Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 i Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Hvar eru vaxtar- broddar í atvinniilífínu? Asíðasta aldarfjórðungi höfum við íslendingar leitað margra leiða til þess að auka fjölbreytni atvinnulífs okkar. Á viðreisnar- árunum fyrri vakti stóriðjan von um betri tíð en frá því, að samning- urinn var gerður um álverið í Straumsvík hefur okkur ekki tekizt að fjölga álbræðslum hér og reynsl- an af rekstri jámblendiverksmiðj- unnar í Hvalfirði er slík, að tæpast er lengur áhugi á beinni eignar- aðild okkar að stóriðjufyrirtækjum. Eftir inngöngu okkar í EFTA trúðu margir á uppbyggingu ís- lenzks verksmiðjuiðnaðar til út- flutnings og um nokkurra ára skeið virtist íslenzkur ullariðnaður hafa fest rætur sem myndarlegur út- flutningsiðnaður. Við lögðum mikla peninga í uppbyggingu loð- dýraræktar og fiskeldis. Það gildir einu, hvort um er að ræða frekari stóriðju, verksmiðjuiðnað til út- flutnings, loðdýrarækt eða fisk- eldi, allt hefur þetta valdið okkur vonbrigðum og sumt orðið okkur býsna dýrkeypt. Þess vegna hafa margir hallast að því, að eini raunverulegi af- komumöguleiki fólksins í landinu sé fiskurinn og allt það, sem honum tengist. Áfallið er því mikið, þegar svo mikill aflabrestur verður að spurningar vakna um framtíð fisk- veiðanna og þar með líf þjóðarinn- ar í landinu. En það dugar ekki að gefast upp. Þrátt fyrir aflabrestinn og þrátt fyrir síendurtekin vonbrigði í leit okkar að nýjum vaxtarbrodd- um í atvinnulífinu eigum við ekki annan kost en að halda þeirri leit áfram. En hvar? Fiskveiðar og fiskvinnsla verða um langan aldur grundvöllur að lífi fólks hér. Við þurfum hins veg- ar að ná meiri hagnaði út úr veið- um og vinnslu. Morgunblaðið hefur margsinnis bent á nauðsyn þess að fækka þeim skipum, sem veiða við strendur landsins og fækka fiskverkunarstöðvum til þess að ná meiri hagnaði út úr sjávarút- veginum. En tækifærin eru fleiri. I fyrsta lagi leikur enginn vafi á því, að frekari vinnsla sjávaraf- urða áður en þær eru fluttar úr landi getur skapað umtalsverðan virðisauka hér heima fyrir. I öðru lagi er ljóst, að milliliðakostnaður er mikill frá því að varan er komin í höfn erlendis og þar til hún er á borði neytandans. Við þurfum að eignast dreifingarkerfi á mörkuð- um okkar í ríkara mæli en nú er. Við eigum myndarleg framleiðslu- og sölufyrirtæki beggja vegna Atl- antshafsins. Þá starfsemi þarf að stórauka þannig að milliliðakostn- aður vegna sölu sjávarafurða okk- ar erlendis komi í okkar vasa en ekki annarra. Við eigum á að skipa nýrri kynslóð ungs fólks, sem hef- ur aflað sér víðtækrar menntunar á sviði viðskipta og atvinnulífs, sem er sambærileg við þá mennt- un, sem æskufólk annarra þjóða hefur hlotið. Þessa menntun eigum við nú að nýta til þess að auka umsvif okkar í sölu og dreifingu sjávarafurða á erlendum mörkuð- um. í þriðja lagi hafa tilraunaveiðar í Barentshafi vakið upp aukinn áhuga á að leita eftir 'veiðiheimild- um á fjarlægum miðum í samvinnu við þjóðir, sem ráða yfir auðugum fiskimiðum en skortir þekkingu á veiðum og vinnslu. Þannig getum við hugsanlega nýtt þann mikla flota vel búinna fiskiskipa, sem við eigum en er því miður alltof stór til þess að hægt sé að nýta hann á heimamiðum. í fjórða lagi fer ekki á milli mála, að ýmiss