Morgunblaðið - 31.07.1993, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993
Útivist í Fossvogsdal
eftir Svein Ólafsson
Síðan undirritaður heyrði fyrst um
hugmyndir að útvistarsvæði í Foss-
vogsdal hefir hann heillast af þeirri
hugmynd meira og meira. Allt það
brambolt og fyrirgangur sem uppi
var milli Kópavogs og Reykjavíkur
umn þessi mál um langt árabil voru
í hans augum skiljanleg og áttu alla
samúð hans út frá því sjónarmiði,
að vemda bæri almannahagsmuni
um útivistarsvæði í og nærri borgar-
byggðinni. Baráttunni um lagningu
akvegar um Fossvogsdal lauk svo,
að teja má öllum til mikils hugarlétt-
is, með sameiginlegri niðurstöðu og
samkomulagi milli Reykjavíkur og
Kópavogs um að útivistarsvæðið yrði
vemdað. Akbrautin skyldi ekki liggja
ofanjarðar um dalinn. Hugsanlegar
dýrar framkvæmdir, eins og jarð-
göng, kæmu til greina til að bjarga
þessari almenningsperlu. Þessu
fannst honum að bæri að fagna og
það benti til nauðsynlegrar víðsýni
kjörinna fulltrúa almennings, sem
sæju að þéttbýlisbyggð yrði að gefa
íbúunum kost á að ganga um ein-
hvers staðar á opnum svæðum sér
til hollustu og hressingar, eins og
lögð er áherzla á í borgum erlendis,
t.d. Lundúnum.
Honum brá því all veralega í brún,
þegar hann heyrði að sjónarmiðin
um almannanot þessa svæðis hefðu
tekið „einhvetjum" breytingum og
fara ætti að þrengja þetta útivistar-
svæði, væntanlega fyrir þrýsingt frá
litlum minnihlutahópi, sem vildi fá
stóran hluta af þessu svæði til
þröngra einkanota, þ.e. fyrir golfvöll.
Þar sem undirritaður taldi hér um
einkennileg sjónarmið að ræða og í
ósamræmi við yfirlýstan tilgang
kannaði hann þetta hjá einum af
bæjarfulltrúum Kópavogs og lét í Ijós
undran yfir breyttum viðhorfum, ef
fara ætti nú, eftir allt bramboltið við
að halda í almenningsnot af dalnum
til hollustu fyrir fjöldann, að þrengja
að þeim sem áður hefði verið haft í
huga að vinna fyrir og taka all vera-
legan hluta þess lands, sem barist
var um að fá til almennrar útivistar,
til afnota fyrir þröngan minnihluta-
hóp.
Svo virtist af þessari könnun und-
irritaðs að þetta myndi vart fá hljóm-
grunn hjá núverandi „gæzlumönn-
um“ almannahagsmuna, þ.é. bæjar-
fulltrúunum, en svo allt í einu er það
orðið upp á teningnum, að þessi
skerðing á útivistarsvæðinu hafi ver-
ið samþykkt af meirihluta bæjarfull-
trúanna. Og ekki bara í Kópavogi
heldur einnig í Reykjavík.
Þegar þetta er skoðað í samhengi
við fortíðina og fyrri stefnumörk,
hvað er þá eiginlega það sem hér
hefir gerzt? Era bæjarfulltrúar gjör-
samlega búnir að missa minnið?
Muna þeir ekki að allt bramboltið
og baráttan snerist um þarfír al-
mennings? Muna þeir ekki heldur að
þeir era umboðsmenn almenning?
Hinn þögli minnihluti er ekki með
hávaða og kröfur, en það er einmitt
oft fyrir hendi hjá félagshópum.
Golfíðkendur era aðeins fámennur
„Honum brá því all
verulega í brún, þegar
hann heyrði að sjón-
armiðin um almannanot
þessa svæðis hefðu tek-
ið „einhverjum“ breyt-
ingum og fara ætti að
þrengja þetta utivistar-
svæði, væntanlega fyrir
þrýsting frá litlum
minnihlutahópi, sem
vildi fá stóran hluta af
þessu svæði til þröngra
einkanota, þ.e. fyrir
golfvöll.“
hópur af öllum fjöldanum og spurn-
ing er hvort bæjarfulltrúar hafa
misst sjónar á því, bara sökum há-
værra óska frá fámennum hópi?
