Morgunblaðið - 31.07.1993, Side 18

Morgunblaðið - 31.07.1993, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 Vörslumemi landsins Bylting hefur orðið í viðhorfum til jarð- vegseyðingar og margir aðilar víða um land eru nú að þreifa sig áfram með nýjar leiðir og efni til jarðvegsbóta eftir Elínu Pálmadóttur STÖÐVUN jarðvegseyðingar er talið eitt af brýnustu verkefnunum sem leysa þarf í umhverfismálum, segir m.a. í mati OECD um fram- kvæmd umhverfismála á Isjandi. Frá 1950 hafi jarðvegseyðing náð yfir næstum þrjá fjórðu af Islandi. Þetta kemur Islendingum raunar ekki á óvart, en nú er eins og hafi að undanförnu orðið mikil vakning á viðhorfum landsmanna, nánast bylting, að því er Andrés Arnalds hjá Landgræðslunni segir okkur, eftir að hafa verið meira og minna á ferðinni um landið síðan í júníbyijun. Um allt Iand er verið að taka til hendi, stofna landgræðslufélög í sveitum og bændur víða að rækta upp með aðstoð Landgræðslunnar. Þá eru margir aðilar að þreifa sig áfram og gera tilraunir með nýjar aðferðir við jarðvegs- bætur og að reyna í baráttunni að nýta allt sem til fellur, svo sem pappír, lífræn efni, tijávið, slóg o.fl. sem gefur von um að betur eigi eftir að ganga framvegis en hingað til í að festa jarðveginn sem fýkur burt. Ef til vill sýnir það best viðhorfsbreytinguna að nú nota menn í æ ríkari mæli orðið jarðvegseyðing og jarðvegsbætur í stað þess að tala einhliða um gróðurvernd. ísland er raunar ekki eina landið þar sem jarðvegur er að tapast. Það er alvarlegt heimsvandamál. Á 7. alþjóðlegu jarðvegsráðstefnunni í Sidney í Ástralíu sl. haust kom fram í erindum að líklega eru um 6 millj- ón hektarar af skóglendi og beiti- landi að eyðast árlega, sem er sex- föld stærð íslands. Og á sama tíma sem jarðvegseyðingin er svona gif- urleg fjölgar mannkyninu ört. „Vegna samspils eyðingar og mannijölgunar í heiminum er talað um að hver íbúi jarðar muni um aldamót hafa um 30% minni jarðveg að meðaltali en hann hafði um 1980,“ segir Andrés sem sat þessa ráðstefnu. Þetta eru ógnvekjandi tölur. Vegna uppblásturs og gróður- eyðingar er talið að nær 80% af gróðri og jarðvegi hafi horfið af Islandi frá landnámi. Og erum við ekki enn að tapa þrátt fyrir land- græðsluátak á undanfömum árum? Ekki eru til tölulegar upplýsingar um það. Skiptir raunar ekki mestu máli, að dómi Andrésar, heldur að land er of víða að eyðast. Megin niðurstaðan á alþjóðlegu jarðvegsráðstefnunni var að hefð- bundnar aðferðir til varnar hafa ekki borið tilætlaðan árangur þar sem treyst hefur verið á stjómvöld og stofnanir þeirra. Víða um heim er því nú lögð áhersla á að breyta skipulagi landgræðslustofnana. Meginbreytingin fellst í því að í stað boða og banna er starfíð fært niður í grasrótina. Meginmálið að samtengja nytjar og vemdun og að gera alla sem nýta landið, hvort sem er til beitar eða útivistar, að vörslu- mönnum landsins. Hlutverk land- græðslustarfsins er að breytast yfír í það að hvetja, leiðbeina og styrkja fólk til dáða, jafnframt því að veita aðhald. Að svipan sé því aðeins notuð að gulrótin virki ekki. Þetta sama er að gerast hér á landi, að því er Andrés segir. Hefð- bundið hefur Landgræðsla ríkisins verið í beinu landgræðslustarfí. Nú er æ stærri hluti starfs stofnunar- innar að hvetja bændur til að taka að sér fleiri verkefni, sem áður vom unnin á hennar vegum. „Eftir ferða- lög mín um landið frá júníbyijun stendur upp úr hve bændur landsins em orðnir virkir í landgræðslustörf- um. Viðhorfsbreytingin leiðir af umræðunni, svo menn taka orðið eftir því sem þarf að gera. Ég hefí aldrei séð jafn víða farið með moð eða skemmd hey til uppgræðslu sem nú.“ Andrés segir þetta mjög mikið þegar saman kemur. Moð og gamalt hey til uppgræðslu Andrés segir að mjög mikið sé orðið um að bændur noti húsdýra- áburð til uppgræðslu í stað þess að Ljósm. Andrés Amalds MIKIL verkefni bíða í landgræðslu og víða taka menn til hendi. Hér hefur böggum með ónýtu heyi verið raðað í varnargarð til að hefta sandfok á Haukadalsheiði. nota hann á túnin. Kvaðst hann vita nokkur dæmi þess að bændur noti allan sinn húsdýraáburð til uppgræslu á örfoka land og kaupi áburð á túnin._Sýni sú hugsun hvað að baki býr. 1 þessum tilfellum er moðinu eða heyinu dreift á jörðina. Uppgræðsla með lífrænum áburði ber af, því að þá er strax kominn vísir að jarðvegi og plöntur dafna mun betur. Landgræðslan leggur mikla áherslu á að aðstoða bændur jafnt sem almenning í slíku upp- græðslustarfi. Er Landgræðslan með samstarfsverkefni um upp- græðslu heimalanda á þann veg að hún leggur viðkomandi bónda til helming áburðarins. í ár taka þátt í þessu 130 bændur um allt land, en þó mest á gróðurfarslega við- kvæmum svæðum. Eru um 900 hektarar lands í ræktun í tengslum við þetta verkefni. Markmiðið er fyrst og fremst að rækta upp land til beitar. Mest til beitar haust og vor til að létta á öðru landi á við- kvæmasta tímanum og hlífa gróðri á þeim tíma. „Þetta er liður í beitar- skipulagi fyrir jarðirnar. Ég tel að hagkvæmni þess sé mjög mikil. Betra skipulag á beitinni minnkar framleiðslukostnað og ætti að koma neytendum til góða þegar til lengd- ar lætur.