Morgunblaðið - 31.07.1993, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Þáttaskil í Japan
Ný ríkisstjórn átta flokka mun
taka við völdum i Japan í
næsta mánuði. Þessi stjórnar-
myndun markar þáttaskil í stjóm-
málasögu landsins, því að Fijáls-
lyndi lýðræðisflokkurinn er nú utan
stjómar í fyrsta sinn í 38 ár, eftir
að hafa tapað þingmeirihluta sín-
urn í kosningunum í seinustu viku.
Ótrúlegar framfarir hafa orðið
í Japan í stjórnartíð Fijálslynda
lýðræðisflokksins. Landið var reist
úr rústum stríðsins, þar sem Jap-
anir biðu mannskæðan ósigur, og
varð á fáum áratugum eitt öflug-
asta iðnaðar- og íjármálaveldi
heims. Fjöldi spillingarmála varð
Fijálslynda lýðræðisflokknum hins
vegar að falli.
Efnahagsveldi Japans hefur
meðal annars byggzt upp með
nánum samskiptum stjórnmála-
manna og embættismanna annars
vegar og iðnjöfra hins vegar. Árið
1987 kom upp fyrsta alvarlega
spillingarmálið í langri röð, Recru-
it-málið svokallaða. Vísbendingar
um skuggaleg hlutabréfaviðskipti
milli stjórnmálamanna og Recruit-
fyrirtækisins komu upp á yfirborð-
ið og leiddu meðal annars til af-
sagnar fjármálaráðherrans. Síðan
rak hvert hneykslið annað. I Ijós
kom að hátt settir þingmenn og
ráðherrar höfðu þegið mútur frá
stórfyrirtækjum og jafnvel verið í
tengslum við glæpahringa.
Spillingarmálin leiddu til þess
að Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn
margklofnaði. Japanskir kjósend-
ur, sem í hartnær 40 ár hafa veitt
flokknum brautargengi í kosning-
um, kváðu loks upp úr með það í
seinustu viku að nóg væri komið
af spillingu og óráðsíu í stjórnkerf-
inu. Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn
beið afliroð.
Morihiro Hosokawa, forsætis-
ráðherraefni flokkanna átta, sem
nú hafa náð samkomulagi um
stjórnarmyndun, hefur kennt
stefnu sína við „þriðju byijunina“
í sögu landsins. Hinar tvær voru
1868, er sjálfskipaðri einangrun
Japans lauk, og 1945, er Japanir
höfðu tapað stríðinu og tóku upp
lýðræðislega stjórnarhætti. Hin
nýja byijun vísar til þess að stjórn-
kerfið hafí verið komið að fótum
fram. Það var rúið trausti almenn-
ings og hlutverk hinnar nýju
stjómar er að vinna það traust á
ný-.
I stjómarsáttmála flokkanna
átta er lögð áherzla á að uppræta
spillingu með ýmsum aðferðum. í
fyrsta lagi verður kosningafyrir-
komulagi breytt og tekin upp
blanda af einmenningskjördæmum
og hlutfallskosningu. í öðm lagi
verða refsingar þyngdar og reglur
hertar um fégreiðslur til þing-
manna, frambjóðenda eða aðstoð-
armanna þeirra. í þriðja lagi verða
fégjafír einkafýrirtækja til stjóm-
málaflokka bannaðar, en þeim
fengnar fjárveitingar af opinbem
fé.
Nýja stjómin telur upprætingu
spillingar mikilvægasta verkefni
sitt, enda hefur hún lýst því yflr
að pólitískri stefnu fyrri stjórnar
verði haldið í meginatriðum. Fijáls
markaðsviðskipti verði áfram und-
irstaða hagkerfísins, utanríkis-
stefnan verði óbreytt og unnið að
því að tryggja álit og virðingu Jap-
ans á alþjóðavettvangi. Sérstaka
áherzlu leggur nýja stjómin á að
viðurkenna glæpi Japana í seinni
heimsstyijöld og vinna að góðum
tengslum við nágrannaríki sín í
Asíu.
Japan er annað stærstu iðnríkj-
anna sjö, sem á skömmum tíma
gengur í gegnum umbyltingu
stjómkerfísins, vegna þess að al-
menningur hefur misst trú á vald-
höfunum vegna spillingar. Hitt rík-
ið er Ítalía. Stjómmál þessara ríkja
em á margan hátt ólík. ítalskt
stjómmálalíf hefur einkennzt af
sveiflum og óstöðugleika frá stríðs-
lokum, en hið japanska af stjóm
eins flokks og miklum stöðugleika.