konar framleiðsla og þjónusta í tengslum við sjávarútveginn skapar mögu- leika á útflutningsstarfsemi, sem getur skilað okkur töluverðu, þeg- ar fram líða stundir. Loks hafa augu manna opnast fyrir því, að ferðaþjónusta er arð- vænleg atvinnugrein, sem hægt er að byggja enn frekar upp og hafa umtalsverðar tekjur af eins og reynslan sýnir. Það er alveg aug- ljóst, að við hljótum að leggja stór- aukna áherzlu á þessa atvinnu- grein á næstu árum. Þótt illa hafí tekizt til í loðdýra- rækt og fiskeldi hefur mikil þekk- ing orðið til í landinu á þessum sviðum báðum. Full ástæða er til að hlúa að þeirri takmörkuðu starf- semi, sem enn er fyrir hendi og leitast við að byggja hana upp smátt og smátt á grundvelli feng- innar reynslu með það fyrir augum, að þessar greinar geti orðið góð búbót í framtíðinni, þótt þær verði kannski ekki eins umfangsmiklar og að var stefnt fyrir einum áratug. Allt eru þetta augljósar stað- reyndir, sem blasa við hveijum og einum. Hins vegar er ljóst, að bol- magn þessarar smáþjóðar er ekki meira en svo, að einstök fyrirtæki geta í fæstum tilvikum staðið fyrir mikilli tilraunastarfsemi, sem oft er nauðsynleg þegar bijóta á nýjar leiðir. í Japan hefurtekizt athyglis- vert samstarf á milli fyrirtækja, embættismannakerfís og stjórn- málamanna, sem er ein helzta for- sendan fyrir hinni miklu útþenslu japanskrar útfluiningsstarfsemi. Hér á landi hefur það lengi tíðk- azt að stjórnmálamenn útvegi fjár- muni í misjafnlega skynsamlegar framkvæmdir. Hins vegar hefur ekki verið um að ræða samræmt átak stjórnvalda og atvinnulífs til þess að byggja upp nýja vaxtar- brodda í atvinnu- og viðskiptalífi. Hugsanlega er ein ástæðan sú, að atvinnumál skiptast á milli a.m.k. þriggja ef ekki fjögurra ráðuneyta. Stjórnvöld hafa ekki átt þátt í því ásamt misjafnlega veikburða at- vinnugreinum að móta samræmda atvinnumálastefnu, sem m.a. hefur það að markmiði að þróa, hlúa að og efla nýja vaxtarbrodda, sem geta breikkað grundvöllinn undir afkomu þjóðarinnar. Er ekki orðið tímabært að huga að slíku sam- ræmdu átaki, sem fjármálakerfið ætti Iika aðild að? Jón Jónsson, fyrrum forstjóri Hafrannsóknastofnunar, hefur tekið saman upplýsingar um þorskafla á íslandsmiðum á árunum 1600 til 1900 og upplýsingar um veðurfar á sama tíma. Mikil fylgni er á milli kaldra hafisára og samdráttar í afla. Alþjóðleg ráðstefna um þorskinn og áhrif veðurfars á vöxt hans og viðgang: Fylgni milli sveiflna í veður- fari og þorskafla við Island Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, ávarpar ráðstefnugesti. SVEIFLUR í veðurfari og í þor- skafla virðast hafa farið saman frá árinu 1600 og mikil tengsl virðast vera milli stærðar síldar- stofnsins og stærðar og viðgangs þorskstofnsins. Köldu hafísárun- um við ísland á síðustu öldum fylgdi samdráttur í afla hér og svo virðist sem áhrifa þeirra hafi einnig gætt í Noregi, enda kólnaði þar líka. Það er ekki fyrr en kemur fram á þessa öld, að veiðar hafa veruleg áhrif á vöxt og viðgang þorskstofnins, en fram að þeim tíma réði veður- farið úrslitum. Þessar upplýsingar komu fram við upphaf alþjóðlegrar ráðstefnu, sem haldin er í Reykjavík, um þorsk- inn og áhrif veðurfars á vöxt og viðgang hans. Ráðstefnan er haldin á vegum Alþjóða hafrannsóknaráðs- ins undir stjórn Hafrannsóknastofn- unar