Morgunblaðið - 31.07.1993, Síða 40

Morgunblaðið - 31.07.1993, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 Aldarminning Guðbjörg Jónasdóttir „Hamingjusamara gamalmenni en ég er ekki til,“ sagði Guðbjörg Jónasdóttir. Þetta var fyrir um það bil fimmtán árum. Hún stóð á tún- skikanum sínum á Sellandi, studdi sig við rekuskaft til þess að geta rétt lítið eitt úr bognu bakinu og horfði með glampa í augum yfír wflúnafjörð í átt til Skagastrandar- fjalla. Hamingjuna mat hún ekki í peningum. Ekki er svo að skilja að hún hafí talið sig fátæka. Best gæti ég trúað því að henni hafí fundist að hún væri stöndug. í hennar augum var ríkidæmi ekki fólgið í því að eiga mikið heldur að nota vel það sem hún gat fram- leitt sjálf. Guðbjörgu Jónasdóttur tókst að lifa góðu lífí á sinn sérstaka hátt. Fáeinar ær dugðu henni til lífsviður- væris og hún var meira að segja aflögufær. Ef einhver sem les þess- ar línur heldur að hún hafí verið sérvitringur þá skjátlast honum •^hrapallega. Guðbjörg Jónasdóttir var nýtin og útsjónarsöm en samt örlát og gestrisin og umfram allt sjálfri sér samkvæm. Hún var íhug- ul og háttvís og ofnotaði ekki orð frekar en annað en hún talaði tæpi- tungulaust. Þess vegna kallaði hún sjálfa sig gamalmenni þegar hún var komin á níræðisaldur enda búa „eldri borgarar" ekki í torfbæ og stunda sjálfsþurftarbúskap. Hún var einbúi en aldrei einmana og hún taldi sig heldur ekki vera -cinstæðing þótt hún hefði misst nánustu ættingja sína. Hún hafði skepnumar sínar; sveitungar og kunningjar litu inn hjá henni og forsjónin leit til hennar. Guðbjörg fæddist 1. ágúst 1893 á Kistu í Vestur-Hópi í Vestur- Húnavatnssýslu, dóttir Jónasar Jó- hannssonar bónda þar og konu hans Sigríðar Hannesdóttur. Hún vann í foreldrahúsum fram eftir aldri en var síðan um nokkurt skeið í hús- mennsku í Víðidal og réðst eftir það til Gests bónda Guðmannssonar í Krossanesi og var ráðskona þjá honum í eitt ár. Þá var hún tæplega fímmtug en heilsuveil. Henni fannst hún ekki nógu afkastamikil til þess “*ao bjóða öðrum starfskrafta sína en sá að hún gæti bjargað sér sjálf ef hún fengi að hafa sína henti- semi. Það varð úr að hún fékk skika úr Krossaneslandi til ábúðar, um það bil einn kílómetra að ummáli. Leigan var engin og einu skilmál- amir þeir að landið rynni aftur undir Krossanes þegar hún hætti búskap. Guðbjörg var þakklát fýrir þann skilning sem Drottinn almáttugur og Gestur bóndi sýndu henni. Jörð- ina sína nefndi hún Selland og hún hófst þegar handa. Með hjálp góðra granna reisti hún torfbæ handa sér og skepnunum. Þetta var á árunum 1940 og 1941, löngu eftir að íslend- ingar voru hættir að byggja úr torfí og gijóti. Hún fékk hjálþ við að slétta tún og pæla garð í einu horn- inu fyrir kartöflur, rófur og rabar- bara. í suðurenda torfbæjarins inn- réttaði hún litla baðstofu en í norðurendanum bás fyrir kú og kró fyrir tíu til tuttugu fjár. Þarna var líka lítil hlaða og seinna kom skúr fyrir verkfæri. Á Sellandi tókst henni að lifa á eigin framleiðslu næstu áratugi eins og hana hafði langað til. Þegar á leið fækkaði hún skepnunum. Að eigin sögn lét hún kúna af því að henni varð illt í klaufunum og hrút- inn af því að honum leiddist. Undir það síðasta voru ærnar ekki nema níu eða tíu. En það nægði henni. Fyrst í stað átti hún hest, kerru