Lærdómurinn, sem draga má af
hmni valdakerfisins í þessum
tveimur löndum, er engu að síður
sá sami. Jafnvel stöðugleiki og
festa í stjómrnálum geta alið af
sér spillingu. Þeir, sem unna lýð-
ræðinu, verða sífellt að vera á verði
ef tryggja á lýðræðisleg gildi. Kjós-
endur, bæði í Japan og á Ítalíu,
héldu vöku sinni og höfnuðu spill-
ingunni.
Komum heil
heim
Verzlunarmannahelgin, mesta
ferða- og skemmtanahelgi
ársins, fer nú í hönd. Tugir þús-
unda íslendinga verða á faralds-
fæti um helgina og stór hluti þeirra
mun sækja útiskemmtanir og mót
af ýmsu tagi.
Það er vonandi að sem flestir
skemmti sér vel um verzlunar-
mannahelgina. Hins vegar hefur
þessi helgi því miður oftar en ekki
einnig verið tími sorgaratburða.
Mörg þúsund ökumenn leggja á
þjóðvegina um þessa helgi, margir
ungir og óreyndir. Það verður
aldrei ofbrýnt fyrir ökumönnum
að sýna öðrum tillitssemi í umferð-
inni, virða hámarkshraðann og
setjast aldrei undir stýri undir
áhrifum áfengis. Engum liggur svo
mikið á að hann megi ekki vera
að því að hugsa um líf og heilsu
sjálfs sín og annarra.
Undanfarin ár hefur verið skorin
upp herör. gegn nauðgunum og
öðrum kynferðisglæpum á útihá-
tíðum um verzlunarmannahelgina.
Hófsamleg umgengni við áfengi
leikur stórt hlutverk í að koma í
veg fyrir afbrot af því tagi. Það
ber einnig að árétta að enginn
getur fírrt sig ábyrgð á því, sem
hann brýtur af sér í vímu, frekar
en því sem hann gerir allsgáður.
Enginn ætti heldur að kenna sjálf-
um sér um það að hafa orðið fyrir
ofbeldi. En reynslan sýnir að af-
brotin haldast í hendur við ölvun
— bæði gerenda og þolenda.
Löghlýðni, ábyrgðarkennd og
hófsemi er það sem gildir um þessa
helgi eins og aðrar, hjá ungum sem
öldnum. Morgunblaðið óskar ís-
lendingum gæfu og Guðs blessunar
um verzlunarmannahelgina. Megi
allir koma heilir heim.
Valur Valsson bankasljóri um vaxtahækkun íslandsbanka
Gjald fyrir verð-
tryggmgu iimlána
kemur til greina
ÍSLANDSBANKI boðaði í gær um 4-5% hækkun nafnvaxta af
óverðtryggðum lánum nú um mánaðamótin. I stað þess að
mæta verðbólguöldunni sem nú ríður yfir efnahagslífið með
vaxtahækkun i hægfara skrefum ákvað bankinn að mæta henni
í einu stökki. Þetta þýðir t.d. að nafnvextir skuldabréfa eru nú
að meðaltali tæplega 19,8% og munar þar t.d. 7,6% á vöxtum
Landsbankans. Á hinn bóginn ákvað Islandsbanki að lækka
vexti sína af verðtryggðum útlánum um 0,4% og er þar að
fylgja þróuninni á eftirmarkaði spariskírteina á Verðbréfa-
þingi í júlí mánuði. Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka,
ver hér vaxtaákvörðun bankans í viðtali og var hann fyrst
spurður um hvaða rök væru fyrir svo mikilli hækkun nafnvaxta.
„Ástæðurnar fyrir þessari
nafnvaxtahækkun eru í raun
tvær. Annarsvegar veldur gengis-
fellingin í júní því að nú er skoll-
inn á verðbólgutoppur. Hækkun
lánskjaravísitölunnar frá júlí til
ágúst mælist 9,5% á ári og reikn-
að er með að vísitalan hækki aft-
ur í september sem svarar til 9%
á ári. Nokkur óvissa er um fram-
haldið en bjartsýnni spár gera ráð
fyrir því að í október geti verð-
bólgan lækkað aftur og þá mjög
hratt.
