Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Sumarsýning- Listasafns Islands Jón Stefánsson: Frá ytri höfninni. 1926. Myndlist Eiríkur Þorláksson Ein er sú skylda sem hvílir á opinberum listasöfnum öðrum aðilum fremur, en það er að bjóða gestum sínum upp á reglulegt yfirlit yfir íslenska myndlist í ein- hverju formi. Listasafn Islands og Listasafn Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum hafa sinnt þess- ari skyldu með góðum yfirlitssýn- ingum yfir viss tímabil eða við- fangsefni, eða þá haldið yfírlits- sýningar yfir feril einstakra lista- manna. Slíkar sýningar kalla á mikla vinnu í undirbúningi og uppsetningu, og geta því ekki orðið of margar á hveiju ári; þess á milli verður að grípa til annarra ráða, og því er alltaf einhver sýningartími í hvoru safni, þar sem sýnt er nokkuð úrval verka úr eigu safnsins, en í báðum tilvikum er af miklu að taka, einkum hjá Listasafni Is- lands. í sumar hefur staðið í Lista- safni íslands sýning, sem í raun má skipta í fjóra hluta, þar sem í hverjum sal safnsins er uppi sérstök sýning, og þar situr í öndvegi sýningin á verkum úr safni Markúsar ívarssonar, sem gefín voru tii Listasafns íslands. Markús ívarsson var sennilega einn merkilegasti persónuleiki listalífsins í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar, og ævi hans örugglega verðugra efni í bók en ýmissa þeirra andlegu smá- menna, sem hafa fengið ritaðar um sig langar rullur. Hér var á ferðinni iðnaðarmaður, sem setti á fót eigið fyrirtæki, sem átti eftir að eflast og verða eitt af stórfyrirtækjum landsins; en á sama tíma var hann haldinn óstjórnlegum áhuga á myndlist, og notaði takmörkuð fjárráð óspart til að kaupa verk ungra listamanna, sem aðrir litu ekki við á þeim tíma. Þannig keypti hann mynd af Gunnlaugi Schev- ing við upphaf hans ferils í öldu- dal kreppunnar 1932, og hann varð fyrsti íslendingurinn til að kaupa mynd af Svavari Guðna- syni 1935, og átti þannig sinn þátt í því að Svavar komst til náms í Kaupmannahöfn. Sýningin á úrvali úr safni Markúsar í sal 2 staðfestir einnig að hann hafði mikla tilfínningu fyrir myndlist, og var smekkmað- ur á það sem hann keypti. Á sýningunni eru verk eftir alla helstu listamenn sem voru að koma fram á miili stríða, og nægir að benda á verk eins og „íslenskir listamenn við skiln- ingstréð" (1919) eftir Jóhannes Kjarval, „Frá ytri höfninni“ (1926) eftir Jón Stefánsson, „Hagavatn" (1929) eftir Finn Jónsson, sem hefur ekki notið verðskuldaðrar athygli, og „Frá Reykjavíkurhöfn" (1931) eftir Þorvald Skúlason, hið klassíska kreppumálverk, ef svo má segja. Þarna eru fleiri meistaraverk á ferðinni, og þessi sýning ein og sér er þess virði að gera sér ferð í Listasafnið; helst er að maður sakni sýningarskrár og frekari upplýsinga en er að finna á litlu veggspjaldi. Stærsti salur safnsins hefur verið lagður undir umfangsmestu verkin, en þar er um að ræða listaverk Errós, sem eru í eigu safnsins. Þessi sýning getur skilj- anlega aðeins verið daufur endu- rómur þeirrar miklu sýningar sem opnuð var í Kaupmannahöfn fyrr í sumar, og á eftir að ferð- ast um Norðurlönd næstu miss- eri. Engu að síður er hér ágætt tækifæri til að kynnast í hnot- skum þróuninni í list Errós, en elsta verkið hér er frá 1958, og það yngsta (og