Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 1
64SIÐUR B 189. tbl. 81. árg. ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Varaði Jeltsín oft við Moskvu. Reuter. ALEXANDER Rútskoj, varafor- seti Rússlands, sagði á frétta- mannafundi í gær að Borís Jeltsín forseti hefði mánuðum saman daufheyrst við varnaðarorðum um að spilling væri að festa rætur á æðstu stöðum í stjórnkerfinu. Sjálfur neitaði hann því að eiga leynilegan bankareikning i Sviss eins og haldið hefur verið fram. Rútskoj sagði að forsetinn hefði fengið fjölda skriflegra viðvarana ekki bara frá sér heldur einnig frá Nikolaj Fjodorov, fyrrverandi dóms- málaráðherra, Júríj Boldyrev, fyrr- verandi aðstoðarmanni sínum, og Sergej Glazyev, sem sagði af sér embætti utanríkisviðskiptaráðherra á laugardag. Rútskoj sem sjálfur var yfirmaður nefndar sem barðist gegn spillingu í stjórnkerfinu sagði að Jeltsín hefði lagt sig í framkróka við að stöðva rannsóknina. „í minni návist bann- aði forsetinn öryggismálaráðherran- um, innanríkisráðherranum og Bold- yrev að gefa mér upplýsingar — mér sem var yfirmaður spillingarnefnd- arinnar," sagði Rútskoj. Seinna var Rútskoj settur af sem yfirmaður nefndarinnar. Sjá „Rússland í heljargreipum spillingarmálanna" á bls. 24-25. Beðið með eftirvæntingu eftir að farmur þýsks kafbáts af botni Kattegats komi í ljós Björgnn bátsins tókst vel Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðs- dóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. EFTIR 48 ár á botni Kattegats var þýski kafbáturinn U534 dreginn upp í gærmorgun. Nú verður hann færður til Hirts- hals, þar sem hann verður hreinsaður og lagfærður. Kaf- bátnum var grandað i lok seinni heimsstyijaldarinnar og hafa verið miklar vangaveltur um að innanborðs séu gersemar sem nasistar hafi reynt að forða frá Þýskalandi. Enn er óvíst hver farmurinn er, svo eini augljósi ágóðinn er af sölu sjónvarpsefn- is um björgunina, en hópurinn sem stendur að björguninni hef- ur stýrt henni með tilliti til fjöl- miðla. Óvíst er hver hefur eign- arrétt yfir bátnum og búist er við að deilur þar að lútandi endi fyrir rétti. Meðal björgunarmanna ríkti mikil eftirvænting, hvort hinn 300 tonna þungi bátur þyldi átökin, en í ljós kom að báturinn er í góðu ásigkomulagi, miðað við aðstæður. Hópurinn seoa stendur að björg- uninni, hefur ekki viljað gefa upp kostnaðinn, en áætlað er að hann sé ekki undir sem svarar 200 millj- ónum íslenskra króna. Fremstur í flokki björgunarmanna er fjár- málamaðurinn Karsten Ree, sem á smáauglýsingablaðið Bláa blaðið. Reuter Lyft úr kafi eftir 48 ár ÞEGAR kafbátnum var lyft upp af botni Kattegats í gær var lögunin í fyrstu óskýr vegua þangs og gróðurs, sem á honum hékk. Stöðugt var sprautað yfir hann efni sem vamar því að mengun frá dísilvélum bátsins breiðist út. Auglýsingar um blaðið hanga um allt við björgunarsvæðið á eyjunni Anholt. Hver á bátinn? Enn sem komið er eru tekjur af myndum og efni um björgunina líka eini öruggi hagnaðurinn, því enn er óljóst hvort eitthvað verð- mætt er í bátnum og þá eins hver muni eiga það. Sumir segja að lík- legasti farmurinn sé kartöflusekkir Björgunarhópurinn hefur samein- ast um björgunina, en nú þegar kemur að því að ákveða hvað verði um bátinn, er viðbúið að sitt sýn- ist hverjum. Þýska stjórnin hefur fylgst með og hugsanlega er áhugi fyrir hendi að fá bátinn aftur. Einnig hefur Norðmaður sett fram kröfur á grundvelli þess að hann eigi rétt á þýskum flökum á þessu svæði. Það hefur vakið athygli sjón- varps- og fréttamanna, sem fylgst hafa með björguninni að almenn- ingstengslafyrirtæki stýrði fram- kvæmdunum styrkri hendi. Hluti af uppákomunni er að áhöfn bresku flugvélarinnar, sem sökkti bátnum, og þýsku áhöfninni, sem af komst, var boðið til Anholt að fylgjast með og vel fór á með þeim. í árásinni misstu Bretar eina flug- vél og þrír Þjóðveijar fórust. Króatar hafa enn ekki