og aktygi og fyrstu árin sló hún túnið sjálf með orfí og ljá en síðar þegar kraftamir fóru að minnka var túnið slegið fyrir hana en hún hirti heyið sjálf. Hún stakk líka sjálf út úr fjár- húsinu, ók taðinu á tún og þurrkaði það. Ekki máttu vera nema þijár þunnar flögur í einu í hjólbörunum, annars réð hún ekki við þær. Guðbjörg var afar lagin við skepnur og hún mátti ekki til þess hugsa að þeim liði illa. Mér vitan- lega tók hún aldrei þátt í smala- mennsku á haustin með öðmm sveitinni. Trúlega var ekki heldur til þess ætlast. Hún fór bara upp í hlíðamar fyrir ofan bæinn og kall- aði „mínar“ og æmar hennar komu hlaupandi með lömbin á eftir sér. Þegar þær vom í fjárhúsinu var gestum velkomið að líta inn til þeirra en fyrst fór Guðbjörg inn til „sinna“ svona rétt til þess að segja þeim að láta sér ekki bregða við að sjá ókunnuga. Það var sáralítið sem Guðbjörg keypti til heimilisins en samt skorti hana aldrei neitt. Framan af var það fyrst og fremst kaffi, sykur, kornmeti og bijóstsykur handa börnum sem heimsóttu hana. Eftir að hún lét kúna fékk hún mjólk og skyr sent frá Hvammstanga. Eitt- hvað keypti hún af steinolíu til þess að setja á olíulampa á veturna. Eitt sinn ætluðu sveitungar hennar að gefa henni Aladdínlampa í afmæl- isgjöf en hún afþakkaði. Henni fannst slíkur gripur eyða allt of mikilli olíu. Í annað skipti ætluðu kunningjarnir að gefa henni út- varpsviðtæki en hún afþakkaði það líka. Henni fannst alveg nóg að hafa sveitasímann, hann færði henni allar þær fréttir sem hún kærði sig um að heyra. Hún eldaði á lítilli kolaeldavél, bakaði fyrirtaks kökur í ofninum og vélin hitaði upp baðstofuna. Guðbjörg var lítið fyrir að kaupa kol. Hún notaði sauðatað- ið, sem hún hafði sjálf þurrkað, og fyrir kom að vinir hennar gaukuðu að henni spýtu og spýtu. A sínum tíma rafvæddist Vestur-Hóp eins og aðrar sveitir en Guðbjörg komst ágætlega af án rafmagns. Gamla saumavélin hennar var handsnúin og hún þurfti enga rafmagnsdælu til þess að auka þrýstinginn á vatn- inu sem hún hafði látið leiða í bæ- inn. Vaskur var líka óþarfi. Galvan- íseruð fata fyrir hreint vatn hékk á krananum í baðstofunni, önnur fyrir skólp stóð á gólfínu. Lítið emalerað vaskafat var notað til að þvo matarílátin og annað kom í staðinn fyrir handlaug. Klæðaburður Guðbjargar var fá- brotinn. Hversdags var hún í hnepptri treyju sem hún hafði saumað úr hveitipokum, síðu svörtu ullarpilsi og ullarsokkum sem hún hafði pijónað sjálf. En ef mikið stóð til tók hún peysufötin sín upp úr fatakistunni. Litla baðstofan hennar var ótrú- lega vistleg og vinaleg. Veggimir voru klæddir brúnum umbúðapapp- ír og skreyttir með almanökum Eimskipafélagsins. Um hver mán- aðamót fletti hún þeim öllum. Einn gluggi með fjórum litlum rúðum var á baðstofunni og undir honum stóð smáborð og tveir eða þrír stólar. Á móti var eldavélin en fyrir innan tvö rúm því að Guðbjörg vildi geta hýst illa staddan ferðalang að vetr- arlagi. Fyrstu árin sem hún bjó á Sellandi ferðuðust sveitungamir ekki um á bílum, heldur á tveimur jafnfljótum, ríðandi ellegar bara á dráttarvél og vom fegnir húsaskjóli í vondu veðri. Guðbjörg var vel látin af sveit- ungum sínum og ýmsir heilsuðu upp á hana þegar þeir áttu leið fram hjá. Ef hún var við vinnu úti lagði hún frá sér verkfærin, bauð gestin- um í