langstærsta) frá 1991. Við fyrstu sýn virðast nýrri verk Errós yfírfull, skipulagslaus og glymjandi; öllu er steypt sam- an í hasar, fylling flatarins virð- ist markmiðið fremur en eitt- hvert efni. Við nánari skoðun kemur fleira í ljós; ádeila á hið vélræna í vestrænu þjóðfélagi er til staðar allt frá fyrstu tíð (t.d. í „Mecacontrol“, 1959), og í nýj- ustu myndinni, „Gulf War“ (1991), er ekki minni ádeila á neysluþjóðfélagið en á hemaðinn, og orsök stríðsins verður að aukaatriði (en skemmtilegt auka- atriði, sbr. meðferð leiðtogans á ályktunum umheimsins); þetta er stríð hinna vestrænu vöm- merkja. Þannig er ákveðinn póli- tískur undirtónn í verkum Errós, sem vert er að veita athygli, þó hann sé stundum nokkuð sér- franskur, sbr. „Lúðvík XIV“ (1980), sem Iíkist meira ákveðn- um frönskum forseta en hinum sæla Sólkonungi! Verk Errós kalla þannig á skoðun og lestur, sem er ólíkur því sem gildir um verk margra annarra, og kann það að valda varfærni margra í skoðunum um list þessa erlenda íslendings. í efri sölum Listasafnsins er að fínna hefðbundnari ágrip af yfírliti um ákveðna kafla í ís- lensri myndlist. í sal 4 era sett upp nokkur þekktustu verk safnsins eftir helstu listamenn okkar á fyrri hluta aldarinnar, og þar skipa myndir Jóns Stef- ánssonar og Jóhannesar Kjarvals öndvegi, þó aðeins sé um að ræða þijú verk frá hvoram. Það er væntanlega stærra yfírlit af þessu tagi, sem ýmsir gestir safnsins sakna. í erfiðasta sal safnsins, á efri hæð gamla íshússins, hefur verið komið fyrir sýningu yngri lista- manna, og era þetta allt verk unnin eftir 1970, allt fram á síð- ustu ár. Hér er hin hugmynda- fræðilega geijun í algleymingi, en sum þessara verka hafa þegar unnið sér sess meðal þekktustu listaverka síns tíma, t.d. „Hom- mage á Grieg“ (1971) eftir Sig- urð Guðmundsson og „Drawing a Tiger“ (1971) eftir Hrein Frið- fínnsson. Önnur verk era fremur vitnisburður um verkefni viðkom- andi listamanna á ákveðnum tím- um, sbr. Kristján Guðmundsson, Hraðar/Hægar I-II“, „Fjall- kona“ eftir^ Birgi Ándrésson (1989) og „Án titils" eftir Áma Ingólfsson (1978). List þessa tíma á enn eftir að vinna sér sess í hugum margra, og því hlýtur að vera sjálfsagt hlutverk Lista- safnsins að kynna verk frá síð- ustu tveimur áratugum, sem safnið hefur eignast. Þó að ýmsir vildu eflaust sjá meira af verkum eldri listamanna í sölum Listasafnsins, þá er þessi sumarsýning ágæt viðleitni til að ná jafvægi milli ólíkra skeiða ís- lenskrar listasögu á þessari öld, einkum þegar haft er í huga hversu takmarkað sýningarrými safnsins er. Með því að nýta sal- ina fjóra á þann hátt sem hér er gert fá íslenskir og erlendir gestir safnsins tækifæri til að meta ólíka hluti á sjálfstæðan hátt, og er það vel; hið eina sem upp á vantar er (einkum með erlenda ferðamenn í huga) að eins konar inngangur eða kynn- ing væri til staðar í öllum sölum safnsins. Slíkt væri til mikilla bóta, einkum fyrir nýja og ókunn- uga listunnendur. Sumarsýning Listasafns ís- lands við Fríkirkjuveg stendur fram í fyrstu viku september, og era listunnendur hvattir til að líta við. MENNING/LISTIR Bandamannasaga aftur á fjalirnar Sjónleikurinn Bandamannasaga eft- ir Svein Einarsson verður sýndur í Norræna húsinu, miðvikudagin 25. ágúst og fimmtudaginn 26. ágúst kl. 