leyft aðstoð við Mostar Sarajevo. Reuter og The Daily Telegraph. Reuter Bjallan framleidd að nýju Brasilíumenn hafa nú byij- að aftur framleiðslu á Volkswagen bjöllu eftir sex ára hlé. Standa vonir til að bjallan sem er einhver vinsæl- asti bíll sögunnar geti orðið lyftistöng fyrir efnhagslífið, fjölgað störfum og gert al- þýðufólki kleift að eignast bíl. Á myndinni sést Itamar Franco, forseti Brasilíu, skoða íyrstu bifreiðina eftir að smíð- in hófst að nýju og er hún merkt 000 0001. Bjallan verð- ur framleidd í bifreiðaverk- smiðju í Sao Paulo. Til stendur að framleiða 20.000 bíla á ári og verður hver bíll seldur á rúmlega hálfa milljón ís- lenskra króna. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna vinnur nú að því að senda bílalest með hjálpargögn til borgarinnar Mostar í Bosníu. Vonast er til að hún verði kom- in þangað á morgun. Enn hefur þó ekki tekist að semja við Kró- ata um leyfi fyrir flutninganna en hungurdauði vofir yfir 55.000 múslimum sem í borginni búa. Lyndall Sachs, talsmaður Flótta- mannahjálpar SÞ, sagði í gær að ekki hefði tekist að ná í neinn nógu háttsettan Króata til að leyfa lest SÞ að fara í gegn. Engin hjálpargögn hafa borist til Mostar frá því Króatar og mú- slimar byijuðu að beijast um miðj- an júní. Starfsmenn Flóttamanna- hjálparinnar segja að búast megi við fyrstu dauðsföllunum af völdum hungurs næstu daga. Aðstæður eru sagðar sérlega slæmar í austur- hluta Mostar. Þar eru 50-60 sjúkl- ingar í bráðabirgðasjúkrahúsi í kjallara gamallar skrifstofubygg- ingar. Særðir eru sendir heim eftir að gert hefur verið að sárum við frumstæð skilyrði vegna þess að ekki er hægt að sjá um sjúklinga eftir aðgerð. Starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna segjast íhuga að varpa mat- vælum yfir borgina en fyrst verði reynt til þrautar að fá Bosníu-Kró- ata til að gefa eftir. Þeir krefjast þess að Bosníustjórn láti króatíska fanga lausa áður en umsátrinu um Mostar verður aflétt. Talsmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna segir að verið sé að kanna hvað hæft sé í ásökun- um um að friðargæsluliðar séu á kafi í svartamarkaðsbraski í Sarajevo. í síðustu viku voru fjórt- án úkraínskir starfsmenn friðar- gæslusveitanna sendir heim eftir að þeir urðu uppvísir að braski með sígarettur, eldsneyti og fleira. Skjöl um morðiö á John F. Kennedy gerð opinber Hvað gerðist í Mexíkóborg? Washington. Reuter. í BANDARÍSKUM skjölum um John F. Kennedy Bandarikjafor- seta, sem gerð voru opinber fyrsta sinni í gær, koma fram nýjar upplýsingar um dularfulla för Lee Harvey Oswalds, morðingja Kennedys, til Mexíkóborgar mánuði fyrir morðið. Jafnframt seg- ir þar að skýrslur frá CIA-deildinni í Mexíkó hafi verið allsér- kennilegar á tímabili eftir morðið á forsetanum. Gífurlegt magn af skjölum er Harvey Oswald. Þar kemur fram tengjast forsetatíð Kennedys og þá einkum morðinu á honum var gert opinbert í gær og er það talið nálg- ast milljón síður. Þar á meðal er 500 síðna skýrsla nefndar fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings er skipuð var til að rannsaka morðið á forset- anum og banamanni hans Lee að Oswald átti í ástarsambandi við mexíkóska stúlku mánuði fyrir morðið en hún vann fyrir kúb- versku ræðismannsskrifstofuna í Mexíkóborg. Jafnframt kemur fram að CIA hafði áhuga á að fá stúlku þessa til samstarfs við sig. Sérfræðingur sem Reuters-frétta- stofan ræddi við í gær sagði að þessar upplýsingar um för Oswalds til Mexíkós vektu spurningar um hvað hefði í raun gerst þá afdrifa- ríku daga sem hann var staddur þar. Nefndin segir að skýrslur sem borist hafí frá CIA-deildinni í Mex- íkó eftir morðið hafi verið undarleg- ar. Ruglingslegt innihald þeirra og á tíðum mótsagnakennt kunni þó að skýrast af mikilli spennu sem ríkt hafí í deildinni eftir morðið og þeim flýti sem þær voru unnar í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.