Það skal að vísu viðurkennt að
golfíþróttin eins og önnur íþrótta-
starfsemi þarf, og á fullan rétt á að
fá, sína fyrirgreiðslu. Bæjaryfirvöld-
um ber þó við úrlausn þarfa þeirra
að gæta þess, að bera ekki fyrir
borð rétt mikils meirihluta borgar-
anna við úrlausn á þörfum slíks
smærri hóps manna. Við umræður
undirritaðs við bæjarfulltrúa í Kópa-
vogi kom m.a. fram, að það era til
aðrir staðir, sem hægt væri að gefa
kost á fyrir golfvöll í landi Kópa-
vogs, ekki langt í burtu. Það er því
Sveinn Ólafsson
vandskilið að endilega skuli þurfa
að ásælast þetta nærlæga land og
éinoka það landsvæði fyrir þarfir
fárra sem hentar öllum fjöldanum
betur til útivistar, þegar fínna mætti
annað sem getur leyst þarfír golf-
þróttarinnar annars staðar með nán-
ast eins hentugu móti.
Flestir ef ekki allir golfiðkendur
eru bíleigendur og það skiptir því
sáralitlu máli þótt völlur sé ekki við
húsdyrnar, enda aðrir golfvellir í
nágrenninu þar sem menn þurfa að
aka á staðinn, eins og Grafarholt
fyrir Reykjavík, Vífílsstaðir fyrir
Garðabæ, og Hvaleyrarholt fyrir
Hafnarfjörð.
Þetta sjónarmið um „almenning"
í Fossvogsdal virðist einhvern veginn
algjörlega hafa kaffærst í sambandi
við þetta mál. Þarna er þegar búið
að þrengja að áður. Að vestan í daln-
um er skógræktin með stórt svæði.
Þar fyrir austan er stórt svæði fyrir
grænmetisgarða. Að austan Reykja-
víkurmegin í dalnum er svo afgirt
æfíngsvæði Víkings og afgirtir tenni-
svellir. Ef svo á að taka stórt svæði
austast hinum megin dalsins fyrir
golfvöll, þá er lítið orðið eftir fyrir
almenning til útivistar, sem þó hefír
verið flaggað mest að sé og hafi
verið megin markmiðið með að halda
dalnum lokuðum fyrir bílaumferð,
þ.e. hinni margumtöluðu Fossvogs-
braut, sem hugsanlega vegna þess-
ara almenningsþarfa á að leggjast í
jarðgöngum sem era fokdýr og sem
svo almenningur á að borga eins og
annað við þessi svæði öll eða mest-
öll og verður svo að sjá á eftir afnota-
réttinum til smærri hópa sem geta
alveg eins fengið úrlausn sinna mála
með öðram og hentugum hætti, að
því er upplýst er.
í þessu sambandi við ég sérstak-
lega taka undir orð tveggja manna,
sem ritað hafa um þessi mál, þ.e.
Ólafs F. Magnússonar, læknis og
bæjarfulltrúa í Reykjavík, í Morg-
unblaðinu 24. júlí sl. og Valþórs
Hlöðverssonar, bæjarfulltrúa í Kópa-
vogi, í DV 28. júní sl., en þessir
menn, sem eru hvor úr sínum flokki
vara báðir við þessari ráðstöfun og
telja það ekki, samrýmast almanna-
heill að golfvöllur verði settur niður
í Fossvogsdal og þar með þrengt að
útivistarsyæðinu í Fossvogsdalnum
enn frekar en orðið er. Þar þurfa að
koma góðir göngustígar um allt
svæðið og fleiri brýr á lækinn í daln-
Höfundur er áhugnmaður um
útivist og fyrrverandi fulltrúi.
