Morgunblaðið - 31.07.1993, Side 35

Morgunblaðið - 31.07.1993, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 35 liðsinnt þeim, eða þekki einhvem, sem þekki einhvern, sem ... þá fyrst er tímabært að leita eftir viðkom- andi þjónustu. í svona kerfi skipta kunningsskapur og ættartengsl miklu máli og fólk ræktar þau, því það er aldrei að vita hvenær þau nýtast. Þá er hægt að beita fyrir sig ræktarsemi, vinar- og kurteisisgjöf- um (ítalir eru mjög gjafmildir) og á endanum mútum, þegar komið er út fyrir „eðlileg" samskipti innan þes_sa kerfis. Ótrú ítala á ríkinu og trú á sam- böndum opnar leiðina fyrir spillingu, sem var ríkjandi flokkum í hag og nægilega margir nutu góðs af til að það héldist. Það er óneitanlega for- vitnilegt að hugsa til þess að ítalska kunningjaþjóðfélagið á sér nokkra hliðstæðu í Rómarveldi. Keisarinn var á toppnum og þeir sem vom honum handgengnir eða vom í valdastöðum voru skjólstæðingar hans. Þeir þáðu vináttu hans og guldu fyrir með hlýðni og hollustu. Skjólstæðingarnir voru síðan hús- bændur eða höfðingjar fyrir aðra, sem voru þá skjólstæðingar þeirra og svo koll af kolli niður allan þjóðfé- lagsstigann. Um leið og maður frá hærri stétt gerði manni af lægri stétt greiða varð sá æðri verndari skjól- stæðings síns og átti jafnframt rétt á að biðja hann greiða, ef á þurfti að halda. Kerfið kallast „klíen- tilismi" og þannig ganga hlutirnir fyrir sig á Ítalíu, sérstaklega á Suð- ur-ítalíu. „Klíentilisminn" minnir á íslenska goðaveldið að því leyti að völd manna takmarkast ekki við ákveðin landsvæði, heldur er kjarn- inn trúnaðarsamband verndara og skjólstæðings. Og íslendingur rekur heldur ekki upp stór augu, þegar hann kemst að því að á Ítalíu er oft fljótlegra og einfaldara að leysa málin eftir kunningjaleiðum en formlegum leiðum. Af hveiju nú? Það dettur engum ítala í hug að spillingin, sem nú kemur alls staðar fram í dagsljósið sé nýtt fyrirbæri. Rannsóknir sem var hætt, morð og sjálfsmorð hafa lengi verið hluti af ítölskum stjórnmálum. Það sem kemur á óvart er. ef nú á í alvöru að taka á gjörspilltu flokksræðinu. Til skýringar á ástandinu nú er iðu- lega bent á að ítalska flokka- og valdakerfið hafi riðlast eftir hrun Berlínarmúrsins, því öll hlutföll hafi breyst eftir að kommúnisminn var ekki lengur lífshætta, sem sameinaði hina flokkana, en það er freistandi að ætla að einnig liggi efnahagsleg- ar ástæður fyrir hínum pólitíska skjálfta nú. Fjárhagslega hefur sorfið að á Italíu eftir velgengni í lok síðasta áratugar, líkt og annars staðar í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Ítalía hefur lengi verið traustur hornsteinn í EB. Nú duga faguryrð- in ekki lengur, heldur þarf efnahags- líf landsins að mæta ýmsum kröfum þaðan. Lengi hefur verið talað um einkavæðingu ríkisfyrirtækjanna, en lítið miðar. Þau hafa verið þunga- miðja gamla flokksvaldsins og hún gengur ekki átakalaust fyrir sig. Þingmaðurinn og athafnamaðurinn Lueiano Benetton, eigandi sam- nefnds fatafyrirtækis, hefur sagt að vegna tilfinningaleysis stjórnmála- manna fyrir athafnalífinu hafi þeir litið út eins og óvinir þess. Sér hafi orðið ljóst að eitthvað þyrfti að ger- ast, þegar fjárfestar og fyrirtæki fóru að flýja land. í ljósi þess má hugsa sér að upp- reisnin gegn flokksræðinu og spill- ingunni komi einnig frá athafnalíf- inu, einkum smærri atvinnurekstri, þangað sem nýju svæðaflokkarnir sækja stuðning sinn. Hann þurfí að losna undan flokksræði, sem þjónar hagsmunum flokkanna meir en at- hafnalífsins og er fyrirtækjunum dýrt. Líta má á þessar hreyfingar, sem uppgjör við staðlað valdakerfi, sem megnar ekki að skapa iðnaði og verslun vaxtarskilyrði. Með Ítalíu í huga er forvitnilegt að einnig í Japan skuli spillingarmálin hafa skekið valdakerfíð. Þar hefur sami flokkurinn