Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 45 ^ lA/BIOlil .SMA/BIO m SAMMi BÍÓHÖL ÁUFABAKKA8. SÍMI 78 9001 SAMM _ gr jrr _ __ __ BÍCBCC SNORRABRAUT 37, SÍM111 384-252 ÁLFABAKKA 8, SÍMI 78 900 vsa<r AVALLT I FARARBRODDI MEÐ BESTU MYNDIRNAR AVALLT I FARARBRODDI MEÐ BESTU MYNDIRNAR Nú er 65 milljóna ára bið á enda. Vinsælasta m'ýnd allra tíma. STEVEN SPIELBERG™ * ★ ★ V2AI IVIBL ★ * ★V?HK DV Bönnuð innan 10 ára - Getur valdið ótta barna upp að 12 ára aldri! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15 í THX. Nýja Monty Python grínmyndin ALLT í KÁSSU MÓföNIS Sýnd kl. 5,9og11. LAUNRAÐ FLUGASAR 2 Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. SKJALDBOKURNAR 3 Sýnd kl. 5. DREKINN Sýnd kl. 6.50,9 og 11.10. BÖnnuð i. 16ára. IT Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. MICHAEL DOUGLAS NÓG KOMIÐ Sýnd kl. 7 og 11 ■ GETIN í AMERIKU Sýnd kl. 5 og 9. SKJALDBÖK- URNAR 3 Sýnd kl. 5 og 7. IHIITIIIIIIIIHITT BESTA GRÍNMYND ÁRSINS FLUGÁSAR2 CHARUESHEEN LLCYDBRIDGES VALERIAGOUNO GRAB YOUR GUNS! IT'S H0TSH0TS2! SPENNUÞRILLER SUMARSINS HVARFIÐ Thx THR^Sfc ITTIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII ÚR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 20.-23. ágúst 1993 Á tímabilinu eru 549 færsl- ur í dagbókina, þar af eru 4 umferðarslys og 33 önnur umferðaróhöpp, þ.á m. grun- ur um ölvun við akstur í einu tilviki. Af öðrum þeim er af- skipti þurfti að hafa eru 13 grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Til- kynnt var um 13 innbrot og 11 þjófnaði, 2 bílþjófnaði, 5 líkamsmeiðingar og 1 morð. Tvisvar þurfti að sinna mál- um vegna heimilisófriðar, 18 sinnum vegna hávaða og ölv- unar á heimilum og tæplega 70 sinnum reyndist nauðsyn- legt að hafa afskipti af ölvuðu fólki er ekki kunni fótum sín- um forráð. Þá var tilkynnt um 7 rúðubrot og 9 önnur skemmdarverk. Auk þess sem sinna þurfti fólki er orðið hafði uppvíst að afbrigðilegri hegðun, ofneyslu lyfja eða átti í öðrum sálrænum erfið- leikum, reyndist nauðsynlegt að kæra allmarga ökumenn fyrir ýmis umferðarlagabrot, 37 einstaklinga þurfti að vista í fangageymslunum um helg- ina. Á föstudagsmorgun þurfti að fjarlægja viðskiptavin úr bankastofnun þar sem hann af miklum áhuga og aðdáun hafði ofsótt og valdið einni starfsstúlkunni miklum óþægindum. Þá varð vinnuslys í fisk- verkunarhúsi við höfnina. Þar hafði starfsstúlka skorist á handlegg með flökunarhníf. Flytja. þurfti hana á slysa- deildina. Skömmu fyrir hádegi fjar- lægði lögreglan ólæsta bifreið sem yfirgefm hafði verið á Vesturgötu með lykilinn í kveikjulásnum. í húsi við Laugaveg féll maður úr stiga og missti við það meðvitund. Hann hafði verið að skipta þar um ljósa- peru er hann hrasaði í stig- anum með fyrrgreindum af- leiðingum. Maðurinn var fluttur á slysadeildina með sjúkrabifreið. Um kvöldið var tilkynnt _________ g* 'AKureyrl I kvöld verður djasstríóið „Skipað þeim“ með tónleika í veitingahúsinu Við pollinn. Sérstakur gestur verður Bjöm Thoroddsen gítarleik- ari, en hann hefur í mörg ár verið í fremstu röð ís- lenskra djasstónlistarmanna. Tónleikarnir hefjast kl. 22. um slasaðan mann í Tryggva- götu. Talið var að breskir sjó- menn af skipi í höfninni hefðu veitt honum áverka þá er hann bar á höfði. Flytja varð hann á slysadeildina. Úm síð- ustu helgi meiddist og íslend- ingur í slagsmálum við þrjá drukkna breska sjómenn í miðborginni. Aðfaranótt laugardags slasaðist íslendingur á tjald- svæðinu í