Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Áttunda starfsár Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd Nýta sumrin til að gera stíga og rækta landið Þijátíu manna starfshópur lagði göngustíg við Skógarfoss Skógarfoss MÖRG þúsund ferðamenn leggja leið sína að Skógarfossi ár hvert og margir vilja skoða fossinn frá öðru sjónarhorni en af jafnsléttu. Nú verður það auðveldara og náttúruspjöllin minni með tilkomu stígsins. Morgunblaðið/Gugu Sjálfboðaliðar HÓPURINN við merki samtakanna. Félagsmenn eru á öllum aldri og njóta útiverunnar við helstu náttúruperlur landsins. Stígagerð ÞAÐ eru mörg handtök við að leggja stíg upp að fossbrúninni og allir eru með verkfæri á lofti. Ofaníburðurinn er fenginn úr Hrúta- felli, mómöl sem var notuð til að leggja vegi í sveitinni áður fyrr. Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd hafa verið starf- andi frá 1986 og lagt hönd á plóg víða um land við ýmis mál sem heyra til náttúru- vemdar. Lítið hefur farið fyrir samtökunum en verk þeirra á .vinsælum ferðamannastöðum bera félagsmönnum, sem eyða sumarleyfum sínum við jarð- vinnu í ómengaðri náttúru landsins, órækan vott um brennandi áhuga og atorku- semi. Um.þijátíu manna hópur var að störfum við Skógarfoss fyrir nokkur við að leggja göngustíg upp að fossbrúninni. Félagar í samtökunum líta á starfíð sem nokkurs konar sumarleyfí þótt oft séu menn úrvinda að kvöldi dags eftir gijótburð og jarðrusk. Enda nýta flestir sumarleyfi sín frá öðr- um störfum til að rækta upp land- 7Áð og vernda náttúruna. Félagarnir sögðu að það hefði verið orðið fyllilega tímabært að leggja þarna göngustíg því þús- undir ferðamanna sem vilja sjá þennan mikilúðlega foss frá öðru sjónarhomi hafa óhjákvæmilega traðkað fjölmarga slóða upp á brúnina. Eyðileggingarmáttur regnvatnsins sem leitar eftir þess- um slóðum er mikill og blasti við að miklar gróðurskemmdir yrðu á svæðinu ef ekki yrði gripið í taum- ana. Yngstu þátttakendumir í verk- efninu að Skógarfossi voru ekki háir í loftinu en þeir gáfu þeim eldri lítið eftir í jarðvinnunni, en elstu þátttakendur vora á átt- ræðisaldri. Sameiginlegt áhuga- mál allra er útivist, náttúruvemd og betri umgengni við náttúraperl- ur landsins. 10 dagar í Mývatnssveit Þorvaldur Örn Árnason, einn af forsvarsmönnum félagsins, sagði að allur gangur væri á því hvernig verkefnin kæmu til. Oft kæmu ábendingar frá félagsmönn- um en sjaldnar kæmu fyrispumir frá sveitarfélögum. Skráðir félag- ar eru 150 talsins. Ferðir á vinnu- staðina og fæði er oftast ókeypis fyrir sjálfboðaliðana og er matseld skipt niður á þátttakendur. Oftast er gist í húsum en fyrir kemur að gist sé í tjöldum. Starfsemin bygg- ist fyrst og fremst á vinnuferðum á friðuð svæði og sérstaklega þau sem mikið era sótt af ferðamönn- um. Verkefnin eru af ólíkum toga en mest er um stígagerð á við- kvæmum svæðum þar sem göngu- stígar þurfa að falla svo vel í lands- lagið að þeir sjáist vart. í sumar vinna samtökin að átta verkefnum víða um land en viða- mesta verkefnið var unnið síðari hluta júlímánaðar í Dimmuborgum og Leirhnjúk. í Dimmuborgum var unnið að heftingu sandfoks og uppgræðslu og haldið var áfram gerð göngustíga á Leirhnjúk en það verk hófst í fyrrasumar. Alls dvöldu og unnu sjálfboðaliðamir í tíu daga að verkefnunum í Mý- vatnssveit en samstarfsaðilar þeirra voru Náttúravemdarráð, Mývatnssveit og Landgræðslan. Auk þess var í sumar unnið að viðgerð á gróðurskemmdum að Djúpavatni á Reykjanesfólkvangi, gerð göngustígar í Grábrók og upp að Öxarárfossi og tré- og stein- þrepagerð við Ófærafoss. Næstu verkefni verða tveggja daga vinnuferð á svæðinu sunnan og vestan við Langjökul í sam- starfí við Ferðaklúbbinn 4x4, Vegagerð ríkisins, Ferðamálaráð og Náttúruverndarráð. Þar stend- ur til að merkja leiðir og afmá jeppaslóðir við Kaldadal og á Línu- vegi. Þá stendur til að fara í þriggja daga vinnuferð til Vest- mannaeyja 10. september nk. Einn skorningur Öm Þorvaldsson var verkstjóri verkefnisins að Skógum. „Það var heldur illa komið hérna og troðið. Þetta var orðið að einum skorningi þar sem regnvatnið fór niður og dýpkaði hann með hveiju árinu. Verkefnið hér hefur staðið yfir í fjögur ár og unnið hefur verið að stígagerðinni í fjóra daga á hveiju sumri. Það verður hér gjörbreyting og segja má að aðferðin sé nokkuð góð. Við setjum niður tréþrep og hlöðum torfkanta með. Ofan í þrepin setjum við góðan ofaníburð, mómöl ofan úr