Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Útgerðarstjóri Ljósafellsins telur veiðiferð í Smuguna vart til f]ár Þótti engin glóra að halda áfram veiðum ÆTLA má að frystitogari þurfi 300-400 smálestir af þorski til þess að veiðiferð í Barentshaf skili hagnaði, að mati útgerðarstjóra sem Morgunblaðið ræddi við í gær. ísfisktogari þyrfti að minnsta kosti 100 tonn. Ljóst er að veiði skipanna í Smugunni er fjarri því að ná þessum mörkum, enda var tæpur helmingur flotans á leið heim í gær. „Okkur þótti engin glóra að halda áfram,“ sagði Eiríkur Ólafs- son, útgerðarstjóri hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga. Ljósafellið, tog- ari fyrirtækisins, lagði fyrst af stað af miðunum, á sunnudagskvöld. Ein helsta réttlæting þess að stunda úthafsveiðar er spamaður við kaup á kvóta í íslenskri lögsögu. Kíló af þorskkvóta er nú selt á um 40 krónur. Ljósafellið veiddi um 40 tonn í Barentshafi og hefði kaupverð kvóta jafngilt 1,6 millj. kr. Aflaverð- mæti verður um 2,5 milljónir króna. Að sögn.Eiríks má ætla að olíu- kostnaður við fjögurra daga siglingu á miðin, og til baka verði 1.100 þúsund krónur. „Það verður því lítið til skiptanna," sagði hann. Sam- kvæmt upplýsingum frá Fiskifélagi íslands koma að jafnaði um 85% aflaverðmætis til skipta og um 38% í hlut áhafnarinnar. Vonandi aftur á þessar slóðir Siglfirðingur var einnig lagður af stað heim í gær. Sagði Runólfur Birgisson útgerðarstjóri að afli hefði verið lítill, en kvaðst ekki hafa um það nákvæmar upplýsingar. Hann sagðist telja það rétta ákvörðun að senda skipið til veiða í Barentshafí. „Ég geri engan greinarmun á þess- ari veiðiferð og öðrum. Við myndum gera þetta aftur og vonandi verður farið aftur til veiða á þessar slóðir.“ Runólfur sagði að engu minni ol- íukostnaður fylgdi löngu úthaldi á heimaslóð. „Það kostar líka olíu að þvælast á milli veiðisvæða, sérstak- lega núna þegar veiði er dræm og allt lokað.“ Samkvæmt skýrslum frá Fiskifé- laginu var meðalafli togara með botnvörpu um 10 lestir hvem út- haldsdag á síðasta ári. Meðalafli í flotvörpu var hins vegar um 20 tonn á dag. Morgunblaðið/Þorkell Klipptaf hundruðum bíla LÖGREGLUMENN á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suður- landi keppast þessa dagana við að klippa skráningarmerki af bílum sem ekki hafa verið færðir til skoðunar eða sem_ ekki hefur verið staðið skil á tryggingariðgjöldum fyrir. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur verið klippt af hundruð- um bíla undanfama daga og verður átakinu haldið áfram næstu daga en lögreglunni hafa borist beiðnir frá tryggingafélögum um að taka skráningarnúmer af 900-1000 bílum þar sem eigendur hafa ekki greitt ábyrgðartryggingar. Ólafsvík Brotist inn hjá ÁTVR BROTIST var inn í Verslunina Þóru í Ólafsvík um helgina og þaðan stolið 14 flöskum og tveim- ur pelum af sterku víni, nær ein- göngu vodka. Ekki var hreyft við öðmm varn- ingi en auk áfengis er meðal ann- ars verslað með föt í versluninni. Nokkur skemmdarverk voru unnin, rúður brotnar og hurðir brotnar upp. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn. ------» ♦ ♦ Ber illa þrosk- uð vegna þurrka Miðhúsum, Reykhólasveit. BLÓMGUN beijalyngs hefur tek- ist vel í vor og er mikið af beijum, en þau eru frekar illa þroskuð. Þar sem varla hefur komið skúr úr lofti í júní, júlí og ágúst, er ekki von að ber þroskist. Sumstaðar er kominn haustlitur á aðalblábeija- lyngið. - Sveinn. Fasteignablað á föstudögum SAMKVÆMT samkomulagi við Félag fasteignasala kemur fasteignablað Morgunblaðsins næst út föstudaginn 27. ágúst. Jafnframt er gert ráð fyrir að blaðið komi út á föstudögum framvegis í vetur. 33 ára maður stunginn til bana á heimili sínu í Reykjavík Hefur játað að hafa öðru sinni orðið manni að bana 33 ÁRA gamall maður, Ragnar Ólafsson, var stunginn til bana á heim- ili sínu á Snorrabraut 36 í Reykjavík klukkan tæplega þijú aðfaranótt laugardagsins. Þórður Jóhann Eyþórson, 36 ára, hefur játað við yfir- heyrslur hjá RLR að hafa veitt manninum áverkann sem dró hann til dauða. Þetta er í annað skipti sem Þórður Jóhann verður mannsbani. Hann ruddist inn á heimili Ragnars eftir að hafa fengið vitneslq'u um að þar væri stödd fyrrverandi sambýliskona hans sem var gestkomandi í íbúðinni ásamt fleirum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var Þórður Jóhann Eyþórs- son staddur á veitingahúsinu Keisar- anum, Laugavegi 116, þegar hann frétti af ferðum 25 ára konu sem sleit sambúð við hann fyrir rúmri viku, í kjallaraíbúðinni við Snorra- braut. Hann fór við annan mann út af veitingahúsinu og ruddi sér leið inn í kjallaraíbúðina. Eftir stutt orða- skipti stakk hann Ragnar einu sinni í bijóstið og fór á brott. Ekki var ljóst í gær hve margir