og var hún sett árdegis í gær með ávarpi forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, og ávarpi forseta Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Ráð- stefnustjóri er Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Ráðstefnan mikilvæg Vigdís ræddi um mikilvægi þorsksins með tilvitnun í Sölku Völku, „Lífíð er saltfískur", og jafn- framt lýsti hún ánægju sinni með það frumkvæði, sem í ráðstefnuhald- inu felst. Þá sagði hún mikilvægt að menn kæmu saman og deildu þekkingu sinni hver með öðrum, þar sem miklu máli skipti að niðurstaðan gæti hjálpað okkur til að skilja betur gang þessara mála og ná fyrir vikið betri stjóm á hinni mikilvægu auð- lind, sem þorskurinn er. Forseti Alþjóða hafrannsókna- ráðsins sagði að ísland væri kjörinn staður fyrir ráðstefnu af þessu tagi, enda fylgust menn af áhuga með fiskveiðistjómun hér á landi. Veru- legar breytingar hefðu orðið á stærð þorskstofnanna við Norður-Atlants- hafið og spurningin væri hvort þar réði meiru, veðurfarið eða maður- inn. Hann sagði að niðurstöðu ráð- stefnunnar væri beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki bara meðal fískifræðinga og vísindamanna, heldur einnig þeirra sem létu sig efnahagsmál skipta. Saga þorskveiða og veðurfars Jón Jónsson, fyrrum forstjóri Hafrannsóknastofnunar, flutti er- indi um sögu þorskveiða við Island á tímabilinu frá 1600 til 1900. Þar fjallaði hann um veiðar okkar ís- lendinga, Frakka og Hollendinga og sýndi sveiflur í aflanum. Þá rakti hann hitastig og hafísár á þessum tíma og sýndi fram á, að bein fylgni I virtist vera milli hafíss og kaldra ára og samdráttar í fiskafla. Fiskveiðar Hollendinga náðu há- marki um 1760 með veiðum 141 skips, en síðan dró jafnt og þétt úr þeim unz þær liðu undir lok um miðja 19. öldina. Veiðar Frakka jukust að sama skapi á 19. öldinni og náðu hámarki upp úr henni miðri, er um 150 frönsk skip voru hér að veiðum. Meðal afli þessara þriggja þjóða hér á íslandsmiðum árin 1766 til 1777 er talinn hafa verið um 34.000 tonn, en hann varð minnstur 29.000 tonn og mestur 43.000. Um þrír fjórðu voru þá teknir af okkur Islendingum, 15% af Hollendingum og afgangurinn af Frökkum. Hundrað árum seinna voru Hollend- ingar hættir veiðum hér og þá var meðal afli okkar íslendinga og Frakka um 56.000 tonn á ári og tóku Frakkar rúmlega helminginn. Þessar veiðar eru ekki taldar hafa haft nein áhrif á stofstærð þorsksins á þeim tíma. Hjá öðrum ræðumönnum kom fram, að svipaða sögu er að segja frá Noregi. Köldum árum fylgdi ætíð samdráttur í fiskveiðum og síldin virðist hafa verið undirstaðan í fæðu þorskins. Það er ekki fyrr en komið er vel fram á þessa öld, að veiðarnar sjálfar eru taldar hafa áhrif á stofnstærð þorsksins. Fram til þess tíma hefur veðurfarið ráðið úrslitum. Því snérist málið um það nú að meta, ef hægt væri, áhrif veðurfars annars vegar og veiða hins vegar til þess að menn væru betur í stakk búnir til að spá um vöxt og viðgang þorskstofnsins og til að leggja til hæfilega sókn í auð- lindina. Ráðstefnunni verður framhaldið alla vikuna og lýkur henni á föstu- dag. