Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 7 Plata Bjarkar selst í hálfri millj. eintaka Árni Matthíasson, blaðamaður Morgunblaðsins, skrifar frá Lundúnum. BJÖRK Guðmundsdóttir hélt sína fyrstu sólótónleika í Bretlandi sl. fimmtudag er hún lék með hljómsveit sinni í London Forum-tónlei- kastaðnum fyrir um 2.000 manns. Tveimur dögum síðar lék hún fyrir um 50.000 manns á Wembley-leikvanginum, þegar hún hitaði upp fyrir írsku hljómsveitina U2. Sú hefur reyndar beðið hana um að hita frekar upp, því næstkomandi föstudag leikur Björk með U2 á miklum tónleikum í Dyflinni. Plata Bjarkar Guðmundsdóttur hefur vakið mikla athygli í Bret- landi, svo mikla reyndar að mörg- um þykir nóg um, því öll helstu blöð Bretlands keppast um að hafa af henni tal, eða fjalla um tónlist hennar, aukinheldur sem hún er fastagestur í útvarpi og sjónvarpi, eðlilega oftast sem söngkona, en einnig sem viðmælandi. Plata Bjarkar hefur selst vel í Bretlandi, þó ekki hafi hún enn náð gullsölu^ 100.000 eintökum, þar í landi. I Bandaríkjunum hefur plata Bjark- ar einnig selst vel og er nú í 81. sæti á bandaríska breiðskífulistan- um, hefur hækkað sig um tíu sæti eða meira á viku frá því platan kom ný inn í 141. sæti, en í síðustu viku var hún í 91. sæti. Ekki er gott að gera sér grein fyrir hve platan hefur selst mikið þar í landi, að sögn umbjóðenda Bjarkar hér heima, en giska má á að af henni hafi selst um 200-250.000 eintök og alls þá um 500.000 eintök um heim allan, en hér á landi hefur platan selst í tæplega 4.000 eintök- um, sem þykir allgóð sala. Björk kom í fyrsta sinn fram með nýrri hljómsveit sinni í London Forum á fimmtudag, en þá hljóm- sveit setti hún saman fyrir stuttu til að geta svarað miklum þrýstingi um að hún haldi tónleika. Björk hyggur á tónleikaferð um heiminn í haust og heldur meðal annars tvenna tónleika í Bretlandi og eina eða tvenna tónleika hér á landi í lok september, en fer síðan til Bandaríkjanna. Tónlist Bjarkar þykir að mati margra sem um hafa ijallað marka nýjar brautir í dæg- urtónlist og vísa til framtíðar og sumir hafa gengið svo langt að segja tónlistina byltingarkennda og ýmis helstu tímarit Bretlands hafa spáð því að Debut eigi eftir að Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir A frægðarbraut BJÖRK Guðmundsdóttir í London Forum á fimmtudag. verða „einkennisplata" ársins 1993 í Bretlandi. Jákvæðar umsagnir Þær umsagnir sem birst hafa um tónleika Bjarkar sl. fimmtudag hafa allar verið jákvæðar. Meðal annars er fjallað um Björk og Lond- on Forum , tónleikana í fjármála- blaðinu Financial Times, þar sem hún fær fyrirtaks dóma, breska blaðið Independent lagði heilsíðu undir tískumyndir af Björk og fjall- aði að auki iofsamlega um tónleika hennar, Daily Telegraph segir tón- list Bjarkar byltingarkennda og forsíða vikuritsins Time Out er