Hrútafelli. Við höldum því að þetta verði nokkuð viðhaldsfrítt," sagði Örn. Austur-Eyjafjallahreppur er í samstarfi við sjálfboðaliðasamtök- in ásamt Náttúruverndarráði um stígagerðina við Skógarfoss. Sveitarfélagið kostar allt efni og fæði og býður auk þess þáttakend- um í skoðunarferðir og fijáls afnot af safni og sundlaug staðarins. Ferðir greiddi Austurleið hf. að hálfu leyti og Náttúruverndarráð að hálfu. Pokasjóður Landgræðslu ríkisins styrkir sveitarfélagið. Flestar ferðirnar era þannig að mestu leyti kostaðar af öðrum en þátttakendum. Bandarískur sérfræðingnr í stærðfræðinámi og námsmati Þjálfun rökhugsunar og skilningur á stærðum er öllum nauðsynlegur HÉR Á LANDI er staddur á vegum endurmenntunardeildar Kenn- araháskóla íslands bandarískur sérfræðingur í stærðfræðinámi, dr. Norman L. Webb. Hann er meðal annars að kynna hér fyrir kennur- um af efri stigum skólanna nýjar hugmyndir um stærðfræðipróf, sem eru í þróun í Bandaríkjunum. Hugmyndirnar ganga út á að hafa prófspurningarnar „opnar í báða enda“ þannig að við þeim sé ekkert eitt rétt svar heldur sýni nemandinn með svari sínu þá raunverulegu þekkingu og ályktunarhæfni, sem hann hefur áunnið sér. Þetta segir dr. Webb að sé nauðsynlegt til að auka skilning nemenda á stærðfræði. Webb lauk B.S. gráðu í stærð- fræði frá Háskólanum í Arizona, M.S. gráðu í hagnýtri stærðfræði frá fylkisháskólanum í Iowa og doktorsgráðu í stærðfræðikennslu frá Stanford-háskólanum. Hann starfar nú við Háskólann í Wiscons- in, þar sem hann stjórnar þremur rannsóknarverkefnum fyrir Wisc- onsin Center for Education Research (Rannsóknarstofnun Wisconsin í menntamálum). • Mörg möguleg svör - Út á hvað ganga breytingarn- ar, sem þú ert að kynna? „í Bandaríkjunum erum við að reyna að gera breytingar á náms- efninu í stærðfræði og því hvernig við metum þekkingu nemenda í stærðfræði. Hugmyndin er að spurningarnar á stærðfræðiprófum krefjist þess af nemandanum að hann hugsi og dragi ályktanir út frá þeirri þekkingu, sem hann hef- ur áunnið sér. Hefðbundnari próf í Bandaríkjunum eru með krossa- spurningum, þar sem nemandi þarf kannski að leysa fímmtíu dæmi á einni klukkustund. Okkar skoðun er að sú aðferð krefjist ekki mikill- ar hugsunar heldur uppriljunar á upplýsingum. Þetta er þróun, sem nú á sér stað víða annars staðar.“ - Nú eru próf hér á landi yfir- leitt ekki byggð á krossaspurning- um. Hvað er það, sem þú telur vanta upp á hér? „Það er munur á því hvort það er eitt mögulegt svar við spurningu eða mörg möguleg svör, þar sem svarið er metið út frá hugsuninni í því og ályktununum sem eru dregnar. Þetta er frábrugðið því, Morgunblaðið/Sverrir Kennir kennurum BANDARÍSKI sérfræðingurinn í stærðfræðikennslu dr. Norman L. Webb heldur því fram að til þess að ná meiri árangri i að kenna nemendum stærðfræði verði spurningar á prófum að örva rökhugs- un og hvetja nemendur til að hugsa. Hann hefur kynnt íslenskum stærðfræðikennurum á efri árum skólanna hugmyndir sínar. sem ég hef séð hér á landi hingað til. Svo er annað atriði, sem ég hef tekið eftir hér á landi. Prófin miða að því að bera nemendur saman innbyrðis í staðinn fyrir að keppa að því að þeir nái allir ákveðnu þekkingarstigi. Stærðfræði mikilvæg fyrir alla - En er ekki hætta á því að þetta þekkingarstig verði haft of lágt, til að allir nemendur nái því, í stað þess að gera meiri kröfur? „Það er engin auðveld leið til að ákvarða hversu miklar kröfur á að gera. Þarna verða sérfræðingar stærðfræðikennslu og fleiri að koma inn í málin. Það er ekki nóg að hafa þekkingu á stærðfræði til að búa til góð próf heldur er nauð- synlegt að vita hvernig er að læra stærðfræði. Hvað er eðlilegt að kenna 13 ára krökkum mikla stærðfræði; eða 14 ára.“ - Nú hafa sumir gaman af stærðfræði og eiga auðvelt með að tileinka sér hana á meðan aðra skortir áhugann. Hvernig ætlarðu að sameina þessa tvo hópa? „Ég held að eitt af því, sem við eram að gera okkur betur og betur grein fyrir í Bandaríkjunum, er að þekking á stærðfræði er mikilvæg fyrir alla. Grundvallarskilningur á stærðum og grundvallarþjálfun í rökhugsun er fólki nauðsynleg og kemur aðeins í gegnum stærðfræði. Til dæmis er mikill halli á ríkis- sjóði Bandaríkjanna. Eigum við að hækka skatta, eigum við að minnka útgjöld, eigum við að gera bæði eða hvorugt. Hvernig getur ein- staklingur, sem ekki hefur grund- i i i i I i í i < ( í ( ( (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.