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 27 Shimon Peres um innrás í Líbanon og gagnrýni Vesturlandaþjóða Þurfum að kljást við þá sem ekki vilja frið SHIMON Peres er sjötugur, hann er af þeirrl kynslóð Israela sem tók þátt í að beijast fyrir ríkinu áður en það varð formlega til, áður en það þar tekið inn í Sameinuðu þjóð- irnar. Það kom í hlut fulltrúa íslartds að leggja til að ísrael fengi aðild að SÞ 1947 og fram á síðustu ár var þorri Islendinga hlynntur gyðingaríkinu sem barðist fyrir tilveru sinni við margfalt fjölmennari and- stæðinga. Hvort sem það er sanngjarnt fer vart milli mála að frásagnir og ekki síst sjónvarpsmyndir af átökum ísraelskra her- manna við óbreytta borgara á hernumdu svæðunum hafa orðið til að breyta þessari afstöðu, á íslandi sem í mörgum öðrum lönd- um. Engan bilbug er þó að finna á Peres. Tindrandi brún augun verða ekkert óvinsam- leg, röddin er alltaf stillileg og hann brosir stundum blítt þegar blaðamaður Morgun- blaðsins reynir að þjarma að honum, fá utan- ríkisráðherra ísraels til að viflurkenna að eitthvað hljóti að hafa farið úrskeiðis í stefn- unni gagnvart Palestínumönnum. - Samúð fólks á Vesturlöndum með ísrael hefur dvínað á undanförnum árum að flestra áliti. Hver telur þú að sé ástæðan fyrir því? Eg veit nú ekki hvort hún hefur dvínað. En samtímis því sem Israel hefur barist fyrir friði höfum við orðið að kljást við þá sem ekki vilja frið. Þetta veldur oftast nokkurri gagnrýni á okkur en ég held ekki að hún sé mjög alvarleg. Ég er ekki hræddur við afleiðingar þessarar gagnrýni, er sannfærður um að þegar okkur loksins tekst að semja um frið mun fólk á ný sýna okkur skilning. En það eru margir þröskuldar á veginum til friðar. Ég tel að um sé að ræða tímabundna breyt- ingu á almenningsálitinu, þetta mun snúast við á ný.a - Israelar hafa oft verið sakaðir um að bijóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna, um að beita ónauðsynlegri hörku, jafnvel fantaskap á hernumdu svæðunum. Hvernig svararðu þess- um ásökunum, var t.d. innrásin í Líbanon nýver- ið réttlætanleg? Ég held að innrásin hafí verið það. Hún batt enda á sprengjuárásir á óbreytta borgara í ísra- el, árásir óábyrgra samtaka Hizbollah-liða sem fá fyrirskipanir sínar frá Teheran. Þeir sem gagnrýndu okkur bentu ekki á neina aðra og betri aðferð til að stöðva þá. - Hvernig hafa lok kalda stríðsins haft áhrif á stöðu mála í Mið-Austurlöndum? Mjög góð áhrif. Endirinn á kalda stríðinu og árekstrum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna gef- ur fyrirheit um friðsamlegri tíma í Mið-Austur- löndum. Sovétríkin sáu aröbum fyrir mjög hættu- legum nútímavopnum með hagstæðum skilmál- um; þessir tímar eru nú liðnir. Sum arabaríkin hafa dregið þá ályktun af breyttum aðstæðum að kominn sé tími til að.semja um frið. Hugarfar virkisbúanna - Ógna Sýrlendingar ykkur hernaðarlega? Sýrland er ógnun við friðinn meðan ekki tekst að semja um frið. En við viljum ekki aðeins bregðast við öllu sem ógnar ísrael heldur vinna bug á öllu því sem kemur í veg fyrir að friður fái að ríkja. Þess vegna verðum við að semja um frið við nágranna okkar. - Margir hafa velt því fyrir sér hvers konar tryggingar fyrir öryggi ísraelar muni telja full- nægjandi. Sumir efast um að þið munið nokk- urn tíma losna úr viðjum hugarfarsins sem kennt hefur verið við umsetið virki. Ég held að þetta sé ekki rétt. Ég minni þig á að ísrael gerði friðarsamning við Egypta og tók þá-mikla áhættu. Tryggingin fyrir friði er friðurinn sjálfur, það