Morgunblaðið - 31.07.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993
19
sandfok þangað. í sambandi við
æfingu liðs frá Atlantshafsbanda-
laginu á íslandi, flytur bandariska
liðið heyið á staðinn í risaþyrlu.
Eyfirskir bændur gáfu semsagt
til landgræðslu í Mývatnssveit á
fimmta hundrað skemmdar heyrúll-
ur. Veitti Pokasjóður Landverndar
og Kaupmannasamtakanna þeim
250 þúsund króna styrk til fram-
kvæmdanna. Risaþyrlan ætlaði svo
að flytja 300 heyrúllur þessu að
kostnaðarlausu inn í Dimmuborgir.
Þar er breitt úr þessu gamla heyi
yfir sandinn, sem þarna er mjög
laus og sáð undir.
Víðar hafa slíkar gamlar heyrúll-
ur verið notaðar þar sem erfitt er
að hemja sandinn, svo sem á
Haukadalsheiði í Biskupstungum
og víðar. Hefur það gefist mjög vel.
Fjárhagslega hefur verið búið illa
að Landgræðslunni miðað við þau
gífurlegur verkefni sem blasa við.
Því skiptir miklu allt þetta framlag
til þessara mála frá öðrum aðilum.
Til marks um þessa miklu vakningu
sem nú er á ferðinni segir Andrés
að á nokkrum stöðum sé verið að
stofna landgræðslufélög. Öræfing-
ar riðu á vaðið sl. vetur og hefur
Landgræðslufélag Öræfinga girt af
allstórt svæði á söndunum. Landbót
er sameiginlegt félag landgræðslu
og skógræktar í Vopnafirði. Og í
Vestur-Skaftafellssýslu er stofnun
landgræslufélags á lokastigi. Eitt
af verkefnum þess er að stöðva
uppblástur af sandi, sem berst úr
Skaftá og ógnar landi, m.a. Laka-
gígum.
Segir Andrés athyglisvert hvern-
ig atvinnutryggingarsjóður kemur
sums staðar inn í þetta. Umsvifa
mest eru óformleg samtök áhuga-
fólks á Húsavík sem nefnast Hús-
gull. Þar hefur bæjarfélagið og
áhugafólk verið virkjað til sáningar
og gróðursetningar í illa farið og
örfoka land með tilstyrk atvinnu-
tryggingarsjóðs. Af ýmsu er að taka
af samvinnuverkefnum um land-
græðslu, m.a. við Rauða krossinn
og Ferðafélag íslands. Eitt merkið
um áhugann á uppgræðslu og rækt-
un má nefna að fyrir nokkrum árum
plöntuðu skógræktarfélogin um
3.000 plöntum á ári en nú hátt í 3
hundruð þúsund plöntum árlega.
Nýstárlegast er kannski að sjá
hvernig menn eru nú í kapp við
uppblásturinn að reyna að finna
nýjar leiðir til að stöðva jarðvegs-
eyðingu á örfoka landi, enda erfitt
um ræktun þegar jarðvegurinn er
farinn veg allrar veraldar og sand-
urinn eirir engu. Fyrir utan heyið,
sem dreift er og sagt er frá hér að
ofan, er í sérrömmum á síðunni
sagt frá tilraunum með að nýta
pappír í sama skyni í Hveragerði,
lífræn efni úr skolpi á Hvolsvelli,
úr sorpi á Hólmavík og gamlan við
úr skreiðartrönum í Vestmannaeyj-
um.
matarleifar og fleira í þar til gerða
kassa og hafa undirtektir verið
mjög góðar, að sögn Stefáns Gísla-
sonar sveitarstjóra. Er fjölskyldun-
um skipt í hópa til að fá saman-
burð á því hvað hentar best við
aðstæður á staðnum. Tilraunir eru
með tvær tegundir af kössum. Tíu
þeirra eru með einangrun og tíu
hins vegar óeinangraðir. Óeinangr-
aðir kassar munu vera notaðir í
Noregi og Danmörku, en þá er tal-
ið að kassarnir þurfi að vera með
þremur hólfum og meiri greining á
úrganginum. Hér er verið að reyna
einangraða kassa þar sem setja má
allt í eitt hólf. Á Hólmavík fer í
kassana allt gróðurkyns, alls konar
grænmetisafgangar, kaffikorgur og
eggjaskurn. Nokkrar fjölskyldur
bæta við pappír, venjulegum bréfa-
pappír og þurrkum, ekki glanspapp-
ír. Ur þessu verður gróðurmold, sem
næg þörf er fyrir. Jafnframt minnk-
ar það verulega sorpið og sparar
sorphirðu, ef vel tekst til. Þykir
þessi tilraun svo merkileg að veitt
var til hennar 250 þúsund krónum
úr Pokasjóði Landverndar og Kaup-
mannasamtakanna, eins og raunar
lika til skolpverkefnisins á Hvols-
velli. Tilraunin á Hólmavík er ný-
byijuð og á að standa í eitt ár.