Velkominn til Hafnarfjarðar
eftir Rögnvald
Guðmundsson
Tíu menn voru teknir tali af
handahófí og spurðir um hvað þeim
dytti í hug þegar sagt væri — „Hafn-
arfjörður“. Þeir horfðu glaðhlakka-
lega hver á annan og síðan á spyij-
andann. Það var greinilegt að allir
könnuðust við staðinn. Sá fyrsti tók
til máls og sagði: „Hafnarfjörður er
vinalegur bær.“ „Hafnarfjörður er
Iíka vagga brandaranna,“ sagði ann-
ar. „í Hafnarfirði er svo gott að
versla,“ kvað sá þriðji við. „Bæjar-
stæðið í Hafnarfírði er fallegt og
hlýlegt,“. sagði sá fyórði. „Hafnfírð-
ingar eiga svo marga vini,“ sagði
sá fimmti. „Hafnarfjörður er snyrti-
legur bær,“ sagði sá sjötti. „í Hafn-
arfirði búa svo margir álfar og hul-
dufólk," sagði sá sjöundi. „Hafnar-
fjörður er bær lista og menningar,"
sagði sá áttundi. „Hafnarfjörður er
mikill handboltabær," sagði sá
níundi. „Hafnarfjörður er svo róm-
antískur bær,“ sagði sá tíundi.
Auðvitað er þetta ekki alveg
svona, en næstum því þó. Sannleik-
urinn er sá að í janúar síðastliðnum
framkvæmdi Viðhorf hf. símakönn-
un fyrir Ferðamálanefnd Hafnar-
fjarðar meðal 1.000 íslendinga. Nær
allir sem þátt tóku í könnuninni
gáfu Hafnarfírði mjög jákvæða
dóma. Aðeins 20% nefndu eitthvað
sem þeim fannst neikvætt. ímynd
Hafnarfjarðar í hugum landsmanna
virðist því vera afskaplega jákvæð.
Mikið um að vera í Hafnarfirði
Hafnfirðingar hafa svo sannar-
lega ekki látið sitt eftir liggja upp
á síðkastið. „Vinir Hafnarfjarðar"
eru nú um 6.000 talsins, ungir sem
aldnir, vítt og breitt um landið. At-
hafnasýningin „Vor ’93“ laðaði til
sín um 15.000 gesti og stórglæsi-
legri Listahátíð Hafnarfjarðar lauk
fyrir mánuði. Er talið að yfír 40.000
manns hafí sótt hana.
Ég tel mig tala fyrir munn bæj-
arbúa þegar ég segi að við Hafnfírð-
ingar viljum fá enn fleiri gesti til
bæjarins, „fleiri í dag en í gær“ eins
og skáldið kvað. Mig langar í því
sambandi að nefna nokkuð af því
sem gerir Hafnarfjörð þess virði að
heimsækja eða dvelja í um lengri
eða skemmri tíma.
Þú — sem trúir að framtíð
byggi á reynslu fortíðar...
... átt erindi í Hafnarfjörð. Þú
getur heimsótt söfnin í Hafnarfirði
sem eru þijú. Sjóminjasafn íslands
hefur nýverið sett upp afar skemmti-
lega sýningu sem er við hæfí allra
aldurshópa. Byggðasafnið, við hlið
Sjóminjasafnsins, hýsir ýmsa muni
frá tíð Bjarna Sívertsen sem lét
byggja húsið laust eftir 1800. Póst
og símaminjasafnið er einnig í Hafn-
arfirði, áhugavert safn við Austur-
götu. Siggubær við Hellisgötu, lítið
heimili hafnfírskrar alþýðukonu, er
til sýnis um heigar. Leifar fyrstu
rafveitu á íslandi era við Lækinn í
Hafnarfirði. Fiskreitir eru á nokkr-
um stöðum í bænum. Gömlu báru-
járnsklæddu timburhúsin segja sína
sögu og eru mörg augnayndi. Fyrir
þá sem vilja kynna sér mjög fornar
minjar má benda á rúnasteina á
Hvaleyrarholti og kapellu úr ka-
þólskri tíð gegnt Alverinu í Straums-
vík.
Þú — sem vilt njóta samvista
við fjölskylduna...