20.30. Sýningamar verða í fundarsal Norræna hússins og eru þær liður i 25 ára afmælishátíð hússins, sem nær hápunkti nú í ágústlok. Bandamannasaga er talin samin á síðasta fjórðungi 13. aldar, í kjölfar umbrotattma í íslenskri sögu. Hún er ólík öðrum íslendinga sögum fyrir margra hluta sakir: hún er hnitmiðuð frásögn um einn atburð og gerist á stuttum tíma, sögusviðið er lengst af Alþingi á Þingvelli þar sem vegist er með orðum, vígaferli eru engin ef, frá er talið manndráp í myrkum bæjar- göngum og annað á hlaupum í sögulok og loks eru samtöl fýrirferðarmeiri hér en í öðrum sögum, stundum þannig að minnir á leiktexta, gleðileik. Sagan er beinskeytt ádeilda á bresti í samtíð höfundar, þó atburðir séu settir niður á 11. öld. Leikhópurinn hefur gert víðreist með Bandamannasögu og farið til Færeyja, Finnlands, Þýskalands og Englands. I leikhópnum eru; Borgar Garðarsson, Jakob Þór Einarsson, Stefán Sturla Siguijónsson, Felix Bergsson, Ragn- heiður E. Amardóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Guðni Franzson, sem sér um tónlistina í verkinu og leikur með í hópnum. Leikstjóri er Sveinn Einarsson, meðleikstjóri og sýningar- stjóri er Þórunn Magnea Magnúsdótt- ir. Aðgöngumiðar verða seldir í Nor- ræna húsinu og kosta kr. 500. Bandamenn, brúður og menn Ljóðlist Ljóðakvöld á Sólon Islandus Ljóðakvöld með tónlist verður á veit- ingahúsinu Sólon íslandus í kvöld, þriðjudagskvöld 24. ágúst kl. 21. Fram koma Anna S. Björnsdóttir, Gylfi Gröndal, Hjörtur Pálsson og Anna Karen Júlíusen. Flutning tónlistar ann- ast Þorvaldur Öm Ámason og Ragn- heiður E. Jónsdóttir. Unnendur ljóða og tónlistar eru velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Finnsku Ars Fennica verðlaunin Eystrasaltslöndin með FINNSKU Ars Fennica myndlistarverðlaunin verða á næsta ári af- hent í fjórða sinn og fulltrúar landanna sem aðild eiga valdir í haust. Auk Finna verða nú nefndir til listamenn frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen og frá Pétursborg. Sigurvegarann velur R.H. Fuchs, forstöðumaður Stedelijk-safnsins í Amsterdam, og tilkynnt verður um niðurstöðu hans næsta vor. Ars Fennica verðlaunin þykja mikill heiður fyrir myndlistarmann og era ekki skorin við nögl, verð- launaféð nemur 2,7 milljónum ÍSK og því fylgja sýningar í þrem fínnsk- um söfnum. Þau voru stofnsett 1990 á granni listasjóðs Hennu og Pertiis Niemistö. Fyrstu árin, 1991 og Söfná List og hönnun Bragi Asgeirsson Það hefur ekki farið mikið fyrir söfnum um byggðir landsins, en á því hefur sem betur fer orðið mikil breyting á næstliðnum áratugum. Skilningur á gildi þjóðhátta- og listasafna úti á landsbyggðinni hef- ur aukist mikið hin síðari ár og er tilhlýðilegt að geta þess, að vísirinn að mörgum safnanna var lagður af áhugasömum eljumönnum er tíndu til gripi í sinni sveit með varð- veislugildi þeirra í huga. Ég man þá tíð, er slíkir þóttu skrítnir fuglar og sér á báti, enda var virðing fólks og umgengni við þjóðleg verðmæti landanum til mikils vansa. Og enn er víða pottur brotinn og margur fleygir því gamla jafnskjótt í hafs- auga og eitthvað nýtt kemur á markaðinn, og má sjá ófögur dæmi um það, jafnframt því sem „kon- unglegir öskukallar og kellingar" hafa sagt margar ljótar sögur um ýmislegt sem hent er á haugana, en