Hin ástæðan fyrir því að nafn-
vextir eru hækkaðir er hið víð-
tæka verðtryggingarkerfi sem við
búum við. Það var innleitt á ís-
landi fyrir 14 árum síðan og fleiri
og fleiri eru farnir að skilja að
* þær forsendur sem þá voru til
staðar hafa breyst mjög í tímans
rás. Verðtryggingin veldur því nú
að skammtímavextir geta ekki
þróast á íslandi eins og í öðrum
löndum heldur þurfa skammtíma-
vextir að fylgja langtímavöxtum.
Verðtryggingin veldur því líka að
í landinu er tvenns konar vaxta-
kerfi sem gerir aðlögun að fjár-
málakerfi Evrópu mjög erfiða.
Þetta eru þær tvær grundvallará-
stæður sem valda því að við teljum
okkur þurfa að hækka nafnvexti.
Við stóðum frammi fyrir því
að fara í gegnum þennan verð-
bólgutopp á tvennan hátt. Það
væri hægt að fara í gegnum hann
með því hækka vextina tiltölulega
lítið og lækka þá síðan aftur mjög
seint. Þetta er sú aðferð sem við
notuðum í febrúarmánuði þegar
verðbólguskotið kom í kjölfar
gengisfellingar í nóvember. Þá lit-
um við svo á að framundan væri
mikill stöðugleiki og því ætti að
miða við sex mánaða áætlanir um
þróun verðbólgunnar. Við hækk-
uðum því nafnvextina tiltölulega
lítið en við höfðum við ekki náð
að lækka þá aftur þegar nýr verð-
bólgutoppur skellur yfír. Hin leið-
in er að fara hratt í gegnum þetta,
þ.e. að fylgja verðbólgunni þegar
hún eykst en fylgja henni líka
mjög hratt þegar hún lækkar á
ný. Við stóðum frammi fyrir þess-
um tveimur kostum og að athug-
uðu máli fannst okkur skynsam-
legt að fara hratt í gegnum þetta
núna frekar en draga hækkunina
á langinn.
Ástæðurnar fyrir því að við
veljum þennan kost eru nokkrar.
Um þessar mundir er lánsfjárþörf
atvinnuveganna tiltölulega lítil.
Svo dæmi sé tekið af versluninni
þá eykst lánsfjárþörfin þar mjög
mikið þegar kemur fram á vetur-
inn og jólin nálgast. Okkur finnst
skynsamlegt að vera búnir að fara
gegnum þennan topp þannig að
vextir verði aftur komnir niður á
eðlilegt stig þegar mesta eftir-
spurnin eftir skammtímalánum
byijar."
Brýnt að losna við
verðtrygginguna
— Það vekur athygli að á sama
tíma og íslandsbanki hækkar
nafnvexti af óverðtryggðum útlán-
um verður lækkun á vöxtum óverð-
tryggðra ríkisbréfa í útboði ríkis-
sjóðs. Hvernig skýrir þú þessa þró-
un?
„Þetta sýnir í hnotskum það
vandamál sem íslendingar eru að
glíma við vegna verðtryggingarn-
innar. Ef hún væri ekki til staðar
þá myndu skammtímavextirnir hjá
bönkunum væntanlega fylgja
þeirri þróun sem er að verða á
verðbréfamarkaðnum. Þannig er
þessu háttað í öðrum löndum. En
við erum að burðast ennþá með
þessa verðtryggingu á skamm-
tímahliðinni sem veldur því að við
í bönkunum þurfum að vera með
allt aðrar viðmiðanir. Því er afar
brýnt að losna við verðtrygging-
una, fyrst og fremst af skamm-
tímalánum og skammtímasparifé."
— Hinir bankanir breyta ekki
vöxtum sínum nú um mánaðamót-
in. Hvað veldur því að íslands-
banki sker sig núna svo mikið úr
frá öðrum?
„Við eigum von á því að aðrir
hljóti einnig að þurfa að taka erfið-
ar ákvarðanir á næstunni. Það er
einungis spurning um tíma. Þegar
við sáum hver vandinn væri þá
fannst okkur betra að taka ákvörð-
un strax fremur heldur en draga
hana á langinn því það leysti eng-
an vanda. Eg geri hins vegar ráð
fyrir því að rekstraraðstæður séu
mjög svipaðar hjá hinum bönkun-
um og þess vegna þurfí þeir að
breyta sínum vöxtum fyrr en síð-
ar. En eftir því sem vextirnir eru
hækkaðir síðar þá verður að lækka
þá síðar. Það er einnig rétt að
vekja athygli á því að spariféð er
að langmestu leyti verðtryggt. í
íslandsbanka er 75% af sparifé
verðtryggt en 25% óverðtryggt.
