Morgunblaðið - 31.07.1993, Page 45

Morgunblaðið - 31.07.1993, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 45 GOLF / LANDSMÓTIÐ Islandsmeistaratitillinn í karlaflokki til Eyja á ný eftir 34 ára bið ÚRSLIT ÞORSTEINIM Hallgrímsson sýndi mikinn styrk á síðasta degi landsmótsins með þvf að leika á einu höggi yfir pari og halda höfði því Sigurjón Arn- arsson úr Golfklúbbi Reykja- víkur, sem varð annar, lék mjög vel, kom inn á 69 högg- um, þremur höggum undir pari vallarins. Þorsteinn fór til Eyja í gær á Þjóðhátfð og hef- ur trúlega verið vel tekið því 34 ár eru síðan titillinn í karla- flokki fór til Eyja en það var Steinn Ársælsson sem sigraði 1957 og 1959. kominn. Hann hefur lengi verið í eldlínunni, leikið vel í mörg ár en þó aldrei eins vel og í sumar. Hann hefur þó sjaldan náð sér vel á strik þegar að landsmóti hefur komið. En núna sýndi hann og sannaði að hann er sterkur kylf- ingur og það sem meira er, hann virðist hafa mjög gaman af því sem hann er að gera hverju sinni. Það hefur nefnilega stundum gleymst að þetta er golfleikur og það er mikilvægt að keppendur reyni að hafa eins gaman af leikn- um og áhorfendur. Keppni var einnig jöfn í nokkr- um öðrum flokkum en í meistara- Morgunblaðið/Óskar Sæmundsson Meistarínn ÞORSTEINN Hallgrímsson hróðugur á svip á átjándu flöt eftir að hafa lagt boltann að holu. Sigurjón, sem sést í baksýn, þurfti að setja niður fimm metra pútt til að eiga möguleika á sigri, en náði því ekki. Þorsteinn setti því næst kúluna niður af stuttu færi og sigurinn var hans. Karen meistari fimnvta áríð í röð Landsmótið í golfi MEISTARAFLOKKUR KARLA Skorið í gær og lokastaðan: Þorsteinn Hallgrimsson, GV......73 299 Siguijón Amarsson, GR...........69 300 Björgvin Sigurbergsson, GK......76 306 Úlfar Jónsson, GK...............75 308 Björn Knútsson, GK..............76 313 Helgi Anton Eiríksson, GR.......74 314 Kristinn G. Bjarnason, GL.......79 314 Sigurpáll Sveinsson, GA.........71 315 Guðmundur Sveinbjörnsson, GK ....75 316 Þórður Emil Ólafsson, GL........76 316 Birgir L. Hafþórsson, GL........77 316 Hannes Eyvindsson, GR...........77 317^ Tryggvi Traustason, GK..........73 319' Ragnar Ólafsson, GR.............81 319 Vilhjálmur Ingibergsson, NK.....79 319 Örn Ævar Hjartarson, GS.........74 320 Sigurður Hafsteinsson, GR.......76 321 Sigurður Sigurðsson, GS.........78 322 Helgi Þórisson, GS..............76 324 Hilmar Björgvinsson, GS.........78 326 MEISTARAFLOKKUR KVENNA Skor gærdagsins og lokastaðan: Karen Sævardsóttir, GK..........77 317 Ólöf MaríaJónsdóttir, GK........78 327 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR...81 338 Þórdís Geirsdóttir, GK..........83 338 ■Ragnhildur tryggði sér þriðja sætið með því að sigra Þórdísi í bráðabana. Herborg Arnardóttir, GR.........83 340 Ásgerður Sverrisdóttir, GR......83 343 Anna Jódís Sigurbergsdóttir, GK ...85 373 1. FLOKKUR KARLA Skor gærdagsins og lokastaða efstu manna: Rúnar Geir Gunnarsson, NK.......75 303 Hjalti Atlason, GR..............73 310 Hörður Arnarson, GK.............76 311 Jóhann Kjærbo, GNK..............76 313 ArnarÁstþórsson, GS.............74 315 Guðmundur Margeirsson, GS.......74 317 Sigurgeir Guðjónsson, GG........79 317 Davíð Jónsson, GS...............80 317 