“ Andrés segir að einstaka bændur hafi gert þetta, en fyrst nú sé það að verða almennt. En auk þessa samstarfs vinna bændur hjá Landgræðslunni og taka þátt í störfum hennar. Það sé að skila sér. Auk bænda tekúr almenningur vaxandi þátt í starfinu. Er Land- græðslan með sérstakan fulltrúa til að sinna samstarfinu við áhugafólk og sveitarfélög. Eyfirskir bændur gefa hey í Dimmuborgir Um þessar mundir er á ferðinni stórt uppgræðsluverkefni af þessu tagi. Dimmuborgir hafa að undan- fömu valdið miklum áhyggjum vegna sandfoks. Bændur aðstoðuðu í vetur við að flytja gamalt hey þangað til uppgræsðlu í samvinnu við Landgræðsluna. Og nú er verið að flytja heyrúllur sem bændur í Eyjafjarðarsveit gáfu til að hefta Græðum við landið með skolpi og sorpi? Merkilegar tilraunir í gangi á Hvolsvelli og Hólmavík Á tveimur stöðum á landinu fara fram merkilegar tilraunir til að nýta úrgang frá heimilunum til landgræðslu. Annars vegar er á Hvolsvelli verið að gera tilraunir með að nýta lífræn efni skolpsins til að græða upp sanda. Og á Hólmavík er í gangi tilraunaverkefni með sorpkassa til nýtingar á lífrænum áburði úr sorpi heimilanna til ræktunar. Og nóg leggst til af hvorutveggja í landinu ef vel tekst til og ekki vantar örfoka land að vinna. Gæti líka orðið lausnin á Islandi þegar gengur í gildi alþjóðlegt bann við að hleypa skolpi frá stærri byggð en 150 þús manns út í sjó. EYFIRSKIR bændur gáfu gömul hey til landgræðslu í Mývatns- sveit. Risaþyrla frá varnarliðinu lyfti því inn í Dimmuborgir, þar sem því er dreift til að hefta sandinn svo gróður festi rætur. Á Hvolsvelli var fyrir tveimur árum komið upp hreinsikerum fyrir afrennsli, fyrsta skrefíð til að ganga þar frá frárennslismálum, sem þétt- býli inni í landi á kannski enn erfið- ara með að leysa en ýmsir aðrir staðir. Þarna í kerunum fellur til ákveðin seyra. Þar sáu sérfræðing- ar á Skógræktarstöðinni á Mógilsá, Ámi Bragason og Sigvaldi Ásgeirs- son skógfræðingur, sér leik á borði að nýta hana til uppgræðslu. Erfítt að segja hvort var orsök og hvort afleiðing, eins og ísólfur Gylfi Páls- son, sveitarstjóri orðaði það. Sig- valdi hafði séð í erlendum tímaritum greinar um notkun á slíkum þróm, enda er slík seyra notuð til ræktun- ar sums staðar erlendis. Og tók Skógræktin á Mógilsá upp sam- vinnu við sveitarfélagið um til- raunaverkefnið. Skolp græðir Markarfljótsaura Búið er að taka út*350 ha svæði á Markarfljótsaurum, en farið hægt af stað. Þegar búið að dreifa seyru úr skolpkeijunum í rásir á eins og hálfs hektara svæði, sem er lokað af. Þegar skolpi er dreift á þennan hátt drepast bakteríur á ákveðnum tíma og verður fram eftir sumri fylgst í samvinnu við Hollustuvemd með því hvort það gengur ekki eft- ir. Tekin eru sýni bæði úr seyrunni og á staðnum til að fá staðfest hve langan tíma það tekur. Þama er svo til að hefta fok plantað víði, nokkmm afbrigðum af Alaskavíði. Þetta verkefni er unnið í sumar. Framhaldið er að taka fyrir 30-40 ha svæði, sem fólk fer ekki inn á, og fá þar vísbendingu um magnið sem hæfír af áburðarefninu. Fyrst og fremst er verið að skoða áhrif mismunandi skammta af áburðin- um, 100 tonn á hektara og 200 tonn á hektara. Er verið að setja upp módel þar sem seyrunni verður dreift aftur og aftur á sama stað og klippt ofan af víðinum. Annar kostur er að setja upp rafmagns- girðingu og færa hana til, en fyrst þarf að sjá hvemig þetta ’vinnst, að því er Ámi sagði. Hugsanlega getur framhaldið orðið að nýta seyrn úr öllu skolpi- Benda má á að íslendingar hafa skrifað undir alþjóðlega mengun- arsamninga, þar sem gert er ráð fyrir að ekki verði leyfilegt að leiða affall út í sjó frá svæðum þar sem búa fleiri en 150 þúsund manns og reiknað með að innan nokkurs tíma verði það ekki liðið lengur. Mætti t.d. hugsa sér að í framtíðinni mætti græða upp Mosfellsheiðina með því mikla magni sem til leggst á þéttbýlissvæðinu. Nýting sorps á Hólmavík Á Hólmavík fer fram tilraun til nýtingar á lífrænum úrgangi. Eru 20 fjölskyldur fengnar til að setja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.