bæinn og hitaði kaffí. Ef fólk kom á matmálstíma var því boðinn matur. Eitt sinn sem oftar átti ná- granni hennar leið hjá og hafði með sér ungan Reykjavíkurpilt. Þeim var boðinn matur, skyr og kartöflur á sama diski. Þegar strákur hafði fengið nægju sína þakkaði hann fyrir sig en þá sagði Guðbjörg: „Éttu betur af diskinum þínum“. Hjá henni fór ekkert til spillis. Guðbjörg gerðist ekki einyrki til þess að forðast fólk enda var hún síður en svo ómannblendin og hún fylgdist með því sem var að gerast í litla samfélaginu í kringum hana. Hún tók þó ekki beinan þátt í fé- lagsmálum en lagði peninga af mörkum til málefna sem henni voru að skapi. Ellistyrkinn sinn notaði hún ekki, heldur lagði hann fyrir og gaf síðan. Hún lagði til dæmis fram dijúga upphæð þegar Kvenna- bandið, kvenfélagsambandið í Vest- ur-Húnavatnssýslu, safnaði fyrir fyrsta sjúkrabílnum sem kom í Mið- fjarðarlæknishérað. Á efri árum gekk hún í Hvítasunnusöfnuðinn og átti hann eftir það hauk í horni þar sem Guðbjörg var. Hún var hálfníræð þegar hún hætti að geta verið ein á Sellandi. Hún fann það sjálf og sætti sig við það. Bærinn var orðinn lélegur, hún gat ekki lengur hlýjað upp hjá sér á veturna og hafði ekki krafta til að sinna skepnunum. En hún gafst ekkert upp. Það hefði ekki hvarflað að henni að leggjast á bæn og bíða eftir því að eitthvað gerðist. Nei, Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Hún var sannfærð um að Jesús Kristur vísaði sér veginn að réttum stað til að eyða síðustu árun- um. Hún yrði bara að leita. Enn gat hún ýmislegt gert sjálf og hún vildi fá húsaskjól einhvers staðar þar sem hún gæti verið út af fyrir sig. Hún kom ánum sínum fyrir og fór í ferðalag. Hún hafði ekki gert víðreist um ævina, sjaldan farið út fyrir sveitina, einu sinni mun hún þó hafa brugðið sér til Reykjavíkur til þess að heimsækja systur sína. En nú lagði hún af stað með nesti og nýja skó til að freista gæfunnar rétt eins og persóna í ævintýri. Hún hélt að hún gæti kannski fengið inni uppi á lofti í gamla læknisbú- staðnum á Hvammstanga, þar kynni að vera laust herbergi. Svo reyndist ekki og þá baðst hún húsa á nokkrum stöðum þar sem hún þekkti til, bæði á Hvammstanga og í sveitinni en án árangurs. Þetta var í sláturtíðinni. Guð- björg hafði spumir af bflstjóra sem sótti fé til þess að fara með það í sláturhúsið á Hvammstanga og bað um að fá að sitja í þegar hann færi um Vestur-Hóp. Það var auð- sótt mál og þegar bíllinn nam stað- ar við Syðri-Þverá, fór hún út og knúði dyra. Þeim var lokið upp. Fimmta nóvember árið 1978 var Guðbjörg Jónasdóttir enn einu sinni bænheyrð. Á Syðri-Þverá, hjá Auðbjörgu Guðmundsdóttur húsfreyju og Jó- hannesi Guðmundssyni bónda, var rétti staðurinn. Þau tóku henni opn- um örmum og vísuðu henni á lítið herbergi. Þau leyfðu henni að hafa sína hentisemi og hún var þeim innilega þakklát. Guðbjörg hafði alla ævi verið raunsæ og lært að haga seglum eftir vindi í góðri merkingu þess orðatiltækis. Það þurfti enginn að segja henni að hún gæti því miður ekki haft kolaelda- vél í litla herberginu. Þar var eng- inn reykháfur og heldur engin köld göng sem hægt var að geyma í matarögn. Því venti Guðbjörg sínu kvæði í kross, keypti sér minnstu gerð af rafmagnseldavél og lítinn ísskáp. Hún var enga stund að læra á þessi nútímaverkfæri og