Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Morgunblaðið/Árni Sæberg Samnorræn fimleikahátíð 60 ára og eldri Um 500 manns komu fram í hópatriðum UM 500 manns tóku þátt í samnorrænni fimleikahátíð 60 ára og eldri sem fram fór í Laugardalshöll 19. til 23. ágúst. Flest- ir voru þátttakendur frá Noregi, 151, frá Finnlandi komu 66, frá Danmörku komu 26 en um hundrað þátttakendur voru frá íslandi. Svíar sendu ekki fulltrúa á mótið. Meginmarkmiðið með hátíðinni var að hvetja alla til að hreyfa sig þó þeir eldist og taka þátt í líkamsþjálfun og heilbrigðu félagslífi. Morgun- blaðið ræddi við nokkra þátttakendur á hátíðinni og fara við- tölin við þá hér á eftir. „Það hefur verið stórkostlegt að vera hér og hitta fólk frá hin- um Norðurlöndunum, tala saman og sjá hvað hinir eru að gera,“ sagði Liv Heimstad sem er leið- togi fimleikasamtaka eldri kvenna í Noregi. Hún sagði að alls væru 2.000 konur í samtök- unum á aldrinum 40 til 81 árs og æfa þær jafnan tvisvar í viku. Áhuginn eykst Heimstad sagði að eldri karlar í Noregi væru ekki eins virkir í leikfimi eins og konurnar en áhuginn væri þó að aukast hjá báðum kynjum jafnt og þétt. Hún sagði að almenn ánægja hefði ríkt í hópnum með fimleikahátíð- ina enda hefðu þau verið afskap- lega heppin með veður og fengið tækifæri til að ferðast vítt og breitt um Island. Flestir í hópn- um væru ráðnir í að heimsækja ísland aftur í náinni framtíð. Næsta fimleikahátíð sem þátt- takendumir frá Noregi stefna á er í Frankfurt í Þýskalandi að ári. Virkar hvetjandi „Eg hef verið með sjálfstæðan rekstur sem ég kalla hressingar- leikfimi í 34 ár og em konurnar sem sýndu úr fjórum hópum sem ég er með. Flestar em á aldrinum 55 til 68 ára en sú elsta 72,“ sagði Ástbjörg Gunnarsdóttir en hún var með atriði á hátíðinni sem nefndist „Rauði ramminn". „Gym i Norden er stórt mót og hefur heppnast vel, þetta er þriðja norræna fimleikahátíðin sem haldin er hér á landi og ég hef verið svo heppin að vera með á þeim öllum. Ég hefði _ viljað sjá fleiri á mótinu frá íslandi því það eru margir hópar í þessum aldurs- flokki starfandi víða um landið. Það spilar eflaust inni að ágúst er erfiður mánuður vegna sum- arfría. Minn hópur æfði t.d. hálf- an júnímánuð en svo gerðum við hlé og byijuðum aftur 10 ágúst. Leikfimi meðal eldri borgara á sér heldur ekki langa sögu hér á landi og hin Norðurlöndin eru komin lengra en við á því sviði. Þetta er líka spurningin um hvort fólk treystir sér til að koma fram og ég held að hátíð sem þessi virki hvetjandi á marga. Hér hafa verið stórkostleg sýningar- atriði sem sýnir að svo lengi sem fólk á efri árum hefur þokkalega heilsu eru því allir vegir færir,“ sagði Ástbjörg. Stórkostlegt mót „Þetta hefur verið stórkostlegt mót og ég hef eignast hér marga góða kunningja,“ sagði Henry Andersen frá Svendborg í Dan- mörku. Hann hafði ekki komið til íslands áður og sagðist hafa haft mjög gaman af að sjá land- ið. Andersen hefur lengi verið í bæjarstjórn Svendborgar og m.a. starfað að málefnum aldraðra hin síðari ár. Hann sagði að um 500 eldri borgarar legðu reglu- lega stund á leikfimi í borgini. Andersen hvað það hafa mikla þýðingu fýrir aldraða að heyfa sig og taka þátt í íþróttastarfi, Frá atriði norsku þátttakendanna á fimleikahátíðinni Gym i Nord- en Frá hópatriði dönsku þátttakendanna. Henry Andersen frá Svendborg í Danmörku. það væri ekki aðeins þýðingar- mikið vegna líkamlegs ástands heldur einnig andlega. Það skipti miklu máli fyrir aldraða að fara út og vera með öðru fólki. Mikil reynsla „Það var mjög gaman að fá tækifæri til að heimsækja Island, ég hef verið hér tvisvar áður en þetta er mín besta ferð hingað," sagði Piijo Liisa Vilenius frá Finnlandi. Hún sagði að fim- leikahátíðin hefði verið mjög hvetjandi. Það voru 66 gestir sem komu frá Finnlandi en þar af tóku 44 þátt í fimleikasýning- um á Gym i norden. Hún sagði að meira en 400 fimleikafélög aldaðra væru starfandi í Finn- landi og_í þeim væru um 5.000 manns. íslandsheimsóknin hefði verið mikil reynsla fyrir finnsku þátttakendurna og þeir færu með góðar minningar héðan. Liv Heimstad, leiðtogi leiðtogi fimleikasamtaka eldri kvenna í Noregi. Ástbjörg Gunnarsdóttir hefur leiðbeint í hressingarleikfimi í þijá áratugi. Lýst eft- ir vitnum EKIÐ var á kyrrstæða bláa Peuge- ot 205 bifreið á bílastæðinu við Grensásveg 11 eða á bílastæðinu við Skeifuna 17 einhvern tíma á timabilinu frá því klukkan 17 á föstudag til klukkan 13 í gær, mánudag. Rispa og dæld er eftir endilangri hægri hlið bílsins. Þeir sem geta gefið upplýsingar um atburðinn eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík eða hafa samband í síma 684069. ----» ♦ ♦--- ■ HEAD, óopinber samtök Prince fíkla og Bob George standa að tónlistarveislu fyrir Prince aðdá- endur á Hressó í kvöld, miðvikudag- inn 25. ágúst kl. 21. Flutt verður óútgefíð efni með hinni konunglegu ótukt þ.á.m. Black album, Charade, tónleikarupptökur ’81-’93 og m.fl. Aðgangur er ókeypis. ttf Hi ÍSLANDI RAF- 0G L0GSUÐUVÍR MÉÐ ÍSLENSKUM LEIÐBEININGUM, L0GSUÐUTÆKI, GASMÆLAR 0G FL. GUÐNIJÓNSSON & CO. Skeifunni 5 • S: 91-32670 • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS Ifent-Axia Gluggaviftur Veggviftur • VÉLADEILD FALKÁ í FARARBRODDI 1FJÖRUTÍU ÁR! Ensk og hollensk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöt við val á loftræstiviftum. Það borgar sig að nota það besta! Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 . • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.