einnig verið við stjórn frá stríðslokum. Niðurstaðan óviss Frá því eftir stríð og þangað til fyrir þremur árum voru þijár blokk- ir í ítölskum stjórnmálum. Til hægri var Kristilegi demókrataflokkurinn og í miðjunni nokkrir litlir með- stjórnarflokkar hans, allt frá Frjáls- lynda flokknum yfír til Sósíalista- flokksins á vinstri vængnum. Til vinstri var svo Kommúnistaflokkur- inn, sem aldrei komst í stjórn. Eftir fall múrsins skipti Kommúnista- flokkurinn um nafn og aðlagaði stefnu sína breyttum aðstæðum. Nú er gamla jafnvægið fyrir bí og enn óljóst hvað verður. Yst til hægri er áhrifalítill fasistaflokkur. Síðan kemur Lega nord, sem gagnrýnir ríkisafskipti og stuðning við ein- staklinga, atvinnulíf og síðast en ekki síst við flokkana, eða með öðr- um orðum þær leiðir, sem geta leitt til spillingar. Flokkurinn hefur líka bent á að þótt peningarnir verði til á Norður-Ítalíu, fljóti þeir til Rómar, þar sem stjórnmálamennirnir úthluti þeim eftir annarlegum sjónarmiðum. Flokkskjarninn er eigendur smáiðn- aðar á Norður-Ítalíu, en þeir hafa náð eyrum margra kennara, lækna og annarra sem starfa sjálfstætt. Enn er óljóst hver leggur undir sig miðjuna. Hópur fólks allt frá Fijálslynda flokknum til Kommún- istaflokksins hefur um hríð unnið að tillögum um margrædda stjóm- arskrárbreytingu til að breyta kosn- ingalögunum og draga úr flokksræð- inu. Leiðtogi hópsins er Mario Segni úr Kristilega demókrataflokknum. Segni hefur gagnrýnt flokk sinn, en ekki sagt sig úr honum enn. Hugsan- lega verður þessi hópur, sem kallar sig Alleanza democratia, eða lýðræð- isiylkinguna að stjórnmálaflokki, sem mun þá vísast leggja undir sig miðjuna í ítölskum stjórnmálum. Til vinstri er svo Kommúnistafiokkurinn og vinstra meginn við hann harðlínu- flokkurinn Rifondazione commun- ista. Örlög demókrataflokksin eru enn á huldu. Innan hans eru tvær fylk- ingar. Önnur er gamli kjarninn, sem vill halda áfram eins og sem minnst hafí í skorist. Hin er undir forystu aðsópsmikillar konu, Rosi Bindi, sem vill byija upp á nýtt með þær ka- þólsku lýðræðishugsjónir, sem flokk- urinn hefur kennt sig við í orði. Mino Martinazzoli formaður flokks- ins reynir að fara bil beggja og hef- ur stungið upp á nýju nafni, Þjóðar- flokknum, sem reyni að fá fyrirgefn- ingu landsmanna. Francesco Cos- siga fyrrum forseti, sem kemur úr demókratafiokknum hefur lýst því yfir að bæði flokkur hans og Sósíali- staflokkurinn verði að viðurkenna að þeir hafl lagt grundvöllinn að spillingunni. Umberto Bossi formað- ur Lega nord hefur sagt að nafna- skipti séu ófullnægjandi lyktir fyrir þá sem hafi stefnt landinu í hörm- ungar. Sjúkdómurinn sé ólæknandi og flokkurinn eigi sér enga framtíð. Þrátt fyrir margra ára orðróm um spillta forystu demókrata og sósíal- ista fengu þeir alltaf atkvæði kjós- enda, en loksins hrundi fylgi þeirra í bæjarstjórnarkosningum í vor. Norðursambandinu varð hins vegar vel ágengt. Margir álíta að fylgi þess sé ekki varanlegt, heldur bygg- ist á óánægðum kjósendum, sem skili sér til miðjuflokkanna, þegar pólitískar aðstæður skýrast. Áber- andi var að í fyrri umferð kosning- anna, þegar kosið var um hvaða flokkar ættu að sitja í borgarstjórn, fékk sambandið færri atkvæði en í síðari umferðinni, þegar kosið var beint um bæjar- og borgarstjóra, vísast vegna þess að frambjóðendur þess voru nýgræðingar í stjórnmál- um, óháðir valdakerfi gömlu flokk- anna. Önnur spurning er svo hveijar málalyktir verði í þeim málum, sem rannsóknardómarar vinna nú að. Og fleira á eftir að koma upp svo marg- ir eru enn í viðbragðsstöðu. Fyrrum bæjarstjóri í smábæ á Ítalíu fékk heimsókn lögreglunnar seint um kvöld, því hann hafði gleymt að slökkva á bílljósunum. Um leið og hann heyrði að lögreglan væri kom- in, sagði hann rólega að hann kæmi niður eftir augnablik. Eftir um tíu mínútur birtist hann klæddur og strokinn með tösku í hendi og sagð- ist tilbúinn. Lögreglumönnunum vafðist tunga um tönn og bentu á bílinn „Nú eruð þið ekki komnir til að taka mig?