Morgunblaðið - 31.07.1993, Page 15

Morgunblaðið - 31.07.1993, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JUU 1993 15 Davíð Oddsson forsætisráðherra hóf ungur starfsferil sinn sem sendi- sveinn í Sunnubúðinni. Þótt viðfangsefni hans nú séu margvísleg og flóknari, sýndi hann að ennþá kann hann tökin á gamla hjólinu. sem allir voru sendisveinar hjá mér í Sunnubúðinni, og hafa sendisve- inahjólið með á myndinni. Þrátt fyrir mikið annríki tókst að koma því í kring og núverandi eigendur Sunnubúðarinnar, syst- urnar Sigríður og Sigurbjörg Ól- afsdætur úr Mávahlíðinni, (Sigga og Sibba), sem báðar hafa unnið þar frá unglingsárum, buðu upp á eftirlætisfæði sendisveina „Litla flösku af kók og Prins Póló“ og höfðum við öll mjög gaman af. Þær systumar hafa varðveitt vel andrúmsloftið, sem ríkti í litlu búð- unum og heildsalar segja mér að aldrei þurfi að fara nema einu sinni með reikning í Sunnubúðina, og væri ólíkt auðveldara og ánægju- legra að stunda viðskiptin ef allir stæðu sig eins vel og þær. — Það þykir mér vænt um að heyra. Af öllum þeim matvöruverslun- um sem áður voru upptaldar eru nú aðeins starfandi í hverfinu, Sunnubúðin í Mávahlíð og Hlíðakjör í Eskihlíð. Matvöruverslun á íslandi varð að búa við óréttlát verðiagshöft löngu eftir að aðrar vestrænar þjóð- ir höfðu tekið upp frjálsa sam- keppni sem leiddi af sér lægra vöru- verð. Hér á landi voru kaupmennirnir bundnir á sínum stað í fjötrum verð- lagsákvæða við að þjóna vísitölu- íjölskyldunni fyrir ekki neitt, en áttu að fá . rekstrarkostnaðinn greiddan með hagnaðinum af „lúxusvörunum", pakka- og dósa- matnum. Á þær vörur var leyfð há álagning þótt tilkostnaður við sölu þeirra væri miklu minni, en á vísi- töluvörunum. Þegar loks skapaðist aðstaða hér á landi fyrir stórhuga mtjnn til að innleiða nýjungar í viðskiptaháttum sem þróast höfðu í nágranna- löndunum, spruttu upp stórverslan- ir og hófst þá mikil verðsamkeppni sem eðlilega byrjaði í „lúxusvörun- um“. Þann hluta viðskiptanna misstu kaupmennirnir fyrst. Nú er geymsluþol mjólkurvara margfalt og annarra viðkvæmra neysluvara einnig. Daglegar innkaupaferðir eru því óþarfar, og innkaup gerð í stórverslunum vikulega eða sjaldn- ar. Með bættum samgöngum getur viðskiptasvæði einnar stórverslunar í Reykjavík náð vestan frá Snæfells- nesi austur undir Eyjafjöll. Fólk vill þó hafa verslun í næsta nágrenni við heimilið, ef á þyrfti að halda. Breyttir viðskiptahættir minnka þörfina fyrir þjónustu kaup- mannsins. Hann getur ekki selt neinum kvóta eða fullvirðisrétt til að auðvelda sér starfslokin. Nú er svo komið að aðeins fáir þeirra halda velli enn í dag. Það verður ekki sagt að umskipt- in hafi gengið þegjandi og hljóð- laust fyrir sig. Ekki þarf að undrast það þegar margir risar ætla að gleypa sömu kökuna í einum bita — allir í einu, en sú saga verður ekki rakin nánar hér. Þegar ég læt nú hugann reika um það tímaskeið ævi minnar, er ég var einn af kaupmönnunum í Hlíðunum, minnist ég auðvitað langra vinnudaga, en það eru mannlegu samskiptin sem hæst ber og bjartast er yfir, og ég er þakklát- ur fyrir vináttu og hlýhug alls þess fólks sem ég átti samskipti við. Höfundur er fulltrúi á skrifstofu borgarverkfræðings í Reykjavík. Koli hf. stofnað um tilraunaveiðar í Barentshafi Jóhann Gíslason fer með snurpunót næstu daga ÍSLENSKT hlutafélag um tilraunaveiðar í Barentshafi var formlega stofnað á þriðjudag. Hlaut það nafnið Koli hf. Verið er að ráða áhöfn á bát félagsins, Jóhann Gíslason ÁR-42, og verður haldið af stað innan tíu daga. Fiskafurðir hf. hafa haft forgöngu um viðræður við Rússa um veiðar í Barentshafi. Samið hefur verið um leyfi til tilraunaveiða með snurvoð og gangi þær vel verður stofnað sam- eiginlegt útgerðarféíag með tveimur rússneskum útgerðarfélögum. Sex hluthafar eru í Kola hf., auk Fiskafurða, en það eru Þróunarfélag fslands hf., Eignarhaldsfélag Al- þýðubankans hf., Sæplast hf. á Dal- vík, Árnes hf. í Þorlákshöfn, Stál- smiðjan hf. og Orri Vigfússon. Jón Sigurðarson, framkvæmdastjóri Fiskafurða hf., er stjómarformaður. Áhöfn ráðin Jón sagði í samtali við Morgun- blaðið að Koli hf. hefði keypt Jóhann Gíslason, 243 tonna bát sem legið hefur bundinn við bryggju um tíma, af Ámesi hf. og yrði hann notaður við tilraunaveiðamar. Hann fer út af íslenskri skipaská og verður heimahöfn hans í Múrmansk en hann mun landa í Noregi. Jón sagði að nú væri verið að ráða mannskap á skipið og það ætti að sigla innan tíu daga. Jón sagði að veiðileyfí félagsins gilti í eitt ár. Það réðist af árangrin- um hvað veiðamar stæðu lengi en miðað væri við að það yrði ekki skem- ur en þijá mánuði. Síöustu sætin ísólinaísumar á tilboflsverói Bóhaðu sfrax 09 fnjggðu þér sæfi Við höfum fengið nokkur viðbótarsœti fró "njravia til Benidorm sem við getum boðið ó fróbœru verði. Verödæmi: Kr. 45.640,- Hjón með 2 börn 2-tl óra. TTinisol íbúðarhótel 11. ógúst 2 vikur. Verðdæmi: Kr. 56.684,- 2 í íbúð, Trinisol íbúðarhótel 11. ógúst 2 vikur. v i ö b ó t a rsœt i : 4. ógúst 4 sœti 11. ógúst 9 sœti 18. ógúst 5 sœti 25. ógúst 14 sœti Flugvallarskattar: Flugvallarskattar og forfallatrygging kr. 3.570,- f. futlorðinn. kr. 2.315.- f. bðrn. HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.