... átt erindi í Hafnarfjörð. Skrúð-
garðurinn Hellisgerði er unaðsreitur
í hjarta bæjarins, fjölmargir felu-
staðir fyrir börn á öllum aldri og
kaffíhús fyrir þá eldri. Á Víðistaða-
túni „sem er umvafíð hrauni á alla
vegu og listaverkum prýtt, er nú
mjög skemmtilegt útivistarsvæði
fyrir alla fjölskylduna með göngu-
stígum og tilbúinni tjörn. Tjaldstæði
Hafnfirðinga er við Víðistaðatún,
fallegur gististaður. Sundlaugar eru
tvær í bænum, við Heijólfsgötu og
Hringbraut. Þeir sem eiga brauð
aflögu er bent á endurnar á Lækn-
um. Söfnin í Hafnarfirði eru kjörinn
vettvangur til að fræða bömin um
söguna. Fjölskylduveiði er sérlega
hentug í Hvaleyrarvatni og Kleifar-
vatni.
Þú — sem trúir að listin göfgi
andann ...
... 'átt erindi í Hafnarfjörð. Fyrir
listunnandann er sjálfsagt að heim-
sækja Hafnarborg, lista og menning-
armiðstöð Hafnarfjarðar, við
Strandgötu. Fjölbreyttar málverka-
og listsýningar eru þar stöðugt í
tveimur sölum og kaffistofu að auki.
Gallerí Portið er neðar við Strand-
götuna, fyrir botni hafnarinnar. Sýn-
ingarsalurinn Háholt geymir mál-
verk í einkaeigu, þ. á m. mörg Kjarv-
alsmálverk. Listamennirnir og hjón-
in Gestur og Rúna hafa opið hús
fyrir gesti alla virka daga eftir há-
degi og listvinnustofurnar í Straumi
við Straumsvík er hægt að heim-
sækja eftir samkomulagi við þá lista-
menn sem þar starfa. Fjölmargir
aðrir listamenn starfa í Hafnarfirði.
Byggingarlist liðins tíma má virða
fyrir sér með því að skoða húsin í
gamla miðbænum, mörg fallega
uppgerð. Af nýrri og athyglisverðari
byggingum má nefna Víðistaða-
kirkju við Víðistaðatún. I kirkjunni
er stórt og tilkomumikið listaverk
eftir Baltazar.
Þú — sem ræktar heilbrigða
sál í hraustum Iíkama...
... átt erindi í Hafnarfjörð. Golf-
klúbburinn Keilir á og rekur glæsi-
legt klúbbhús og einn besta golfvöll
landsins, golfvöllinn á Hvaleyr-
arholti. Fyrir sundáhugamenn og
sóldýrkendur era sundlaugarnar
kjörnar. Stangveiðimenn geta valið
um fjögur vötn í landi Hafnarfjarð-
ar, Hvaleyrarvatn, Kleifarvatn,
Djúpavatn og Hlíðavatn. I Hvaleyr-
arvatn er frítt fyrir börn og ellilífeyr-
isþega. Sjóstangaveiði er hægt að
stunda á Fjörunesinu, skipi sem
Veitingahúsið Fjörukráin gerir út.
Dorgveiði fyrir yngri kynslóðina er
upplögð við bryggjuna. Góðar hjóla-
leiðir eru í nágrenni Hafnarfjarðar.
Kvartmílubraut er í Kapelluhrauni
gegnt Álverinu. í Kapelluhrauni er
einnig flugmódelbraut og rallykross-
braut. Hestamannafélagið Sörli hef-
ur eignast nýja og glæsilega reið-
höll við Kaldárselsveg og liggja þar
góðir reiðvegir til allra átta. Fyrir
skokkara er um margar fallegar leið-
ir að velja í Hafnarfirði og siglinga-
menn geta unað sér vel út af Hafnar-
fírði og Straumsvík.
Þú — sem trúir á álfa og
huldufólk...
... átt erindi í Hafnarfjörð. Því
hefur lengi verið haldið fram að í
klettum og hömram í Hafnarfírði
búi ýmsar duldar vættir, s.s. álfar
og huldufólk. Nú er að koma út
vandað álfakort af Hafnarfirði. Þar
er, eftir bestu fáanlegum heimildum,
Rögnvaldur Guðmundsson
„Fyrir gönguhrólfa og
náttúrubörn er Hafnar-
fjörður og nágrenni
kjörinn vettvangur.“
skráð búseta þessara vera sem að
sögn era yfírleitt vinveittar mönnum.