myndi trúlega seljast dýrum dómum í antíkverslunum heims- borganna. En fólkið vill víst splunkunýja 1992, voru aðeins fínnskir listamenn tilnefndir ten til verðlauna þessa árs var nefnt myndlistarfólk af öðram Norðurlöndum líka. Fulltrúi íslands var Sigurður Guðmundsson en verð- laúnin hlaut danski málarinn Per Kirkeby. Engin ákveðin samkeppni eða sýning leiðir til Ars Fennica, verð- launin eru veitt fyrir sérlega góða skapandi vinnu. Hópur tveggja myndlistarmanna, listfræðings og fulltrúa sjóðsins velur á haustin nokkra myndlistarmenn sem hreppt gætu verðlaunin og býður síðan sérfræðingi að velja sigurvegarann. íslandi og póleraða antík, jafnvel þótt það sem ekki snýr að auganu kunni að vera úr spónaplötum ... Sem betur fer er þróunin ytra sú að varðveita beri sem best hluti úr fortíðinni, og landinn hefur hér smám saman verið að taka við sér, og í þetta sinn eru áhrifin holl. Menn era einn- ig að vakna við, að það sem haldið var á loft á ýmsum sviðum á áratug- unum eftir stríð, og fylgdi í kjölfar stríðsgróðans og skyndihrifa að ut- an, á nú mun frekar heima á haug- unum en margt hið gamla. Á það jafnt við hluti og húsagerðarlist er tengjast innihaldslausum íburði, sem lífvana framúrstefnuhluti og stöðluð hús í skókassastíl. Þannig hafa augu manna opnast fyrir því, að gamlir hjallar og úti- hús eru sjónrænt séð mun fegurri flötu steypukössunum sem dritað hefur verið af miklum móð í hvert krummaskuð landsins og era í mörgum tilvikum sem fleinn í holdi. Til að mæta þeirri þörf sem fjölg- un safpa hefur skapað, er kominn á markaðinn handhægur ritlingur á íslenzku og ensku, er ber heitið „Söfn á íslandi" og er gefínn út af stjóm ICOM á Islandi, í sam- vinnu við þær stofnanir sem um er fjallað. Efninu hafa safnað og skrá- sett Karla Kristjánsdóttir, Lilja Ámadóttir og Sveinn Jakobsson, en ritstjóri var Ragnhildur Vigfús- dóttir. Hér er um að ræða afskap- lega nytsaman bækling er inniheld- ur hlutlægar upplýsingar um lista- og byggðasöfn um land allt og er því nauðsynlegur í farteski allra ferðalanga með áhuga á íslenzkri þjóðmenningu. í ritinu era almenn- ar upplýsingar um söfnin og hvenær þau era opin, en það atriði eitt sér er mjög þýðingarmikið og að auki fylgir slmanúmer, svo hægt er að hafa samband við viðkomandi söfn í sértilfellum. Aftast er svo skrá yfír öll söfnin og minniskompa upp á nokkrar síður. Helst má fínna að auglýsingunum í ritinu, en þær tíðk- ast yfirleitt ekki í svipuðum ritum erlendis, en einhvern veginn verður að fjármagna slíka útgáfu í litlu landi, og allt er fyrst. Trú mín er, að þegar fólk upp- götvar hve nytsamt og ómissandi þetta rit er muni þörfín verða svo mikil, að auglýsingar verði að mestu óþarfar, en ef ekki væri handhæg- ast að hafa þær aftast I ritinu. Einn- ig væri hægt að selja einfaldar upplýsingar um veitingaskála í ein- stökum byggðarlögum í stað aug- lýsinganna og geta styrktaraðila. Satt að segja vill maður vera laus við þennan þátt kaupmennsku þeg- ar maður leitar á vettvang menn- ingarinnar, og til að mæta þeirri ósk væri jafnvel mögulegt að prenta minna upplag án auglýsinga og selja svolítið dýrara! En þakka ber framtakið með virktum, sem kemur okkur enn frekar inn á landakort menningar- ríkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.