“ sagði húsbóndinn og andaði greinilega léttar. Vísast hafði hann pakkað í töskuna eftir nýjustu leiðbeiningum um hvað nauðsynlegt sé að taka með í fangelsi. Betri borg- urum hefur meðal annars verið ráð- lagt að taka með sér sjampó, því fangelsissjampóið sé lakara en þeir eigi að venjast. Enn hefur ekki verið ákveðið hvernig farið verður með ákærða þingmenn, en um tuttugu prósent liggja undir grun um spillingu. Gamli kjaminn í gömlu stjórnarflokkunum berst af alefli gegn kosningum, þvi hann missir óhjákvæmilega fylgi og áhrif. Obbinn af þeim þingmönnum sem orðaðir eru við spillingu hverfur af þingi, missir þinghelgina og þá er ekkert því til fyrirstöðu að hefja réttarhöldin. En þessa dagana bend- ir allt til að gamli kjaminn sé að verða undir og að kosningar verði ekki seinna en í haust. Og þá verður kannski líka hert á rannsókninni á frímúrarastúkunni P2 og skuggaleg- um samsætum þar, sem enn em óupplýst. I vikunni var tilkynnt að von væri á mörgum nýjum nöfnum í spillingarrannsókninni, aðallega í kjölfar játninga Garofanos. Bíl- sprengjurnar undanfarið era túlk- aðar sem hótun frá þeim sterku öfl- um sem vilja stöðva hreingerninguna í ríkiskerfínu. Almennt era Italir sannfærðir um að þótt spillingarmál- in séu yfirþyrmandi, komi aðeins hluti þeirra upp á yfírborðið. Ástand- ið hafí í raun verið enn verra. En athafnalífið þrýstir einnig á um skýr- ari línur, því hjólin snúast hægt í kringum fyrirtæki, sem hafa lent í mútumálum. Og þar hvísla menn að mútugreiðslum hafí ekki verið hætt. Nú nemi þær hins vegar ekki lengur tíu prósentum viðskiptaupphæðar- innar, heldur 20-30 prósentum, vegna meiri áhættu. Rétt eins og í Austur-Evrópu era hreinsanirnar og uppgjörið sárs- aukafullt. Reiði almennings beinist fyrst og fremst gegn spilltum stjórn- málamönnum, en síður gegn at- hafnamönnum, sem greiddu fyrir viðskiptum með mútum. En ef ekki tekst fljótlega að hamla gegn flokks- ræðinu, vinda ofan af ríkisrekstrin- um og stokka upp í flokkunum eru menn sammála um að eftir sex eða sjö ár verði allt komið í sama farið aftur. Enn er of snemmt að tala um byltingu, en það er kannski von um hana. Sigrún Davíðsdóttir ÁRNAÐ HEILLA UTSALA Ein sú magnaöasta! • Jakkafótfrákr.12.900 • Frakkarfrákr.7.900 • Stakir jakkar frá kr.7.900 • Blússurfrákr.3.900 • Stakar buxur frá kr..3.900 • Rúskinnsjakkar frá kr. .5.900 • Kakibuxur frá kr.....2.900 • Gallabuxur frá kr.2.900 • Skyrturfrákr......1.500 • Sokkar (3 pör) frá kr.990 • Peysurfrákr.......2.900 Ath.: 15% staðgreiðsluafsláttur af öðrum vörum. Laugavegi 47 Ljósm.st. MYND, Hafnarfirði. HJÓNABAND. Gefín voru saman í hjónaband þann 10. júlí sl. í Há- teigskirkju af sr. Valgeiri Ástráðs- syni Guðríður Arnardóttir og Haf- liði Þórðarson. Heimili þeirra er á Digranesvegi 36, Kópavogi. Ijósm.st. MYND, Hafnarfirði. HJÓNABAND. Gefín voru saman í hjónaband þann 10. júlí sl. í Víði- staðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Sigurlaug Jóhanns- dóttir og Sigþór Árnason. Heimili þeirra er að Eyrarholti 3, Hafnar- firði. LJósm.st. MYND, Hafnarfirði. HJÓNABAND. Gefín voru saman í hjónaband þann 10. júlí sl. í Víði- staðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Rósa Björg Magnús- dóttir og Helgi Gizurarson. Heimili þeirra er í Bröttukinn 4, Hafnar- fírði. Ljósm.st. MYND, Hafnarfírði. HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 10. júlí sl. í Víði- staðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Valgerður Eiríks- dóttir og Tómas Erlingsson. Heim- ili þeirra er að Einarsnesi 78, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.