Áhugafólki verður þá í lófa lagið að
ganga um bæinn og virða fyrir sér
„hýbýli” þessara vina okkar Hafn-
firðinga. Alfakortið mun fást á Upp-
lýsingamiðstöð ferðamanna í Hafn-
arfírði.
Þú — sem náttúrubarn...
... átt erindi í Hafnarfjörð. Fyrir
gönguhrólfa og náttúrubörn er
Hafnarijörður og nágrenni kjörinn
vettvangur. Byija má ferðina uppi á
Hamrinum við Flensborgarskóla
þaðan sem útsýni er gott. Þaðan
má t.d. ganga út að smábátahöfn
eða meðfram læknum og um gamla
bæinn að Hellisgerði og Víðistaða-
túni. Skemmtilegt er einnig að
ganga fjörar frá Heijólfsgötu að
Görðum á Álftanesi. Ofan við bæinn
er hægt að velja um fjolmargar
skemmtilegar gönguleiðir. Útsýni er
t.d. mjög gott af Ásíjalli ofan
Reykjanesbrautar. Við rætur þess
er fuglaparadísin Ástjörn. Háhita-
og hverasvæðið Krýsuvík er í landi
Hafnarfjarðar. Leiðin þaðan liggur
um þijú misgömul hraun og því
spennandi fyrir áhugafólk um jarð-
fræði og jarðsögu. Kleifarvatn og
umhverfi þess býður upp á ótal
göngumöguleika. Frá Kaldárseli er
stutt að ganga á Helgafell og Búr-
fell sem var megineldstöð Hafnar-
fjarðarhrauns fyrir um 8000 árum
og að Valabóli, fallegum áningarstað
við gömlu Selvogsgötuna. Góð
gönguleið er um Undirhlíðar vestur
í Vatnsskarð. Umhverfis Hvaleyrar-
vatn er einnig gaman að ganga. Auk
þess skal vakin athygli á Hafn-
arfjarðar-göngum Skátafélagsins
Hraunbúa sem farnar eru síðasta
sunnudag hvers mánaðar.
Þú — sem vilt gera góð kaup...
... átt erindi í Hafnarfjörð. Gömlu
slagorðin „Ferð í Fjörðinn borgar
sig“ er í fullu gildi. Ýmsar matvöru-
verslanir, sérverslanir og þjónustu-
fyrirtæki í Hafnarfírði hafa gott orð
á sér fyrir lágt vöruverð. Kænu-
markaðurinn sem starfræktur er við
smábátahöfnina í Hafnarfírði á
hveijum sunnudegi (nema um versl-
unarmannahelgina) kl. 11-16 fyllir
þennan flokk. Þar er boðið upp á
afar ódýran fisk og aðrar sjávaraf-
urðir, grænmeti, blóm o.fl. Hefur
markaðurinn notið mikilla vinsælda
frá því hann var opnaður um miðjan
maí enda nátengdur atvinnulífínu
við höfnina.
Mörg áhugaverð veitingahús og
kaffíhús/kaffistofur eru í Hafnar-
fírði. Auk þess eru skyndibitastaðir
og aðrir greiðasölustaðir fjölmargir.
Upplýsingamiðstöð
ferðamanna i Hafnarfirði
Upplýsingamiðstöð ferðamanna
er við Vesturgötu 8 (við hlið Sjó-
minjasafnsins). Þar getur fólk fengið
250 ókeypis ferðabæklinga og upp-
lýsingar um ferðamöguleika á öllu
landinu með áherslu á Hafnarfjörð
og nágrenni. Upplýsingamiðstöðin
tekur að sér að skipuleggja ferðir
fyrir hópa um Hafnarfjörð og ná-
grenni. Opið virka daga kl. 9-17
og um helgar kl. 13-17. Síminn er
650661 og „faxið" 654785.
Lesandi góður! Hvort sem þú býrð
á Reykjavíkursvæðinu, í þéttbýli á
landsbyggðinni eða í sveit, ert ungur
eða farinn að reskjast þá áttu erindi
til Hafnarfjarðar. Sjón er sögu rík-
ari. Vertu ávallt hjartanlega velkom-
inn.
Höfundur er fcrðnm&InfuUtrúi í
Hafnarfirði.