voru í íbúðinni þegar atlagan var gerð en þegar lögregla kom á staðinn skömmu síðar voru þar tvær konur; fyrrum sambýliskona Þórðar Jó- hanns og kona sem bjó íbúðinni á Snorrabraut ásamt Ragnari. Þá lá Ragnar á gólfí íbúðarinnar. Hann var fluttur í Borgarspítalann með sjúkrabifreið en var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu þangað. Þórður Jóhann Eyþórsson Hnífur og hvítt duft í íbúðinni fannst vasahnífur sem talið var að notaður hefði verið við atlöguna en það var þó ekki fullvíst í gær. í íbúðinni fannst einnig hvítt duft, sem talið er að gæti verið am- fetamín, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en niðurstaða um það lá ekki fyrir í gær. Konurnar sem voru í íbúðinni sögðu lögreglu hver framið hefði verknaðinn og var þegar hafin um- fangsmikil leit að Þórði Jóhanni Ey- þórssyni. Um kl. 8.30 á sunnudags- morgun gaf Þórður sig fram á lög- reglustöðinni við Hverfisgötu. Hann var þá undir nokkrum áhrifum áfengis eða vímuefna, að sögn lög- reglu. Hann var ekki yfirheyrður vegna málsins fyrr en síðdegis á sunnudag og játaði þá að hafa lagt til Ragnars. Þórður var færður fyrir héraðsdómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald til 29. september. Á reynslulausn Á nýársnótt 1983 varð Þórður Jóhann Eyþórsson manni að bana í samkvæmi í húsi við Kleppsveg í Reykjavík. Hann lagði hnífi til manns sem hann hafði áður átt í ýfingum við. Fyrir þann verknað var Þórður dæmdur í 14 ára fangelsi. Ekki rofið skilorð í nóvember árið 1989 fékk hann reynslulausn á helmingi refsivistar- innar — eins og var á þeim tíma og þar til í upphafi þessa árs nánast sjálfvirk afgreiðsla í málum refsi- fanga, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Reynslulausnin var skilorðsbundin til fjögurra ára og hefði sá tími runnið út nú í haust. Til að ijúfa skilorð reynslulausnar þarf maður að gerast sekur um ótví- rætt brot á almennum hegningarlög- um. Þórður hefur haldið það skilorð sem honum var sett þó að hann hafi tvívegis, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, verið kærður fyrir að bijóta umferðarlög með því að aka undir áhrifum áfengis. Ragnar Ólafsson lést af völd- um hnífstungu aðfaranótt sunnudags. Hann fæddist 21. ágúst 1960, og var ásamt gest- um að halda upp á 33 ára af- mæli sitt þegar honum var ráð- inn bani. Hann lætur eftir sig unga dóttur. Viðmælendur blaðsins telja að sú sjö ára refsivist sem Þórður fékk reynslulausn á árið 1989 verði dæmd upp í máli sem höfðað verður gegn honum vegna manndrápsins um helgina, auk þess sem líkur séu á þyngri refsingu fyrir það brot þar sem um ítrekunarbrot er að ræða. í dag Akureyrí_______________________ 80 nemendur í nýrri kennaradeild Háskólans 22 Forseti þings Evrópuráðsins íslenskra áhrifa gætir meira á þinginu 25 Norræn fimleikahútíð___________ 500 aldraðir í hópatriði 32 Leiðari________________________ Hvar eru vaxtarbroddar í atvinnu- lífínu? 26 íþróttir ► Handboltamennimir Gunnar Andrésson og Jason Ólafsson fá ekki að skipta úr Fram í Aftur- eldingu - Kristján Helgason heimsmeistari unglinga í snóker Deilt í bæjarráði Hafnarfjarðar um samning við Hagvirki-Klett Aukafundur vegna samnings við Hagvirki-Klett um holræsi BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar samþykkti á aukafundi fyrirliggjandi drög að rammasamningi við Hagvirki-Klett vegna framkvæmda við útrásir holræsa í bænum en Norræni fjárfestingasjóðurinn hefur veitt bænum 200 millj. kr. Ián vegna þeirra. Tillögu um að verkið yrði boðið út var frestað meðan rætt er við Hagvirki-Klett hf. í bókun Magnúsar Jóns Árnason- verkið en framkvæmdin sjálf sé ar, áheymarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins, segir að útrásir séu þjóð- þrifaverk en offors við afgreiðslu á samningum við verktaka sé ekki í þágu Hafnfirðinga. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks hafí margfellt tillögu um útboð á verkinu. Fyrir þá skipti mestu máli hver vinni en aukaatriði. í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks segir: „Bæjarráði var og er ljóst að framkvæmdin er mjög sértæk og því æskilegt að fá reyndan fram- kvæmdaaðila til að kanna með nýjar útfærslur og vinna nýtt kostnaðar- mat. Hagvirki-Klettur hf. hafði ann- ast viðlíka framkvæmd fyrir Reykja- víkurborg eftir samkeppnistilboð og býr þvi tvímælalaust yfír mikilli reynslu í slíkum framkvæmdum." Hafnfirskt vinnuafl Þá segir að á afstöðu bæjarráðs megi einnig líta í því ljósi að leitað er eftir tilboði hjá hafnfirsku fyrir- tæki, þar sem starfi fjöldi Hafnfirð- inga. Umsögn ráðgjafa hafi verið á þá leið að eðlilegt sé að fela fyrirtæk- inu fullnaðarhönnun. í framhaldi yrði leitað samninga um framkvæmdir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.