Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Réttarfarssaga Bókmenntir Erlendur Jónsson Már Jónsson: BLÓÐSKÖMM Á ÍSLANDI 1270-1870. 311 bls. Háskólaútg. Reykjavík, 1993. Doktorsritgerðir eru sjaldnast neinn skemmtilestur. Hinu skyldi maður trúa að þær séu reistar á traustum fræðilegum grunni. Oftar en ekki eru þær byggðar upp af fjölda smáatriða sem öllum saman er ætlað að leiða til einhvers konar niðurstöðu. Þessi ritgerð Más Jóns- sonar getur talist dæmigerð að því leytinu sem öðru. Tilvitnanir í lög og reglur, sem tengdar eru dæmum úr annálum og dómskjölum, eru fleiri en tölu verði á komið. Þótt efnið sé ofarlega á baugi þessi árin freistast höfundur sjaldan eða aldr- ei til að álykta út frá nútíma for- sendum; gerir sér enda ljóst að slíkt væri ekki sagnfræði. Vitanlega tel- ur hver kynslóð sig hafa höndlað hinn endanlega sannleika. Jafnt fyrir það einkennast allir tímar af skammsýni og hleypidómum þegar horft er um öxl. Athuganir Más taka einkum mið af þrennu: Trú, lögum og siðferðiskröfum. Allan þann tíma, sem rannsóknir hans ná til, var kirkjan voldug og krafð- ist auðsveipni og rétttrúnaðar. Kon- ungsvaldið var líka sterkt, og lengstum reyndar allsráðandi varð- andi veraldleg málefni. Lögunum var því ætlað að þjóna hvoru tveggja. Og boðorðum þeim, sem halda bar í einkalífinu, var ætlað að styrkja agann, svo í ríkinu sem í stórfjölskyldunni sem raunar var eins konar smámynd af ríkinu. Því var refsað fyrir mök við frændur, frænkur og nánasta tengdafólk jafnt og foreldra og systkini. Þann- ig efldist húsbóndavaldið og þar með kirkju- og ríkisvaldið. Refsing- ar gegndu svo tvenns konar hlut- verki: Að halda uppi lögum og reglu en ekki síður að a'fla kirkju og kon- ungi tekna með sektarfé. Að því vék Guðbrandur Þorláksson þegar hann sagði að sumum valdsmönn- um þætti vænt um syndir og glæpi, þar sem fé er fyrir. Árið 1564 var Stóridómur lögtek- inn. Höfundur minnir á að sagn- fræðingar hafi löngum haldið því fram að honum hafi verið þröngvað upp á íslendinga. Sú hafí þó hvergi verið raunin. íslenskir embættis- menn hafí falast eftir þessu eða að minnsta kosti látið sér vel líka; þeim hafi verið í mun að laga réttarfarið að því sem gerðist í nálægum lönd- um. Hins vegar virðist svo sem þá hafí óað við hörkunni þegar til kast- anna kom. Margur hefur litið svo á að heim- urinn hafi harðnað með siðaskipt- um. Upp úr því var tekið að lífláta fólk vegna siðferðisbrota og er 17. öldin gekk í garð þótti það bæði skylt og sjálfsagt til að hinum villta múg verði haldið í skefjum með hræðslu við refsingar. Það kom þó fyrir ekki samkvæmt þvi sem höf- undur upplýsir því hvorki fækkaði brotum við setningu Stóradóms né fjölgaði við afnám dauðarefsingar. Ekki er óeðlilegt að minningam- ar um þennan miskunnarlausa refsirétt tengist annarri óáran sem yflr gekk á sama tíma og sagnfræð- ingar hafa löngum rekið til þverr- andi sjálfræðis og kúgunarvalds herraþjóðarinnar. Sá hefur t.d. þótt ljóður á ráði Guðbrands biskups hversu hallur hann hafi verið undir konungsvaldið. Már Jónsson fríar hann ekki af þvi en skoðar það allt í nýju ljósi og kveður biskup tæp- ast hafa gengið feti framar öðrum í þeim efnum. íslendingar hafa jafnan fylgt for- dæmi annarra, svo í góðu sem illu. Má því líta á Stóradóm sem hveija aðra tiskubylgju sem hingað hlaut að berast, hvort sem mönnum lík- aði betur eða verr. Þegar svo til þess dró á 18. og 19. öld að refsing- ar voru aftur mildaðar gerðist það Doktor í líffræði JÓN S. Ólafsson varði doktorsrit- gerð sína á sl. sumri í vatnalíf- fræði við dýrafræðideild háskól- ans i Bristol á Englandi. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1979 og B.Sc. prófi í líffræði við Háskóla íslands 1984. Sama ár hóf Jón framhaldsnám við líffræðiskor Há- skóla íslands sem fólst í rannsókn á fæðu rykmýslirfa í Mývatni. Sam- tímis vann hann við kennslu við líf- fræðiskor Háskóla íslands. Haustið 1987 hóf Jón doktorsnám við dýra- fræðideild háskólans í Bristol á Englandi undir handleiðslu Dr. Ron- alds S. Wilsons. Doktorsvömin fór fram þann 7. júlí 1992 í Bristol, prófdómarar voru þeir Dr. David Paterson frá háskólanum í St. Andrews í Skotlandi og Dr. Christ- ian Mason við háskólann í Essex. Titill ritgerðarinnar er: The feed- ing biology and micro-distribution of certan chronomid larvae (Dipt- era:Insecta) in á lentic environ- ment, with emphasis on the first instar larvae (Fæðulíffræði og út- breiðsla rykmýslirfa í stöðuvatni með sérstakri áherslu á fyrsta lirfu- stigið). Rannsóknum var fyrst og fremst ætlað að svara hvernig vali búsvæða nýklaktra rykmýslirfa væri háttað í vatnaseti, hver væri fæða þeirra í samanburði við lirfur sömu tegundar síðar á þroskaferl- inu. Ennfremur voru gerðar saman- burðarrannsóknir á þróun mismun- andi aðferða við fæðuöflun hjá nokkrum hópum rykmýslirfa á mis- munandi þroskastigum. Helstu nið- urstöður rannsóknanna gefa til kynna að fyrst eftir klak lirfanna sé líffræði þeirra lík milli mismun- andi tegunda rykmýs, sem kemur meðal annars fram í líkamsbygg- ingu lirfanna, fæðuháttum þeirra og útbreiðslu. Seinna á þroskaferli lirfanna kemur hinsvegar fram mik- Dr. Jón S. Ólafsson. il sérhæfíng hjá þessum sömu teg- undum, með tilliti til áðurnefndra þátta. Þessir þættir hafa allir mikla þýðingu varðandi vitneskju um vist- fræði þessara algengu vatnaskor- dýra. Styrki til doktorsnáms hlaut Jón m.a. frá breska sendiráðinu á ís- landi (Foreign Commonwealth Scholarship) og frá dýrafræðideild Bristolháskóla. Jón er fæddur 9. mars 1959 í Króksfjarðarnesi, son- ur hjónanna Friðrikku Bjarnadóttur og Ólafs E. Ólafssonar. Hann á tvær dætur úr fyrra hjónabandi, Sigríði Birnu og Önnu Friðrikku. Um þessar mundir vinnur hann við rannsóknir á mýflugnastofnum við Mývatn á vegum Rannsóknarstöðv- arinnar við Mývatn. 13 Már Jónsson einnig vegna áhrifa frá öðrum. Heimspekideild Háskóla íslands hefur metið ritgerð þessa hæfa til vamar við doktorspróf. Sýnist þá varla tilhlýðilegt að sá, er þetta rit- ar, fari að gefa henni einkunn hér og nú. Svo mikið er samt óhætt að fullyrða að höfundur hafi lagt ómælda vinnu í þetta verk sitt. Niðurstöður ritgerðarinnar hníga í svipaða átt og annarra sagnfræð- inga sem rannsakað hafa sama tímabil á undanfömum ámm, t.d. Gísla Gunnarssonar, að íslenskir embættismenn hafi ekki verið þeir ofurþjóðhollu þolendur andspænis illu konungsvaldi sem margur hefur viljað vera láta; þeir hafi líka verið gerendur og ábyrgðarmenn. Efni það, sem Már hefur tekið fyrir, er að vísu afmarkað og tekur aðeins til einnar greinar réttarfars- ins. Það sýnir þó betur en flest annað hvemig þjóð getur borist vanmáttug með tímans straumi, stundum að því er virðist gegn vilja sínum og samvisku. Ennfremur leiðir upprifjun þessi hugann að því hvort réttvísin sé nokkru sinni rétt- lát — nema þá í augum þeirra sem með hana fara og henni er ætla að þjóna hveiju sinni. r STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR V Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 J viðshiptovinir fðsleignasala Félag fasteignasala vill vekja athygli viðskiptavina sinna á því að fasteignablað Morgunblaðsins mun koma út á föstudögum á næstunni og kemur því næst út föstudaginn 27. ágúst nk. Kynnið ykkur nánar opnunartíma skrifstofa félagsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.