Morgunblaðið - 21.08.1993, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
37
Hugleiðing trillukarls
Frá Friðrik Siguriónssyni:
Nú er enn eitt stoppið um garð
gengið, til viðbótar öðrum stoppum
á árinu þar sem við erum skikkaðir
til að fara í land. Öll þessi bönn
eiga trúlega að vera til þess fallin
að vernda fiskistofnana okkar, þó
að ég sjái það ekki ekki af þeirri
einföldu ástæðu að við höfum enga
möguleika á að stunda neina rán-
yrkju á veiðum með færum og línu.
Enda finnst okkur áreiðanlega
flestum að- blessuð náttúran sjái
okkur fyrir meira en nógu mörgum
stoppdögum á árinu.
En þessa staðreynd eiga þeir sem
setja lög og reglur alveg ótrúlega
erfítt með að skilja. Nú á þessu ári
hefur afli smábáta dregist saman
um eða yfír 40% frá fyrra ári, fyrst
og fremst vegna ótrúlega mikillar
ótíðar.
Þess vegna á margur trillukarl-
inn sjálfsagt erfitt fjárhagslega, svo
ekki sé talað um bilanir upp á
kannski tugi eða hundruð þúsunda,
sem tryggingar bæta ekki. Ég er
viss um það að þeir smábátasjó-
menn sem hugsanlega lenda í þeim
þrengingum að verða að hætta út-
gerð, þeir munu ekki fremur venju
stíga á stokk og væla um að fá
bætur eða gengisfellingu út úr
stjórnvöldum eins og þeir sem stóru
skipin eiga. Það er kannski ekki
furða þó að smábátaeigendur séu
svartsýnir og kvíði framtíðinni, þar
sem allt er á huldu um hvað um
okkur verður. Ef enn á að þrengja
að okkur með fleiri banndögum, eða
ef svo illa fer að krókaleyfið verði
afnumið, þá þýðir það ekkert annað
en dauðadóm yfír mörg hundruð
manns víða um land. Hvað á að
gera við allt þetta fólk. Hvert á það
að fara og hvar fær það vinnu við
sitt hæfí? Verði krókaleyfíð afnum-
ið og fólk þar með svipt lífsbjörg-
inni, þá verður til mjög stórt vanda-
mál sem gæti orðið þess eðlis að
það yrði ekki leyst í einni andrá.
Til viðbótar má svo nefna gífurlegt
eignatjón svo sem verðlausa báta
og verðlitlar íbúðir sem enginn vill
kaupa, þar sem búið verður að
svipta fólk möguleikum til að lifa
og búa á mörgum stöðum úti á
landi.
Þessi fískveiðistefna sem hefur
verið við líði undanfarin ár hefur
ekki skilað neinum árangri í físki-
vemd, síður en svo. Til að ná
árangri i að ná upp fiskistofninum,
og þá fyrst og fremst þorskinum,
held ég að það verði hreinlega að
banna veiðar, fyrst og fremst með
net og dragnót á allri grunnslóð í
kringum 'landið í 1-1 ‘A mánuð á
hrygningartímanum. Menn verða
samt að sætta. sig við svona aðgerð-
ir ef málin eiga að ganga upp í
framtíðinni. Ég tel þó að krókaveið-
ar á færi og línu væru í lagi á þessu
tímabili.
Nú er hann að hugsa um sjálfan
sig, hugsar kannski einhver, en svo
er ekki. Þeir sem stundað hafa línu-
og handfæraveiðar vita að þegar
fískurinn er í hrygningarástandi þá
sinnir hann mjög illa krókaveiðum.
Þessi fískveiðistefna hefur líka haft
þau áhrif og komið því til leiðar að
sjómenn á minni bátum hafa sótt
sjóinn í mun verri veðrum og lengra
en áður hefur þekkst. Þetta hafa
þeir gert til að reyna að físka upp
í svokallaða viðmiðun. Það hefur
lengi verið mín skoðun að ef króka-
leyfíð yrði gefíð fijálst á alla smá-
bátana með, illu heilli, sanngjörnum
fjölda stoppdaga þá myndi þessu
ofurkappi í sjósókn linna. Menn
færu að róa af meiri skynsemi. Ég
get hvorki né vil fullyrða neitt um
það, en hugsanlega væri einhver
af þeim smábátasjómönnum sem
fallið hafa í valinn "við störf sín á
sjónum á þessu ári væru enn á
meðal okkar ef þessi fískveiðistefna
væri manneskjulegri en hún er í
dag. Ég held að hún bjóði beinlínis
upp á það að slysin verði, því mið-
ur. Ég hef alla tíð verið svo bjart-
sýnn að ég held að krókaleyfið verði
við líði um ókomin ár öðrum til
heilla. En til að það megi takast
verðum við smábátasjómenn að
standa saman sem einn maður,
hvort sem um er að ræða smábát-
asjómenn á krókabát eða kvótabát.
Við erum jú að beijast fyrir því
sama, þrátt fyrir misjafnar skoðan-
ir á hlutunum. Við erum að beijast
fyrir því að fá að físka til að hafa
í okkur og á, en jafnframt í sátt
og samlyndi við aðra sjómenn sem
sækja sjóinn með ólík veiðarfæri.
Af framansögðu hef ég þá trú
að allir sjómenn geti stundað sinn
veiðiskap í sátt, án þess að vera
með einhver leiðindaskot hver á
annan eins og stundum hefur verið.