lögð undir Björk og þijár síður að auki, sem þykir mikill heiður. í dómi í því virta blaði The Guardian segir meðal annars að vissulega hafi enginn átt von á að Islendingar, sem sífellt fari halloka í söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva, ættu eftir að geta af sér dægur- lagasöngkonu á heimsmælikvarða, „... það var rödd [Bjarkar] sem lyfti Sykurmolunum ... nú þegar hún er ein síns liðs sker rödd henn- ar úr um það að hún er einn frum- legasti tónlistarmaður rokksins". All white on the night \ TllOMFSiDN FfelV VUH'VLS (hi, «.» K »«:»>' * gH*ier rfwB,- »<*! fciðtk'J VW ih, *n*< tMK t«<•<*.< ***»>■. bxi»*tu l«iit j.*- mtt tM v»y~<ob*y i„ , pwfcVwafiwL'íOTáv - »>•* “*• tbt r*u~ umw * ikio, <m «•>* «< tbr Pfrt}* (df. '■»">> •( •(»*«» ivkutii. wim! •ttr úi< *» »hb thtmrr S«oJ II «« '>U tuu v. (tw uBum, tm taa'l *fat *fe<« U »««*.I ««, (.(»-'• rahtsUk ~ tr»» frt* i*rr tgxr. tít U'ís- íkj *ir«$tit *» .-JíVlSrttí - »<f* twtb Utr *«aí pvtd **** u** «*• t-rtmti. «.<<««(> H*». fUr ftrví M< Ing tiw lUuu Ul» »W.«> <*««*>», «< t!u Furtr*. (u* wru»mr »élt*. Lui <(«,« Dw ti-wa *«• MdMtvdvt-. látx.ati.R iújit, urfert «* m ****** oifcSíw. t. » * *ut* itip* (JkatvihltK ftuist trf opms «»„«(*< l»r (vs tttntí * vt#> at*» <Ue Uímt«*. fe»(.L-psvj<*( ef oJd r*x<uU<x* xUmto wh*** (iw nwtr**- mk Ur U,, hmt U »1*«.: tk- «<h$ (tw naw i* <Vp* t< »*{«. ** «*, »*,,, i* R.VX-WÚ «*<♦ »Ht. b sM( .„Mu.ifeinjt t!*A h<„b<-|. hut Síi»»fefe*«. IV pr»hk*> IW* 1(30 <> ht ««!< tii* tv- «.ll. U*, b» u-^ «r«. pwt. «u**»few 1*4,. M j** tfeu rtjlV, M<tk«. (UvvjtWl iffKtn to fe»,< ((►» «•»<*<*«» lfeuc»fr» «<..... t»( <•«'»*<«. tfe«.» fet< »<R. &»*» «*<1 drew* t«xh t« *HÍ <v»( <4 *:<!. »Mh « *♦»• ruiw««u» rratbiWctw «f ; itn- nuv -W*uw <.„ (ItrMW. 1 «r ib* n.«*i*-fe,,t» t«Buaua«ut*u ét. *«» (»lfe< l »fc«, IfcHKfifc :<t *<>«(<. MW «>*♦!). ♦Æ„k( up t« tfe, rrnttd <fe» »>« -«<*l >VUJ ( felkT. I* M>****miht- 11« :«««•< h*» Ullrurfi Sf, • I* unanui tfe« nfttrus. fe*.*’* ue« ta»«xl <im«a «nt •TV >>>»*, “Nu F««' <«4 'Srmvfe * iVtstrtv” (« , á‘.„ •- -' ttu »«ú»w (♦ » t****eM. *t< ttsi iMw,i» M< IV*-, rn- 2» »0 4 0,11 ♦rfij U-<* K h*>, «w(tfe« ,fe< r*l< P*<:» «fe.'iírt)«ivx< wfefefe >-<x<k,'á 1 s kMÍMMftl mttsfescítírig u«$»«xportto dato looves CAROUNE SlltUVAH speilboond Just born to Björk ÍT'S NDT ofb>í> (>•«( m „euu ytpa U«--«B cfcfe tm*> I(insésy írivk»! v&imytifikatr WWiháteiSk. Bv>yfc'í» drixu iattHhut >>!«'.•« iu»< tí;U.V*Ú»; tihSSiSWh wxfiy sa- jxúaviv,' t« ih« t!«fi*»<íV»S. feúsl. «<%Tiatr. 0»><>un<« {> y< vpí!i<, fedjíui. »*<BÍ « BS (WOtWÍWT. Wl» «OÚtð fcfeW fc.tú»feú, pcftciású fomwfiíáíM mytofrX. ír, prwiwv. * wtxSd 'íaSb W>(> ftíftgM* iMJd þ>: W ásé «««»• ««« to re^toduc'-1»<- tttvsky featbiwto ,'Ohi- níthssu. Ikixxi xli'OftYií&t* ÍQXHÍUSUXtVWUt:- ttBVb 'VBV VVCÍUfttí wiiit playw, stiit ie tr.irxi. ih.