finnst engin betri. - Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að Bandaríkjamenn ættu að hafa herlið í ísrael til að tryggja varnir landsins ... Við höfum aldrei beðið um bandarískt herlið til að treysta öryggi okkar. Við höfum engar bandarískar herstöðvar í ísrael, höfum aldrei haft og munum aldrei biðja um þær. - Þú vilt ekki viðurkenna að eitthvað sé hæft í ásökunum þeirra sem segja að gætt hafi tregðulögmáls í stefnu Israels, að þið haf- ið verið of seinir að bregðast við breyttum að- stæðum í kjölfar loka kalda stríðsins? Nei við sömdum við Egypta á sínum tíma og munum semja við aðra nágranna okkar síðar. - Almennt er talið að ísraelar ráði yfir kjarn- Morgunblaðið/RAX SHIMON Peres, utanríkisráðherra Israels: „Einhvern tíma munu allir lifa saman í friði en til að það gerist verður Messías að birt- ast okkur.“ orkuvopnum. Viltu tjá þig um þetta mál? ísrael hefur lýst yfir því opinberlega að ríkið muni ekki verða fyrst til að beita kjarnorkuvopn- um í átökum í Mið-Austurlöndum. Við munum standa við það loforð. - Hljóta ekki einhver arabaríki að komast yfir gereyðingarvopn innan fárra ára? Það er hugsanlegt og þess vegna er rétt að semja um frið svo að ekki komi til átaka þar sem beitt verður kjarnorkuvopnum. Kjamorku- vopnin eru ekki raunveruleg hernaðartæki held- ur pólitísk vopn. Pólitíska lausnin á þessum vanda er annaðhvort að láta hjá líða að smíða slík vopn eða tryggja að þau verði ekki notuð. - Ný kynslóð stjórnmálaleiðtoga er að koma fram á sjónarsviðið í ísrael. Hvaða áhrif held- urðu að þessi staðreynd muni hafa á samskipti ísraela við Palestínumenn og nágrannaríkin? Þau verða betri en þau hafa verið hjá minni kynslóð, alveg tvímælalaust. - Af hveiju? Þeir geta fitjað upp á nýjum hlutum, það hlýtur að ganga betur hjá þeim. Því yngri þeim mun betri. Þeir eru betur menntaðir en fyrst og fremst hafa þeir það til að bera sem við höfum glatað, æskuna! Kynþáttaf ordómar - Sumir ísraelar hafa áhyggjur af neikvæð- um viðhorfum margra landsmanna til araba. Er hætta á að kynþáttafordómar gagnvart aröb- um nái fótfestu í landi gyðinga? Það held ég ekki. Við munum gera friðar- samninga við Palestínumenn og araba á næst- unni, það er ég alveg sannfærður um. Gyðingar geta ekki verið kynþáttahatarar, þá væru þeir ekki lengur gyðingar. Gyðingatrú og kynþátta- fordómar fara ekki saman, það væri algerlega andstætt öllu sem við byggjum á. Gyðingar hafa aldrei kúgað aðrar þjóðir, Móses sagði gyðingum að gleyma því aldrei að í öðrum lönd- um værum við gestir, við yrðum ávallt að virða aðrar þjóðir. - Það eru sagðir brandarar um araba þar sem fyrirlitningin skín í gegn... ' Það hlýtur alltaf að vera til fólk sem hagar sér þannig. Þarna er á ferðinni fólk sem er ekki samstíga þjóðinni og hefðum gyðinga. Gyðingatrú er ekki trú í venjulegum skilningi heldur heimspekileg afstaða til lífsins og undir- staða allrar tilveru okkar. Hún gefur okkur markmið í lífinu og leggur okkur til sögulegan og siðferðislegan grundvöll. - Það eru fleiri vandamál í Mið-Austurlönd- um en pólitískar deilur og hemaðarátök. Gætu ísraelar liðkað fyrir bættri sambúð með því að bjóða arabískum nágrönnum tæknilega aðstoð, t.d. við áveitugerð og vatnsvinnslu úr sjó? ísrael myndi vilja deila slíkri þekkingu með öllum nágrannaþjóðum sínum og