Morgunbaðið/Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir
VESTMANNEYINGAR raða skreiðarspírum á Eldfellið til að hefta fína gjóskuna og veita skjól og raka. Þeir hafa mikið baslað við
að græða fellið og vona að þessi aðferð dugi.
Sigra með skreiðarspírum
Vestmanneyingar hafa um árabil verið að
berjast við vikurfokið úr nýja Eldfellinu,
sem þeir hafa verið að reyna að rækta upp.
Nú hafa þeir fundið heimatilbúna aðferð,
þar sem efniviður á staðnum nýtist vel. Hún
felst í því að raða á austurhlíð fellsins
skreiðarspírum, sem binda nægilega og
veita skjól til að gróður festist. Eru búnir
að parketleggja austurhliðina, eins og Elías
Baldursson, sem stjórnar þar verki, orðaði
það.
„Þetta hefur verið stanslaus barátta við vik-
urfokið. En við höfum fundið að ef gróður nær
sér þarna á strik, þá þoli hann að fá allt að 5
cm lag yfir sig að vetrinum. Grasið nær sér
upp úr honum að vori,“ segir Elías. Fellið er
allt vatnslaust. Búið var að reyna að klæða
það mold, en lítið er af henni í Vestmannaeyj-
um. Árið 1991 fékkst gamall fótboltavöllur og
var settur á fellið. Sá jarðvegur hvarf og ekki
eru fleiri fótboltavellir til ráðstöfunar. Sumarið
1992 var svo gerð tilraun með að setja skreið-
arspírur með 40 cm millibili á austurhlíðina,
til að skorða vikurinn sem er svo fínn þar að
hann fýkur. Síðan var sáð grasfræi og mel-
gresi síðustu vikuna í júlí. Og viti menn, í vor
kom upp gróður. Kemur í ijós að spírurnar
veita skjól og draga að vatn, sem þær geyma
og fræin geta nýtt þarna í skjólinu. Veitti Poka-
sjóður Landverndar og kaupmannasamtakanna
eina og hálfa milljón til þessa tilraunaverkefnis.
Tildrög þess að þetta var reynt eru þau að
Elías hafði tekið eftir því, þegar hann var strák-
ur í sveit, að grasið var alltaf svo grænt kring
um tréstaurana. Hann spurði afa sinn af hveiju
það stafaði, en hann sagði honum bara að
halda áfram að vinna og vera ekki að hugsa
um það. Og þarna lágu nú þessar skreiðarpírur
um allt frá því að Nígeríumarkaðurinn fyrir
skreið var og hét. Þá var Heimaey eins og frum-
skógur. Þessar spírur allar geta nú grotnað
niður og orðið að mold í hlíðum Eldfellsins, sem
hlýtur að vera hægt að klæða gróðri eins og
Helgafellið, en það blasir þarna við með sína
gróðurkápu. Þegar spírurnar eru orðnar að
mold og gróðurinn hefur tekið við sér kvaðst
Elías vona að þeir geti bara rennt sér þarna
niður græna hlíðina.
Elías segir að þegar hann var strákur hafi
hann líka tekið eftir því að gróður kom þar sem
var hænsnaskítur og hélt að það væri bara af
því þetta væri svo góður áburður. En komst
að því að í hænsnaskítnum voru hefiispænir.
Næst langar hann til að reyna að nýta hefil-
spæni og sag til uppgræðslu eins og skreiðarsp-
írurnar.
Soðinn jarðvegsgrautur úr pappír við heimafengna gufu í Hveragerði og sprautað yfir örfoka land. Verður soppan væntanlega orðin
að jarðvegi með gróðri innan fárra ára. Myndir: grauturinn soðinn, soppan vellur út.