jafnfljót að átta sig á því hvemig átti að fara sparlega með rafmagnið. Á Syðri-Þverá var hún hamingju- söm eins og á Sellandi. Alltaf reyndi hún að eyða tímanum í eitthvað gagnlegt. Hún fékk afskominga frá pijónastofunni á Hvammstanga og saumaði marga flíkina úr þeim og mottur fléttaði hún úr baggabönd- um. Glugginn á herberginu hennar sneri út að veginum og hún sá til mannaferða. Margir gamlir kunn- ingjar litu inn til hennar og á Syðri- Þverá eignaðist hún nýja vini, bamabörn Auðbjargar og Jóhann- esar. Hún var hafsjór af gömlum vísum og þulum og bömin hændust að þessari gömlu konu sem hafði alltaf tíma til að spjalla við þau og gefa þeim „góða grautinn". Hann var soðinn úr heilhveiti en hafði alveg sérstakt bragð inni á herberg- inu hennar. Guðbjörg hafði líka fé- lagsskap af jafnöldru sinni á bæn- um. Þar dvaldist þá móðir Auð- bjargar, Jónína Gunnlaugsdóttir, sem hafði verið húsfreyja á Illuga- stöðum á Vatnsnesi en fluttist til dóttur sinnar og tengdasonar þegar hún hafði misst sjónina. Þær áttu ýmislegt sameiginlegt þótt ólíkar væru. Sjálfsbjargarviðleitni og greiðasemi var báðum í blóð borin og það kom fyrir að þær hlupu undir bagga með Auðbjörgu hús- freyju. Á þeim irum var símstöð á Syðri-Þverá og þótti sjálfsagt að sinna símanum hvenær sem var. Við símann bættu þær hvor aðra upp, gömlu konurnar. Jónína var sjálf þaulvön símadama og gat af- greitt öll símtöl þótt blind væri en þegar átti að skrá þau fór í verra. Þá kom Guðbjörg til skjalanna. Hún var heyrði illa en sá ágætlega og skráði öll samtöl samviskusamlega eftir leiðbeiningum Jónínu. Guðbjörg vildi deyja á Syðrí- Þverá en Drottinn ætlaði henni það ekki og hún sætti sig við það. Hún hafði legið nokkuð lengi rúmföst þegar hún sá sjálf að þetta dugði ekki. Baggi á Auðbjörgu, sem hún dáði manna mest, vildi hún síst af öllu vera. Hún bað um pláss á elli- heimilinu á Hvammstanga og þar var hún þar til hún lést vorið 1986. Hún var jarðsett í kirkjugarðin- um á Vesturhópshólum. Þaðan er skammt norður til Sellands. Litli torfbærinn hennar er nú að hruni kominn. En þegar horft er á þessa grænu þúst birtist mynd af vin- gjarnlegri gamalli konu í baðstofu með gluggakríli sem hleypti inn meira sólskini en flennistórar rúður á glæsilegum stórhýsum. Margrét E. Jónsdóttir. + Maðurinn minn og faðir okkar, GISSUR JÖRUNDUR KRISTINSSON, Hjallabrekku 13, lést miðvikudaginn 27. júlí, Ásta Hannesdóttir og börn hins látna. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNURTÓMASDÓTTIR JENSEN, Hraunbæ 74, áðurtil heimilis á Háteigsvegl 17, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 29. júlf. Ingibergur Jensen, Alda Jónsdóttir, Marta Jensen, Gisli Benjamfnsson barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVANBORG GUÐBRANDSDÓTTIR, Torfufelli 29, Reykjavfk, andaðist 29. júlí. Börn, tengdabörn, og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR BRAGI TORFASON, Vallarbarði 1, Hafnarfirði, lést af slysförum föstudaginn 30. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Sonja Larsen Knútsdóttir. + GUÐNÝ JÓHANNESDÓTTIR, Laufásvegi 64, sem andaðist í Borgarspítala 27. júlí, verður jarðsungin fró Foss- vogskirkju fimmtudaginn 5. ágúst kl. 13.30. Gils Guðmundsson, Úlfur Árnason, Erna Gilsdóttir, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.