Laugardal. Hann hafði verið að eiga þar við gastæki inni í tjaldi sínu þeg- ar það sprakk. Varð tjaldið alelda, en nærstöddum tókst að bjarga manninum út úr því. Hann brenndist þó á höndum og sviðnaði eitthvað í andliti. Flytja varð manninn á slysadeild með sjúkrabif- reið. Á laugardagskvöldið var tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið yfir stokka og steina við Skeljanes og endað förina á ljósastaur. Tveir ung- ir piltar hlupu á brott af vett- vangi eftir atvikið og er þeirra nú leitað. Liklegt má telja að annar þeirra hafi meiðst á höfði. Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um alblóðugan öl- vaðan mann nálægt skemmti- stað við Höfðabakka. Hann var fluttur á slysadeild, en af vettvangsrannsókn að merkja virðist hann hafa fall- li.iuiilll hifihib í Kaupmannahbfn FÆST i BLADASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUQVELLI OG Á RÁDHÚSTORQI mJt Vanishing ★ ★★AIMBL ★★★AIMBL ★★★AIMBL Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í THX. ið um 3-4 metra í stiga á bak við veitingastaðinn og meiðst við það. Skömmu síðar var tilkynnt um innbrotstilraun í hljóð- færaverslun við Grettisgötu. Sást þar til tveggja pilta, sem höfðu reynt að brjótast þar inn, en hlaupið síðan á brott. Þeir fundust skömmu síðar og voru færðir á lögreglu- stöðina. Piltamir, 12 og 13 ára gamlir, viðurkenndu verknaðinn og voru sóttir af foreldrum sínum. Tösku með verkfærum og hönskum í var haldið eftir. Á sunnudag valt bifreið á Vesturlandsvegi skammt sunnan Kiðafells. Bifreiðin hafði endastungist út af þjóð- veginum. Hjón með tvö böm vom í bifreiðinni. Meiðsli þeirra voru talin alvarlegs eðlis. Skömmu fyrir kvöldfréttir á sunnudag var tilkynnt um flassara á ferð við Hrísateig. Sá hafði berað sig þar fyrir framan þrjár stúlkur á þrett- ánda ári. Flassarans er leitað. Honum er lýst sem karlmanni á fimmtugsaldri, brodda- klipptum með ljósbrúnt hár og skarð í vör. Hann var klæddur í græna úlpu, drapp- litaðar buxur og bar brúnan staf. Woody Allen leikstýrir Miu Farrow í gamanmyndinni Skuggar og þoka sem frumsýnd er í Háskólabíói. Háskólabíó sýnir mynd- ina Skuggar og þoka HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á gamanmyndinni Skuggar og þoka eða „Shadows and fog“ eftir Woody Allen. Með aðalhlutverk fara Woody Allen, Mia Farrow, John Malcovich, Kathy Bates, John Cusak, Jodie Foster, Julie Kavner, Madonna, Lily Tomlin o.fl. Myndin gerist í Evrópu á kraftajötuns fjölleikahússins þriðja áratugnum en þar segir frá dularfullum morðingja sem kyrkir fómarlömb sín. Morð- inginn fer á stjá þegar sirkus einn kemur til bæjarins. Irmy (Farrow) og Clown (Malcovich) starfa bæði í fjöl- leikahúsi. Sirkusinn setur upp sýningartjald sitt i nágrenni ónafngreindrar evrópskrar borgar og undirbýr fyrstu sýn- inguna. I borginni er mikið um að vera því morðingi geng- ur laus og fjöldi árvökulla borgarbúa leitar hans. Þegar Irmy kemst að því að Clown á í ástarsambandi við konu tekur hún því afar illa og gengur út í þokuna. Þar hittir hún vændiskonu (Tomlin) sem bíðst til að hjálpa henni. í myndinni drífur ýmislegt á daga þriggja aðalpersóna myndarinnar en undirtónninn er hinn sígild Woody Allen tónn með heimspekilegum vangaveltum um baráttu góðs og ills ásamt hæfilegu magni af bröndumm, segir í frétt frá Háskólabíó. Tónlistin í mynd- inni er m.a. úr Túskildingsó- pera Kurts Weils og einnig eftir Berthold Brecht.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.