Sjóða jarðvegsgraut úr pappír
I Hveragerði er verið að umbreyta pappír í jarðveg
í Hveragerði er verið sjóða þykkan papp-
írsgraut, sem sprautað er með haugsugu á
jarðvegslaust land, eftir að búið er að blanda
í hann grasfræi. Límkenndur grauturinn
bindur fræin, sem spíra í honum í stað þess
að falla í grýtta jörð og fjúka burt. Þarna
er að hefjast merkilegt tilraunastarf, sem
væntanlega á eftir að skipta miklu í upp-
græðslu landsins og miðar að því að nýta
öll þau kynstur af pappír sem til falla í sveit-
arfélögunum og kostar of fjár að losna við.
Pappírnum er safnað í Hveragerði eftir lista
á ákveðnum dögum og hefur það gengið vonum
framar, að því er Valur Hinriksson, sem sér um
framkvæmdina á verkefninu segir. Hann er
nemandi í umhverfisfræði í Garðyrkjuskólanum
og kennari hans Einar Valur Ingimundarson
efnaverkfræðingur hafði verið að prófa þetta í
smáum stíl. Tóku þeir höndum saman við Hvera-
gerðisbæ og lagt var undir tilraunina 400-500
fermetra svæði við hraunið utan við bæinn, þar
sem enginn jarðvegur er fyrir. Hvergerðingar
eru svo heppnir að eiga nægan jarðhita og því
hægt að sjóða úr pappírnum graut í heitu vatni.
Orkan og efniviðurinn er því hvort tveggja
heimafengið. Byijað var á þessu í sumar og er
jarðvegurinn varla orðinn nægilega þykkur enn.
Sprauta þarf yfir fleiri lögum, en pappírinn á
að vera horfinn og orðinn að jarðvegi eftir tvö ár.
Valur sagði að hugur væri í mönnum að reyna
þetta víðar. Til dæmis að binda sandinn við
Þorlákshöfn á næsta ári. Þar er garðyrkjustjór-
inn Jón Ingi Jónsson nú að setja upp tank til
að safna pappír, sem soðinn verður í Hvera-
gerði og kemur til baka til uppgræðslu á sandin-
um. Og nefna mætti Þykkvabæinn, þar sem
vandræði eru af foki ofan af kartöflugörðunum.
Mætti sprauta lagi af pappírskvoðunni ofan á
og binda sandinn. Það ætti líka að geta haldið
niðri illgresi þegar búið er að bijóta svona niður
trefjarnar, að því er Valur segir. Möguleikarnir
semsagt ýmsir á að nýta pappírinn, sem venju-
lega er grafínn í jörðu í sorpinu.
Einar Valur Ingimundason sagði soppuna í
Hveragerði nokkurs konar millistig í þróunar-
ferlinu. Áður hafði hann gert tilraun með rækt-
un með þessum hætti í smáum stíi með góðum
árangi'i. Óþekkti þátturinn var viðbrögð fólks-
ins, sem reynast ótrúlega góð. Fólk kemur jafn-
vel með dagblaðapappír annars staðar frá til
Hveragerðis til að hann megi nýtast til upp-
græðslu. Þarna er dýrmætt hráefni, sem er að
tapast. En pappír er þriðjungur af sorpinu,
mest blaðapappír. Á íslandi munu falla til 50-70
þúsund tonn af pappír á ári og mætti blanda
svona saman við hann allan fræjum. „Við verð-
um að finna aðferð til að nota sorpið ekki sem
vandamál heldur sem efni í jarðveg," segir Ein-
ar Valur.
Ef við gætum farið að nota þennan pappír
svona í stað þess að urða hann í þéttum pökk-
um, sem seint rotna í hitastiginu á íslandi, þá
séum við búin að flýta mikið fyrir. Það hefur
tvo kosti, annars vegar léttir það mikið á sorp-
hirðunni og hins vegar nýtist það til upp-
græðslu. Þetta soppuþykkni úr pappírnum nýt-
ist til þess að bleyta fræið, en það er sett út í
nokkru áður en því er sprautað og látið sjúga
í sig raka. Með því að sprauta því svona út er
fræið límt niður og nýtist fullkomlega. Fýkur
ekki burt.
í landinu liggur efni í mikinn jarðveg. Við
ættum að geta notað allan okkar pappír í rækt-
un og vinnslan gæti þá um leið skapað störf.
Um allt land er af áhuga fylgst með þessari
tilraun í Hveragerði.