Sem betur fer eigum við sjábátasjó-
menn marga góða stuðningsmenn
meðal almennings og einnig meðal
ráðamanna þjóðarinnar og ég vil
trúa því að þeir sem koma til með
að fjalla um mál okkar smábátasjó-
manna á komandi hausti verið svo
lánsamir að ganga þannig frá mál-
um að krókaveiðar verði gefnar
fijálsar um ókomin ár, það yrði
mikið gæfuspor.
Að lokum vil ég votta öllum þeim
sem misst hafa ástvini sína í sjóslys-
um á undangengnum mánuðum
mína dýpstu samúð.
Guð geymi ykkur öll.
FRIÐRIK SIGURJÓNSSON,
Norðurgötu 40a,
Akureyri.
Pennavinir
Bandarísþur 39 ára karlmaður
hyggur á íslandsferð. Getur ekki
áhugamála en vill eignast penna-
vini, konur sem ekki reykja:
Richard Waldon,
Rt. 10, Box 331-E,
Sarasota,
Florida 34240,
U.S.A.
Sautján ára fínnsk stúlka með
margvísleg áhugamál:
Henriikka LeppSniemi,
Tikka-Mikonmutka 7,
40500 JyvaskylS,
Finland.
Sautján ára íri með áhuga á hest-
um, tónlist, o.fl.:
Cormac Byrne,
39 Copeland Grove,
Clontarf,
Dublin 3,
Ireland.
LEIÐRÉTTINGAR
Framkvæmda-
stjórinn rang-
feðraður
í frétt Morgunblaðsins í gær um
flutning Heimilistækja hf. úr
Kringlunni var framkvæmdastjóri
fyrirtækisins rangfeðraður. Hann
heitir réttu nafni Rafn Johnson og
biðst Morgunblaðið velvirðingar á
þessum mistökum.
VELVAKANDI
VEIÐARI
BARENTSHAFI
EINS og menn vita streyma ís-
lenskir togarar í Barentshaf um
þessar mundir til að heija veiðar
þar, þó erfiðlega virðist ganga
að fínna þann gula í augnablik-
inu. Stjórnvöld hafa að vísu ekki
bannað þessar veiðar ennþá, en
þau virðast ekki heldur standa
með þeim beinlínis. Mér fínnst
þessar aðgerðir svolítið varhuga-
verðar á meðan stjómvöld standa
ekki með útgerðarmönnunum, og
fínnst þetta mál nokkuð lang-
sótt, því veiðar utan landhelgi
eru í mínum huga land sem eng-
inn á og allir geta notað.
Konráð Friðfinnsson,
Þórólfsgötu la,
Neskaupstað.
SKEMMTELEGASTA
SJÓNVARPSEFNIÐ
MIG langaði að koma þeim ósk-
um á framfæri við Ríkissjónvarp-
ið að endursýna skemmtilegasta
íslenska sjónvarpsefnið sem sýnt
hefur verið en það eru þættir
Eddu Björgvinsdóttur og Helgu
Thorberg, „Fastir liðir eins og
venjulega". Einnig væri gaman
að vita hvort þessir þættir hafa
verið sýndir á fleiri Norðurlönd-
um en Svíþjóð, en ég veit að
þeir vora sýndir þar við góðar
undirtektir. Á sínum tíma vora
þetta framúrstefnulegir þættir,
en í dag munu þeir hitta hvern
mann (konu) í hjartastað. Að lok-
um vil ég skora á þær fjölhæfu
stöllur að skrifa framhald af
þessum skemmtilegu þáttum og
gaman væri ef hægt væri að
ganga að slíkum þáttum vísum
eins og einu sinni í viku á dag-
skrá sjónvarpsins.
Kona undir Jökli.
SMÁSPOTTA
VANTAR
ÞAÐ ER hægt að ganga eftir
steyptum eða malbikuðum gang-
brautum alla leið úr miðbænum
og upp að hesthúsinum í Elliðaár-
dal að undanskildum smáspotta
sem er á mjlli Skeiðarvogs og
Holtavegar. Hvers vegna er þess
spotti skilinn eftir? Stendur ekki
til að bæta úr þessu?
Sverrir Bjarnason
Efstasundi 52,
Reykjavík.
GÓÐUR
ÚTVARPSÞÁTTUR
EITT af því besta sem Ríkisút-
varpið sendir frá sér er þátturinn
„í vikulokin" sem Páll Heiðar
Jónsson sér um á milli kl. 11 og
12 á laugardögum. Hann er
menningarlegur, fróðlegur og
skemmtilegur. Ég vil ráðleggja
sem flestum að hlusta á þennan
þátt sem tækifæri hafa til.
Filippía Krisljánsdóttir
TAPAÐ/FUNDIÐ
Fjallahjól í óskilum
RAUTT karlmannsfjallahjól er í
óskilum. Sá sem telur sig eiga
það má hringja í síma 812308
eða 676255.
Týnt gullarmband
GULLARMBAND tapaðist á
leiðinni á milli Egilsstaða og
Reykjavíkur í vikunni fyrir versl-
unarmannahelgi. Finnandi vin-
samlega hringi í síma 670105.
Fundarlaun.
Myndavél tapaðist
LÍTIL Canon Jet myndavél með
hálfátekinni fílmu í hvarf af
Fæðingardeild Landspítalans
3.-5. ágúst sl. Skilvís finnandi
vinsamlega hringi í síma 18909.
Myndavél tapaðist
MYNDAVÉL var tekin í Ölveri
í Glæsibæ sl. laugardagskvöld.
Filman í vélinni er eigandanum
mikils virði. Upplýsingar í síma
668176.
Vertu með
draumurinn gæti orðið að veruleika !
GRAFlSK HÖNNUN: merkismenn hf