Mikið af þessu fé er lánað út óverð-
tryggt og mismunurinn er núna
um 8.600 milljónir."
Til greina kemur gjaldtaka
fyrir verðtryggingu
— Hvað þýðir sú breyting sem
gerð hefur verið á reglum um verð-
tryggingu þ.e. að sparifé þarf nú
að vera bundið lengur en áður til
að hljóta verðtryggingu en að
sama skapi er heimilt að verð-
fyyggja útlán til skemmri tíma?
„Núna hafa verið settar nýjar
reglur sem heimila bönkum að
veita lán til tveggja ára eða lengri
tíma með verðtryggingu en áður
voru þetta þijú ár. Eins er gert
ráð fyrir að frá og með næstu
áramótum lengist verðtryggingar-
tímabil á innlánum úr sex mánuð-
um í eitt ár. Bönkum er jafnframt
gert skylt að hafa komið á jöfnuði
í þessum efnum fyrir árslok 1994.
Þetta er útaf fyrir sig jákvætt
skref en aðeins eitt lítið skref. Það
er nauðsynlegt að taka miklu fleiri
skref. Ég held að það sé orðið
mjög tímabært að taka nokkuð
róttækar ákvarðanir varðandi
verðtrygginguna. Við getum ekki
orðið fullgildir aðilar að Evrópu-
markaðnum fyrr en við höfum
gert eitthvað í verðtryggingarmál-
unum og vextir til skamms tíma
geta ekki þróast eðlilega á íslandi
meðan við erum með þetta kerfi.“
Ekkí hægt að leysa málið með
nýjum boðum og bönnum
— Hvaða ráðstafana telur þú
að eigi að grípa til vegna verð-
tryggingarinnar?
„Breytingin á verðtryggingunni
núna tekur aðeins til banka og
sparisjóða en verðtryggingin er
miklu víðtækari. Henni hefur verið
stjórnað á undanförnum árum með
boðum og bönnum. Þetta fyrir-
komulag hefur haft í för með sér
geigvænlegan vanda í bönkunum
eða svokallaðan verðtryggingar-
halla þar sem miklu meira af spari-
fé er verðtryggt en er lánað út
aftur. Ég fæ ekki séð að það verði
hægt að leysa þetta mál með nýj-
um boðum og bönnum. Það þarf
að koma eitthvað nýtt til. Ég held
að eitt af því sem gæti komið til
greina er einhvers konar gjaldtaka
fyrir verðtryggingu þannig að hún
verði óhagstæð á skammtíma-
skuldbindingum en hafi engin eða
lítil áhrif eftir því sem skuldbind-
ingarnar standa lengur. Með ein-
hverri slíkri aðferð verði hægt að
beina fjármagninu frekar inn á
óverðtryggðar brautir sem er út
af fyrir sig eðlilegt þegar verðbólg-
an er komin á lágt stig. Það er
hins vegar nefnd að starfa að þess-
um málum og ég bind vonir við
að hún komi með skynsamlegar
tillögur sem stjórnvöld munu síðan
fylgja eftir.“
— Islandsbanki lækkar nú vexti
af verðtryggðum lánum um 0,4%?
Hvaða viðmiðanir notar bankinn í
þessu sambandi?
„Við höfum metið það svo að
meðávöxtunin á eftirmarkaði
spariskírteina hafí lækkað um
0,38% og lækkum vextina sam-
svarandi. Við hækkuðum í júní en
lækkum á ný núna?
Vextir á hreyfingu
— Það hefur orðið töluverð lækkun
á ávöxtunarkröfu húsbréfa undir
lok mánaðarins? Kom ekki til
greina að fylgja þeirri þróun?
„I leit okkar að öruggri viðmið-
un höfum við komist að þeirri
niðurstöðu að besta viðmiðunin
væri 'eftirmarkaður spariskírteina
á Verðbréfamarkaði því þar er
mesta magnið. í öðru lagi höfum
við talið rétt að nota meðaltalstöl-
ur frekar en einstök gildi. Þetta
höfum við talið vera öruggasta
grundvöllinn til að taka þessa
ákvörðun. Ástæðan er einnig sú
að umtalsverður hluti af okkar
sparifé miðast við meðalvexti á
eftirmarkaði. Einstaka sinnum