Helgi Dan Steinsson, GL.........76 319 Ekki allir sem hafa 15 þúsund manns í þriggja daga veislu efftir sigur! NÝKRÝNDUR íslandsmeistari í golfi, Þorsteinn Hallgríms- son frá Vestmannaeyjum, var að vonum kátur þegar löngu og erfiðu móti var lokið. Hann hafði talað um að ef vel gengi myndi hann trúlega raula þjóðhátfðarlagiðá seinni níu holunum, en hann lét það vera enda keppnin mjög spenn- andi. Eg lagði í þetta mót með því hugarfari að hafa gaman af því sem ég væri að gera og reyna að leika eins vel og ég get, en í sumar hef ég verið að leika mitt besta golf frá upphafi. Ég gleymdi þó þessu létta hugarfari á síðustu holunum þegar þetta var orðið ein- vígi milli mín og Sigurjóns, þá hugsaði maður bara um að láta þrýstinginn ekki ná tökum á sér og leika eins og maður, og það tókst,“ sagði meistarinn nýkrýndi við Morgunblaðið. „Siguijón lék frábærlega í dag og var oft óheppinn, til dæmis á 14. braut að fá ekki örn og svo vippaði hann í pinna og fleira. Ég lék líka vel og náði að halda haus undir miklum þrýstingi og ég er ánægður með það. Ég held að ég hafi unnið í heildina á höggum af um hundrað metra færi, því þau hef ég æft mjög vel og æfi til dæmis ekki upphafshöggin heldur þessi högg sem telja svo mikið.“ Þú hefur oft leikið vel en síðan ekki náð þér á strik þegar í lands- mót er komið. Nú varð breyting á því, hver er ástæðan? „Já, þetta er rétt. Ég hef æft með því markmiði að hafa gaman af golfinu. Svo er líka annað, ég hef aldrei náð að einbeita mér á landsmóti í þau níu ár sem ég hef verið með og ég skil bara ekkert í því,“ segir meistarinn og hlær og veit greinilega hver ástæðan er: Þjóðhátíð í Eyjum. „Þessi síðasti hringur var rosa- lega spennandi og erfiður því Siguijón vann fljótlega af mér högg en ég komst inní leikinn aft- ur á Qórðu og fímmtu holu. Ég kunni vel við að hafa áhorfendur og það fór ekki í taugarnar á mér þó að ég sé óvanur þessari að- stöðu. Ég vona bara að þeir hafi haft jafn gaman af þessu og ég. Mér leið mjög vel á hringnum og ég svaf vel í nótt og svaf meira að segja nærri yfir mig. Núna er bara að fara á Þjóðhátíð og það verður ekki leiðinlegt að koma heim. Það eru ekki allir sem vinna landsmót og hafa fimmtán þúsund manns í veislu í þijá daga,“ sagði Þorsteinn sem sagðist að vísu ætla að æfa á milli þess sem hann liti inn r Heijólfsdal. 3. sætið verður ekki að vana Eg er tiltölulega sáttur við spilamennskuna hjá mér í þessu móti en gekk þó ekki al- veg nógu vel að pútta í dag. Þetta var erfítt hjá mér í dag og ég datt fljótlega út úr keppn- inni um fýrsta sæti og hugsaði þá bara um að leika eins vel og ég gat til að halda þriðja sæt- inu. Ég vissi um Ulfar á undan mér en reyndi að hugsa ekki um það,“ sagði Björgvin Sigur- bergsson úr Keili sem varð í þriðja sæti annað árið í röð. „Ég hef ekki áhyggjur af því að þriðja sætið verði að vana. Ég varð fimmti á Akureyri í hitteðfyrra, þriðji í fyrra og aft- ur núna en ég var bara að gefa strákunum tækifæri áður en ég tek þetta með trompi. Ég ætlaði að gefa Úlfari tækifæri núna en hann brást mér. Það má segja að þetta hafi bara verið upphitun fyrir næstu landsmót, þegar ég fer að taka þetta,“ sagði Björg- vin í gamansömum tón, en öllu gamni fylgir jú nokkur alvara. Þorsteinn vel að