ég tel að það verði nauðsynlegt til að treysta frið í þessum heimshluta. Það er ekki nóg að finna lausn á pólitískum deilumálum, það verður einnig að koma á efnahagslegri samvinnu. Það dugar ekki að leysa gömlu deilurnar heldur verður einnig að leggja grundvöll að nýjum samskiptum í Mið-Austurlöndum. Viðræður við PLO - Þú varst í fararbroddi þeirra ísraelsku leið- toga sem vildu ræða beint við Palestínumenn um frið og jafnvel hætta að hundsa Frelsissam- tök Palestínu, PLO. Finnst þér að þróun mála undanfarna mánuði hafi sannað að þú hafir haft rétt fyrir þér? Það tel ég. En við eigum nú beinar viðræður við Palestínumenn af hernumdu svæðunum og þurfum reyndar ekki að ræða við aðra um þeirra mál. PLO hefur neitað að vísa aðferðum hryðju- verkumanna afdráttarlaust á bug, krafist þess að vera fulltrúar allra Palestínumanna, jafnt þeirra sem búa utan ísraels og hinna á her- numdu svæðunum, einnig sett fram kröfur um að Palestínumenn fengju eigið, sjálfstætt ríki. Þar til þeir slaka á þessum kröfum hljótum við að ræða frekar við fulltrúa af hernumdu svæðunum en fulltrúa PLO. - En nú eru þessir Palestínufulltrúar frá hernumdu svæðunum einnig félagar í PLO, voru nýlega kosnir í nefnd á vegum samtak- anna. Ég ætla ekki að tjá mig um allar þessar skilgreiningar, þær eru ekki mikilvægar. - Er það ekki undarlegt fyrir þig og fleiri leiðtoga Israels að hugsa til þess að einhvern tíma munið þið sitja andspænis Arafat við samn- ingaborð? Það gerum við ekki núna. - En í framtíðinni? Framtíðin er framtíðin, við erum að ræða um nútíðina. í framtíðinni munu allir eiga eðli- leg samskipti, þá mun ríkja friður um alla jörð- ina. - Einnig milli leiðtoga ísraels og Arafats? Einhvern tíma munu allir lifa saman í friði en til að það gerist verður Messías að birtast okkur. Mál Deiryanjuks - Víkjum að Demjanjuk-málinu. Israelskur dómari hefur meinað honum að yfirgefa landið þótt maðurinn hafí verið sýknaður af þeirri ákæru um stríðsglæpi sem á sínum tíma var notuð til að fá hann framseldan frá Bandaríkj- unum. Er meðferðin á Demjanjuk síðustu dag- ana samboðin ríki sem vill láta líta á sig sem réttarríki? Gleymum ekki að maðurinn var sýknaður af ákærunum um stríðsglæpi í þágu nasista. Rétturinn ákvað að láta hann njóta vafans um sekt; þetta sýnir að dómskerfið er sjálfstætt. Ég vil ekkert tjá mig að öðru leyti um ákvarðan- ir dómskerfisins en ber fullt traust til þess að gætt verði réttlætis. - Telurður að þetta sé í samræmi við alþjóða- rétt? Fullkomlega. Ég hef ekki heyrt neinn gefa annað í skyn. - Ertu ánægður með þá meðferð sem mál Eðvalds Hinrikssonar hefur fengið hjá íslensk- um yfirvöldum? Ég hygg að í máli herra Miksons sé mestur vandinn að leita uppi sönnunargögn. Forsætis- ráðherra Eistlands hefur heitið okkur því að hann muni láta fara vandlega yfir skjalasöfnin þar til að sjá hvort þar séu sönnunargögn í málinu. Við erum ekki að biðja urn að nokkur maður hljóti óréttlátan dóm en leggjum til að málið verði kannað og maðurinn fái réttláta meðferð. Það hlýtur að vera mál dómstólanna að úr- skurða hvort maðurinn hafi gerst sekur um glæpi. Við munum sætta okkur við úrskurðinn, hver sem hann verður, við höfum mikið álit á íslendingum og gagnrýnum ykkur alls ekki. Viðtal: Kristján Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.