber vel hitamyndun frá reykröri og að böm geti ekki snert rör eða ofn. Reykingar Reykingar uppi í rúmi fyr- ir svefn hafa valdið fjölda dauðsfalla. Þegar ösku- ^bakki er tæmdur er gott ráð að bleyta innihaldið. ORLOFSNEFND hús- mæðra í Kópavogi fyrirhug- ar ferð til Edinborgar þann 10. október nk. Farið verður á sunnudegi og komið heim á fimmtudagskvöldi. Uppl. gefa Bima s. 42199, Ólöf s. 40388 og Inga s. 76887 fyrir 13. ágúst nk. FÉLAG eldri borgara í Reykjavík. Dansað verður í Risinu, Hverfísgötu 105, sunnudagskvöld kl. 20. BRJÓSTAGJÖF: Ráðgjöf fyrir mjólkandi mæður. Hjálparmæður Bamamáls eru: Arnheiður s. 43442, Dagný s. 680718, Margrét L. s. 18797, Sesselja s. 610468, María s. 45379, Elín s. 93-12804, Guðrún s. 641451, Guðlaug M. s. 43939, Hulda L. s. 45740, Hjálparmóðir fyrir heyrna- Iausa og táknmálsstúlkur: Hanna M. s. 42401. SILFURLÍNAN - sími 616262. Síma- og viðvika- þjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga milli kl. 16 og 18. OA-SAMTÖKIN gefa á sím- svara samtakanna 91-25533 uppl. um fundi fyrir þá sem eiga við ofátsvanda að stríða. KIRKJUSTARF________ HALLGRÍMSKIRKJA: Org- eltónleikar í dag kl. 12-12.30. Friðrik Walker leikur. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta í dag kl. 11 í Hátúni lOb. Sr. Jón D. Hró- bjartsson. FÆREYSKA sjómanna- heimilið: Andakt nk. þriðju- dagskvöld kl. 20.30. SKIPIN_____________ REYKJAVÍKURHÖFN: í gær fóru á ströndina Amar- fell, Stapafell og Mælifell. Á sunnudag eru væntanleg til hafnar Reykjafoss og leiguskip Eimskips Makka Artica. Á mánudag kemur Laxfoss og þá fer Vigri á veiðar og á þriðjudaginn er Jökulfellið væntanlegt og frystitogarinn Freri kemur af veiðum. HAFNARFJARÐARHÖFN: Togarinn Már kom af veiðum í gær og um helgina fara á veiðar Sjóli, Ýmir og Venus. MINNINGARSPJÖLD MINNIN GARKORT Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á þessum stöðum: Reykjavík: Skrifstofa LHS., Hafnarhúsinu sími 25744 (gíró), Bókaverslun ísafoldar, Laugavegs Apótek, Margrét Sigurðardóttir, Bæjarskrifst. Seltjnesi. Kópavogur: Bóka- verslunin Veda. Hafnarfjörð- ur: Bókabúð Böðvars. Selfoss: Höfn-Þríhyrningnr. Flúðir: Sigurgeir Sigmundsson. Akranes: Elín Frímannsdótt- ir, Háholti 32. Borgarnes: Arngerður Sigtryggsdóttir, Höfðaholti 6. Grundarfjörður: Halldór Finnsson, Hrannar- stíg 5. Ólafsvík: Ingibjörg Pétursdóttir, Hjarðartúni 3. Suðureyri: Gestur Kristins- son, Hlíðarvegi 4. ísafjörður: Jóhann Kárason, Engjavegi 8, Esso-verslunin, Jónína Högnadóttir. Ámeshreppur: Helga Eiríksdóttir, Finnboga- stöðum. Blönduós: Helga A. Ólafsdóttir, Holtabraut 12. Sauðárkrókur: Margrét Sig- urðardóttir, Birkihlíð 2. 01- afsfjörður: Hafdís Kristjáns- dóttir, Ólafsvegi 30. Dalvík: Valgerður Guðmundsdóttir, Hjarðarslóð 4E. Akureyri: Bókabúð Jónasar, Bókaversl. Edda, Bókval, Blómabúðin Akur. Húsavík: Skúli Jóns- son, Reykjaheiðarv. 2., Bóka- versl. Þórarins Stefánssonar. Egilsstaðir: Steinþór Erlends- son, Laufási 5. Eskifjörður: Aðalheiður Ingimundardóttir, Bleiksárhlíð 57. Vestmanna- eyjar: Axel Ó. Lárusson, skó- versl. Sandgerði: Póstaf- greiðslan, Suðurgötu 2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.