sigri kominn Spennan var gífurlega mikil því Siguijón saxaði á forskot Þorsteins, sem átti fímm högg fyrir síðasta hring. Skúli Unnar Lengi vel munaði Sveinsson einu höggi á þeim skrifar 0g úrslitin réðust ekki fyrr en á síð- ustu holunni, og raunar í síðasta púttinu, þannig að fjölmargir áhorfendur höfðu mikið gaman af. Golfið sem piltarnir voru að leika var mjög gott, sérstaklega lék Sig- uijón vel. Björgvin Sigurbergsson úr Keili datt fljótlega út úr mynd- inni varðandi baráttuna um fyrsta sæti en hann og Úlfar Jónsson úr Keili, sem var í næsta riðli á und- an, börðust um þriðja sætið og hafði Björgvin betur. Þorsteinn er vel að þessum sigri flokki kvenna var hún þó ekki jöfn. íslandsmeistarinn Karen Sævars- dóttir úr GS hafði yfírburði þar að þessu sinni. Oll umgjörð í kringum þetta 52. landsmót var góð og sem dæmi má nefna að síðasti riðill var ræst- ur út á nákvæmlega réttum tíma. Suðurnesjamenn eiga heiður skilið fyrir frábæra framkvæmd enda eru þeir orðnir vanir að halda stór- mót og ferst það mjög vel úr hendi. Það eina sem skyggði aðeins á var veðrið. Það hefði verið gaman að hafa gott veður því eins og tölur síðasta dagsins bera með sér voru kylfingarnir í góðu formi og ef veðrið hefði verið gott hefði verið leikið enn betra golf. En svona er að leika golf á íslandi og við þetta verðum við að lifa. KAREN Sævarsdóttir úr Golf- klúbbi Suðurnesja sigraði næsta örugglega í meistara- flokki kvenna og varð þar með íslandsmeistari fimmta árið í röð. Eftir fyrstu holurnar í gær virt- ist sem Ólöf María Jónsdóttir úr Keili ætlaði að veita henni ein- hveija keppni en Karen náði að komast aftur inn í leik sinn eftir erfiðar fyrstu brautir og eftir það var sigurinn aldrei í hættu, hún sigraði með tíu högga mun. „Ég náði höggum á sjöttu holu og eftir það var þetta nokkuð ör- uggt. Ég sló mjög vel í dag en gúttin hefðu vel mátt detta betur. Ég er auðvitað mjög ánægð með sigurinn en ekki með golfið sem ég var að leika og það er leiðinlegt að geta ekki sýnt sitt besta á lands- móti,“ sagði Islandsmeistarinn. Átti von á meiri keppni „Ég átti í raun von á meiri keppni og ég var búin að undirbúa mig að missa titilinn, því að ég er þreytt eftir 25 hringi á 20 dögum. Stelp- urnar áttu bara ekki sína bestu daga frekar en ég og því náði ég að sigra. Það kemur þó að því að þetta verður jafnara því bæði Her- borg og Ólöf María eru orðnar mjög sterkar og þær eru ungar og svo eru auðvitað fleiri að koma upp. Vonandi fjölgar okkur því þá er meira gaman, en við erum alls ekki að leika slæmt golf þótt við séum fáar,“ sagði Karen. „Ég klúðraði þessu á sjöttu holu og þá var þetta svo til búið,“ sagði Ólöf María Jónsdóttir úr Keili sem varð í öðru sæti. Hún varð í fjórða sæti í fyrra og er greinilega á upp- leið. „Ég lofa þér meiri keppni og jafnari næsta ár og þá ætla ég a<? vinna,“ sagði hún. Bráðabani Bráðabana þurti um þriðja sætið þar sem Þórdís Geirsdóttir úr Keili og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR áttust við. Eftir að hafa leikið þijár holur í umspili, 16., 17. og 18., voru þær jafnar og fóru því í bráðabana. Fyrsta holan féll en Raghildur hafði betur á næstu eft- ir að Þórdís missti stutt pútt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.