Morgunblaðið - 31.07.1993, Side 38

Morgunblaðið - 31.07.1993, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 Heimir Bjamason læknir sjötíu ára Á mánudaginn, 2. ágúst, verður Heimir Bjamason, aðstoðarhéraðs- læknir í Reykjavík, sjötugur. Ekki er það einvörðungu fyrir náin fjölskyldutengsl og langa vin- áttu okkar að ég minni á afmæli Heimis, heldur veit ég með vissu, að afmæliskveðja mín á samhljóm í góðum óskum fjölmargra vina hans víða um land, ættingja og vensla- fólks. Um Heimi má með sanni segja að hann beri gott með sér. Stundum er líka á orði haft að menn strái um sig gleði. Ef það orðalag á við um nokkum mann, fellur það að lýsingu á mannkostum Heimis Bjamasonar. Samskipti við hann eru öll hin liðleg- ustu, þó að ekki sé það fyrir lærðar kurteisisforskriftir, hvað þá fleðu- skap, heldur þetta óútskýranlega sambúðarvit sem góðum mönnum er gefið. En ekki eru úthverfír persónu- töfrar einhlítir. Góðvild Heimis og notalegum samskiptaháttum hans fylgja gáfur og greind, sem aðrir mættu öfunda hann af, dugnaður og fyrirhyggja um embættisverk og eig- in hag, lifandi áhugi á almannamál- um. Heimir Bjamason fæddist í Kaup- mannahöfn 2. ágúst 1923. Hann var sonur einstæðrar móður, Helgu Bjarnadóttur frá Húsavík, sem þá var við nám þar í borg. Atvik og aðstæður höguðu því svo, að þessum- bráðgera Kaupmannahafnar-íslend- ingi var ungum komið í fóstur hjá móðursystur sinni, Bimu Bjamadótt- ur, og manni hennar, Pétri Sigfús- syni verslunarstjóra, sem þá og lengi síðan áttu heima á Húsavík. Ólst Heimir upp til fullorðinsára á fjöl- mennu myndarheimili þeirra hjóna í stórum barnahópi sem væri hann eitt systkinanna, enda enginn munur gerður þar á. Pétur Sigfússon var síðar um árabil kaupfélagsstjóri á Borðeyri og þar átti Heimir ánægju- rík unglingsár, enda gullvægar sögur sem hann kann að segja af Hrútfirð- ingum, ekki síður en frændum sínum, Þingeyingum. Eins og tímarnir voru á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld var ekki einboðið að hver unglingur með góð- ar námsgáfur hlyti að fara í mennta- skóla til þess að ljúka stúdentsprófi tvítugur og halda síðan til háskóla- náms eins og á færibandi. Raunar var fágætt að ungt fólk hugsaði tij langskólanáms á þessum tímum. í þeim efnum fór Heimir sér hægt eins og flestir jafnaldrar hans. Hann sat í Laugaskóla í Reykjadal tvo vetur í skólastjóratíð dr. Leifs Ásgeirsson- ar, reyndist þar ágætur námsmaður og var hvattur til þess, þá tvítugur að aldri, að sækja um skólavist í gagnfræðadeild Menntaskólans á Akureyri. Þar slóst hann í hóp skóla- félaga, sem nokkurt miseldri var á, — því að þá var alvanalegt að full- orðnir menn, harðnaðir af erfiðis- vinnu á sjó og landi, settust á skóla- bekk, — en í heild varð úr þessu samstæður hópur. Heimir féli ágæt- lega að þessum félagsskap, enda félagslyndur og fjörmikill auk þess sem hann var í fremstu röð náms- manna, jafnvígur á allar greinar. Hann lauk því stúdentsprófi með miklu lofí. Eftir stúdentspróf 1947 tók við nám í læknisfræði við Háskóla ís- lands, ekki aðeins langt og strangt, heldur kostnaðarsamt félitlum stúd- ent, sem lengst af háskólaárum hafði fýrir fleirum að sjá en sjálfum sér. Á öðru ári Heimis í háskólanum gift- ust þau María Gísladóttir, systir mín, og hann, stofnuðu heimili og brutust sameiginlega gegnum þessi erfiðu námsár. Þetta gerðist árum áður en umtöluð óspilunarsemi opinbers námslánakerfis kom til sögu, sú sem nú er á orði höfð og sögð sliga sjálft efnahagslífíð. En svo mikið er víst að þeir sem stunduðu háskólanám á fímmta og sjötta áratugnum og höfðu það oft sem hjáverk, þágu ekki opinbera ölmusu. Heimir lauk kandídatsprófí í lækn- isfræði vorið 1956. Næstu þrjú ár sinnti hann ýinsum læknisstörfum, meðal annars á sjúkrahúsum í Reykjavík og _sem staðgöngumaður héraðslækna. Árið 1959 gerðisthann héraðslæknir á Djúpavogi og gegndi þar embætti um níu ára skeið, síðar á Hellu önnur níu ár. Fyrsta júlí 1977 varð hann aðstoðarborgar- læknir í Reykjavík (nú aðstoðarhér- aðslæknir) og hefur annast það starf síðan. Öllum þessum störfum hefur hann sinnt af áhuga og árvekni við traust og vinsældir, sem honum er svo eðlislægt að ávinna sér. Heimili þeirra Maju er öllum ætt- ingjum og vinum kunnugt fyrir gest- risni og myndarskap. Þar á systir mín óskilið mál, en hlutur beggja góður. Þau hafa eignast sjö böm, allt hið mesta efnisfólk. Þau _ eru Helga, meinatæknir, gift Olafi Sveinssyni viðskiptafræðingi og búa í Reykjavík; Pétur, heilsugæslulækn- ir á Egilsstöðum, kvæntur Ólöfu Sig- ríði Ragnarsdóttur kennara; Fanný Kristín, búsett í Svíþjóð, gift Breka Karlssyni verkfræðingi; Gísli, verk- fræðingur í Reykjavík, kvæntur Þor- gerði Ragnarsdóttur hjúkrunarfærð- ingi; Birna, nemi, búsett í Noregi; Heimir, verktaki í