Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 23 Rannsóknaleiðangur vísindamanna í Surtsey Fundu krækilyng og fleiri nýjar tegundir af plöntum LÍFFRÆÐINGAR og jarðfræðingar dvöldu nýverið í Surtsey við rann- sóknir. Fimm leiðangursmenn héldu út til eyjarinnar 13. agúst og voru þar nokkra daga til að kanna ástand lífríkis og lands. I þessum leið- angri fundu líffræðingarnir fjórar nýjar tegundir æðri plantna til við- bótar við þær 30 tegundir, sem áður hafa fundist. Sjávarrof er enn mikið i Surtsey en myndir sem Landmælingar íslands tóku af eynni 16. júlí sl. sýna að eyjan er nú um 152 hektarar og hefur minnkað um 1 hektara síðan sumarið 1991. Þegar Surtseyjareldum lauk árið 1967 var eyjan um 280 hektarar og hafa því 46% af upphaflegu landi horfið í sjó. Mjög hefur þó dregið úr rofhraðanum því fyrstu árin brotnuðu um 5-7 hektarar niður á ári. Meðal leiðangursmanna voru þeir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur og Sturla Friðriksson grasafræðingur. Samkvæmt upplýsingum Sturlu fundust ijórar nýjar tegundir æðri plantna í leiðangrinum en það voru snarrótarpunktur, títulíngresi, fitja- skúfur og krækilyng. Allar uxu þær á svipuðum slóðum vestast í hraun- inu, þar sem fjöldi máva er tekinn að verpa. Hafa mávarnir borið fræ Proppéættin á íslandi Niðjatal í tilefni ættarmóts PROPPÉÆTTIN á íslandi er heiti á riti sem nýkomið er út. í ritinu er annars vegar niðjatal Proppé- ættarinnar á Islandi en hins vegar ýmis fróðleikur um uppruna ætt- arinnar og sögulegar staðreyndir. Ritið er gefið út í tilefni af ættar- móti Proppéættarinnar sem hald- ið verður laugardaginn 28. ágúst nk. í félagsheimili á Garðholti í Garðabæ. Þetta er í fyrsta skipti sem niðjatal Proppéættarinnar er gefið út. Það er ekki hvað síst merkilegt fyrir þær sakir að það spannar ættina allt frá upphafi hennar hérlendis. Proppéætt á íslandi er aðeins ein, þ.e. afkomendur Helgu Jónsdóttur Proppé, frá Gijóteyri í Kjós og Clausar Eggerts Dietrichs Proppé, bakarameistara í Hafnarfirði. Claus var fæddpr í Neumúnster, Holstein í Þýskalandi árið 1839. Hann flutti til íslands árið 1867 og starfaði fyrstu sjö árin í Bernhöftsbakaríi í Reykjavík, en flutti til Hafnarfjarðar 1875 og stofnaði þar HavnefjorJs- bageri, oftast nefnt Proppé-bakarí, og rak til dauðadags árið 1898. Helga Jónsdóttir var fædd árið 1848. Hún var m.a. í fyrsta útskriftarhópi Kver.naskólans í Reykjavík vorið 1875. Helga rak Proppé-bakarí eftir lát mannsins síns til 1904. Hún lést árið 1925. Helga og Claus eignuðust sjö börn sem allt Proppéfólk hérlendis er kom- ið af. Afkomendurnir eru samtals 243, þar af eru 217 á lífi. 84 íslend- ingar hafa borið Proppénafnið. I dag eru þeir 53. Auk niðjatals eru í ritinu raktar ættir þeirra Helgu og Claus. Þá eru ýmsar fróðlegar upplýsingar um upp- runa ættarinnar og sögu hérlendis. Nýjar fréttir eru þar einnig af skyld- fólki erlendis og minjum um ættina. Þar kemur m.a. fram að fundist hef- ur skjaldarmerki merkt Proppe í fornri kirkju í Lúdingworth sem er skammt frá Cuxhaven í Þýskalandi. Merkið er talið vera frá 16. öld. Þá kemur og fram að é-ið í Proppé virð- ist séríslenskt fyrirbæri því forfeður og mæður Clausar hafa borið nafnið Proppe, þ.e. með e í stað é. Ritið Proppéættin á íslandi er 52 bls. í tímaritsbroti. Skjaldamerki ættarinnar frá miðöldum skreytir forsíður, sem er litprentuð. Ábyrgð- armenn ritsins eru Fríða Proppé, blaðamaður og prófessor Ólafur Proppé. Er áhugafólki um að eignast ritið bent á að hafa samband við annað hvort þeirra. Niðjatalið er unnið í ættfræðiforritinu Espólín. Ritið var prentð í Borgarprent hf. ýmissa plantna til Surtseyjar. Eink- um þykir áhugavert að finna þarna krækilyng, þar eð það vex hvergi í úteyjum Vestmannaeyja - og hljóta ber að hafa borist með fuglum langa leið, ef til vill frá Heimaey eða ofan af fastalandinu, að mati Sturlu. Svartar kóngulær bárust á vefjaþráðum Gróður er nú tekinn að þéttast mikið í mávabyggðinni, þar sem hann fær árlega mikinn áburð frá fuglin- um. Er hann helst farinn að líkjast hlaðvarpa- eða túnjaðarsgróðri með túnvingli, túnsúru og túnfífli. I gróð- ursverðinum mátti þarna sjá stokk- mor og urmul af blaðlús, er lifir í fjöruarfanum, sem er algengasta plöntutegundin á eynni. Svartar kóngulær voru síðan að gæða sér á blaðlúsinni, en kóngulær hafa borist til Surtseyjar svífandi á vefjaþráðum. Auk máva sáu leiðangursmenn þama m.a. hrossagauk, tildur, maríuerlur og steindepla. Hrafnshjón hafa lengi verið viðloðandi í eynni og byggt þar tvo hreiðurlaupa. í ár hafa hjónin enn bætt við nýjum laupi, en ekki hafa þau samt treyst sér til að verpa og koma upp ungum, þótt þau hafi verið ötul við að reisa þessa þrjá bústaði og sagði Sturla fæðu- skort sennilega há varpi þeirra. Móbergssvæðið var kortlagt ná- kvæmlega í leiðangrinum og jarð- hitasvæðið var einnig kannað. Enn er allmikill hiti í eynni, skv. upplýs- ingum Sveins Jakobssonar þótt 30 ár séu liðin frá myndun eyjarinnar. Á yfirborði mældust 94 gráður í sprungum í móberginu en í borholu þeirri sem boruð var 1979 mældist mest 135 gráðu hiti á 102 metra dýpi. . Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungir borgarbúar í bátsferð ÞESSIR ungu borgarbúar létu rigningu og rok ekki á sig fá heldur bjuggu sig vel og brugðu sér í bátsferð í Nauthólsvík á miðvikudag. Siglingaklúb- burinn var opinn almenningi í tilefni 207 ára afmælis Reykjavíkur og var gestum boðið í bátsferðir endurgjaldslaust. • Opnum bílskúrinn í fyrramálið kl.9.00! Verið velkomin á bílskúrsdagana! -3KMAK FRAMUK Póstsendum samdægurs Snorrabraut 60 • Sími 61 20 45 AUK / SÍA k739-9-1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.