-fftirssvtáv, ÚtoWðfc « oU ftH tflío »!*•* -- ácikaí:' ý:>afefe <v,T:- KwM «ith thc íúfk'sl Wtnúrtw*. afxl«toarfc , i ufi'tunáel <ú»ÍÍSh«oí, *afeT m- uiiimsstx ter BJárte. m»<ívs atwl íuftluvnsR BgMtolT *s»* outiably i MíbuviasUc. piíú tm tity)tr'» «ö-spfeaissö. Hísœ ííssc *i4Ví‘fla(» afeíiwvut einaplcwd !.bc mo'ftl. Át tintns ><>« m torf <u> iivcucji yi>:> •*<-.«: drúúng <árrfts)tk .<n ttouartom. tt» WirtfeíC ?K«í«i feionx jxuí « ví.-iup*.a<iUíl». The toxiuift r.hítnsca cctuuwrtly w* vtoiiu, SftteThttwú: rteram tutti ♦.(<«, tutP-xti ftMÍi <;»<■ i h« wkrtíft «*tw imdcrfecvtmi by fetw* ,'fivd « rftítómcfenarv dr«œ. fcsr * feyjtn.fltc fSíoct ifeai » fStaKWV fttp<í»Ö(*'.ri!ftti ty <, ■vxírCi’iifni ttófxi. Txv>íí't<.if>K fehuvo Mii bu> wht ?f x/; k'f Vft»í», ;fflh«'tí>U thftl Björk's 'Debut’ - live ÍASHION; ] Kona slas- aðist eftir bílveltu Grímsstöðum á Fjöllum. BIFREIÐ valt skammt sunnan við Grafarlandsá á Herðubreiðarvegi síðastliðið laugardagskvöld. Fjór- ir Þjóðverjar voru í bitnum og slas- aðist ein kona úr hópnum, þó ekki alvarlega. Það má telja lán í óláni að bíllinn fór heila veltu og gat fólkið farið á bílnum til byggða. Þegar stutt var eftir í Grímsstaði misstu þau bílinn út af veginum og komu gangandi síðasta spölinn, köld og hrakin. Lögregla og sjúkrabíll komu frá Húsavík og tók fólkið en bíllinn, sem var bílaleigubíll, er ónýtur. B.B. -----»--♦■-♦-- Akranes Ungling- ur stung- inn í fótinn SEXTÁN ára unglingur var stunginn í fótinn aðfaranótt laug- ardags af öðrum unglingi, 19 ára að aldri, eftir að þeir höfðu átt í deilum í boði í heimahúsi. Pilturinn var fluttur á sjúkrahús en fékk að fara heim síðar sömu nótt. Báðir piltanna voru undir áhrif- um áfengis þegar atburðurinn átti sér stað. Lögregian segir að málið sé að fullu upplýst. -----» ♦ ♦---- Félagsvísindadeild Olafur Ragn- ar fylgdi sett- um reglum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi samþykkt: „Eftirfarandi var samþykkt ein- róma á fundi deildarráðs félagsvís- indadeildar föstudaginn 20. ágúst 1993: Deildarráð félagsvísindadeildar vill að gefnu tilefni taka fram að Ólafur Ragnar Grímsson, sem nú hefur sagt lausu prófessorsembætti sínu í stjórnmálafræði, hefur fylgt öllum settum reglum deildarinnar um launalaust leyfi og sinnt störfum sín- um við deildina af stakri prýði.“ Nú er kjörið tækifæri til að koma gömlum skólabókum í verð! Þú kemur með þær skólabækur sem þú þarft ekki að nota næsta vetur í bókabúðir Máls og menningar, Laugavegi 18 eða Síðumúla 7-9. Fyrir hverja notaða bók færð þú 45% af andvirði þess sem hún kostar ný. Við tökum aðeins við bókum í góðu ásigkomulagi og nýjustu útgáfu. Það er ekki eftir neinu að bíða! MállHlogmennmg Laugavegi 18. Sími 24240. Síðumúla 7 - 9. Sími 688577. BOKA:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.