Reykjavík, kvænt- ur Elínu Sigríði Óladóttur; María, læknir við framhaldsnám í Banda- ríkjunum, kvænt Ólafi Tryggva Þor- geirssyni lækni. Barnabörn Heimis og Maríu em sextán, svo að niðjahóp- urinn allur er býsna stór. Meðal samstúdenta og gamalla skólafélaga yfírleitt er Heimir hrókur alls fagnaðar á góðri stund og allt dauflegra ef hann er hvergi nærri. Ekki er það síst þessi hópur sem ég sé fyrir mér, að muni taka undir afmæliskveðju mína, auk venslafólks og vina annars staðar og úr öðmm áttum. Ingvar Gíslason. R AÐ AUGL YSINGAR Selfoss Áskrifendur athugið að umboðsmaður hefur fengið nýtt símanúmer sem er 23375. Afgreiðslan er opin frá kl. 7 alla útburðardaga. fltargiiitMbifrffr Til leigu 4ra herbergja íbúð ásamt bílskúr í fjölbýlis- húsi við Stóragerði. Getur leigst til lengri tíma. Laus nú þegar. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 6. ágúst, merkt: „M - 1133.“ - Einbýlishústil leigu Einbýlishús á góðum stað á höfuðborgar- svæðinu til leigu í' 1-3 ár. Leigist með eða án húsgagna. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl., merkt: „E - 9911." Einbýlishús Til leigu stórt og gott einbýlishús á 101 svæð- inu. Hentar vel fyrir sendiráð eða stóra fjöl- skyldu. Upplýsingar um greiðslugetu og fjölskyldu- stærð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „F - ^839“ fyrir 7. ágúst nk. Útgerðarmenn Óskum eftir bátum í föst viðskipti á Suð- vesturlandi til að veiða keilu, löngu og þorsk. Svör óskast send til auglýsingadeildar Mbl., merkt: „V - 10932.“ Fulltrúar á S.U.S.-þing Félagsmenn í Huginn, F.U.S. Garðabæ, sem áhuga hafa á að verða fulltrúar félagsins á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna á Sel- fossi og í Hveragerði dagana 13.-15. ágúst nk., sendi inn umsóknir til félagsins í pósthólf 184, 212 Garðabæ, fyrir 4. ágúst nk. Stjórnin. Skrifstofuhúsnæði Til leigu skrifstofuaðstaða með aðgangi að helstu skrifstofuáhöldum. Um er að ræða 1-3 herbergi. Tilboð, merkt: „Múlahverfi - 12803“, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. ágúst. Stórt atvinnuhúsnæði óskasttil leigu Okkur hefur verði falið af góðu og traustu fyrirtæki að annast leit að ca. 500 m2 at- vinnuhúsnæði á jarðhæð til leigu. Heppileg skipting húsnæðis er að það séu ca. 400 m2 sem vörugeymsla með góðum afgreiðslu- hurðum og síðan fullbúið ca. 100 m2 skrif- stofuhúsnæði. Húsnæðið þarf að vera á góðum stað, sé snyrtilegt og hafi góða að- komu. Tilboð, er greini frá stærð húsnæðis og stað- setningu ásamt verðhugmyndum, óskast okkur sent fyrir 6. ágúst nk. Allar ferkari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu okkar. Þjónustumiðstöð atvinnulífsins, fyrirtækjasala, ráðningarþjónusta, Hafnarstræti 20, 4. hæð, símar 624550/625080, 104 Reykjavík. qww útboð Skeiða- og Hrunamannavegur um Litlu-Laxá Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagn- ingu 1,5 km kafla á Skeiða- og Hrunamanna- vegi. / Helstu magntölur: Fyllingar og neðra burðar- lag 28.000 m3, fláar og efni úr skeringu jafn- að við hlið vegar 15.000 m3. Verki skal lokið 1. desember 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Selfossi og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 3. ágúst nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 16. ágúst 1993. Vegamálastjóri. Snæfellsnesvegur um Hraunsfjörð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagn- ingu 5,6 km kafla á Snæfellsnesvegi um Hraunsfjörð. Helstu magntölur: Fylling 130.000 m3, rof- varnir 17.000 m3 , burðarlag 26.000 m3 og klæðning 35.000m2. Verki skal lokið 1. september 1994. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins í Borgarnesi og í Borgartúni 5, Reykajvík (aðalgjaldkera) frá og með 3. ágúst nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 16. ágúst 1993. Vegamálastjóri. Útboð Kirkjuráð óskar eftir tilboðum í smíði rektors- bústaðar í Skálholti. Húsið er 220 m2 að stærð, einlyft. Það skal fullfrágengið til íbúðar. Verkinu skal lokið fyrir 30. apríl 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bisk- ups íslands, Suðurgötu 22, 150 Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilagjaldi, Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 31. ágúst kl. 11.00. m Útboð Olíuverzlun íslands hf. óskar eftir tilboðum í sandblástur og málun birgðageyma í birgða- stöðinni á Laugarnestanga. Áætlaður flötur er 2.000 fm. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Olís, Héðinsgötu 10, gegn 2.000 kr. gjaldi. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 11 9. ágúst 1993. Bújörð óskast Óskum eftir að taka á leigu sem allra fyrst bújörð til lengri eða skemmri tíma, með eða án kvóta. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl., merkt: „B - 3922.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.